Þjóðviljinn - 07.10.1983, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 07.10.1983, Qupperneq 1
DJOÐVnilNN 500 listamenn stofnuðu á mánudag Friðarsamtök listamanna undir kjörorðinu „Lífið er þess virði“. Sjá 8-9 október 1983 föstudagur 228. tölublað 48. árgangur Víða komið við Starfsmaður ráðuneytis sinnir einkarekstrinum Jóhann Briem framkvæmda- stjóri flestum hnútum kunnugur við sjávarsíðuna Jóhann Briem sem Steingrímur Hermannsson sjávarútvegsráðherra réð í fyrravetur til að sjá um fraeðslu og upplýsingar í sambandi við gæðamál sjávarafurða, hefur einnig rekið ráðgjafarþjónustu og einkafyrirtæki sem hefur haft með gæðamál að gera. í fyrravetur, þegar umræða um gæðamál var í hámarki, tilkynnti sjávarútvegsráðherra að hann hefði ráðið Jóhann Briem til þess- 55 Niðurskurðurinn til Verkamanna- bústaða___________ „Stórt skref aftur á bak segir Hilmar Guðlaugsson „Ég hef að vísu ekki séð þessa áætlun um framlög til bygginga verkamannabústaða á næsta ári, en ef þær tölur sem Þjóðviljinn birtir í gær reynast réttar er verið að stíga stórt skref aftur á bak. Ég hef ætíð verið þeirrar skoðunar að ekki megi slaka á klónni í byggingu verkamannabú- staða“, sagði Hilmar Guð- laugsson sem á sæti í stjórn verkamannabústaða í Reykja- vík er Þjóðviljinn innti hann álits á fyrirhuguðum niður- skurði framlaga ríkisins til Byggingasjóðs verkamanna. „Við fengum 420 miljónir til þessara hluta yfir landið allt á þessu ári og þar af 90 miljón- ir til endurkaupa. Umsækj- endur hafa verið margir um hverja íbúð þannig að af því má sjá að þörfin fyrir bygging- ar verkamannabústaða er gíf- urleg í landinu um þessar mundir“, sagði Hilmar enn- fremur. „Á næstu vikum hlýtur að koma í ljós hver niðurstaðan í þessu máli verður, og ég satt að segja trúi því ekki að það eigi að skera framlögin svona mikið niður. Tíminn leiðir hins vegar í ljós hver niður- staðan verður", sagði Hilmar Guðlaugsson að lokum. Jóhann Briem starfsmaður sjávarútvegsráðuneytisins, eigandi Ráðgjafar- þjónustu Jóhanns Briem og eigandi auglýsingafyrirtækisins Myndbær. (Ljósmynd eik). ara sérverkefna á vegum ráðunéyt- isins. Jóhann rekur einnig Ráðgjaf- arþjónustu og fyrirtækið Myndbæ. Þegar Sjómannasambandið réðst í myndbandaútgáfu var Ráðgjafar- þjónusta Jóhanns Briem fengin til að kanna fjárhagslegan grundvöll þess. Niðurstaða þeirrar könnunar var jákvæð. Við gerð þátta inná þessi myndbönd voru m.a. settar auglýsingar, en fyrirtækið Mynd- bær sem Jóhann Briem rekur sá um þá hlið mála. Meðal efnis á tveimur myndböndum sem farin eru út til dreifingar er fræðslumynd sjávar- útvegsráðuneytisins um jgæðamál. Fiskmatsráð ríkisins, sem Jóhann starfar fyrir í ráðuneytinu, lét gera þá mynd. í blaðinu í dag eru viðtöl við Jóhann Briem og Hafþór Rós- mundsson um þessi mál. -óg Sjá 3 William Golding, höfundur „Flugnahöfðingj - ans“, hefur hlotið bókmenntaverð- laun Nóbels í ár. 5 Meðan snauð ríki færast í vaxandi mæli niður á hungurstig hafa ráðamenn í Washington helstar áhyggjur af sínu bankakerfi. Glæsilegur baráttufundur í gærkveldi Glœsilegur fundur Alþýðu- bandalagsins á Hótel Sögu í gærkveldi. Troðfullur Súlnasal- ur. Mikil baráttustemmning. Ríkisstjórn kaupráns og kerfis- flokkanna harðlega fordœmd. (Sjá frásögn á baksíðu). (Ljósmynd eik) Greiðum 660 miljónir fyrir nýiu flugstöðina Öll framlög á fjárlögum þessa árs til skóla, heilsugæslu, hafna og flugvalla nema 440 miljónum íslendingar munu þurfa að leggja fram sem svarar 660 miljónum á núvirði til byggingar Flugstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli sem fyrsta skóflustungan verður tekin að í dag. Þessi upphæð er 50% hærri en öll framlög ríkisins til heilsugæslu, mennta- hafna- og flugvallamála á fjárlögum þessa árs, en sú upphæð nemur 440 miljónum. „Ef tekin eru saman öll útgjöld ustöðva og að auki framlög til hafn- ríkisins samkvæmt fjárlögum þessa arframkvæmda og flugvalla, þá árs til iðnskólá, héraðsskóla, nemur sú upphæð 440 milónum grunnskóla, dagvistarheimila, króna“, sagði Geir Gunnarsson íþróttamannvirkja, ríkisspítala, alþm. og formaður fjárveitinga- annarra sjúkrahúsa og heilsugæsl- nefndar í samtali við Þjóðviljanp Útgjöld ríkisins vegna þeirrar flugstöðvar sem nú eru að hefjast framkvæmdir við á Keflavíkurflug- velli eru samkvæmt kostnaðaráætl- un 22 rniljón dollara eða um 660 miljónir króna. Það er um 50% hærri upphæð en útgjöld þessa árs til allra þeirra málaflokka sem áður voru nefndir. Menn mættu líka huga að því að samkvæmt yfirlýs- ingum ríkisstjórnarinnar er ljóst, að á næsta ári verður skorið niður framlag til allra þessara þátta sem taldir voru hér upp af fjárhagsá- stæðum, vegna skuldasöfnunar og bágrar stöðu ríkissjóðs", sagði Geir Gunnarsson. Flugstöðin sem byrjað verður að grafa fyrir í dag verður um 14 þús- und fermetrar að flatarmáli og í út- listingu húsameistara ríkisins sem vitnað er til í nýjasta hefti Vikunn- ar segir að þetta sé lágmarksstærð og ekki sé raunhæft að hefja bygg- ingu flugstöðvar undir þessari stærð. Þá segir húsameistari að teikningin að flugstöðinni miði að því að „gera flugstöðina að ís- lenskru afbrigði af alþjóða flug- stöð“. - lg.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.