Þjóðviljinn - 19.10.1983, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 19. október 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3
Siðspillt, seinvirkt og ranglátt bákn _
F jármagnsöflin
valda verðbólgu
Enginn getur
ætlast til að
kerfisflokkarnir
hrófli við tilveru-
grundvelli sínum,
sagði Svavar
Gestsson
„Verðbólguvaldurinn á íslandi
er fólginn í þeirri staðreynd að
reynt er að skipta meiru en til er,“
sagði Svavar Gestsson formaður
Alþýðubandalagsins í útvarpsum-
ræðunum í gærkveldi og nefndi
dæmi um rangláta skiptingu og
verðbólgu vanda:
„Þegar verslunin hrifsar marg-
Svavar Gestsson: Offjárfesting á
mörgum sviðum hefur spanað upp
verðbólgu.
faldan hlut á við það sem verið hef-
ur - þá veldur það verðbólgu.
Þegar skipulagsleysið einkennir
sjávarútveginn undirstöðuatvinnu-
veg landsmanna - þá veldur það
verðbólgu.
Þegar milliliðirnir í landbúnaði
eyða hundruðum miljóna í fjárfest-
ingu sem er að mestu óþörf - þá
veldur það verðbólgu.
Þegar bankarnir fjárfesta fyrir
hundruð miljóna króna á ári - þá
veldur það verðbólgu.
Þegar ríkissjóður er rekinn með
stórfelldum halia - þá veldur það
verðbólgu.
Þarna er dýrtíðarvaldurinn á ís-
landi. Þessir aðilar eru að reyna að
knýja fram skipti á því sem ekki er
til. Verðmætasköpunin stendur
ekki undir þessu þunga bákni sóun-
arinnar. Þeir sem ekki þora að ráð-
ast á þetta kerfi munu búa við á-
framhaldandi dýrtíð. Og enginn
getur ætlast til þess að kerfisflokk-
arnir tveir hrófli við tilverugrund-
velli sínum - seinvirku, ranglátu og
siðspilltu bákni fjármagns-
aflanna.“
Listahátíð 1984
Fjárhagsvandi
er mlkill
Kemur Placido Domingo hingað?
Á næsta ári verður bæði um að
ræða kvikmyndahátíð og listahá-
tíð, en samt er opinber fjárveiting
til Listahátíðar frá borg og ríki sú
sama í krónutölu og var í ár, 526
þúsund krónur, en í ár var aðeins
um að ræða kvikmyndahátíð. Þetta
kom fram í samtali sem Þjóðviljinn
átti við Bjarna Ólafsson fram-
kvæmdastjóra Listahátíðar í gær.
Hann sagði að ljóst væri að fjár-
hagsvandi Listahátíðar væri stór og
spara yrðin tilkostnað eins og unnt
væri.
Bjarni sagði að um miðjan nó-
vember yrði lagður fram listi um
þær kvikmyndir sem sýndar yrðu á
kvikmyndahátíðinni 4. til 12. nóv.
1984. Aðspurður um hvort búið
væri að ákveða hvaða listamenn
koma á listahátíðina í vor sagði
Bjarni að svo væri ekki. Hann var
spurður hvort reynt yrði að fá hing-
að fremsta tenór veraldar í dag,
Spánverjann Pacido Domingo.
Sagði Bjarni að menn hefðu verið
að gæla við þá hugmynd, en hann
sagðist óttast að ekki væri hægt að
fá hann hingað vegna anna, þó vildi
hann ekki fullyrða neitt þar um.
Varðandi fjárhagsvanda Lista-
hátíðar sagði Bjarni að reynt yrði
að láta hátíðina standa undir sér,
þótt slíkt gæti reynst erfitt. Síðasta
Listahátíð skildi eftir sig einnar
miljón króna skuld, en samningur
er til um að ríki og borg taki að sér
að greiða þann halla sem verða
kann á Listahátíð.
- S.dór
Hagtölur mánaðarins:
Gulgræna kjötið
falsar vísitölu
Stjórnvöld náðu óeðlilega lágri hækkun á framfærsluvísitölu á milli
ágúst og september, segir í Hagtölum mánaðarins sem Seðlabanki
íslands gefur út, vegna útsölunnar á gamla kindakjötinu.
í Hagtölum mánaðarins er
grein frá því að hækkun fram-
færslukostnaðar á milli ágúst og
september hafi verið 0.74%, en
hefði útsalan á gamla kjötinu
ekki komið til, hefði hækkunin
orðið 1.7%, sem nemur um
22% hækkun framfærsluvísi-
tölu á ársgrundvelli.
-óg
Ragnheiður framan við Gallerí Grjót, þar sem hún opnar á föstudag sína
fyrstu einkasýningu í Revkjavík síðan 1976. Ljósm. - eik.
Fjórða alþjóðlega viðurkenningin
Kom mér
á óvart
segir Ragnheiöur
Jónsdóttir grafíker
4
„Það var afskaplega gaman að fá
þessa viðurkenningu einmitt núna
og það kom mér mjög á óvart, - ég
hélt ekki að sama fólkið fengi
viðurkenningu nema cinu sinni á
þessari sýningu“, sagði Ragn-
heiður Jónsdóttir, grafíklistamað-
ur í gær. Hún var þá nýbúin að fá
tilkynningu um að hún hefði í ann-
að sinn hlotið viðurkenningu á al-
þjóðlegri grafiksýningu í Frechen í
V-Þýskalandi, en sams konar
viðurkenningu hlaut hún þar 1976.
„Þessi viðurkenning er mér mik-
ils virði“, sagði Ragnheiður, „því
hún gefur mér tækifæri til að sýna
þarna eftir 3 ár“. Þetta er fjórða
alþjóðlega viðurkenningin sem
Ragnheiður hlýtur, hún hlaut verð-
laun í Fredrikstad í Noregi 1982 og
á Ibiza 1978 auk þessara tveggja í
Frechen.
Á föstudag opnar Ragnheiður
sýningu á pallinum í Gallerí Grjót,
en hún hefur ekki haldið einkasýn-
ingu í Reykjavík síðan 1976. „Ég
hef tekið þátt í öllum samsýningum
Grafíkfélagsins hér heima", sagði
hún, „en annars hef ég mest sýnt
erlendis á alþjóðlegum grafíksýn-
ingurn." Sýning Ragnheiðar í Gall-
erí Grjót stendur í hálían mánuð og
er galleríið, sem er á Skólavörðu-
stíg 4A, opið virka daga kl. 12-18
og um helgar kl. 14-18. Þar sýnir
hún grafíkmyndir sem eru nokkuð
stærri í sniðum en hún hefur áður
gert og einnig eru þar á meðal
nokkrar litógrafíur, en annars hef-
ur Ragnheiður aðallega unnið f
svart-hvítu.
-ÁI
r
SKIÐABINGO
Verður í Sigtúni fimmtudaginn 20. október kl. 20.30. Húsið opnað kl. 19.30.
1. Úrvals-skíðaferð til Austurríkis.
/ 2. Skíðaferð til Akureyrar fyrir tvo.
3.-12. Skíðaútbúnaður frá Bikarnum,
Fálkanum, Skátabúðinni, Sport,
Sportvali, Útilífi og Vesturröst.
ígs%%»***"*
ARNARFLUG
ÞROSTUR
8 50 60
SAMVINNU
TRYGGINGAR CIKirVDA
ARMllU 3 108 RBYKlAVtK Wll lUl in
ARMÚU 3 105 REYKJAVlK
SlMl 81411
SFORIIS TRESMIBJAN
_ -, ... »EDRUS , STEFAN 0G 0LAFUR sf.
STALHF husgagnaverslun súðarvogi 18. - Sími 86125
Suðarvogi 32 Leikfimirimlar - svalahurðir
■ Skiðaráð Reykjavíkur;