Þjóðviljinn - 19.10.1983, Blaðsíða 16
DJOÐVIUINN
Miðvikudagur 19. október 1983
BJARNFRÍÐUR
17 71? T> ¥¥> f Þingi VMSÍ
JV/H( J\ll\ • er ekki lokið
„Ég mun leggja fram formlega kæru til Alþýðusambands íslands
þar sem ég krefst þess að kosning til sambandsstjórnar VMSI í
Vestmannaeyjum um helgina verði dæmd ógild. Ég vil láta bera
framkvæmd kosningarinnar undir lögfræðing og fá úr því skorið
hvort þar hafi verið staðið löglega að málum, en um það efast ég
stórlega“, sagði Bjarnfríður Leósdóttir frá Akranesi, en hún féll í
kjöri til sambandsstjórnar Verkamannasambandsins.
Bjarnfríður segir í viðtali sem
birtist á 9. síðu Þjóðviljans í dag að
um langt árabil hafi verið unnið
gegn sér, bæði innan verkalýðs-
hreyfingarinnar og Alþýðubanda-
lagsins. „Ég ætla hins vegar ekki að
hverfa af vettvangi fyrr en búið
verður að koma mér alls staðar út
úr húsi. Hér skiptir mín persóna
ekki öllu máli heldur er tekist á um
pólitíska stefnu. Það er táknrænt
fyrir vinnubrögðin innan Verka-
mannasambandsins að maður eins
og Karl Steinar Guðnason, sem er
nátengdur hermanginu, skuli hafa
óskorað traust á þingi Verkamann-
asambands íslands. Um slíka per-
sónu gátu meirihluti þingfulltrúa í
Eyjum sameinast. Það segir sína
sögu“.
Sjá viðtal við Bjarnfríði inni í
blaðinu svo og viðtöl við fleiri þing-
fulltrúa á þingi VMSÍ í Eyjum.
—v.
V „—------— Bjarnfríður Leósdóttir: „Ég krefst þess að kosning til sambandsstjórnar
SjCl blS. y VMSÍ verði dæmd ógild“. Ljósm. Magnús.
Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess tima er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum símum: Ritstjórn Aðalsími Kvöldsími Helgarsími
81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl 9 - 12 er hægt að ná í afgreiöslu blaðsins í sima 81663. Prentsmiðjan Prent hefursima 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 81663
Siðustu ummerki gömlu Loftleiða t'ekin af Hótel Loftleiðum í gær. Þetta er trúlega síðasta merki gamla
flugfélagsins sem trónir á byggingum í dag, en Flugfélag íslands og Loftleiðir voru sameinuð fyrir tíu árum.
(Ljósm. - eik.)
Síðustu tákn Loftleiða hverfa_
„Sennilega
bara gleymst”
Hótel Loftleiðir
halda nafni sínu,
þó að merkið
hverfi
„Sennilega hefur gamla merki
Loftleiða bara glevmst þarna
uppi“, sagði Sæmundur Guðvins-
son blaðafuiltrúi Flugleiða þegar
Þjóðviljinn spurðist fyrir um fram-
kvæmdir við merki Hótel Loftleiða
um þessar mundir. Þetta eru trú-
lega síðustu ummerki gömlu Loft-
leiða sem nú hverfa hér.
Sæmundur Guðvinsson sagði að
Hótel Loftleiðir héldi áfram nafni
sínu, það væri einungis verið að
taka gamla merkið niður og setja
einkennismerki Flugleiðahótela í
staðinn. Sæmundur sagðist telja að
gamla merkið á Hótel Loftleiðum
hefði verið þarna frá því hótelið var
byggt. -óg
Stríð SH og Sverris heldur áfram_
300 raðhúsa tap
ef verðlækkunarkrafa Sverris kæmist til
framkvæmda, segir Guðmundur H. Garðarsson
Menn geta leikið sér með tölur,
en þegar ráðherrar þjóðarinnar
nefna ákveðnar tölur eins og Sverr-
ir Hermannsson gerði á fundinum í
Hafnarflrði, að við værum með
20% hærra verð á físki á Banda-
ríkjamarkaði en Kanadamenn og
værum því að tapa markaði, þá
verður hann að vita hvað á bak við
þessa tölu fellst. Ef við lækkuðum
verð á íslcnskum físki um 20% á
Bandaríkjamarkaði, myndi það
þýða tekjutap uppá 840 miljónir
króna. Þetta er um það bil andvirði
300 raðhúsa á íslandi.
Ég tel víst að Sverrir telj i að hægt
sé að nota þessar 840 miljónir til
einhvers. Við höfum um árabil ver-
ið með hærra verð en Kanadamenn
og samt tekist að selja allan okkar
fisk vestra, sagði Guðmundur H.
Garðarsson hjá SH í samtali við
Þjóðviljann í gær.
Guðmundur benti á að sú
birgðasöfnun sem átt hefði sér stað
undanfarið stafaði af því að nú væri
minna saltað af fiski en áður og
ekkert færi í skreið. Við óttumst
ekki að geta ekki selt þennan fisk í
Bandaríkjunum, öðru nær, sagði
Guðmundur. Hann sagði að SH
seldi um 60 þúsund lestir af fiski til
Bandaríkjanna á ári, 20% verð-
lækkun næmi því andvirði 12 þús-
und tonna, meðalverð á tonn væri
2500 krónur, þetta þýddi því um
840 miljón krónur sem væri það
sama og allur sölusamningurinn
við Sovétmenn.
Þá benti Guðmundur á varðandi
fullyrðingu Sverris um að ekkert
væri gert til að afla nýrra markaða,
að SH hefði komið sér upp verk-
smiðju í Grímsbý, sem á að vinna
fisk á EBE-markaðinn og væri hún
að taka til starfa. Sala á karfa til
EBE landanna í fyrra nam 250
tonnum, í ár 2500 tonnum. Áður
fyrr var bara seld loðna og loðnu-
hrogn til Japans en í ár væru seldar
þangað 2950 lestir af sjávarafurð-
um, þar af loðna uppá 812 tonn og
loðnuhrogn 38 tonn.
Varðandi það að við værum með
hærra verð en Kanadamenn sagði
Guðmundur að þannig væri það
víðar en í Bandaríkjunum. í Þýska-
landi kostaði ufsa-blokk frá íslandi
60 sent en Norðmenn selja blokk-
ina á 48 sent og samt selt íslenski
fiskurinn. Að lokum benti Guð-
mundur á að ef fiskverð í Banda-
ríkjunum yrði lækkað um 20%
myndi það að sjálfsögðu kalla á
hrikalega gengisfellingu.
-S.dór
Guðmundur H. Garðarsson: 20%
verðlækkun í Bandaríkjunum
myndi kalla á hrikalega gengisfeil-
ingu. Attar ráðherrann sig ekki á
því, eða veit hann ekki hvað hann
segir?
Góður árangur í áskriftarsöfnun Þjóðviljans sl. 6 vikur
845 nýir áskrifendur
Náum við 2000
fyrir áramótin?
Áskriftarherfcrð Þjóðviljans
hefur skilað ótrúlcgum árangri
þær sex vikur sem hún hefur
staðið. 845 nýir áskrifcndur hafa
bæst við og eru dæmi þess að
áskrifendatala einstakra
byggðalaga hafí aukist yfir 100%,
Þá hefur lausasala Þjóðviijans í
septembcr aukist um 30%.
Sem dæmi um góðan árangur á
einstökum stöðum má nefna Sel-
foss sem náði 31% aukningu,
Reyðarfjörður með 45%
aukningu, Húsavík með 72%
aukningu, Dalvík með 63%
aukningu, Flateyri með 66%
aukningu, Bíldudalur nteð 100%
aukningu og Bolungarvík með
68% aukningu áskrifenda. Innan
einstakra kjördæma náðist bestur
árangur á Vestfjörðum þar sem
aukning áskrifenda eftir þessa 6
vikna lotu varð 31%.
Umsjónarmenn söfnunarinnar
og stjórn Útgáfufélags Þjóðvilj-
ans hafa fjallað um þennan ágæta
árangur og ákveðið hefur verið
að vinna -áfram af fullum krafti
við að afla Þjóðviljanum nýrra
áskrifenda. Þegar er hafið ölíugt
starf á um 30 stöðum úti á landi og
innan skamms mun skipuleg
söfnun hefjast á höfuðborgar-
svæðinu.
Þjóðviljinn vill sérstaklega
þakka þeim hundruðum vellunn-
ara blaðsins sem gerðu þennan
glæsilega árangur mögulegan.
Spurningin er því nú hvort takist
að ná markinu 2000 nýir áskrif-
endur aö blaðinu á iímabilinu 1.
september frarn til áramóta.
-v.
Framtíð
ríkisstjórnarinnar
Fallvölt
eða föst
í sessi?
Fundur ABR í kvöld
Sjá bls. 12