Þjóðviljinn - 19.10.1983, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 19. október 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7
Bragi Halldórsson:
Fatlaðir og orlofsbúð-
ir verkalýðsféiaganna
Húsið tók á móti mér með nægj-
anlega breiðum útidyrum, en að
þeim var hæðarmunur í tveimur
litlum þrepum, þannig að þegar
afturhjól hjólastólsins námu við
neðra þrepið, þá stungust fóta-
skemlarnir í það efra. Ég athugaði
dyrnar út á veröndina, en það var
vængjahurð. Þar voru sömu
ómögulegu þrepin í tveimur
stöllum, en bara dálítið hærri. Þá
hafði önnur hurðin verið skrúfuð
föst og ljósop þeirra dyra sem opn-
anlegar voru aðeins 66 cm, eða
nánast það sama og á stólnum mín-
um, auk þess sem þær opnuðust
ekki í 90°. Gegnum þessar dyr
komst ég því alls ekki. Þegar hér
var komið datt mér helst í hug að ég
hefði fengið skakkt hús, en svo var
þó ekki, það fullvissaði umsjónar-
maðurinn mig um.
Svefnherbergin, sem nú voru
tvö, voru mjög þægileg, sérstak-
lega ber að nefna hæð á rúmstæð-
um, sem nú var í sömu hæð og set-
an í hjólastólnum. Rými var gott
enda hafði einu herbergi verið
„fórnað“ til stækkunar í hjónaher-
bergi og snyrtingu. Gallinn var
bara sá að gieymst hafði að stækka
dyrnar. Þær voru aðeins með 65
cm. ljósopi, þ.e.a.s. jafnbreiðar og
stóllinn, svo ég varð að troðast í
gegnum þær og urga bæði dyra-
karma og hurðir.
Ég ákvað nú að kanna snyrting-
una þó ég teldi öruggt að hún hent-
aði mér, því ég hafði rætt það mál
svo rækilega við húseigandann
áður. Það stóð heima að dyrnar
höfðu verið stækkaðar og var ljós-
op þeirra nú 75 cm. Þá hafði gólf-
flöturinn verið stækkaður úr
195x85 cm. í 195x175 cm. Hvoru-
tveggja var þetta nægjanlegt miðað
við aðstæður. En viti menn. Föst-
um sturtubotni hafði verið slengt
niður í hornið vinstamegin við
dyrnar og tók hann nú 85x90 cm. af
gólfplássinu. Klósettið lenti því
inní skoti og ég komst hvergi nærri
því, því til að komast yfir á setuna
varð að sveifla sér í ca. 100-110°
boga og yfir 20-25 cm. bii. Þessi
snyrtiaðstaða hentaði því alls ekki
fötluðum, eins og nú var komið.
Við breytingar þær sem gerðar
voru á þessum tveimur húsum
hafði félagið til ráðuneytis innan-
hússarkitekt. Ef hann telur að hús-
in henti fötluðum eftir breytingarn-
ar, þá veit hann ekki hvaða þarfir
fatlaðir hafa varðandi aðgengi.
Mér er hinsvegar ljóst að hér hefur
eitthvað mikið farið úrskeiðis, og
að þessi hús henta alls ekki fötluðu
fólki til orlofsdvalar, nema til komi
nýjar breytingar, á því sem áður
var gert.
Ef einhver félög hefðu nú í
hyggju að breyta orlofshúsum sín-
um og gera þau aðgengileg fyrir
fatlaða, þá vona ég að þau láti sér
þetta dæmi hér að framan verða sér
víti til varnaðar og hafi samband
við hina fötluðu og félag þeirra
áður en í framkvæmdir er ráðist. Ef
þeir væru með í ráðum væri miklu
líklegra að þau markmið sem stefnt
væri að í upphafi, næðust fram í
breytingunni sjálfri.
Það var árið 1975 að ég varð fyrir
miklu slysi, sem hafði þær afleið-
ingar að ég fatlaðist alveg upp að
brjósti og sit því í hjólastól síðan.
Ég hafði á þessum tíma verið með-
limur í verkalýðsfélagi í rösk tut-
tugu ár, með þeim réttindum og
skyldum sem því fylgir, og hef við-
haldið þessum félagsréttindum
mínum síðan.
Því var það árið 1980 að ég hugð-
ist nota rétt minn til dvalar í orlofs-
húsi á vegum félags míns, Eining-
ar, og óskaði því eftir vikudvöl að
Illugastöðum í Fnjóskadal. Lét ég
þess nú getið að ég væri fatlaður og
þyrfti húsið því að henta manni í
hjólastól sem mér væri ætlað. Það
kom þegar í ljós að ekkert hús í
orlofshúsabyggðinni á Illugastöð-
um, 31, húsi hentaði fólki í hjóla-
stól, sérstaklega hvað varðar
breidd á dyrum svo og snyrtiað-
stöðu. Nú bað ég um að kannað
væri hvort hús í Ölfusborgum hent-
aði fötluðum manni, þannig að
hægt væri að fá skipti. Nei, það var
sama svarið, ekkert hús af þeim 36
húsum sem þar eru henta fólki í
hjólastólum. Þó að ég væri þannig
útilokaður frá orlofsdvöl þetta
árið, var mér mjög vel tekið, og
tjáð að mál mitt yrði kannað á
næsta ári.
Árið 1981, sem var ár fatlaðra,
leið þó hjá án nokurra breytinga,
nema hvað ég frétti að eitthvért fé-
lag í Reykjavík hygðist breyta hús-
um sínum í Ölfusborgum, miðað
við þarfir fatlaðra í hjólastólum. Þá
komu forystumenn launþega fram í
fjölmiðlum og lýstu yfir áhuga og
skilningi á bættu aðgengi fyrir fatl-
aða. Ég var því fremur bjartsýnn á
framhaldð og taldi að nú færu mál-
in að ganga.
Árið 1982 rann upp. Hjá félagi
mínu Einingu, hafði engin breyting
orðið á Illugastöðum. Hinsvegar
hafði Trésmiðafélag Reykjavíkur
ákveðið að breyta tveimur húsum
sínum í Ölfusborgum og tryggja
þar aðgengi fatlaðs fólks, en fram-
kvæmdir voru bara ekki hafnar. Og
vorið og sumarið leið án þess að
nokkuð gerðist.
Þá er komið að vorinu 1983. Það
situr allt við það sama á Illugastöð-
um, menn eru ennþá að hugsa, en
Trésmiðafélag Reykjavíkur hefur
lokið framkvæmdum við hús sín.
Það hefur sem sagt breytt og
endurbætt tvö hús sín í Ölfusborg-
um, með það að meginmarkmiði
að þau verði aðgengileg fyrir fatlað
fólk, eins og það var orðað á skrif-
stofu félagsins. Þvílíkt gleðiefni
fyrir mig og aðra þá meðiimi stétt-
arfélaga, sem orðið hafa fyrir
skakkaföllum á lífsleiðinni, að geta
nú notið orlofs í húsum stéttarfé-
laga, þar sem okkur hafði áður ver-
ið úthýst vegna þess eins að við
höfðum fatlast.
Ég beið nú ekki boðanna, heldur
hafði makaskipti á húsi við Tré-
smiðafélagið, á húsi á Illugstöðum
og hélt svo suður heiðar í lok júlí,
fullur eftirvæntingar. Hvernig
skyldi nú húsið líta út? Skyldi það í
Þannig er í dag að ekkert hús í orlofsbyggðum
hinna almennu verkalýðsfélaga hentarfötluðum
hvað varðar aðgengi dyrastœrðir og snyrtiað-
stöðu, eða svo var mér sagt.... Þessu ófremdar-
ástandi í aðgengismálum fatlaðra að orlofsbúð-
um verður að linna. Því skora ég á alla meðlimi
hinna almennu stéttarfélaga að þeir beiti sérfyrir
umrœðum og úrbótum í þessum málum innan
sinna samtaka.
rauninni henta mér hjólastóls-
manninum? Já, svona var égí mikl-
urn vafa þegar ég lagði af stað.
Ef miða á við það sem á undan er
gengið, þá getunr við fatlaðir ekki
búist við neinum stórbreytingum í
þessum málum, því tregða verka-
lýðshreyfingarinnar og seinagang-
ur hefur nefnilega verið alveg með
endemum og í algjörri mótsögn við
fögur fyrirheit og mikinn skilning
forystumanna á opinberum vett-
vangi, t.d. á ári fatlaðra, og væri
þeim örugglega þarflegt að rifja
upp máltækið „maður líttu þér
nær“.
Þannig er í dag, að ekkert hús í
orlofsbyggðum hinna almennu
verkalýðsfélaga hentar fötluðum
hvað varðar aðgengi, dyrastærðir
og snyrtiaðstöðu, eða svo var mér
sagt. Þá vekur það sérstaka íurðu,
ef satt reynist, að alþýðusamtökin
hafi tekið í notkun 9 ný hús að Ein-
arsstöðum nú í vor, þar sem dyr eru
svo mjóar og snyrtingar svo þröng-
ar, að ekki hæfir fötluðum.
Einnig var í vor tekin í notkun ný
bygging í Ölfusborgum, svonefnt
sána og baðhús. Samkvæmt upp-
lýsingum Ármanns Ægis Magnús-
sonar, umsjónarmanns, sem sýndi
mér staðinn, var ákveðið á síðustu
stundu að bygging þessi skyldi vera
aðgengileg fyrir fatlaða, og dyrnar
því stækaðar í 90 cm. Þó hefur
gleymst að laga aðgengið, því um
20 cm. þrep er upp í dyrnar. Verst
af öllu er þó, að keyptur hefur ver-
ið sánaklefi (líklega tveir) í húsiþ,
þar sem dyrabreidd er aðeins 52
cm. og er sú ákvörðun alveg fur-
ðanleg, því að um slíka smugu er
útilokað að koma fötluðum manni.
Þessu ófremdarástandi í aðgeng-
ismálum fatlaðra að orlofsbúðum
má til með að linna. Því skora ég á
alla félaga hinna almennu stétt-
arfélaga að þeir beiti sér fyrir um-
ræðum og úrbótum í þessum mál-
um innan sinna samtaka. Verið
minnug þess, að á vissan hátt fatl-
ast allir einhverntíma á lífsleiðinni,
þ.e.a.s. þeir eldast, og eiga erfið-
ara með að komast leiðar sinnar.
Fatlaðir eru ekki að biðja um neinn
sérbúnað eða lúxus. Þeir þurfa
tröppulaust aðgengi eða ská-
brautir, rúmar dyr og ofurlítið
meira svipgrúm en hinir ófötluðu.
Gera þarf ráð fyrir þessu þegar við
upphaf hönnunar og fylga því fast
eftir að það skili sér í framkvæmd-
inni.
Akureyri 27.sept. 1983
Bragi Halldórsson,
Stóragerði 8.