Þjóðviljinn - 19.10.1983, Blaðsíða 1
1
D/OÐVHMN
Er Islandsmótið
í handknattleik
orðið að
leynimóti?
Sjá bls. 11
október 1983
miðvikudagur
238. tölublað
48. árgangur
300 milljóna niðurskurður hjá Tryggingastofnun
AÐFOR AÐ OLDRUÐUM
• Eftirlaunum seinkað um þrjú ár:
70 í stað 67 ára.
• Tekjutrygging aldraðra lækkuð.
• Sjúklingar greiði fæðið sjálfir
• Lyfjagjöf og sérfræðiþjónusta
á sjúkrahúsum minnkuð.
Samkvæmt heimildum Þjóðviljans eru trúnaðarmenn
ráðherranna Matthíasar Bjarnasonar og Alberts Guð-
mundssonar að fjalla um leiðir til að skera niður 300
milljónir kr. hjá Tryggingarstofnun ríkisins.
Flestar tillögurnar fela í sér aðför að öldruðum í landinu
með því m.a. að hækka eftirlaunaaldur í 70 ár og lækka
tekjutrygginguna sem þúsundir aldraðra og örorkulífeyris-
þega hafa til Iífsframfæris - en sá hópur er hinn tekjulægsti í
þjóðfélaginu.
Einnig er til umræðu að láta sjúklinga greiða sjálfa allan
kostnað við fyrstu legudaga á sjúkrahúsum eða knýja þá til
að borga matinn úr eigin vasa. Tillögur um að minnka lyfja-
gjöf og sérfræðiþjónustu á sjúkrahúsunum eru einnig til
umræðu. Hugmyndir um minni lyfjagjöf og að sjúklingar
greiði sjálfir legudaga og fæði á sjúkrahúsunum munu aðal-
lega bitna á öldruðu fólki því það er stærsti hópurinn sem
þarf á þessari þjónustu að halda.
Mikil leynd hefur hvílt yfir þess-
ari tillögugerð. í Morgunblaðinu
um helgina reyndi heilbrigðisráð-
herra að slá úr og í. Var helst á
honum að skilja að sparnaðinn ætti
að nálgast með því að láta menn
hætta að safna lyfjabirgðum í eld-
hússkápunum heima hjá sér!
Heimildir Þjóðviljans staðfesta
hins vegar að fyrrgreindar kannan-
ir hafi staðið yfir undanfarið, þótt
formlegum stofnunum hafi verið
haldið utan við þennan undirbún-
tng.
Samkvæmt upplýsingum for-
stjóra Tryggingastofnunar ríkisins
og skrifstofustjóra heilbrigðis- og
tryggingaráðuneytisins er á hvor-
ugum staðnum farið að vinna að
þessum niðurskurði. „Þetta er ekki
á okkar borði ennþá", sagði Jón
Ingimarsson, skrifstofustjóri í við-
tali við Þjóðviljann. „Það hlýtur þá
að vera annars staðar, annað hvort
í hagsýslunni eða fjármálaráðu-
neytinu.“ - „Tryggingastofnun
hefur ekkert borist um þennan
fyrirhugaða niðurskurð“, sagði
Eggert G. Þorsteinsson forstjóri.
I viðtali við Sighvat Björgvins-
son, fyrrv. fjármálráðherra, sem
birt er í Þjóðviljanum í dag, kemur
fram að Albert Guðmundsson hef-
ur þegar í fjárlagafrumvarpinu gert
ráð fyrir framkvæmdinni á slíkri
aðför að öldruðum og sjúkum.
Samkvæmt upplýsingum Sighvats
skiptist niðurkurðurinn í fjárlögun-
um þannig:
Aldraðir lífeyrisþegar...........
Sjúklingar látnir borga vistgjöld
Sjúklingar borgi lyf sjálfir
Heimildir sem Þjóðviljinn hefur
aflað sér varpa eftirfarandi ljósi á
þennan fyrirhugaða niðurskurð:
Ef hætt yrði að greiða ellilífeyri
til allra 67-70 ára næðist umtals-
verður „sparnaður". Greiðslur til
þessara fjögurra árganga nú í októ-
ber námu um 15 miljónum króna.
Fyrsti legudagur þeirra 19.500
60milljónir
150 milljónir
90milljónir
sjúklinga sem voru á sjúkrahúsum
landsins í fyrra kostaði 40 miljónir
á verðlagi þess árs. Fæðiskostnað-
ur er um 5% af daglegum leguk-
ostnaði. Hann er nú 2-3000 krónur
eftir sjúkrahúsum.
Sérfræðiþjónusta og Iyf nema
um 8% af daglegum kostnaði á
sjúkrahúsunum. Af þessum lið á að
skera 90 miljónir, annað hvort með
því að láta sjúklingana sjálfa borga
fyrir sig eða með því hreinlega að
skerða lyfjagjafir.
Þó fjárlagafrumvarpið verði
samþykkt óbreytt hvað þessi atriði
varðar, þurfa að koma til breyting-
ar á lögum um almannatryggingar
til þess að markmið ríkisstjórnar-
innar um þessa árás á þá, sem verst
eru settir í þjóðfélaginu, nái fram
að ganga. ÁI/óg
Helgi Ólafsson í
símanum frá Osló:
íslendingar efstir í
8-landa keppninni
eftir tvær umferðir
Íþróttamínútur eru
13873 ásl. árií
sjónvarpi en
íslenskar
leikritamínútur
311. Samter 5
sinnum meiri
eftirspurn eftir
leiknu íslensku efni
en enskri fótmennt.
Svavar Gestsson í útvarpsumræðunum í gærkvöld:
Við viljum jöfnuð
Tafarlausar launabætur og samningsréttinn strax!
- Alþýðubandalagið
telur að grípa verði til víð-
tækra efnahagsráðstaf-
ana, sagði Svavar Gests-
son formaður Alþýðu-
bandalagsins í útvarpsum-
ræðunum I gærkveldi: Við
erum reiðubúin til þess að
mæta erfiðleikum þjóðar-
búsins með jöfnunarað-
gerðum.
• Viðviljumstandaað
niðurskurði í milliliðakerfinu og
sparnaði í níðþungri
yfirbyggingunni, en við höfnum
árásum á kjör fatlaðra og
aldraðra.
• Viðerumreiðubúinaðtakaþátt
í því að ganga á sjálfvirkni
efnahagskerfisins, en við erum
andvíg því að sjúklingar greiði
matarkostnað á spítölum.
• Við teljum að brýnasta
verkefnið nú sé að afnema
bráðabirgðalögin þannig að
launamenn geti með fullum
myndugleika tekið þátt í
lýðræðislegu starfi í samfélagi
okkar.
• Viðviljumhefjasamningaum
dýrtíðarbætur á laun og
tafarlausar launabætur.
• Viðviljumleggjagrundvöllað
traustara atvinnulífi jafnframt
því sem yfirbyggingin er skorin
niður og milliliðakerfið grisjað,
sagði Svavar Gestsson í
gærkveldi.
BJARNFRIÐUR
KÆRIR! baksíðu
Kemur mesti ópe rusöngvari heims?