Þjóðviljinn - 07.10.1983, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 07.10.1983, Qupperneq 12
2(K SÍÐÁ - ÞJÓDVILJINN Fðstudagnr 7. októbcr 1983 ALÞYDUBANDALAGIÐ Norðurland eystra Kjördæmisráðsfundur Alþýðubandalagsins í Norðurlandskjördæmi eystra verður haldinn á Húsavík 8. og 9. okt. Helstu atriði dagskrár: Laugardagur 8. október. Kl. 11.00: Þingið sett, skýrsla formanns og reikningar. kl. 13.30: Uppgjör kosninga og kosningasjóðs. kl. 14.30: Atvinnumál og stjórnmálaviðhorfið. kl. 16.00: Starfið í kjördæminu og útgáfumál. kl. 17.00: Starfshópar starfa. Sunnudagur 9. október Kl. 10.00: Álit starfshópa. \ kl. 13.00: Laga- og skipulagsmál og framhald umræðna um stjórnmálaástandið með gest- um þingsins, þeim Helga Seljan og Ólafi R. Grímssyni. Þingslit áætluð kl. 14.30. - Stjórn kjördæmaráðsins. Alþýðubandalagið Hafnarfirði Aðalfundur Aðalfundur Alþýðubandalagsins í Hafnarfirði verður haldinn þriðjudaginn 11. október kl. 20.30 í Skálanum, Strandgötu 41. Dagskrá: 1) Venjuleg aðalfundarstörf. 2) Kosning fulltrúa á landsfund AB. 3) Kosning fulltrúa í kjördæmisráð. 4) Geir Gunnarsson alþm. hefur framsögu um stjórnmálaástandið Félagar fjölmennið. - Stjórnin. Geir Kjördæmisráð AB Reykjanesi Aðalfundur kjördæmisráðs AB í Reykjanesi verður haldinn í samkom- uhúsinu í Garði, laugardaginn 6. nóvember n.k. Dagskrá nánar aug- lýst síðar. - Stjórn Kjördæmisráðs. Alþýðubandalag Borgarness og nærsveita Vetrarstarf félagsins hefst með almennum félagsfundi í húsnæði okk- ar, Brákarbraut 3, föstudaginn 14. október kl. 20.30. Dagskrá: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Undirbúningur kjördæmisráðs- fundar. 3. Undirbúningur landsfundar, a) tillögur um breytingar á skipulagi Alþýðubandlagsins, b) drög að ályktunum landsfundar, c) kosning 5 fulltrúa á landsfund. 4. Önnur mál. Félagar eru eindregið hvattir til að mæta. - Alþýðubandalag Borgarness og nærsveita. Fulltrúaráð ABR Fundi hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Nánar auglýst síðar. Stjórnin Ráðstefna Borgarmálaráðs ABR Borgarmálaráð Alþýðubandalagsins í Reykja- vík boðar til ráðstefnu um borgarmál laugar- daginn 8. október kl. 10:00 að Hverfisgötu 105. Dagskrá verður sem hér segir: kl. 10.00 Ráðstefnan sett: Sigurjón Pétursson. kl.10.05 Svavar Gestsson: Stefna Alþýðu- bandalagsins í minnihluta - hvernig ber að haga áróðri - samvinna við þingmenn okkar í Reykjavík. kl.10.30 Álfheiður Ingadóttir: Hvernig komum við okkar sjónarmiðum á framfæri - samstarfið við hina minnihlutaflokk- ana - ber að leggja áherslu á ein- hverja sérstaka málaflokka? kl.10.50 Starfshópar skipaðir kl.12.00 Matur kl.13.15 Vinna í starfshópum heldur áfram. Kaffi kl. 15.45. kl.16.00 Niðurstöður starfshópa. Umræður. kl.18.00 Ráðstefnunni slitið. Til ráðstefnunnar eru sérstaklega boðaðir full- trúarí borgarmálaráði, fulltrúar ABR í nefndum og ráðum borgarinnar, þingmenn flokksins í Reykjavík, stjórnarmenn ABR og aðrir þeir flokksmenn sem starfa að borgarmálum m.a. í baknefndum og ekki eru taldir upp hér að ofan. Borgarmálaráð ABR. Sigurjón Álfheiður Félagsbréf ABR Fyrsta félagsbréf vetrarins hefur verið sent til félagsmanna ABR. Þeir félagsmenn sem ekki hafa fengið bréfið eru hvattir til að snúa sér til skrifstofu ABR. - Stjórn ABR. Starfshópur um menntamál Annar fundur hópsins verður miðvikudaginn 12. okt. kl. 20:30 að Hverfisgötu 1Ö5. Nánar auglýst síðar. - Hópurinn. Alþýðubandalagið í Reykjavík Skuldar þú árgjaldið? Stjórn ABR hvetur alla þá sem enn skulda gjaldfallin árgjöld að geiða þau núna um mánaðamótin. Stöndum í skilum og eflum starf ABR. Happdrætti Styrktarfélags vangefinna: Mazda í vinning Þessa dagana stendur yfir út- sending á happdrættismiðum í hinu árlega happdrætti Styrktarfélags vangefinna. Vinningar verða 10 talsins. Aðalvinningurinn verður að þessu sinni Mazda 626 Hatch- back L X 2 árgerð 1984 að verð- mæti um 370 þús. kr. Annar vinningur er bifreið að eigin vali að upphæð kr. 220 þús. og 3. vinningur bifreið að eigin vali að upphæð kr. 160 þús. Þá verða dregnir út 7 vinningar, húsbúnaður að eigin vali, hver að upphæð kr. 60 þús. Heildarverðmæti vinninga er um 1170 þús. kr. Öllum ágóða happ- drættisins verður varið til bygging- ar fjögurra raðhúsa í Suðurhlíðum, en smíði þeirra hófst í vor og er stefnt að því, að þau verði fokheld í þessum mánuði. Þrjú húsanna eru ætluð undir sambýli, en hitt sem skammtíma fósturheimili. Prátistar í Júnkaragerði Nú þegar húmið er farið að síga aftur á kvöldin og Iauf eru að byrja að sölna á trjám, er besti tíminn til að endurnæra líkama og sál í kraft- bylgjum haustsins. IJunkaragerði á Reykjanesi (ná- lægt Höfnum) hafa prátistar keypt gamalt, járnklætt timburhús. Stað- urinn er aldagömul bújörð, sögu- lega merk, rétt við sjó á vestan- verðu nesinu og er sem vin í annars hrjóstrugu landslagi. Þar verður fyrirhugað helgarmót haldið og er það sérstaklega meint fyrir þau sem vilja kynna sér andleg og ný- humanisk viðhorf og heimspeki- legan grundvöll prát, sem hug- myndafræði er gengur í berhögg við frjálshyggju jafnt og marxisma. Beinist að dýpri skilningi á mann- legu eðli, þörfinni á að glæða til- finningu manna hver fyrir öðrum og tengslum sínum við lífheim og allan alheim. Á samfelldri dagskrá helgar- mótsins verða m.a. eftirfarandi þættir: Hugleiðsla (kennsla fyrir byrjendur), fyrirlestrar og um- ræður um andlega ög þjóðfélags- lega heimspeki, ný-humanisma o.fl., möntrusöngur(mantra: hljóð notað í hugleiðslu), líkamlegar/ sálrænar æfingar (asanas), jurta- fæði, göngutúrar, leikir, kvöld- vökur ofl.. Samtök prátista hafa fengið til landsins sérþjálfaðan jógakennara frá Filippseyjum, Ac. Sarvabo- dhananda sem verða mun aðalleið- beinandi á mótinu ásamt kvenjóg- anum Ac. Susama, sem dvalið hef- ur hér á landi um alllangt skeið á vegum Ananda Marga hreyfingar- innar, og er einnig frá Filipps- eyjum. Lagt verður af stað á föstudags- kvöld 7. okt. kl. 21.00 frá Aðal- stræti 16 og komið aftur í bæinn um kl. 20.00 á sunnudagskvöld. Þau sem hyggja á þátttöku, vin- samlega hafið samband í síma 23588 eða 16590. Mótsgjaldi verð- ur stillt mjög í hóf. Getið skal þess í leiðinni að jóg- inn Ac. Sarvabodhananda mun dvelja hér á landi fram að föstudeg- inum 15. okt. Þeim sem vilja hitta hann er velkomið að banka uppá eða hringja. Fréttatilkynning frá Samtökum prátista. ALÞYÐUBANDALAGIÐ Kjördæmisráð AB í Reykjanesi, Æskulýðsfylking AB og Alþýðubandalagið í Reykjavík Ráðstefna um laga- og skipulagsmál Kjördæmisráð Alþýðubandalagsins í Reykjanesi, Æskulýðsfylking Al- þýðubandalagsins og Alþýðubandalagið í Reykjavík boða til ráðstefnu um flokksstarf og laga- og skipulagsmál um helgina 15.-16. október. Ráðstefnan verður nánar auglýst síðar. Félagsfundur Stjórn Alþýðubandalagsins í Reykjavík boðar til félagsfundar miðviku- daginn 19. október kl. 20:30 að Hverfisgötu 105. Nánar auglýst síðar. - Stjórn ABR. Borgarmálaráð ABR Fundir í borgarmálaráð Alþýðubandalagsins í Reykjavík eru alla mið- vikudaga kl. 17:00. - Formaður. ÁRÍÐANDI ORÐSENDING til styrktarmanna Alþýðubandalagsins Þeir styrktarmanna sem fengið hafa senda gíróseðla eru vinsam- legast beðnir að gera skil sem allra fyrst. Alþýðubandalagið Selfossi og nágrenni Aðalfundur Alþýðubandalagið á Selfossi og nágrenni heldur aðalfund þriðjudaginn 11. október n.k. að Kirkjuvegi 7. Fundurinn hefst kl. 20.30. Dagskrá venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Fé- lagar fjölmennið. - Stjórnin. Alþýðubandalagið í Reykjavík Starfshópur um húsnæðismál Starfshópur um húsnæðismál heldurfund þriðjudaginn 11. október kl. 20:30 að Hverfisgötu 105. Allir velkomnir. - Hópurinn. Alþýðubandalagið í Reykjavík Starfshópur um utanríkis- og friðarmál Fyrsti fundur starfshóps um utanríkis- og friðarmál verður þriðjudaginn 11. október kl. 20:30 að Hverfisgötu 105. Félagar fjölmennið.- Hópurinn. Alþýðubandalagið í Reykjavík Starfshópur um örtölvumál Starfshópur um örtölvumál er boðaður till fundar fimmtudaginn 13. október kl. 20:30 að Hverfisgötu 105. Allir velkomnir. - Hópurinn. Alþýðubandalagið í Reykjavík Starfshópur um efnahags- og kjaramál Fundur í starfshóp um efnahags- og kjaramál er boðaður miðvikudag- inn 12. október kl. 20:00 að Hverfisgötu 105. - Hópurinn D^SBRpNj Verkamannafélagi* Dagsbrún Félagsfundur verður haldinn sunnudaginn 9. október kl. 14 í Iðnó. Fundarefni: 1. Félagsmál. 2. Kosning fulltrúa á 11. þing VMSÍ. 3. Viðhorf í kjaramálum. 4. Önnur mál. Félagar fjölmennið og sýnið skírteini við inn- ganginn. Stjórnin. Fóstra Fóstra óskast á dagheimilið Hörðuvöllum, hálfan eða allan daginn. Ennfremur aðstoð- arstúlka á deild eftir hádegi. Upplýsingar hjá forstöðumanni í síma 50721.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.