Þjóðviljinn - 19.10.1983, Blaðsíða 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 19. október 1983
Af íslenskri leiklist
og enskri fótmennt
Listamenn
ræddu
list
í fjölmiðlum
Árni
______Bergmann_
skrifar
Framsögumenn á ráð-
stefnu Bandalags íslenskra
listamanna um list og fjöl-
miðla sveifluðust mjög á
milli þess viðhorfs, að list og
fjölmiðlar væru tveir heimar
og best að þeir væru ekki að
flækjast hvor fyrir öðrum og
svo ádrepu, einkum á ríkis-
fjölmiðla, fyrir að veita hinum
ýmsum greinum lista lítið
pláss og lélegt og fjalla um
þær af hugsunarleysi og
metnaðarskorti.
Víöfeöm
og afturmjó
í fyrra efndi BÍL til ráðstefnu um
gagnrýni, sem var all fjölsótt og var
þessi með nokkrum hætti framhald
hennar. En ráðstefnan, sem haldin
var á laugardaginn í Norræna hús-
inu, var reyndar ekki fjölsótt og
mjög afturmjó - svo margir hurfu
frá þegar framsögumenn höfðu
lokið máli sínu. Heyrðust þá reiðar
raddir bæði um að fjölmiðlamenn
hefðu nú hundsað listamenn eina
ferðina enn - og að listamenn
hefðu eina ferðina enn hundsað sitt
eigið framlag til umræðunnár. En
þær raddir heyrðust einnig (Edda
Óskarsdóttir og fl.) sem töldu, að
ekki mætti gefast upp heldur halda
áfram umræðunni á betur skipu-
lagðri ráðstefnu.
Ráðstefnan gat orðið mjög víð-
feðm og kannski var það galli
hennar. Hún fjallaði um allar list-
greinar á einu bretti - en það gefur
auga leið, að staða til dæmis bók-
mennta annarsvegar og kvik-
myndalista hinsvegar í fjölmiðlum
er um margt gerólík. F>að voru líka
meira eða minna á dagskrá fjórir
þættir þessa máls - með öðrum
orðum: fréttaflutningur og kynn-
ing á listum, gagnrýni á þær, það
rúm sem þær fá - og þá einkum í
ríkisfjölmiðlum og loksins sjálf
afdrif listræns efnis innan um allt
annað sem fjölmiðlar hafa á boð-
stólum.
Tveir
heimar
Guðbergur: Það er líka hægt að
ofsækja listamenn með velvild.
Og sem fyrr segir: það heyrðust
raddir sem vöruðu við ofmati á.
þýðingu fjölmiðla fyrir listir. í því
efni gekk Guðbergur Bergsson
lengst: í hans framsetningu urðu
listamaðurinn og fjölmiðillinn fyrst
og síðast andstæður. Listamaður-
inn er dæmdur til útlegðar og ein-
semdar, enginn getur hjálpað hon-
um, til starfs hans, hann er illa sið-
aður og taugaveiklaður. Fjölmið-
illinn er aftur á móti taugasterkur
og hress, siðaður vel - m.ö.o. lýtur
viðteknum siðum, hann er aldrei
einmana heldur gengur allan sólar-
hringinn til að fólk verði ekki ein-
mana. Guðbergur bað menn- með
dæmisögu frá Spáni - einnig að
gæta þess, að það væri hægt að of-
sækja listir (m.a. í fjölmiðlum)
með öðru móti en fjandskap - það'
væri einnig hægt að ofsækja þær
með velgjörðum.
Flosi: Þrettán þúsund mínútur og
þrjú hundruð mínútur...
Geir Gunnarsson alþm. á aðalfundi ABH
Mesta millifærsla í þjóðarsögunni”
Sigríður Magnúsdóttir formaður ABH
Sigríður
Magnúsdóttir
„Ef launafólk rís ekki upp gegn
þeirri kjaraskerðingu sem rfkis-
stjórnin hefur þegar látið út
ganga, þá er víst að hér verður
um varanlega lífskjaraskerðingu
að ræða, í það minnsta meðan
íhaldsöflin halda hér . um
stjórntaumana. Þvi er nauðsyn-
legt að allt launafólk og ekki síst
félagar í Alþýðubandalaginu taki
nú virkan þátt í starfi verkalýðs-
hreyfingarinnar í baráttunni
gegn þessari stórfelldustu milli-
færslu frá launafólki yfir til at-
vinnurekendavaldsins sem um
getur í þjóðarsögunni“, sagði
Geir Gunnarsson alþm. m.a. í
ræðu á aðalfundi Alþýðubanda-
lagsins í Hafnarfirði á dögunum.
Á aðalfundinum sem var vel
sóttur lét Hallgrímur Hróðmars-
son af formennsku £ félaginu eftir
að hafa haldið þar uppi miklu
dugnaðarstarfi síðustu ár. í hans
stað var Sigríður Magnúsdóttir
kjörinn formaður og í stjórn með
henni þau Eggert Lárusson var-
aform., Helga Birna Gunnars-
dóttir gjaldkeri, Bjarni Sigur-
steinsson ritari og ína Illugadótt-
ir, Jón Björn Hjálmarsson og
Kristján Garðarsson meðstjórn-
endur. í varastjórn félagsins eiga
sæti þau Sigurbjörg Sveinsdóttir
og Bergþór Halldórsson. - lg-
Atli Heimir Sveinsson kom að
nokkru leyti inná þessi mál - afdrif
listar í fjölmiðlum - í spjalli sem
fjallaði m.a. um þau áhrif fjölmiðla
að „breyta heiminum í þorp“ og
leiða til þess að listin eins og klofn-
ar í tvennt. Til dæmis þannig, að
fjölmiðlar gera þekkta tónlist enn
þekktari, en framsækin tónlist
verður að lifa að mestu utan þeirra.
Hrafn Gunnlaugsson hafði uppi
nokkuð skyldar efasemdir - og
taldi m.a. mjög hæpið að fjölmiðill
á borð við sjónvarp gæti skapað
það athafnafrelsi sem þyrfti til að
skapa kvikmynd sem væri lista-
verk.
Nýting
möguleika
En í bland við þessar og fleiri
efasemdir um þýðingu og mögu-
leika fjölmiðla heyrðist margskon-
ar gagnrýni um illa eða ekki nýtta
möguleika þeirra - og eins og fyrr
segir sneri sú gagnrýni mest að
sjónvarpi og hljóðvarpi. Hrafn
Gunnlagusson taldi það einna væn-
legast til að eitthvert gagn yrði að
peningum sjónvarps, að farið yrði
að tillögum íslenskra kvikmynda-
gerðarmanna um að kvikmynda-
smíð fyrir þann fjölmiðil sé boðin
út. Jes Einar Þorsteinsson taldi
sjónvarpið mjög vel fallið til að
kynna byggingarlist, en þegar það
væri gert væri oftast farið aftur í
sögu en minna hugað að byggingar-
list í sköpun. Gylfi Gíslason taldi
líka, að of oft væri horfið til fortíð-
arinnar þá sjaldan að myndlist væri
á döfinni í sjónvarpi og lítið hefðu
menn velt fyrir sér þeim mögu-
leikum að fjölmiðlun geti sjálf ver-
ið einskonar listgrein þegar best
lætur. í framhaldi af þessu sögðu
Olafur Lárusson og fleiri mynd-
listarmenn sínar farir ekki sléttar af
viðskiptum við sjónvarp: nú síðast
hafði það komið upp, að sjónvarp-
ið ætlaði að sýna myndverk í lok
dagskrár í stað þeirra landslags-
mynda sem sést hafa um skeið. En
þetta átti, vel á minnst, að gerast án
greiðslu til myndlistarmannanna.
Gagnrýni var ekki svo mjög á
dagskrá, en Þorvarður Helgason,
Gylfi Gíslason og fleiri deildu á
það, að mikið af almennri kynn-
ingu og fréttaflutningi af listum,
sem sjá mætti og heyra í fjölmiðl-
um, væri andlaus og tilviljana-
kennd upptalning, sett fram án
nokkurs heilbrigðs metnaðar.
Dagskrárstefna
Bæði þeir sem fyrr voru nefndir
og aðrir komu mikið inn á dag-
skrárstefnu ríkisfjölmiðlanna.
Ragnar Björnsson gagnrýndi til
dæmis þann umbúnað og kynningu
sem klassísk tónlist fær í útvarpi,
sem og skort á frumkvæði tónlistar-
deildar gagnvart íslenskum tón-
listarmönnum.
Flosi Ólafsson flutti ádrepu
ágæta, sem tengdist hlustenda-
könnun útvarpsins nýlegri. Hann
benti á það, hve hæpið það væri að
dæma smekk manna fyrir sjón-
varpsefni á könnun sem byggði á
einni viku, þar sem hægt var að vísu
að krossa við Tomma og Jenna og
Dallas, en t.d. alls ekkert á boð-
stólum af innlendu efni leiknu.
Flosi minnti um leið á það, að
könnunin benti, hvað sem göllum
hennar líður til þess að ráðamenn
sjónvarps hefðu mjög brenglaðar
hugmyndir um áhorfendur og
hneigðir þeirra. Til dæmis að taka
kom það fram í könnuninni, að
63% áhorfenda reyndi alltaf að
horfa á íslensk leikrit í sjónvarpi,
meðan 18% segjast alltaf reyna að
horfa á íþróttaþætti og 14% á
ensku knattspyrnuna. Svo að það
er fimm sinnum meiri eftirspurn
eftir íslenskri leiklist en enskri fóta-
mennt, sagði Flosi. En á skýrslu
sjónvarpsins fyrir árið 1982 stend-
ur, að það starfsár hafði það sent út
13873 íþróttamínútur en 311 mín-
útur af íslensku leiknu efni.
Fulltrúar fjölmiðla voru, sem
fyrr segir, næsta fáir. En annar
þeirra var Vilhjálmur Hjálmarsson
formaður útvarpsráðs, sem kvaðst
fara af ráðstefnunni fróðari en áður
og með umhugsunarefni upp á va-
sann. ÁB