Þjóðviljinn - 19.10.1983, Blaðsíða 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 19. október 1983
vegna verður framhjáhald
ráðherra að fallí?
Ástkonan, Sarah Keays, og ráðherrann, Cecil Parkinson: stjórnmálamenn hafa gert fjölskyldusæluna að
parti af kosningavélinni.
Hvers
Parkinson og
framhjáhald
hans
Herra Cecil Parkinson,
iðnaðar- og verslunarráð-
herra stjórnar Margaret
Thatcher, hefur orðið að
segja af sér vegna þess að
hann á von á barni með einka-
ritara sínum. Hvað er það í
inu pólitíska kerfi sem veldur
ví, að slíkt gerist? spyr
breska blaðið Guardian í ný-
legum leiðara. Og svarar á þá
leið, að ástæðan sé ekki síst
sú staðreynd, að glæsilegt
hjónaband sé notað í ríkum
mæli sem kpsningabeita -
ekki síst hjá íhaldsmönnum,
svo og í Bandaríkjunum.
Forvitni um
fínt fólk?
Leiðarinn í Guardian er
reyndar skrifaður rétt áður en
Cecil Parkinson sagði af sér, en
það breytir ekki miklu. Blaðið
veltir því fyrir sér, hvernig standi
á því, að athygli almennings á
Bretlandi hafi svo mjög beinst að
hjónabandsvandræðum ráðherr-
ans. Þegar allt kemur til alls, mun
þriðja hvert hjónaband í Bret-
landi enda í skílnaði, ráðherrar
eru hluti af þeirri mynd eins og
aðrir, og það ætti ekki að koma
fjölmiðlum eða öðrum við, ef
þeir eiga sér ástarævintýri.
Blaðið reynir svo að finna sína
skýringu á því að einkamál er í
þeim mæli sem raun ber vitni
tekið upp fyrir opnum tjöldum.
Fyrsta skýring blaðsins er sú að
hér sé um gamla forvitni „þeirra
sem búa niðri“ á því sem gerist á
bak við byrgða glugga „uppi“ -
hjá fína fólkinu. En það er líka,
segir Guardian, góður skammtur
af gamaldags húmbúggi í súpu
þessari. Síðan segir á þessa leið:
Fjölskyldan
og kosningarnar
Vestrænir stjórnmálamenn
hafa næstum gert það að vana sín-
um að nota glæsilegt hjónaband
sem part af kosningatöfrum sín-
um. Ráðstefnur til að velja fram-
bjóðendur leita frekar að heppi-
legum hjónum en þingmanni -
einkum og sér í lagi hjá íhalds-
flokknum. í kosningabæklingum
eru gjarna sagðar bjartar og skín-
andi fjölskyldusögur. Þessi til-
hneiging til að láta allt hafa yfir-
bragð sælunnar er að líkindum
sterkust í Bandaríkjunum - þar
sem frambjóðendur dylja yfirvof-
andi hjónaskilnaði þangað til
kosningaslag er lokið - en við-
|ieitni til að halda í ytri einkenni
venjubundis virðuleika gengur
(e^nnig eins og rauður þráður
gegnum bresk stjórnmál og það
hjá öllum flokkum.
Meira en svo: hinn pólitíski
siðgæðisprédíkari byggir á slíkri
yfirborðsgæfu kenningar sínar:
lof um fjölskyldulífið, dýrkun á
dyggðum Viktoríutímans (eða
öðrum dyggðum), hann reynir
með þessu móti að skapa and-
rúmsloft þess sem „nörmalt" er,
sem lætur „utangarðsfólk“ eins
og einstæð foreldri, líta út fyrir að
vera eitthvað afbrigðilegt fremur
en það sé tekið sem hluti af
samfélaginu sjálfu...
- áb endursagði.
Hunguruppþot í Brasilíu
Nauðsynjar
hafa hækkað
um 250%
á einu ári
Síðan í september hefur fá-
tækt fólk gert áhlaup á 225
stórmarkaði og matvæla-
geymslur i stórborgum Bras-
ilíu og tæmt og svarað lög-
reglu sem vildu dreifa fólkinu
með táragasi og vatnsdæl-
um með grjótkasti og heróp-
inu: Við erum hungruð! Þetta
gerist um svipað leyti og
stjórn landsins reynir að
skerða enn kjör fólksins að
kröfu Alþjóða gjaldeyris-
sjóðsins, en Brasilía er nú
með skuldugustu ríkjum
heims.
Kapítalistar og ýmsir stjóm-
málamenn hafa óspart sakað
stjórnina fyrir getuleysi, miðstétt-
akerfí eru gripin skelfingu við þá
heift sem rís úr djúpum fátækra-
hverfanna og kaupmenn láta vopn-
aða varðmenn gæta búða sinna.
„Leiftursókn“
/ •• i • vair* •
i orbirgðmm
Leiðtogar stjórnarandstöðunnr
hafa á hinn bóginn vísað til þessara
hunguruppþota til stuðnings við
málflutning sinn gegn sultarólar-
herðingum stjórnarinnar, sem situr
í skjóli hersins, en hefur á undan-
förnum misserum gefið pólitískum
flokkum aukið svigrúm til starfa
miðað við það sem áður var.
Stjórnarandstöðunni hefur m.a.
tekist að fá fellt á þingi stjórnar-
frumvarp um niðurskurð á launum
verkamanna. Sá niðurskurður er
Volkswagen í Brasilíu: landið hefur verið talið mikið Gósenland erlendiim
stórfyrirtækjum.
- og þá líklega með því að herinn
taki sér meiri völd eins og oft áður
hefur gerst í þessu risavaxna ríki.
Mikil neyð
Þjáningar og neyð fólksins eru
meiri orðnar en menn fái af borið,
segir Brizola í viðtali nýlega við
Washington Post.
Það eru í sjálfu sér ekki ný tíð-
indi að mikill hluti Brasilíumanna
búi við sára neyð. En undanfarin
misseri hefur verið næsta auðvelt
að mæla það, hvernig neyðin vex.
Síðan í fyrra hefur verðlag á al-
gengustu matvælum í landinu -
hrísgrjónum, baunum, mjólk,
sykri og sojaolíu, hækkað um
250%. Þetta er ekki síst tengt við-
leitni ríkisstjórnarinnar til að auka
útflutning á matvælum og svo því,
að dregið hefur úr niðurgreiðslum
á matvælum. Á sama tíma hafa
laun hækkað miklu minna, eða um
90%.
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin
WHO telur að tveir þriðju íbúa
Brasilíu þjáist af næringarskorti.
Og það er ekki að undra, þótt
jafnvel einn af eigendum þeirra
stórmarkaða sem rændir hafi verið
láti uppi vissan skilning á aðstæð-
um: Hvað getur, segir hann, sá
maður keypt hér, sem hefur 1500
krónur á mánuði? Ef einhver ætlar
sér að brjótast inn, þá mun hann
slást með í þá för.
Sem fyrr segir er það blátt áfram
neyðin sem er undirrót uppþot-
anna. En menn eins og fyrrnefndur
Brizola telja, að a.m.k. í Rio de
Janeiro geti róið undir „kerfi“, þar
sem saman koma hægrihópar ýms-
ir, dauðasveitir þeirra, svarta-
markaðsbraskarar og jafnvel banda-
ríska leyniþjónustan CIA, sem eigi
það sameiginlegt að þeir vilji gera
illt verra - til þess að herinn grípi í
taumana. Einkum ef að ný stjórn
og róttækari en sú sem nú hangir á
horrimminni kemst til valda í kosn-
ingum, og hyggði á meiriháttar
breytingar. ÁB tók saman.
eitt af því sem Alþjóða gjaldeyris-
sjóðurinn krefst af stórskuldugu
landi. En Brasilía skuldar nú um
níutíu miljarði dollara erlendis, og
ef að ríkið ætti að standa við skuld-
bindingar um greiðslu á vöxtum og
afborgunum þá mundi þær
greiðslur gleypa svo til allt verð-
mæti útflutnings landsins á ári
hverju.
Þróun
snúið við?
Miro Texeira, einn af leiðtogum
stjórnarandstöðuflokksins Brasil-
íska lýðræðishreyfingin, telur, að
ekkert geti úr þessu komið í veg
fyrir áframhaldandi hnignun
stjórnarinnar, rýrnun þess stuðn-
ings sem hún enn kann að njóta.
En þetta þýðir ekki að stjórnar-
andstöðuleiðtogar hafi lagt blessun
sína yfir þá sjálfsbjargarviðleitni
fátækra að ræna verslanir. Ýmsir
þeirra, eins og t.d. sósíalistarnir
Leonel Brizola, óttast að matvæl-
auppþotin leiði til þess að hægfara
og skrykkjótt þróun til aukins pól-
itísks frelsis í Brasilíu muni stöðvuð
Eldflaugaviðrœður í Genf:
Enn er lag að semja
segir Austurblökkin
Um helgina héldu utanríkis- sambandi lögðu þeir áherslu á að
ráðherrar Varsjárbandalags- „ef samkomulag næst ekki fyrir
ríkja fund í Sofíu og gerðu þar lok þessa árs, 'þá er það megin-
samþykkt um eldflaugaháskann í atriði að viðræðunum verði hald-
Evrópu og fleiri vígbúnaðarmál. ið áfram með það fyrir augum að
Þeir lýstu áhyggjum af því hve fá Bandaríkin og bandamenn
lítið ganga stórveldaviðræður í þeirra í NATO til að falla frá ák-
Genf, skella skuldinni á Vestur- vörðun sinni um uppsetningu
veldin,enteljasamtaðennsétími nýrra, meðaldrægra kjarnorkueld-
til samkomulags. flauga. Jafnframt skal lögð
áhersla á að við slíkar aðstæður
í samþykkt fundarins sem eru Sovétríkin reiðubúin til að
APN hefur sent frá sér segir með- halda áfram einhliða stöðvun
al annars: uppsetningar meðaldrægra eld -
„Enn er tækifæri til að komast flaugakerfa sinna í Evrópuhluta
að samkomulagi um hagsmuna- sínum, og jafnframt að fækka
mál þeirra þjóða sem standa að einhliða slíkum vopnategundum,
Genfarviðræðunum.“ í þessu sem hófst um leið og stöðvunin
var ákveðin, og er þetta þýðing-
armikið skilyrði til að skapast geti
frum-forsendur þess að viðræð-
unum geti lokið á giftusamlegan
hátt.“
Þá er í samþykktinni lögð
áhersla á eftirtaldar afvopnunar-
hugmyndir: Öll kjarnorkuveldin
frysti samtímis framleiðslu kjarn-
orkuvopna og gangi Bandaríkin
og Sovétríkin á undan. Algjört
bann verði lagt við tilraunum
með kjarnorkuvopn og hervæð-
ing í útgeimi bönnuð. Þá verði
efnavopnum eytt í Evrópu og
reynt að skera niður hefðbundinn
vígbúnað í Mið-Evrópu.