Þjóðviljinn - 19.10.1983, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 19.10.1983, Blaðsíða 12
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN' Miðvikudagur 19. október 1983 ALÞÝÐUBANDALAGIÐ / dag - ídag - ídag Alþýðubandalagið í Reykjavík Félagsfundurinn í kvöld Alþýöubandalagiö í Reykjavík boðar til félags- fundar f kvöld, miðvikudaginn 19. október kl. 20.30 aö Hverfisgötu 105. Dagskrá er sem hér segir: 1. Kjör fulitrúa ABR á landsfund AB 17.-20. nó- vember nk. 2. Niðurstöður ráðstefnu um laga- og skipulags- mál og undirbúningur fyrir landsfund AB. 3. Tillaga stjórnar ABR um landsfundarskatt. 4. Framtíð ríkisstjórnarinnar, fallvölt eða föst í sessi? Ólafur Ragnar Grímsson hefur fram- sögu. Tillaga kjörnefndar um fulltrúa á landsfund liggur frammi á skrifstofu ABR. Alþýðubandalagsfélagar eru hvattir til að fjöl- menna á fundinn í kvöld. - Stjórn ABR / dag - í dag - í dag Alþýðubandalagið Seltjarnarnesi Aðalfundur félagsins verður haldinn þriðjudaginn 25. október aö Bergi (Vesturströnd 10) kl. 20.30. Fundarefni: Venjuleg aðalfundar- störf. Geir Gunnarsson og Elsa Kristjánsdóttir koma á fundinn. Fé- lagar fjölmennið. - Stjórnin. Alþýðubandalagið Akureyri Almennur félagsfundur Alþýðubandalagið á Akureyri heldur almennan félagsfund fimmtudaginn 20. október kl. 20.30 í Lárusarhúsi, Eiðsvallagötu 18. Fundarefni: 1) Kosning fulltrúa á Landsfund; 2) Kynning á tillögum laga- og skipulagsnefndar flokksins; 3) Undirbúningur fyrir Landsfund; 4) Vetrarstarfið; 5) Önnur mál. - Mætið vel og stundvíslega. - Stjórn- in. ABR - Starfshópur um húsnæðismál Næsti fundur í hópnum verður fimmtudaginn 20. október að Hverfis- götu 105, kl. 20.30. - Hópurinn. ABR Starfshópur um utanríkismál Fundur verður haldinn á morgun, fimmtudaginn 20. október kl. 20.30 að Hverfisgötu 105. Ólafur Ragnar mætir á fundinn og hefur framsögu um utanríkismálin. Áhugamenn hvattir til að mæta. - Hópurinn. Viðtalstímar borgarfulltrúa ABR Borgarfulltrúar ABR munu næstu laugardaga á milli kl. 11 og 12 verða til viðtals í flokksmiðstöð- inni að Hverfisgötu 105. Næsta laugardag, 22. október, mun Guðmundur Þ. Jónsson verða til viðtals. Síðan verða viðtalstímarnir sem hér segir: Laugardaginn 29. október Adda Bára Sigfús- dóttir. Laugardaginn 5. nóvember Guðrún Á- gústsdóttir. Laugardaginn 12. nóvember Sigur- jón Pétursson. Borgarbúar eru eindregið hvattir til að notfæra sér þessa þjónustu og koma spurn- ingum um borgarmálefni á framfæri við borgar - fulltrúa Alþýðubandalagsins. - ABR Alþýðubandalagið Akranesi Aðalfundur Alþýðubandaiagsins á Akranesi verður haldinn mánudag- inn 24. október kl. 20.30 í Rein. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundar- störf. 2. Kosning fulltrúa í kjördæmisráð. 3. Kosning fulltrúa á lands- fund Alþýðubandalagsins. 4. Vetrarstarfið. 5. Önnur mál. - Félagar fjölmennið. Stjórnin. ÁRÍÐANDI ORÐSENDING til styrktarmanna Alþýöubandalagsins Þeir styrktarmanna sem fengið hafa senda gíróseðla eru vinsam- legast beðnir að gera skil sem allra fyrst. Gu&mundur Þ. Jónsson er til viö- tals á laugardag kl. 11-12 að Hverfis- götu 105. Ólafur Ragnar ræð- ir um ríkisstjórnina. Artemidor von Daldis: Das Traumbuch. Ubertragen von Karl Brackertz. Deutscher Taschen- buch Verlag - Originalausgabe 1979. Boethius: Trost de Philosophie. Lateinisch-deutsch. Herausgege- ben und iibersestzt von Ernst Gegnschatz und Olof Gogon. De- utscher Taschenbuch Verlag 1981. Jean-Jacques Rousseau: Die Beke- nntnissc. Mit 15 Kupferstichen. Ubersetzt von Alfred Semerau. Mit einem Nachwort und Anmerk- ungen von Christoph Kunze. De- utscher Taschenbuch Verlag 1981. „Ekki er mark að draumum“, var sagt, en þótt svo sé sagt, þá voru menn og eru ekki trúlausir á drauma, draumaráðningabækur seljast upp og draumaþættir í blöð- um og tímaritum eru jafn vinsælar og stjörnuspár. Fyrrum voru draurnaráðningar þáttur daglegs Iífs og draumráðn- ingamenn eftirsóttir ekki aðeins á mörkuðum og öðrum samkomum, heldur einnig við hirðir konunga og fursta. Þetta þótti mjög þarfur og nauðsynlegur starfi, af draumum mátti marka næsta atburði, draumaráðningarmenn gengdu því hlutverki draumaráðningamanns og spámanna. Draum-analysa Freuds til lækn- inga er nokkur hliðstæða að því leyti, að analistinn finnur tákn- myndir og lykla að hegðun dreymandans og getur á þann hátt sagt honum fyrir eða leiðbeint hon- um, stundum losað hann undan oki fortíðarinnar. Artimidor frá Daldis var einhver frægasti draumráðningamaður fortíðar. Hann lifði á annari öld eftir Krist og ferðaðist um Grikk- land, Litlu-Asíu og ftalíu og safn- aði draumum og réð drauma. Hann flokkaði táknin síðan niður og raðaði á bækur, sem voru taldar til bestu draumaráðninga fram á 18. öld. Bókin er einnig ágæt heim- ild um daglegt líf í fornöld og eink- um þó um meðvitund manna og hugsunarhátt. I bókarlok fylgir eftirmáli, at- hugagreinar og bókaskrá. Olof Gigon ritar all ýtarlegan inngang, þar sem rekið er lífshlaup Boetiusar og ástæðurnar fyrir fang- elsun hans og aftöku. Það var í fangelsinu sem hann ritaði þessa frægu bók, sem telst til dýrustu rita vestrænnar menningar. Boetius var af rómverskum háaðli og til- heyrði senatorstéttinni. í þessu riti leitar hann huggunar bæði í fornum heiðnum ritum og kristnum. Þessi útgáfa er bæði á latínu og þýsku. Rousseau ritaði minningar sínar á efri árum, hann kvaðst ætla að skrifa það sem enginn maður hefði skrifað áður og enginn myndi leika eftir, að skrifa algjörlega opinskáa og ærlega sjálfsævisögu og án þess að hlífa sjálfum sér. Honum tókst að skrifa eins meðal frægustu og merkustu ævisagna sem ritaðar hafa veriö. Með þessari bók ruddi hann brautina fyrir rómantísku stefnunni. Höfundurinn lagði svo fyrir að sjálfsævisagan kæmi ekki út fyrr en eftir aldamótin 1800. Svo fór ekki, verkið var birt í 12 bind- um á árunum 1782-89. ÆFAB Landsþing ÆFAB Æskulýðsfylking AB heldur landsþing sitt helgina 22.-23. októ- ber að Hverfisgötu 105. Höfuðverkefni þingsins er að ræða um starf ÆFAB að friðarmálum og um baráttuna gegn ríkis- stjórninni og fyrir sósíalisma. Störf landsþingsins munu að verulegu leyti fara fram í starfshópum. Landsþingið er opið öllum félögum ÆFAB. Auk þess er flokksmönnum AB og stuðningsmönnum flokksins heimilt að sitja þingið með málfrelsi og tillögurétti. Dagskrá Laugardagur22. okt. 10:30 Setning, kosning starfsmanna þingsins o.fl. 11:00 Skýrslafráfarandi stjórnar. Reikningar samtakanna. Umræður umstarfiðáliðnuári. 12:00 Matarhlé(snarlá staðnum). 13:00 Inngangserindifyrir hópstarf: a) Skipulagsmál, starfsáætlun; b) Almenn stjórnmálaályktun; c) Utanríkis- og friðarmál; Framsögur fyrir öðrum tillögum. Ath.: 14:00 Hópstarf: Áætlað er að hafa þrjá meginhópa (sbr. a, b og c hér áður) en þeir munu síðan skipta séruppí undirhópaeftirefnumog ástæðum. 18:30 Hópstarfifrestað. 20:30 Samverukvöld. Sunnudagur 23. okt. 10:30 Framhaldið hópstarfi. 13:00 Matarhlé (snarl á staðnum). 14:00 Ávarp:SvavarGestsson, formaður Abl. Hópar kynnatillögursínar. Umræður. Afgreiðslamála. 17:00 Kosningnýrrarstjórnar. Þingslit. Tímasetningareru bararammi. Þærgetabreyst. Tillögur verða ekki teknar til afgreiðslu á þinginu, nema þær séu kynntar á laugardeginum eða/og hafi verið ræddar í hópum. Tillögur um breytingar á reglugerð um ÆFAB hafa verið kynntar í fréttabréfi samtakanna. ALÞYÐIIBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið sunnan heiða á Snæfellsnesi Aðalfundur verður haldinn miðvikudaginn 26. október kl. 20 að Stað- astað. Dagskrá: 1. Inntaka nýrra félaga; 2. Tillaga laganefndar að félagslögum; 3. Venjuleg aðalfundarstörf; 4. Kosning fulltrúa á lands- fund AB; 5. Kosning fulltrúa á aðalfund kjördæmisráðs, - Mætið vel og stundvíslega, - pönnukökur með kaffinu! - Stjórnin. Alþýðubandalagið í Reykjavík Skuldar þú árgjaldið? Stjórn ABR hvetur alla þá sem enn skulda gjaldfallin árgjöld að greiða þau sem fyrst. Stöndum í skilum og eflum starf ABR. Félagsbréf ABR Fyrsta félagsbréf vetrarins hefur verið sent til félagsmanna ABR. Þeir félagsmenn sem ekki hafa fengið bréfið eru hvattir til að snúa sér til skrifstofu ABR. - Stjórn ABR. Blikkiðjan lönbúð 3, Garðabæ onnumst þakrennusmiði og uppsetningu — ennfremur hverskonar biikksmíði. Gerum föst verðtilboð SÍMI 46711

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.