Þjóðviljinn - 19.10.1983, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 19. október 1983
Nýtt undraefni
á markaðinn
Ryðvarnar-
efnið
Vaxoyl
Bílaborg hefur hatið innflutn-
ing á ryðvarnarcfninu Waxoyl
sem er að sögn fyrirtækisins á
margan hátt undraefni, enda hafi
Waxoyl valdið byltingu í ryðvörn
um heim allan.
í frétt frá Bílaborg hf segir að
þetta ryðvarnarefni sé háþróuð
blanda vaxkenndra og rafhlað-
inna efna sem dragist vel að
málmflötunum og myndi varan-
lega húð sem loki vel öllum
saumum og sprungum. Ótrúlega
lítið magn efnisins nái að mynda
örþunna húð á alla fleti og ekki
einungis þann sem sprautað er
beint á. Þá sé mun fljótlegra að
nota Waxoyl en önnur ryðvarnar-
efni, enda séu engin tjöruefni í
því sem valdi sóðaskap. Nota má
Waxoyl utan á önnur ryðvarnar-
efni.
í frétt Bílaborgar segir enn-
fremur að 12 af leiðandi bíla-
framleiðendum og 24 sjálfstæðar
rannsóknarstofnanir hafi reynt
þetta nýja efni og sé dómur þeirra
allra á einn veg; Vaxoyl hefur frá-
bæra ryðvarnareiginleika og því
heppilegasta efnið sem völ er á ef
ábyrgjast á langtímaryðvarnar-
ábyrgð.
Haustsýning FÍM
á Kjarvalsstöðum
Allt
pappírsverk
Haustsýning Félags íslenskra
myndlistarmanna sténdur til 30.
öktóber. Er hún opin daglega frá
kl. 14 - 22 og eru flest verkin til sölu.
Sýningarnefnd bárust ails 403
verk eftir 63 höfunda. Af þeim
voru valin til sýningar 169 verk eftir
18 félagsmenn og 26 utanfélags-
menn. Oll verkin á sýningunni eru
unnin í, á og úr pappírs. Ljósm.:
-eik.
Tikkanen
Ef Sharon vill endurheimta ísrael
Bíblíunnar er mikil hætta á að
hann kalli yfir sig syndaflóðið
líka.
Ostakeppnin
á Bitruhálsi
Mjótt
Eftirmyndir
af öllu kjarnorku-
vopnasafninu.
Barbara Donachy heitír
bandarískur leirkerasmiður,
sem hér sést ásamt dóttur
sinni. A myndinni sést einnig
hluti af keramikvopnabúri
sem hún hefur brennt til að
gera fólki sýnilegt hið mikla
kjarnorkuvopnabúr Banda-
ríkjamanna.
Úr fjórum tonnum af hráefni
hefur Barbara búið til eftirmynd-
ir af 30 þúsundum kjarnorku-
sprengjuoddum, 1700 eidflaug-
um, 400 flugvélum sem bera
atómvopn og 33 kafbátum. Hún
segir á þá leið, að þegar fólk iesi í
blöðum að Bandaríkin eigi 35
þúsundir kjarnorkuvopna, þá
geri það sér ekki grein fyrir því
um hvílíkt magn sé að ræða fyrr
en menn hafi allt safnið fyrir
augunum — þótt í margfalt
smækkaðri mynd sé.
Leirvopnum þessum hefur ver-
ið stillt upp á sýningu á Broadway
í New York - og eru þau til sölu.
Fyrir ca. miljónasta hluta þeirrar
upphæðar sem þau kosta Banda-
ríkjamenn.
Jón Helgason, landbúnaðarráð-
herra að fá sér „smakk“ Mynd
-eik.
„Yfirdómarinn“, Sven Anker Koefoed, fyrir miðri mynd. Mynd -eik.
a
munum
Ostunum var skipt í þrjá
flokka: mjúka osta, hálffasta osta
og fasta osta. Þrenn verðlaun
voru veitt í hverjum flokki: guil-,
silfur- og bronsverðlaun. Úrslitin
urðu sem hér segir:
A. Mjúkir ostar:
Gull: Smurostur, 20 g. frá Osta-
og smjörsölunni, 12,8 st.
Silfur: Sveppaostur, 250 g. frá
Osta- og smjörsölunni, 12,6 st.
Brons: Paprikuostur, 250 g. frá
Osta- og smjörsölunni, 12,4 st.
B. Hálffastir ostar:
Gull: Búri, frá Mjókursamlagi
K.Þ. Húsavík, 12,9 st.
Silfur: Founde ostur frá Osta- og
smjörsölunni, 12,6 st.
Brons: Blokkostur H 30 frá Osta-
og smjörsölunni, 12,3 st.
C. Fastir ostar:
Gull: 30% Gouda frá Mjólkur-
samlagi KEA, Akureyri, 13,0 st.
Silfur: 45% Gouda, frá Mjókurs-
amlagi KEA, Akureyri, 12,6 st.
Brons: 20% Gouda, frá Mjólkur-
samlagi KEA, Akureyri, 12,4 st.
Átta stigahæstu ostarnir voru:
1. 30% Gouda frá Mjólkursam-
lagi KEA, Akureyri, 13,0 st.
2. Búri frá Mjólkursamlagi K.Þ.
Húsavík, 12,9 st.
3. Smurostur 20 g. frá Osta- og
smjörsölunni, 12,8 st.
4. Sveppaostur, 250 g. frá Osta-
og smjörsölunni, 12,6 st.
5. Founde ostur frá Osta- og
smjörsölunni, 12,6 st.
6. 45% Gouda frá Mjólkursam-
lagi KEA, Akureyri, 12,6 st.
7. 20% Gouda frá Mjókursam-
lagi KEA, Akureyri, 12,4 st.
8. Blokkostur H 30 frá Osta- og
smjörsölunni, 12,3 st.
Ostameistari Osta- og smjör-
sölunnar er Guðmundur Geir
Gunnarsson, Mjólkursamlags
KEA Oddgeir Sigurjónsson og
Mjólkursamlags K.Þ. Hlífar
Karlsson.
-mhg
„Opna húsið“ hjá Osta- og
smjörsölunni í Bitruhálsi nú fyrir
helgina var vel sótt. Auk þess sem
þar fór fram kynning á marg-
skonar mjókurvörum var efnt til
ostasamkeppni, sem allir inn-
lendir ostaframleiðendur tóku
þátt í. Framkvæmdastjóri Osta-
og smjörsölunnar, Oskar H.
Gunnarsson, bauð gesti vel-
komna,Ólafur Arnar Kristjáns-
son, mjólkurfræðingur, skýrði
frá dómsniðurstöðum en Jón
Helgason landbúnaðarráðherra,
afhenti verðlaun.
Já, hann er vel að gullinu kominn þessi. Mynd: -eik.