Þjóðviljinn - 07.10.1983, Síða 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN- Föstudagur 7. október 1983
Friðarsamtök listamanna stofnuð 3. október 1983:
Lífið er þess virði”
„Lífiöerþess viröi”. Þannig
hljómar kjörorð Friðarsamtaka
listamanna sem stofnuð voru s.l.
mánudagskvöld á fjölmennum
fundi í Kvosinni í Reykjavfk. 500
listamenn hafa þegar gerst
stofnfélagar í friðarsamtökunum
en listar sem menn geta ritað sig á
eru enn í gangi hjá aðildarfélögum
Bandalags íslenskra listamanna.
Flestum er ef laust fersk í minni
dagskrá undir sama kjörorði sem
efnt vartil í Þjóðleikhúsinu í lok
sumars. Síðan hafa listamenn ekki
setiðauðum höndum. Viðar
Eggertsson leikari, einn
fimmmenninganna sem kjörnir
voru í e.k. skipulagsnefnd
samtakanna á stofnfundinum
sagði í samtali við Þjóðviljann að
þegar hefðu margir skráð sig til
þátttöku í starfshópum, sem hver
um sig vinnur að ákveðnu verki.
Meðal þess má nefna tengsl við
innlendar og erlendar
friðarhreyfingar, upplýsingaöflun
og miðlun, m.a. í skólum og á
vinnustöðum og síðast en ekki síst
að undirbúa e.k. listahátíð í þágu
friðar. „Markmiðiöeraðvirkja
hvern og einn og nýta listræna
þekkingu og krafta í þágu
málstaðarins”, sagði Viðar. Auk
hans eru í nefndinni Þorkell
Sigurbjörnsson.tónskáld, Helga
Bachmann leikari, Ágúst
Guðmundsson,
kvikmyndagerðarmaðurog Sigrún
Guðjónsdóttir, myndlistarmaður.
Samtökin munu taka þátt í
starfsemi PAND-lnternational,
sem eru Alþjóðleg friðarsamtök
listamanna stofnuð 2. september
s.l. íHamborg.
Það var Þorkell Sigurbjörnsson,
formaður Bandalags íslenskra
listamanna sem setti fundinn á
mánudag. Helga Bachmann leikari
fluttiljóð eftirTómas
Guðmundsson og Egill Ólafsson
söng við eigin undirleik. Einnig
fluttu Edda Þórarinsdóttir og
Sigurður Karlsson kafla úr leikriti
Svövu Jakobsdóttur,
„Lokaæfingu”, sem Þjóleikhúsið
frumsýndi í gærkvöld í leikstjórn
Bríetar Héðinsdóttur.
Á fundinum f luttu þrír listamenn
ávörp, og eru þau birthérásíðunni
ásamtsetningarorðum Þorkels.
Það voru þau Þorsteinn Ö.
Stephensen, leikari, NínaBjörk
Árnadóttir, skáld og Stefán
Benediktsson, arkitekt.
Ljósmyndari Þjóðviljans, Magnús,
tóksvipmyndiraffundinum.
Samkomusalurinn í Kvosinni var þéttskipaður. - Ljósm. Magnús.
Þorkell Sigurbjörnsson, tónskáld:
Listamenn geta flutt
nýjan tón í umræðuna
Það er sagt, að eitt það, sem ger-
ir okkur að manneskjum sé vitn-
eskjan um dauðann - og það, sem
gerir okkur óhlýðin við þá vissu, sé
lífsþorstinn, hinn sífelldi barna-
skapur að reyna að búa eitthvað til,
endurnýja, gera eitthvað aftur og
betur.
Listamenn eru því marki
brenndir.
Og eins og annað fólk - þótt það
gangi yfirleitt hljóðlegar en lista-
menn frá vöggu til grafar - þá
þráum við frið, okkar vegna, vegna
barna okkar og verka.
Hundruð listamanna hafa nú
þegar með undirskrift sinni knúið á
um stofnun Friðarsamtaka lista-
manna. Þeir eru því alveg í takt við
þúsundir starfssystkina sinna um
víða veröld, listamanna sem m.a.
gengust fyrir stofnun Alþjóðlegra
friðarsamtaka listamanna - PAND
- fyrir réttum mánuði í Hamborg.
En er ekki þegar til nóg af friðar-
samtökum?
Friðarsamtök eru sannarlega til
- en þeim hefur ekki tekist að yfirs-
tíga flokkadrætti, þar sem minn
friður er öðruvfsi en þinn friður.
Líkt og læknar hér á dögunum, þá
langar okkur til að hoppa upp úr
þessum hjólförum vanans og
mynda friðarsamtök, sem meta
ekki frið eftir hagkerfum, eða því,
hvort Jón eða Gunna komist í
hreppsnefnd eða á þing.
Listamenn eru í eðli sínu óvinir
vanans. Hugkvæmni þeirra ætti því
að gera þá frjálsari í umræðu um
friðarmál og framtíð lífs á jörðinni,
frjálsari en stjórnmálamenn og það
fólk, sem er hallt undir þá.
Ég ætla ekki nokkrum heilvita
mönnum svo illt, að þeir vilji vísvit-
andi sprengja okkur öll í loft upp -
eða drepa okkur með sýklum. En
brjálæðingar komast líka í valda-
stóla. Við þekkjum þá Hitler og
Stalín frá nýliðinni sögu stórþjóða,
og við könnumst við vasaútgáfurn-
ar af þeim um víða veröld. Villi-
menn allra tíma hafa átt það til að
ganga berserksgang. En þeir hafa
aldrei verið hættulegri en nú á
dögum, með sífellt öflugri vopn.
Eg hræðist ekki réttkjörna full-
trúa siðaðra þjóða þessa heims.
Ég hræðist valdaræningjana,
taugaveikluðu og ábyrgðarlausu
undirtyllurnar, sem aldar eru upp
til ógagnrýninnar hlýðni og heraga.
Ég hræðist leyniskytturnar...
Ég er sannfærður um það, að
listamenn geti komið fram með
nýjan tón í þessar umræður yfirleitt
- fundið ný tök á þessum málum.
Endurnýjunarþörf þeirra og ný-
sköpunarvilji á að gera þeim það
kleift. Stofnun Friðarsamtaka
listamanna er tímabær: Lífið er
þess virði.
Leikarar héldu hópinn a.m.k. á þessu borði þar sem m.a. má sjá Helgu Hjörvar, Erling Gíslason, Þóru Sigurður A. Magnússon rithöfundur og Ágúst Guðmundsson, kvikmynda
Friðriksdóttur, Steinunni Jóhannesdóttur, Guðbjörgu Þorbjarnardóttur og myndlistarmanninn Gest Þor- gerðarmaður. Ljósm. - Ágúst.
grímsson. Ljósm. - Magnús.