Þjóðviljinn - 17.09.1983, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 17.09.1983, Blaðsíða 22
22 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 17.-18. september 1983 um helgina Baltasar og Þorbjörg fyrir uppsetningu verka sinna í sýningarsal Lista- safns alþýðu í gær. Mynd -eik. Listasafn alþýðu ,yetrarmynd” í dag kl. 4 opnar „Vetrar- mynd” myndlistarsýningu í sýn- ingarsal Listasafns alþýðu við Grensásveg. Sýningin verður opin daglega frá kl. 15-20, en um helgar frá kl. 14-22. A sýningunni eru verk eftir Baltasar, Braga Hannesson, Magnús Tómasson og Þorbjörgu Höskuldsdóttur. Verkin eru aðallega olíumyndir. Fyrsta sýning „Vetrarmyndar” var haldin í desember 1977 í kjall- ara Norræna hússins, önnur 1979 og sú þriðja á Kjarvalsstöðum 1981. Alls hafa 15 myndlistar- menn tekið þátt í þessum sýning- um. Nú sýna þau fjögur, sem átt hafa verk á öllum fyrri sýningum. Aðstandendur „Vetrarmynd- ar” leggja áherslu á það, að á sýn- ingum þeirra gæti fjölbreytni í vali myndefnis og annarra lista- verka og ólíkum listaverkum og listastefnum sé gert jafn hátt undir höfði. Sigþrúður Pálsdóttir í Verslanahöllinni Fyrsta einkasýningin Sigþrúður sýnir einkum olíu- ustu tveimur árum. Hún hefur myndir, sem eru málaðar á síð- víða stundað myndlistarnám undanfarin ár m.a. á Ítalíu, í Kaupmannahöfn og í New York en þaðan lauk hún B.A.-prófi í myndlist frá The School og Visu- al Arts á síðasta ári. Sýningin í Verslanahöllinni verður opin daglega frá 14-19 og 20-22 til mánaðamóta. Kaffistofa Norræna hússins Steint gler og speglar í kaffistofu Norræna hússins hefur verið opnuð sýning á list- munum úr steindu gleri og spegl- um eftir Ingunni Benediktsdótt- ur. Þessi sýning Ingunnar er henn- ar fyrsta hérlendis, en áður hefur hún tekið þátt í samsýningum í Bandaríkjunum. Eftir að Ingunn lauk M.A. prófi í frönsku og málvísindum við háskólann í Rochester, þá hóf hún nám í glerskurðarlist hjá Arc-en-ciel íNew York 1978. Við það stúdíó starfaði hún einnig, m.a. með Doris Goldfischer og Richard Cronk. Jafnframt þessu stundaði hún teikninám við Par- son School of Design í New York. Sýningin verður opin kl. 9-19 daglega, og kl. 12-19 um helgar og stendur til 2. október. Samúel sýnir á Akureyri í dag kl. 15.00, opnar Samúel Jóhannsson sýningu í Hafnarstræti 81, (í húsi tónlistarskólans), Akureyri. Á sýningunni eru málverk, teikning- ar og grafík. Þetta er fyrsta einkasýning Samúels. Sýningin er opin virka daga kl. 17-22, og um helgar kl. 15-22. Sýningunni lýkur sunnudaginn 2. október. | Afmælishátíð I Flugleiða í j Barnaleikhús Barnaleikhúsið Tinna hefur ; tekið að sér skemmtun fyrir börn j á 10 ára afmælishátíð Flugleiða ; helgina 17. og 18. september að ! Hótel Loftleiðum. Þar verða fjöl- ! breytt skemmtiatriði fyrir börn, • m.a. verður frumsýnt leikritið , „Keisarinn” eftir Magnús Geir Þórðarson (9 ára). Þá mun Ragn- hildur Gísladóttir grýla koma fram og syngja og skemmta. Kvikmyndin „Með allt á hreinu” verður sýnd á vídíótæki. Þær Sólveig Jónsdóttir, Þórhildur Kristinsdóttir og Halla Lárus- dóttir munu sýna fimleika. Píla- grímafararnir Jóhanna Símonar- dóttir, Ýr Margrét Gunnarsdóttir og Kolfinna Baldvinsdóttir o.fl. munu segja okkur og sýna sitt af hverju frá Afríku og Saudi- Arabíu. Málverk eftir Guðmund Björgvinsson verða til sýnis. Og síðast en ekki síst munu hinir vin- sælu Stuðmenn skemmta börnum og fullorðnum í Víkingasalnum á meðan menn væta kverkarnar. Dagskráin stendur yfir frá hádegi til kvölds báða dagana. Allir velkomnir, aðgangur ókeypis. Framkvæmdastjóri barnaleik- hússins er Guðbjörg Guðmunds- dóttir. Hagsmunafélag myndlistarmanna: Síðasta helgin á Kjarvalsstöðum Síðasta sýningarhelgi myndlistarsýningar Hagsmunafélags Mynd- listarmanna á Kjarvalsstöðum er runnin upp. Margt verður um að vera á sýningarsvæðinu í vestursalnum í dag. OXMA-hópurinn sýnir kvik- mynd og almenningi gefst tækifæri til að leika af fingrum fram á öll hugsanleg hljóðfæri sem mönnum dettur í hug að taka með sér á sýninguna. Afraksturinn verður síðan spilaður á sunnudaginn. Það eru nærri 50 myndlistarmenn sem eiga verk á sýningunni en verkin eru alls 109. Það eru þau Ásta óiafsdóttir, Finnbogi Pétursson, Magnús V. Guðlaugsson og Þór Elís Pálsson sem stýra hljóðverkinu í dag. myndlist Kjarvalsstaðir: Kjarval á Þingvöllum. Þessari fjöl- sóttu yfirlitssýningu lýkur um helg- ina. í vestifrsal stendur yfir sýning hagsmunafélags myndlistar- manna. Á fimmta tug listamanna sína. Fjölbreytt dagskrá um helg- ina. Ásmundarsalur: Síðasta sýningarhelgi hjá Garðari Jökulssyni sem sýnir 40 landslags- myndir. Ásmundarsafn: Yfirlitssýning á höggmyndum Ás- mundar Sveinssonar. Opið 14 - 17. Gallerí Lækjartorg: Bræðurnir Haukur og Hörður sýna grafíkmyndir og skúlptúra. Nýstár- leg sýning. Djúpið: Dagur Sigurðarson sýnir. Opið daglega frá kl. 14 til 2. október. Stýrimannastígur 8: Elísa Jónsdóttir sýnir'verk unnin í keramik og postulín og Hallgrimur Helgason blýantsteikningar. Opið 14-22. Gallerí Grjót: Örn Þorsteinsson sýnir verk sín. Opið um helgina frá 14-18. Sýn- ingunni lýkur á fimmtudag. Norræna húsið: Ingunn Benediktsdóttir sýnir listmuni úr steindu gleri og spegl- um í kaffistofunni. Opið til 2. októ- ber. Á sunnudaginn verður opnuð sýning á verkum danska málarans Henri Clausen í kjallaranum. Mokka: I dag opnar Valgarður Gunnarsson myndlistarsýningu á Mokka. Hann sýnir þar 35 myndir en sýningin stendur út september. Verslanahöllinn Laugavegi: Sigþrúður Pálsdóttir opnar fyrstu einkasýningu sína í Verslunarhöll- inni Laugavegi 26 í dag. Hún sýnir einkum olíumyndir málaðar á síð- ustu tveimur árum. Opið til mán- aðamóta. Listasafn alþýðu: „Vetrarmynd", fjórir þekktir málar- ar með samsýningu, Baltasar, Bragi Hannesson, Magnús Tóm- asson og Þorbjörg Höskuidsdóttir. Listasýningarsalurinn Akureyri Sýning á verkum norðlenskra myndlistarmanna í Listsýningar- salnum Glerárgötu 34. Síðasta sýningarhelgi. Hafnarstræti 81, Akureyri: Samúel Jóhannsson opnar sýn- ingu í húsi tónlistarskólans. Mál- verk, teikningar og grafík. Stendur til 2. október. tónlist Austurbæjarbíó: Kristinn Sigmundsson söngvari og Jónas Ingimundarson píanóleikari með tónleika í dag laugardag kl. 14.30. Þeir hafa haldið tónleika víða úti um land í haust við mjög góðar undirtektir. Þjóðleikhúskjallarinn: Vísnavinir eru aftur komnir á kreik. Fyrsta vísnakvöld vetrarins kl. 20.30 á mánudagskvöld. M.a. kemur norskur musíkleikhópur fram. Háskólabíó: N.k. miðvikudag verður hljóm- sveitin „Dollegium Musicum der Universitát Bonn“ með tónleika á vegum Tónleikafélagsins kl. 21.00. Þetta eru lokatónleikar starfsvetar- ins 1982-83. Stúdentakjailarinn: Jassgaman verður í Kjallaranum á sunnudagskvöld. Þeir Guðmundur Steingríms, Björn Thoroddsen, Rúnar Georgs og Árni Scheving byrja gamanið stundvíslega kl. 21.00. Nú lætur sig enginn vanta. Norræna húsið: Sænsku tónlistarmennirnir Birgitta Lundkvist og Carl-Otto Erasmie spila og syngja kl. 20.30 á mánu- dagskvöld. Verk eftir mörg norræn tónskáld á efnisskránni. Á þriðju- dagskvöld á heilsuhælinu í Hvera- gerði og á Reykjalundi. Á þriðjudagskvöld verður SYMRE söng- og leikhópurinn frá Noregi í Norræna húsinu. Safarí: Hljómsveitin Samkór Lögreglu- félagsins heldur tónleika á sunnu- dagskvöld. Allir sem hafa sinta- krómískar tilfinningar hvattir til að mæta. ýmislegt Norræna húsið: Þjóðdansasýning 16 manna hóps frá lisalmi í Finnlandi kl. 15.00 í dag laugardag. Ungur harmónikku- leikari er með í förinni. Samtökin ’78: Fundur í Norðurlandaráði lesbía og homma verður haldinn í Norræna húsinu um helgina. Fjölmörg hagsmunamál til umræðu. Flugleiðir: I tilefni 10 ára afmælis Flugleiða verður haldin mikil afmælishátíð um helgina að Hótel Loftleiðum. Barnaleikhúsið Tinna verður með fjölbreytta dagskrá fyrir börnin. Háskólafyrirlestrar: Régis Boyer prófessor flytur tvo opinbera fyrirlestra í boði heimspekideildar. Sá fyrri um gerð evrópskra sögurita og íslendinga- sagna í stofu 301 Arnagarði kl. 17.15 á þriðjudag og sá síðari á fimmtudag á sama tíma og sama stað. Sá nefnist Óðinn in Saxo Grammaticus and the lcelandic Sources: A Comparative Study. Régis er nú prófessor við Sor- bonne háskólann í norrænum mál- um og bókmenntum. Austurlandalist: Toshiko Hayashi frá Japan ætlar að kynna aðferðir austurlandabúa við að „mála" hinar fegurstu mynd- ir með nál og þræði. Kynning í hannyrðaversluninni Stramma Oð- insgötu 1 kl. 10 - 12 í dag laugar- dag og á mánudag í versluninni Eddu Gunnarssundi 5, Hafnarfirði. Kvikmyndaklúbbur Alliance Fra- ncaise: Á miðviku- og fimmtudagskvöld kl. 20.30 I Regnboganum „Le crabet- ambour” eftir Pierre Schoendoerf- fer. Krabbinn lifandi eða dauður. Náttúrufræðifélag Suðvestur- lands: Síðasta skoðunarferð félagsins verður í Náttúrufræðistofnun Hverfisgötu 116, 3. hæð í dag, laugardag. Fólk er beðið að mæta einhvern tímann á tímabilinu 13.30 - 17.00. Starfsmenn verða til reiðu og leiðbeina og sýna fólki. Margt forvitnilegt verður týnt fram úr hill- um og hirslum. Kaffisala í Kópaseli: Lionsklúbbur Kópavogs verður með kaffisölu í Kópaseli á sunnu- dag en þann dag verður réttað í Lögbergsrétt. Allur ágóði til líknar- mála. leiklist Þjoðleikhusið: Fyrsta frumsýning vetrarins er á farsanum „Skvaldur” eftir Michael Frayn á föstudag í næstu viku. Miðasala hefst í dag, laugardag.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.