Þjóðviljinn - 19.10.1983, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 19.10.1983, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 19. október 1983 ÞJÓÐVILJINN SÍÐA 5 - Einsog meginforsendur frum- varpsins eru fram settar, þá eru þær töluvert dulbúnar, þannig að ekki er auðhlaupið að lesa meginfor- sendumar útúr frumvarpinu einsog hægt hefur verið að gera á síðustu árum. Hins vegar eru þær að finna í frumvarpinu: - í fyrsta lagi er gert ráð fyrir að framfærsluvísitala muni hækka, á næsta ári frá árinu í ár um 26% það kemur ekki fram í frumvarpinu. í öðru lagi er gert ráð fyrir að bygg- ingavísitala hækki um 22% til 23% það kemur fram í frumvarpinu. í þriðja lagi er gert ráð fyrir að laun muni hækka um 15% til 16% en það kemur ekki fram í frumvarp- inu. En þetta þýðir að kaupmáttur ráðstöfunartekna verður á næsta ári 9% lægri en á yfirstandandi ári. Yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um að kaupmáttur launa verði óbreyttur á næsta ári frá því sem hann er í árslok þessa árs, byggist á áætlun um það að launaskrið verði um tvö til tvö og hálft prósent. Með öðrum orðum; fyrirtæki borgi launahækkanir án þess að um sé samið. Það verður ekki láglauna- fólkið sem það færogljóst er þvíað kaupmáttur launa láglaunafólksins kemur því til með að lækka enn meira á næsta ári, ef ekki verður Viðtal við Sighvat Björgyinsson um fjárlaga- frumvarpið Sighvatur Björgvinsson fyrrverandi þingflokksformaður Alþýöuflokksins og fjármálaráðherra um skeiö hefur um áraraöir verið talsmaöur Alþýðuflokksins á þingi um f járlagafrum- varpiö. Þjóöviljinn leitaöi álits hans á fjárlagafrum- varpi ríkisstjórnar Stein- gríms Hermannssonar fyrir áriö 1984. Sultarólin á almenning eitthvað við gert. Frumvarpið felur því í sér mikla kjaraskerðingu, sér- staklega hjá láglaunafólki. Skattpíningin eykst - Látið er í veðri vaka að skatt- byrði eigi ekki að aukast. Hins veg- ar eru engar upplýsingar gefnar í frumvarpinu um hvernig á að fram- kvæma þessa stefnu. Það er hvorki skýrt frá því í frumvarpinu hvaða skattvísitala eigi að gilda né heldur hvaða breytingar eigi að gera á skattstigum svo þessi tilgangur ná- ist. - Það eina sem að má sjá um þetta í frumvarpinu er tafla á bls. 187. Þar kemur í ljós að tekju- skattur hækkar á næsta ári um 26.5% og eignaskattur um 25.9%. Á sama tíma eiga laun aðeins að hækka um 15% til 16%. Þetta er ekki óbreytt skattabyrði, þetta er þynging. Blekkingar á blekkingar ofan - Albert Guðmundsson hefur haldið því fram að þetta frumvarp sýni hallalausan ríkisrekstur. Tekj- ur umfram gjöld í rekstarreikningi eru sýndar 9 miljónir króna rúm- lega. Á bls. 178 í frumvarpinu er því hinsvegar lýst yfir, að ríkis- stjórnin hafi ákveðið að útgjöld til vegamála eigi að nema 2.2% af þjóðarframleiðslu. Hins vegar er því frestað að færa þessi framlög í fjárlögin. Pað þýðir það einsog fjárlögin eru uppsett, að það vant- ar útgjaldamegin á rekstrareikn- ing amk 500 miljónir króna. Og jafn háa upphæð lántökumegin til Á-hluta ríkissjóðs. Það þýðir að það eru ekki tekjur umfram gjöld á rekstarreikningi uppá 9 miljónir króna, heldur rekstarhalli uppá 490 miljónir. 1200 miljónir gleymast Þá erum við komnir að vaxta- gjöldum. Pau byggja á því að nár.ast engin gengisbreyting verði á næsta ári, og meðalverð bandaríkjadoll- ars næsta ár verði 29 krónur. Menn geta rétt ímyndað sér hversu raun- hæft þetta er. En verði einhver breyting á þessu, þá munu vaxta- gjöldin margfaldast og setja ríkis- sjóð á hausinn. - Á bls. 187 segir að ekki sé áætlað Á sama tíma og ríkisstjórnin œtlar sér margfaldað eyðslufé fyrir vöxtum af yfirdáttarskuld í Seðlabanka íslands í árslok 1983. Þessi yfirdráttarskuld er áætluð 1200 miljónir króna. Vöxtum af „AukAlberts og Framsóknar gœti enn einn talistfull- sœmdur... þessu er hljótt og pent gleymt. Þetta þýðir að þeir ætla sér að taka þessa skuld og breyta henni í lán við Seðlabankann í árslok, en láta það hvergi koma fram, hvorki að það þurfi að borga vexti af þessu né að tilgangurinn sé að breyta þessu í lán. Á fjórða hundrað prósent lántökur Á bls. 189 er gerð grein fyrir því að lántökur til ríkissjóðs verði auknar um 117% á milli ára. Þetta kallar Albert Guðmundsson að sé mikil aðgæsla sé í lántökum, miklu meiri en hjá Ragnari Arnalds. Þá vantar í lánin það sem þeir eru sjálfir búnir að gera ráð fyrir varð- andi framlög til vegamála um 500 miljónir. Þannig að aukning á lán- tökum ríkissjóðs er um 200% milli ára. Ennþá mætti bæta við skuld- inni við Seðlabankann í árslok uppá 1200 miljónir. Þá eru lán- tökurnar varðandi A-hlutans farn- ar að komast á fjórða hundrað prósent. í lántökunum er gert ráð fyrir því að stórauka útboð á spariskírt- einum. Um 200 miljónir á næsta ári bara til ríkissjóðs sjálfs. Þá vantar allar lántökurnar sem þeir gera ráð fyrir vegna Húsnæðismálastjórnar. Ríkissjóður er kominn í samkeppni við Húsnæðisstofnun ríkisins og Byggingasjóð um sölu á ríkis- skuldabréfum. Ef á að selja nýju skuldabréfin til öflunar á lánsfé fyrir ríkissjóð, verður að gera ráð fyrir nýjm kjörum. Þau verði verðtryggð og hugsanlega gengistryggð, máske með tryggingu í bandaríkjadollur- um einsog gerist í ísrael - ellegar að það verði tekið upp að ríkissjóður fari að selja víxla til skamms tíma. Þetta þarf hann að gera bara til að geta aflað sé fjármuna. Þá er erfitt að svara því hvernig hann ætlar að afla Byggingasjóði ríkisins tekna. Sultarólin annars vegar Gert er ráð fyrir því að ráðstöfu- narfé Byggingarsjóðs verði aðeins helmingur af því sem gert er ráð fyrir í lögum, eða 1% af útgjöldum fjárlaga í staðinn fyrir 2%. Sagt er í frumvarpinu að síðar verði nánari grein gerð fyrir hvernig á að fram- kvæma þetta. Á sama tíma og frumvarpið gerir ráð fyrir að al- mennir launamenn herði sultar - ólinagerirríkisstjórninráð fyrir að fjárveiting til hennar sjálfrar aukist um 102%. Og önnur rekstrargjöld ríkisstjórnarinnar um 564%, þ.e. almennt eyðslufé stjórnarinnar. Framlögin til aðalskrifstofu forsæt- isráðherra hækka um 102%. Og framlögin til skrifstofu utanríkis- ráðherra eiga að hækka um 113%. Rekstrargjöld landbúnaðarráð- herra eiga að hækka um 225%. Og símakostnaður og póstburðargjöld stjórnarráðsins eiga að hækka um 158%. Ætli það séu bréfin til 35 þúsundunna sem Steingrímur ætl- aði að senda? Margföldun utanferða - Það er kátbroslegt að heyra frá Albert Guðmundssyni yfirlýsingar um stórfelldan niðurskurð á utan- ferðum opinberra starfsmanna. í frumvarpi hans er nefnilega gert ráð fyrir því að framlög til að semja við erlend ríki hækki um 158%. Og ... afþessu frum- varpi, nefnilegaBör Börsson“. framlög til að þeir geti sótt alþjóð- aráðstefnur hækki um 175%. Þannig er að ekki sést sá pólitíski vilji í fjárlagafrumvarpinu. - Annað kemur í ljós þegar út- gjöld til samhjálpar eru skoðuð. f aðfararorðum frumvarpsins er gert ráð fyrir því, að sparnaður í trygg- ingamálum verði að upphæð 300 miljón króna. Hægt er að sjá hvernig ríkisstjórnin ætlar að láta þetta gerast í fruntvarpinu. Á bls. 227 kemur m.a. í ljós að þar á, að lækka útgjöld lífeyristrygginganna um 60 miljónir króna frá því sem felst í núverandi reglum. Með öðrum orðum það á að breyta regl- um sem lífeyrir er greiddur eftir. Og í áætlunum um hækkun á milli ára kemur í ljós, að breyta á regl- unum til lækunnar hvað varðar elli og örorkulífeyri og barnalffeyri. Barnalífeyrir verður þá lækkaður en hann er greiddur með börnum sem misst hafa foreldri sitt. Og hins vegar verður tekið af ellilífeyri með því að hækka lífeyrisaldurinn eða lækka lífeyrisgreiðslurnar. Þarna eru komnar 60 miljónir. - Á bls. 229 er skýrt frá því að heilbrigðis- og tryggingaráðuneyt- ið muni spara í rekstri sjúkrahúsa um 150 miljónir. í áætlunum um útgjöld kemur í ljós, að þetta á að gera varðandi vistgjöld á sjúkra- stofnunum. Þau eiga aðeins að hækka um 26% á milli ára á sama tíma og aðrir útgjaldaliðir hækka um 50%. Þetta þýðir að gert er ráð fyrir að leggja 150 miljón króna vistgjöld á legusjúklinga á spít- ölum. Nú ætli það verði ekki í sam- ræmi við annað sem er að gerast fólgið í því, að sjúklingar verði látnir greiða sjálfir matinn hluta af legu sinni, þannig að þegar ríkis- stjórnin er búin að leggja eldhús spítalanna niður, muni sjúklingar verða neyddir til að kaupa matinn af Pétri Sveinbjarnasyni? - í þriðja lagi er gert ráð fyrir því á bls. 228 að 90 miljón króna sparn- aður verði á útgjöldum ríkisins vegna lyfjakostnaðar og lækni- skostnaðar á spítölunum. Þá kem- ur spurningin hvort heldur á að draga úr læknisþjónustunni eða hætta að gefa sjúklingum lyf, fara að lækna með nálarstunguaðferð- inni? Þannig er þessi 300 miljón króna „sparnaður“ fenginn með því að þrengja að þeim sent eru sjúkir og bágstaddir, sagði Sighvatur Björg- vinsson fyrrverandi fjármálaráð- herra að lokum. -óg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.