Þjóðviljinn - 19.10.1983, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 19.10.1983, Blaðsíða 4
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 19. október 1983 DIOOVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyf-' ingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Fjamkvæmdastjóri: Guörón Guömundsdóttir. . Jtitstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friöriksson. Auglýsingastjóri: Sigríður H. Sigurbjörnsdóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Blaðamenn: Auöur Styrkársdóttir, Álfheiöur Ingadóttir, Helgi Ólafsson, Lúðvík Geírsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. íþróttafréttaritari: Víðir Sigurðsson. Utlit og hönnun: Guðjón Sveinbjörnsson, Þröstur Haraldsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Magnús Bergmann. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónssen. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarsnn. Sfmavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Margrót Guðmundsd. Húsmóðir: Bergijót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir. innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. .Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir Útkgyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6, Reykjavík, sjmi 81333. Umbrot og setning: Preint. Prentun: Blaðaprent h.L, Nýr grundvöllur kjaramála Þing Verkamannasambandsins, sem haldið var um helgina, samþykkti yfirlýsingu sem markar tímamót í baráttu launafólks gegn kjaraskerðingarstefnu ríkis- stjórnarinnar. í yfirlýsingunni er mótmælt að ríkisstjórnin ætli áfram á næsta ári að láta verkafólk greiða niður verð- bólguna. Slíkri stefnu verði að hafna. Skapa verði for- sendur til lífskjarasóknar í stað undanhalds. Slík sókn verði aldrei hafin með ruddalegu valdboði. Á þingi Verkamannasambandsins voru mótaðar til- lögur um nýjan grundvöll kjaramálaí landinu. í þessum grundvelli eru fimm meginatriði: 1. Felld verði úr gildi ákvæði bráðabirgðalaganna sem afnema eða skerða samningsréttinn. 2. Afnumið verði bann við dýrtíðarbótum og teknar upp viðræður við atvinnurekendur um fyrirkomulag kaupmáttartryggingar. 3. Lágmarkstekjur fyrir dagvinnu verði hækkaðar og hið opinbera tryggi lífsafkomu þeirra sem við lökust kjörin búa með félaglegum ráðstöfunum. 4. Kaupmáttur almennra dagvinnulauna verði aukinn í bráð og tryggður í lengd með það að markmiði að verkafólk geti lifað af dagvinnutekjum. 5. Samið verði á næstunni um að lágmarkslaun fyrir dagvinnuna verði 15.000 kr. á mánuði. Fessi grundvöllur markar efnisatriðin í umræðum samtaka launafólks við ríkisstjórn og atvinnurekendur á næstu vikum. Niðurstöður þeirra umræðna geta orðið afdrifaríkar fyrir þróun mála. Landsþing verkafólks hefur tekið afdráttarlausa af- i stöðu. Það verður fylgst með því af athygli hver verða viðbrögð ríkisstjórnarinnar. Verður slegið á útrétta hönd? \ ! Að loknu þingi Verkamannasambandsins dró Guð- | mundur J. Guðmundsson, formaður sambandsins, \ saman meginniðurstöður þingsins. í viðtali við Þjóð- ! viljann sagði Guðmundur: I „Okkar meginkrafa er að ríkisstjórnin felli tafarlaust I úr gildi ákvæði bráðabrigðalaganna um bann við samn- ingsrétti og bann við dýrtíðarbótum. Við bjóðum upp á viðræður um dýrtíðarbætur og kaupmáttartryggingu fyrir hina lægstlaunuðu. Við erum með í huga bráðabirgðasamkomulag fyrir þetta fólk meðan unnið er að ýtarlegri samningsgerð. Ef ríkisvaldið slær á þessa útréttu sáttahönd skellur á stríð sem ríkisstjórninni kann að reynast erfitt að sjá fyrir endalokin á. Spurningin er hvað hún gerir.“ í þessum ummælum felst engin tæpitunga. í viðtali við sjónvarpið áréttaði Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Verkamannasambandsins svo þessa yfirlýs- ingu: „Ef ríkisstjórnin slær á útrétta sáttahönd verkafólks, þá verður slegið á móti.“ Verkamannasambandið hefur ákveðið að gefa ríkis- stjórnini kost á að gangast undir prófraun. Þrátt fyrir aðför stjórnvalda að kjörum almennings og samnings- rétti hefur verið boðin sáttahönd. Mupu ráðherrarnir slá á hönd launafólksins? ór klippt Knérunnar ranglœtis Andrés Kristjánsson skrifaði mjög eftirtektarverða grein í Tímann um helgina - hún fjallaði um ríkisstjórnina, syndir hennar og lífsmöguleika. Andrés telur, að ríkisstjórnin eigi að því leyti ýmsa möguleika á að starfa að drjúgur hluti almennings og þá launamanna sé reiðubúinn til að gefa henni nokkurn frest til að spreyta sig. Það hefur reyndar komið fram á liðnum árum, að ný stjórn nýtur furðu víðtækrar vel- vildar eða a.m.k. hlutleysis fyrstu mánuði ferils síns- hvað sem hún annars gerir. En Andrés Krist- jánsson er ekki bjartsýnn á að al- menningur gefi stjórninni lengi grið - enda hafi hún í svo mörgum greinum sært réttlætiskennd fólks. Um þetta segir Andrés meðal annars: „Ýmsir hafa vafalaust vonað, að ríkisstjórnin mundi sjá að sér og snúa á réttlætisveginum við gerð frumvarpsins um þau neyðarfjárlög sem við verðum að búa við næsta ár. En því miður sjást þess lítil merki. Þar er enn höggvið hart í sama ranglætis- knérunn og áður, og margt sem þar blasir við er hreint og beint hnefahögg framan í burðarmenn- ina í þjóðfélaginu og víða bætt gráu ofan á svart. Það vantar svo sem ekki, að niðurskurður á verklegum framkvæmdum og öðru en nógur, en það er gert með öfugum klónum, því þyrmt sem síst skyldi, en öðru eirt sem bíða má eða er til beinnar óþurft- ar. Seðlabankabyggingin verður sigurtákn þessa ranglætis og níð- stöng sem stjórnin reisir þjóð- inni, hrossahaus henni til skapr- aunar, ef hún rís úr jörðu á þessu niðurskurðarári. Hið sama má raunar segja um flughöllina á Keflavíkurvelli og sitthvað fleira." Svipuhögg Og er það sannarlega til- breyting að heyra í öðru blaði en þessu hér hiklausa frávísun á þeim skrýtna talnaleik utanríkis- ráðherra, að það sé allt í lagi með flugstöðvarævintýrið vegna þess að nokkrar tekjur séu af fríhöfn- inni á Keflavíkurflugvelli. Þessu næst kemur Andrés svo að þeirri snöggu fjölgun í yfirbyggingu stjórnkerfisins sem ríkisstjórn Steingríms stendur að: „Þaö er táknrænt um réttlætis- þrotin í stjórnarherbúðunum að einmitt þessa dagana er enn ein- um aðstoðarráðherranum bætt við - hjá menntamálaráðherra - og þar með gengið feti framar en áður. Annars eru þessar ráðning- ar aðstoðarráðherra orðnar ann- að og meira en svipuhögg á herð- ar þeirra sem skipað er að spara. Þær eru orðnar í flestum tilvikum óalandi flokkaspillingartákn í þokkabót, og er sú mynd skýrari nú en fyrr. Fyrsta ranglætisskref ríkis- stjórnarinnar var stigið þegar dýrtíðarbætur á laun voru skertar án þess að öllum væri ákveðin sama bótafjárhæð. Síðan hélt stjórnin sjálf inn í skerjagarðinn með sömu eyðslu og áður. Að- stoðarráðherrarnir héldu innreið sína, bílamálin með sömu eyðslu, utanlandsferðir í algleymingi, svo að eitt sinn var aðeins einn sjálf- stæðisráðherra heima. Utan- landsráð ríkisforstjóra og hú- skarla þeirra voru verri en nokkru sinni fyrr. Söluskattur gefinn eftir þeim sem voru að reyna að féfletta börn með er- lendum trúðum. Stjórnin skirrist ekki við hvers konar þveitingi um landið eða útgáfu áróðurspésa á kostnað almennings. Nú síðast er alþingsmönnum hyglað með fullri dýrtíðarhækkun á öllum sporslum, og þeir virðast ætla að taka við því kinnroðalaust. Þann- ig eru hundruð dæma um það, að stjórn og alþingismenn virðast óf- ærir um að ætla sjálfum sér sams konar byrðar, og öðrum eru ætl- aðar, að ekki sé nú minnst á bankakerfið og verslunina, sem fær alveg lausan taum enn. Þetta heitir að safna glóðum elds að höfði sér, og mistakist herferðin gegn verðbólgunni þá verður það öðru fremur þessu ranglæti að kenna. Ef ríkisstjórn og alþingis- menn hefðu gengið á undan með góðu fordæmi um þann sparnað, framlög og aðhald, sem ætlast er til af almenningi, lyft byrðum á herðar sér eins og aðrir, þá væri meiri von um að herförin tækist.“ í öllu vondu Já, þá væri meiri von að herför- in tækist, segir Andrés Kristjáns- son. Það er reyndar í meira lagi einkennilegt, hve fáir vilja skilja í verki þau „siðferðileg og sál- fræðileg áhrif' sem greinarhöf- undur ræðir um. Kratar á Norð- urlöndum hafa margar syndir á sinni könnu, eins og kunnugt er. En eftir að forsætisráðherra Sví- þjóðar, Per Albin Hanson, fékk hjartaáfall á leiðtil vinnu sinnar- í strætisvagni - var orðstír þeirra borgið að minnsta kosti tíu næstu árin eftir þann atburð. En eins og skáldið segir: I öllu vondu er vottur æðri gæsku. „Réttlætisþrot" ríkisstjórnarinn- ar ýta við almenningi í þeim skiln- ingi, að hann fer af stað með vísn- asmíð og pólitíska skrýtlusmíð og annað skapandi starf. Einn ágæt- ur lesandi hringdi hingað á blaðið í gær, og spurði hvort við hefðum frétt hvers vegna það væru ekki öryggisbelti í nýja bílnum for- sætisráðherrans. Nei, við höfðum ekki frétt það. Það þarf ekki ör- yggisbelti í þann bíl, sagði hann, þar eru sultarólar fyrir. - áb. og skoriö A hvað er hlustað? Það er margt fróðlegt að finna í skýrslu þeirri um hlustendakönn- un útvarpsins, sem listamenn höfðu milli tanna sér á ráðstefnu um helgina - eins og sagt er frá á öðrum stað í blaðinu. Það er til dæmis fróðlegt að skoða, hve margir vilja skrifa undir þá staðhæfingu, að þeir „reyni alltaf að hlusta“ á tiltekið útvarpsefni. Eins og að líkum lætur eru það fréttirnar sem hafa algjöra yfir- burði yfir annað efni hljóðvarps- ins. Það kemur heldur engum á óvart, þótt „léttir dægurlaga- þættir eða syrpur" og óskalaga- þættir ýmiskonar séu hátt á blaði, einkum ef það er haft í huga, að slíka þætti hafa menn oft sem einskonar baksviðsmúsík á vinnustöðum. En það er líka at- hyglisvert, að þættir sem þurfa „virkari" hlustun, njóta veru- legra vinsælda. Til dæmis reyna 14% „alltaf“ að hlusta á „þjóð- legan fróðleik" og 12°/o á „fræðsluþætti", 20% á þætti um móðurmál og 17% á leikrit. Þetta er töluvert, þegar þess er gætt að í svona könnun eru um 1500 manns hugsanlega á bak við hvert prósent og þegar þeir segjast „oftast hlusta“ á umtalað efni bætast við, þá má tvöfalda áheyrendafjöldann. Til saman- burðar má geta þess að íþróttalý- singar hafa svipaðar vinsældir og leikrit og íþróttaþættir eru á við „fræðsluþætti" í hlustun. Og þótt ótrúlegt megi virðast, þá reyndist meira en fimmti hver hlustandi hafa lagt eyrun við þá viku sem könnunin stóð, þegar lesið var úr leiðurum dagblaða og landsmálablaða! Aftur á móti voru það ekki nema 9% sem „daglega eða nær daglega" hlust- uðu á Kanaútvarpið. áb.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.