Þjóðviljinn - 17.09.1983, Blaðsíða 27

Þjóðviljinn - 17.09.1983, Blaðsíða 27
Helgin 17.-18. september 1983 I ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 27 Forystumenn ASÍ, BSRB og launamálaráðs ríkisstarfsmanna innan BHM kynna undirskriftasöfnun launþegahreyfingarinnar fyrir fréttamönnum. Mynd -eik. Undirskriftasöfnunin gegn kjaraskerðingunni og afnámi samningsréttar „Treystum á þátttöku launþega“ s / segir Asmundur Stefánsson forseti ASI „Við treystum því að það verði almenn þátttaka launþega í þessari undirskriftasöfnun, fólk notfæri sér þetta tækifæri og komi afstöðu sinni á framfæri“, sagði Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ á fundi með fréttamönnum í gær. Ásamt forráðamönnum BSRB og launamálaráðs ríkisstarfs- manna innan BHM kynnti hann jFimm forstjórar í stað tveggja hjá BÚR: -------------------1 Starfsmenn fá ekkert að segja „Það er alveg rétt. Þetta fór í gegnum útgerðarráð á örstuttum tíma og með mikilli leynd. Við fengum tvo eða þrjá daga til að kynna okkur tillögur Hagvangs um skipulagsbreytingar í BÚR og fimm manna stjórn Starfsmannafélags- ins fékk í hendur tvö eintök af skýrslunni og voru bæði merkt trúnaðarmál. Þetta var allt of stutt- ur tími og t.d. náði ég ekki að lesa alla skýrsluna í gegn áður en út- gerðarráð var búið að samþykkja þessar tillögur”, sagði Örvar Guð- mundsson, formaður Starfs- mannafélags Bæjarútgerðar Reykjavíkur í gær. Á borgarstjórnarfundi í fyrradag vísaði Sjálfstæðisflokkurinn frá til- lögu um að skipulagsbreytingum í BUR yrði frestað uns málið hefði verið kynnt fyrir starfsmönnum fyrirtækisins. A sama fundi sam- þykkti meirihlutinn að segja báð- um framkvæmdastjórum fyrirtæk- isins upp og auglýsa eftir mönnum í fimm stöður í staðinn, - einum for- stjóra og fjórum framkvæmda- stjórum. Röksemdirnar fyrir þess- um breytingum voru þær helstar hjá borgarstjóra að í flestum stór- fyrirtækjum væri aðeins einn yfir- stjóri og nefndi hann til dæmis ; Flugleiðir, Sambandið og Lands- virkjun. Hann sagði einnig að það ; væri algert aukaatriði hvort rekstr- arkostnaður ykist við slíka fjölgun yfirmanna, aðalatriðið væri skil- virk stjórn. Minnihlutaflokkarnir fjórir tóku sameiginlega afstöðu gegn þessum skipulagsbreytingum og bentu á að með þessu væri verið að stórauka yfirbyggingu fyrirtækisins. Tví- skipting stjórnkerfisins í annars vegar veiðar og hins vegar vinnslu í landi hefði BUR reynst vel, enda ríkir slíkt fyrirkomulag hjá mörg- um öflugustu útgerðarfyrirtækjum landsins, m.a. Utgerðarfélagi Ak- ureyringa, ísbirninum, Miðnesi og fleirum. í sameiginlegri bókun minni hlutans segir að engin sýni- leg ástæða sé fyrir þessari skipu- lagsbreytingu. Með sínu gamla stjórnkerfi sé BÚR eitt best rekna fiskiðnaðarfyrirtæki í landinu og fjölgun framkvæmdastjóra úr tveimur í fimm bæti á engan hátt þungan fjármagnskostnað sem leiðir af endurnýjun togara BÚR. Vísnavinir Komnir á kreik A mánudaginn 19. september verður fyrsta vísnakvöld á vegum Vísnavina. Verður það í Þjóðleik- húskjallaranum eins og verið hefur og hefst kl. 20.30. Óhætt er að segja að starfsemi Vísnavina fari af stað með glæsi- brag, því að gestir á fyrsta vísna- kvöldinu verður norskur músik- leikhópur Symre að nafni. Hópur þessi, sem telur tvo pilta og tvær stúlkur, hefur getið sér gott orð í Noregi og kemur hópurinn hingað á vegum Vísnavina og annarra. Auk hans koma fram á fyrsta kvöldinu Hjalti Jón Sveinsson, Pjetur Hafstein Lárusson og Guð- rún Hólmgeirsdóttir. undirskriftarsöfnun sem þessi félög launamanna hafa ákveðið að hleypa af stokkunum til að mót- mæla afnámi samningsréttar og þeirri miklu kjaraskerðingu sem launafólk hefur orðið fyrir. í texta undirskriftarskjalsins er mótmælt eindregið afnámi samn- ingsréttarins og hinni gífurlegu kjaraskerðingu. Skorað er á ríkis- stjórn og Alþingi að fella úr gildi án tafar öll ákvæði bráðabirgðalaga frá 27. maí sl. sem afnema eða skerða samningsrétt samtaka launafólks. Afhent við þingsetningu Stefnt er að því að undirskrifta- söfnun þessari verði lokið fyrir 7. október en undirskriftarlistarnir verða afhentir stjórnvöldum við setningu Alþingis 10. október n.k. Þetta er í fyrsta sinn sem samtök launafólks standa sameiginlega að undirskriftasöfnun og í fyrsta sinn sem ASÍ stendur að slíkri söfnun. Einstök aðildarfélög munu sjá um dreifingu undirskriftarlista og hafa samband við alla vinnustaði. Eins geta starfsmenn á vinnustöð- um útbúið undirskriftarlista eða fengið hann hjá verkalýðsfélög- unum. Björn Þórhallsson varaforseti ASI lýsti því yfir að hann væri ekki sannfærður um að meirihluti væri á Alþingi fyrir því ákvæði bráða- birgðalaganna að afnema samn- ingsrétt miðað við yfirlýsingar ým- issa þingmanna sem teljast til stjórnarliðsins. „Við trúum því að stjórnvöld athugi sinn gang og gefi okkur samningsréttinn aftur“,sagði Ásmundur Stefánsson. INTERNATIONAL CONFERENCE ON PREVENTION OF ALCOHOL RELATED / PROBLEMS \ ALÞJÓÐLEG RÁÐSTEFNA í áfengis- og fíkniefnamálum verður haldin dagana 26. - 30. september n.k. að HÓTEL LOFTLEIÐUM. Áfengisvarnaráð í umboði Heilbrlgðls- og tryggingarmálaráðuneytisins hefur sklpulagt þessa ráðstefnu í samvinnu við Menntamála- ráðuneytið og Alþjóðaráðið um áfengis- og fíkniefnamá! (I.C.A.A.) í Sviss. Til ráðstefnunnar eru sérstaklega boðnir innlendir og erlendir aðilar sem vinna að rannsóknum og/eða sálfræðilegri, félagslegri og líkamlegri mótun einstaklingsins. Á dagskrá ráðstefnunnar verður meðal annars: A. Rannsóknir— Umræður. (3 dagar) Tómas Helgason. Epidemiological Studies- The necessary Basis for Prevention. Salme Ahlström, The Joint Nordic Study of Alcohol-Related Problems. Gylfi Ásmundsson, Alcohol Consumption and Accidents. Vilhjálmur Rafnsson. Use of Alcohol in Middle Aged Woman-Resultsfrom a Longitudinal Population Study. Ignacy Wald, Formation of the Alcohol Policy in Poland. Björn önundarson, Alcoholism and Disabiiity. Stein Berg. WHO-Prevention of Alcohol Related Problems Jóhannes Bergsveinsson, Can Treatment replace Prevention Má þar sérstaklega benda á lækna, félagsráðgjafa, sálfræðingar, presta, kennara, íþrótta- og félagsleiðtoga ásamt áhugahópum og samtökum sem starfa á þessum sviðum. Samhliða þessari ráðstefnu verður sérstök 2 daga námstefna um þessi mál fyrir skólamenn og aðra þá sem vinna að uppeldismálum. Allt áhugafólk um að koma í veg fyrir þann vanda, sem tengist áfengis- og fíkniefnaneyslu, er velkomið. Tilkynning um þátttöku þarf að berast elgi síðar en föstudaginn 23. september ásamt þátttökugjaldi, kr. 500.-, tll Áfenglsvamaráðs, Eiríksgötu 5, pósthóif 649,121 Reykjavík. Ake Nordén, Ch. Figiel. Care and Prevention of Alcoholism The use of Clopenthixol Decanoate within the Community in Behavioural DisordersProvoced by Alcohol or Drug Addicition Harry Panjwani. The Clobal Impact of Alcoholism Leif Lapidus. Increased Gamma-Glutamyl Oddur Bjarnason. Transpepitidase as Indicatorof Possibilites of Predicting the Effects of Intervention Alcohol Abuse in Women Marina Boyadjieva. Jan Oiof Hörnquist. Intervention of Alcohol Related Predictors on the Outcome of Problems on the Level of Primary Rehabilitation Efforts for Health Care Services. Aubusers of Atcohol Pallborösumræöur — Jutta Brakhoff. Prevention of Alcohol Related Out-Patient Programs for Alcoholics in West'Germany Problems. William D. Whyss. Chemical Dependency within The University Cornmunities B. Erlndl — Umræður (1 dagur) William Bohs. Daniel Anderson. AA and the Growihg Sélt-Help A Treatemnt Intervention for Chronic Alcoholic and Group Movement Habitual Offenders Thomas Griffith, Gail Milgram. Healthy Lifestyles and Prevention Youtful Drinking Impact Marion Jóhannsson, on Alcohol Education lceland-An Outsiders view from Inside. Michael Kriegsfeld, Linking Thinking and Drinking Gordon Grimm, Strategies of Pastoral Care for The Clergy in Prevention and Detection of Alcoholism. Árni Einarsson, Alcohol and Drug Related Problems Affecting the Human Existence — OurCommon Responsibility — Hópvinna Pallborösumræöur. C. Námskeið fyrlr kennara og aðra leiðbelnendur (2 dagár Stjórnendur: Professor Gail G. Milgram, Ed.D. Director of Education Rutgers University U.S.A. Thomas Griffith. Manager Hazelden Prevention Center U.S.A. Árni Einarsson. erindreki, Áfengisvarnaráö Kvikmyndasýningar (1 dagur) 7 nýjar og nýlegar kvikmyndir um efni tengd áfengis- og fíkniefnaneyslu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.