Þjóðviljinn - 19.10.1983, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 19.10.1983, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 19. október 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 íþróttir Viðir Sigurðsson Atli Hilmarsson, FH-ingur, ógnar Víkingsvörninni á laugardaginn var, Hvenær skyldu þessi lið leika næst í leynimótinu? íslandsmótið orð- ið að leynimóti? Undirritaður frétti á skotspón- um seint í fyrrakvöld að þá hefði farið fram lcikur í 1. deild karla í handknattleik. Ekki nóg með það, hcldur hafi einnig verið leikið í 1. deild kvenna og 2. deild karla. Þær fréttir bárust of seint til þess að hægt væri að koma upplýsingum um þessa leiki í þriðjudagsblaðið og er ekki við neina aðra að sakast en HSI-menn, sem bæði hafa trass- að að koma frá sér mótaskrá, svo og að láta vita um leiki sem fram fara þangað til hún birtist í allri sinni dýrð. Reyndar hafði frá HSÍ komið tafla yfir fyrstu leiki Islands- mótsins en hún rann sitt tímaskeið á enda á sunnudagskvöldið og þeg- ar þetta er ritað hefur enn ekki ver- ið úr því bætt. Leikurinn í 1. deild karla var á milli Þróttar og KR og sigruðu KR- ingar 20-14 eftir 8-8 í leikhléi. Guð- mundur Albertsson skoraði flest mörk KR, 6, Björn Pétursson, Jak- ob Jónsson og Jóhannes Stefáns- son 4 hver og Haukur Geirmunds- son 2. Páll Ólafsson skoraði 7 mörk fyrir Prótt, Gísli Óskarsson 3, Konráð Jónsson 2, Magnús Mar- geirsson og Páll Björgvinsson eitt hvor. Fram vann HK 25-21 í 2. deild karla. Dagur Jónasson skoraði 11 marka Fram, en Sigurður Sveins- son gerði 9 fyrir Kópavogsliðið. Víkingur burstaði ÍA 20-7 í 1. deild kvenna. Eiríka Ásgrímsdóttir skoraði 7 marka Víkings en Ragn- heiður Jónasdóttir var markahæst Skagastúlkna með 2 mörk. Það má vel vera að leikið hafi verið í gærkvöldi og undirritaður hefur frétt um 2. deildarleik Fylkis og ÍR sem fram fer í Seljaskóla kl. 20.15 í kvöld. Leiðinlegt að sjálft íslandsmótið í handknattleik skuli vera orðið að leynimóti. - VS Zebec segir af sér Júgóslavinn Branko Zcbec sagði af sér sem þjálfari hjá Eintracht Frankfurt í gær. Frankfurt er á botni vcstur-þýsku Bundesligunnar í knattspyrnu og var á dögunum slegið útúr bikarkeppninni af áhug- amannaliðinu Göttingen. Zebec er 54 ára gamall og lék á sínum tíma 65 landsleiki fyrir Júg- óslavíu. Hann hefur áður þjálfað hjá frægum liðum, svo sem Rauðu Stjörnunni, Hadjuk Split, Bayern Múnchen, Stuttgart, Borussia Dortmund og Hamburger SV en hann hefur löngum verið valtur í sessi vegna drykkjuáráttu sinnar. Rush og Schuster ekki með í kvöld Tveir frægir kappar verða fjarri góðu gamni þegar 2. umferð Evr- Getraunir Enginn seðill með 12 rétta leiki kom fram í 8. leikviku Getrauna, enda heilir sjö útisigrar sem er mjög svo óvanalegt. Þrír seðlar með samtals 4 röðum með 11 rétt- um fundust og er vinningur 104.635 krónur í röð. Þá reyndust 56 raðir vera með 10 rétta og er vinningur fyrir hverja röð 3.322 krónur. ópumótanna í knattspyrnu hefst í kvöld. Ian Rush er meiddur og leikur ekki með Liverpool gegn Atl- etico Bilbao á Anfield í Evrópu- keppni meistaraliða. Vestur-þýski snillingurinn Bernd Schuster hjá Barcelona meiddist um helgina og verður ekki með gegn hollenska 2. deildarliðinu Nijmegen í Evrópu- keppni bikarhafa. Þeir hjá Barce- lona eru þó fyrst og fremst að hvfla Schuster fyrir stórátökin gegn Real Madrid í spænsku 1. deildinni næsta sunnudag. - VS Viðbótarkæra í Skallagrímsmálinu:_ „Teljum dómstól KSÍ ekki fara að lögunT „Við teljum að dómstóll KSÍ hafi ekki farið að lögutn þegar hann dæmdi Skallagrími sigur í kærumálunum nú á dögunum. Dómstóllinn getur ekki leyft sér að taka bara eitt kæruatriði fyrir og fjalia um það eingöngu, en sleppa tveimur öðrum. A morgun (í dag) fer frá okkur viðbótar- kæra til framkvæmdastjórnar ISI, hún verur bcðin um að taka málið upp og rannsaka það,“ sögðu talsmenn knattspyrnu- deilda Armenninga og Selfyssinga á blaðamannafundi í fyrrakvöld. Atriðin tvö sem Ármenningar og Selfyssingar telja að ekki hafi verið svarað eru: 1. Telst vara- maður sem er á leikskýrslu ekki þátttakandi í leiknum? 2. Hvern- ig gat Garðar Jónsson tilkynnt opin félagaskipti úr ÍA 1. júlí, leikið með Skallagrími 2. júlí, og síðan tilkynnt þann 6. júlí að hann ætlaði að draga upphaflegu félagaskiptin úr Skallagrími í IA til baka? „Dómstóll KSÍ afgreiddi varamanninn“ „Ég lít þannig á þetta mál að því sé lokið og ekkert fái því breytt að Skallagrímur leiki í 2. deild næsta sumar,“ sagði Þor- steinn Benjamínsson, formaður knattspyrnudeildar Skallagríms í samtali við Þjóðviljann í gær. „Varðandi varamann sem ekki kemur inná, þá afgreiddi dóm- stóll KSÍ það mál endanlega þeg- ar hann dæmdi okkur fyrstu leikina tapaða. Hann úrskurðaði Garðar ólöglegan vegna Litlu bikarkeppninnar, en staðfesti að varamaður sem ekki kemur inná teljist ekki þátttakandi í leiknum. Hvað félagaskiptum Garðars við kemur, þá var upphaflega um að ræða misritun í skeyti vegna mis- skilnings. Hann var leiðréttur þegar þau mistök komu í ljós. Hins vegar á að fjalla um þetta mál á ársþingi KSÍ í vetur og ganga þannig frá hnútum að svona lagað þurfi ekki að koma upp aftur,“ sagði Þorsteinn. ÍA með ólöglegt lið? „Við höfum ráðfært okkur við marga lögfræðinga og þeim ber öllum saman um að Garðar geti ekki hafa verið löglegur með bæði ÍA og Skallagrími í sumar, vegna þátttöku hans í 1. deildar- Hið annars viðkvæma og margslungna kærumál í 3. deildinni í knattspyrnu á sér sínar spaugilegu hliðar.Garð- ar Jónsson, sá hinn sami og allt snýst um, leikur með 2. deildarliði Akurnesinga í körfuknattleik í vetur. Þjálf- ari þar er hinn kunni körfu- leikjum íA í maí sem varamaður. Hann hlýtur að vera ólöglegur með Skallagrími, en sé ekki svo, verða Akurnesingar að teljast hafa verið með ólöglegt lið í þeim leikjum sem þeir höfðu Garðar á jeikskýrslu. I Það er greinilega ekki sama hvort um er að ræða 1. eða 3. deild hjá hinum háu herrum í stjórn KSÍ. í ÍBV-málinu marg- fræga treystu þeir sér ekki til að kveða upp endanlegan úrskurð, heldur sömdu þeir bráðabirgðaá- kvæði sem bera þarf upp og sam- þykkja á ársþinginu. Sama hefðu þeir átt að gera í þessu máli, það er forkastanlegt að stjórn KSÍ breyti eða sveigi til lögum sínum á tímabili milli ársþinga, einungis þingið sjálft getur framkvæmt slíkt,“ sögðu þeir Gylfi Gíslason frá Selfossi og Gunnar Guðjóns- son frá Ármanni. - VS boltamaður, Gísli Gíslason, en hann er einmitt lögfræðing- ur Selfyssinga í málinu gegn Garðari og Skallagrími! Ekki fer sögum af öðru en vel fari á með Garðari og Gísla á þeim vígstöðvum, þrátt fyrir allt... - VS Gísli þjálfarGarðar! Báðir lemkir FH og Maccabi hér hér á landi: Heimavöllur Israela er Laugardalshöllin „Báöir leikir FH gegn Macca- bi Tel Aviv í IHF-keppninni í handknattleik fara fram hér á landi, 18. og 20. nóvember. ís- raelsmennirnir borga sjálfir all- an feröakostnaö en viö greið- um hins vegar uppihald fyrir þá í 5-7 daga, svo og kostnaö Tómas Guðjónsson, KR, og Ásta Urbancic, Erninum, urðu Reykjavíkurmeistarar í meistara- flokkum karla og kvenna í borð- tennis um helgina. Tómas vann í einliðaleik karla, Hjálmtýr Haf- steinsson úr KR varð annar og Jó- hannes Hauksson, KR, og Tómas Sölvason, KR, urðu í 3.-4. sæti. Arna Sif Kærnested, Víkingi, varð önnur í einliðaleik kvenna og Elísabet Ólafsdóttir, Erninum, þriðja. Þau Tómas og Ásta bættu um betur, þau léku saman í tvenndar- keppni og sigruðu. Ásta og Elísa- bet urðu hlutskarpastar í tvíliðaleik kvenna og Tómas sigraði í tvíliða- leik karla ásamt Tómasi Sölvasyni. vegna dómara sem koma frá Noregi", sagöi Viöar Vilhjálms- son hjá handknattleiksdeild FH í samtali viö Þjóðviljann í gær. „Þeir buðu okkur til ísrael, okk- ur að kostnaðarlausu, ef við vildum leika báða leikina þar. Það er freistandi, en að íhuguðu máli á- Gunnar Valsson, Erninum, varð Reykjavíkurmeistari í einliðaleik sveina, Emil Pálsson, KR, í öld- ungaflokki, Kjartan Briem, KR, í piltaflokki, Bergur Konráðsson, Víkingi, í drengjaflokki og Arna Sif Kærnested í stúlknaflokki. Gunnar Hall og Ragnar Ragn- arsson, Erninum, sigruðu í tvíliða- leik öldunga, Gunnar Valsson og Halldór Steinsen, Erninum, í tví- liðaleik sveina, Bergur Konráðs- son og Bjarni Bjarnason, Víkingi, í tvíliðaleik drengja og Arna Sif Kærnested og Friðrik Berndsen, Víkingi, í tvenndarkeppni ung- linga. - VS kváðum við að gera þeim gagntilboð þótt áhættanværi tals- verð. Við brenndum okkur á því fyrir tveimur árum að leika báða leikina á útivelli, á Ítalíu, og það var einhugur um að það yrði ekki endurtekið", sagði Viðar. Fyrri leikurinn, sem telst heima- leikur ísraela, fer fram í Laugar- dalshöllinni þann 18. nóvember, á föstudagskvöldi. Síðari leikurinn verður í Hafnarfirði á sunnudags- kvöldið, heimaleikur FH. Viðar taldi að FH-ingar þyrftu tvö þús- und manns á lcikina tvo til að dekka allan kostnað og taldi líklegt að þeim tækist að sleppa sléttir frá þessum leikjum. Ekki veitti af, FH væri enn að borga skuldir vegna Rússlandsferðarinnar í fyrra. - VS Nicholas heim á ný Peter Nicholas, velski landsliðs- maðurinn í knattspyrnu sem und- anfarið hefur ekki komist í lið hjá Arsenal, er kominn aftur til síns gamla félags, Crystal Palace. Hann verður þar I láni en alit bendir til þess að Palace kaupi hann að láns- tímanum loknum fyrir lítið fé. - VS Asta og Tómas G. hirtu flesta titlana

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.