Þjóðviljinn - 19.10.1983, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 19.10.1983, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 19. október 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 Vantar meiri baráttuanda sögðu Jónína Jónsdóttir og Elísabet Arnardóttir frá Sauðárkróki. „Ætli það sé ekki táknrænt fyrir þetta þing að hér skuli sitja flokksbundnir Fram- sóknarmenn sem létu ekki einu sinni svo lítið að undirrita mótmæli verkafólks í landinu gegn kjaraskerðingu ríkis- stjórnarinnar um daginn“, sögðu þær Jónína Jónsdóttir og Elísabet Arnardóttir frá Verkakvennafélaginu Oid- unni á Sauðárkróki. „Baráttuandinn mætti vera meiri hérna. Maður skilur til dæmis ekki hvers vegna tillaga Péturs Tyrfingssonar var ekki samþykkt sem kjaramálaályktun þessa þings. Sú tillaga gekk mun „Því miður virðist fólk almennt vera afskaplega slappt og illa búið undir verkföll og þess hátt- ar. En þarna kemur ákveðin for- ystukreppa til. Það þarf að eggja fólk til átaka, þau koma ekkert af sjálfu sér. Og það hlálega við þetta allt saman er svo að maður les það í virtum dagblöðum að forysta verkalýðshreyfingarinnar sé tómir kommúnistar. Mætti þakka fyrir ef hún nær því að vera sæmilegir framsóknarmenn", sögðu þær Elísabet og Jónína frá Sauðárkróki. Áður en við skildum við þær stöllur spurðum við um atvinnuástandið á Krókn- um? „Það hefur verið með sæmileg- asta móti í sumar en núna enn eitt haustið að bjarga útgerðinni með því að láta togarana sigla með aflann og þá er auðvitað ekki að spyrja að samdrætti, sem fyrst og fremst bitnar á konunum í húsun- Elísabet Arnardóttir og Jónína Jónsdóttir: táknrænt að hér skuli vera staddir menn sem ekki skrifuðu undir mótmælin um daginn. Ljósm.: Magnús. lengra og það var ekki annað á flestum hér að heyra en þeir væru henni sammála. Við atkvæða- greiðsluna virðist svo eins og menn fylgi forystunni." En hvernig haldið þið að á- standið sé hjá fólkinu sjálfu. Er það tilbúið í átök fyrir bættum kjörum? Daði Guðmundsson frá Bolungarvík: Ekki minnst á orkumálin „Það er einkum tvenns sem ég sakna í þeim kjaramálaá- lyktunum sem hér verða af- greiddar. Annars vegar er ekki minnst á orkumálin og hins vegar er ekki eytt orði að skattamálunum“, sagði Daði Guðmundsson frá Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungar- víkur á þingi VMSÍ í Vest- mannaeyjum. „Hár orkukostnaður er að sliga alþýðuheimilin í landinu og bitnar fyrst og fremst á þeim sem búa úti á landi. Mörg dæmi eru þess að ork- ureikningarnir gleypi allt að helm- ing launanna og hlýtur því hver maður að sj á að þegar fj allað er um kjaramál verður að taka afstöðu í því dæmi. Þá eru skattamálin afar erfið mönnum, sérstaklega sjó- mönnum sem búa við sveiflur í tekjum. Daði Guðmundsson er alfarið á móti því að allir í launastiganum fái sömu prósentuhækkanir. Ljósm.: Magnús. Eg er alveg sammála því mark- miði að lægstu laun í landinu skuli ekki vera lægri en 15.000 krónur á mánuði fyrir dagvirmu. Hins vegar er ég alfarið á móti því að allir í launastiganum fái sömu hlutfalls- hækkanir, sem þýðir það að t.d ráðherrar fái í grunnkaupshækkun svipaða krónutölu og verkafólk. Ég hef ætíð verið þeirrar skoðunar að krónutöluhækkanir einar eigi rétt á sér. Það hlýtur að vera hægt að ná samstöðu um það á þingi eins og þessu að hinir lægst launuðu fái umtalsverðar hækkanir strax en þeir sem betur standi að vígi hafi ekki það sama upp úr krafsinu' sagði Daði Guðmundsson frá Bol- ungarvík. Næg atvinna á Bolungarvík sumar? „Það hefur verið góð atvinna hjá okkur í sumar og ég trúi því að horfurnar framundan í vetur séu iallþokkalegar. Hinu er ekki að leyna að við berum ugg í brjósti vegna hvarfs þorsksins af miðun- um. Sá ágæti fiskur svo og önnur sjávarföng er okkar stóriðja og við því upp á hann kominn í einu og öllu“, sagði Daði að lokum. Þeir hafa unnið gegn mér lengi segir Bjarnfríður Leósdóttir, sem var felld úr sambandsstjórn „Ég tel þessa kosningu mjög vafasama. Það var búið að lýsa kjöri og þingstörf höfðu hafist aftur. Þó nokkru seinna um daginn kom Halldór Björnsson og sagði mistök hafa átt sér stað. Kassi með 20-30 atkvæðasaeðlum hefði fundist undir borði og yrði því að telja á ný. í stað þess að láta kjósa aftur eftir að hafa at- hugað kjörgengi og kosninga- rétt manna eins og gert er í venjulegum kosningum, var nýjum úrslitum lýst morgun- inn eftir og kom þá í ljós að tekist hafði að fella mig úr sambandsstjórninni“, sagði Bjarnfríður Leósdóttir frá Akranesi í samtali við blaða- mann Þjóðviljans í Vest- mannaeyjum. „Það hefur verið unnið gegn mér í verkalýðshreyfingunni um langt árabil og til dæmis hefur Guðmundur J. Guðmundsson aldrei verið hrifinn af mér á þeim Bjarnfríður Leósdóttir gengur úr salnum eftir að hún hafði verið felld út úr sambandsstjórn VMSÍ. Ljósm.: Magnús. vettvangi. Þar valda pólitískar ástæður. Við róttæklingarnir þessu þingi stóðum saman, meðal annars að tillögu um kjaramála- ályktun sem Pétur Tyrfingsson hafði orð fyrir, Við vorum vissu- lega ofurliði borin en fengum þó gegn 15.000 króna kröfuna og einnig tillögu um að vera á móti byggingu flugstöðvarinnar Keflavíkurflugvelli. Það er athyglisvert að maður eins og Karl Steinar Guðnason sem er nátengdur hermanginu skuli hafa óskorað traust á þessu þingi. Karl Steinar gat lítið tekið þátt í þingstörfum þar sem hann var í slíku ástandi að hann mátti vart mæla. Þessi maður hlaut traust en við sem berjumst ótrauð fyrir hag verkafólks í þessu landi áttum í vök að verjast. Það segir sitt um það hvernig komið er fyrir íslenskri verkalýðsforystu í dag Verkalýðshreyfingin hefur allt of lengi sýnt langlundargeð Borgarastéttin hefur það að stefnumiði að koma verkafólki öreigastigið aftur og það er alveg ljóst að henni mun takast það ætl unarverk nema verkafólk snúist harkalega til varnar kjörum sín um.“

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.