Þjóðviljinn - 29.10.1983, Page 4

Þjóðviljinn - 29.10.1983, Page 4
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 29.-30. október 1983 Fyrsta ástin er óviðjafnan- lega töfrandi sökumfá- kœnsku sinnar. Charles Nodier „Bak við mig bíður dauðinn“ Jóhann Sigurjónsson Þau eru ekki mörg ljóðin sem liggja eftir Jóhann Sigurjónsson en eru samt meðal þess besta sem ort hefur verið á íslenska tungu. Þar á meðal eru Heimþrá og Bikarinn. Heimþrá Reikult er rótlaust þangið, rekst það um víðan sjá, 'straumar og votir vindar velkja því til ogfrá. Fuglar flugu yfir hafið með fögnuði og vœngjagný, - hurfu út í himinblámann hratt eins og vindlétt ský. Þangið sem horfði á hópinn, var hnipið allan þann dag. - Bylgjan, sem bar það uppi, var blóðug um sólarlag. Bikarinn Einn sit ég yfir drykkju aftaninn vetrarlangan, ilmar af gullnu glasi gamalla blóma angan. Gleði, sem löngu er liðin, lifnar í sálu minni, sorg, sem var gleymd og grafin, grœtur í annað sinni. Bak við mig bíður dauðinn, ber hann í hendi styrkri hyldjúpan nœturhimin helltan fullan af myrkri. Rœtt við Erlu sýnir í fyrsta s „Ég fékk mitt stærsta listakikk í Amster- dam fyrir nokkrum árum þegar ég sá þar í Borgarlistasafninu ítalska sýningu er kallaðist T rans Avantgardia. Hún varð mér algjör opinberun, ég gekk um og hló og var þar á hverjum einasta degiíheilaviku. Ég fannað þettavar það sem mig langaði til að gera“. Sú sem mælir er ung og glaðleg kona með rautt hár. Hún á heima í Stokkhólmi en er nú að halda sína fyrstu sýningu hér á landi. Erla Þórarinsdóttir heitir hún og við spjöllum við hana þar sem hún er í óða önn að hengja upp myndir sínar í Nýlistasafninu. Undir Þórarinsdóttur sem Inn hér á landi Erla: Ég hef ríka flakkaranáttúru. - Ljósm.: Magnús ítölskum áhrifum - Hver er þinn listaferill, Erla? - Ég var við nám í Konstfagskolan í Stokkhólmi í 4 ár og útskrifaðist þaðan 1981. Ég var líka í Amsterdam um hríð og það var mér mjög mikilvægt. Ég var alein, og þekkti engan og það er gott að vera einn í stórri borg. Þá er maður svo opin fyrir á- hrifum og kemst að því að maður er kannski önnur manneskja en umhverfið hafði áður sagt manni. Annars verður maður óttalegt „lókalfenomen" og það getur verið slæmt. Það er mikil hirðingjanáttúra í mér ogég vil t.d. hafa eins Iítið af „græjum“ með mér og ég mögulega kemst af með. - Og þú varðst svona hrifin af ítölunum? - Já, þetta voru ungir menn sem sýndu svo sem eins og Cuchi, Chia og Clemente, þeir eru nú kallaðir stóru c-in í ítalskri myndlist og eru orðnir mjög dýrir, Palla- dino, Tappafiori og fleiri. Þeir hafa þennan hlátur í verkum sínum og gera allt mögulegt m.a. klippa sem éger mjögmikiðfyrir. Þeir höfða mun meira til mín en þýsku ný- expressjónistarnir eða þetta svokallaða nýja málverk. Það er meiri estetík í ítalska málverkinu. - Hvað hefurðu verið að gera eftir að þú laukst skólanum? - Ég byrjaði strax að vinna. Við vorum nokkur saman um lítið „lókal" í Gamla Stan og gerðum allt sem okkur datt í hug: máluð- um, þrykktum, tókum ljósmyndir, gerðum smámuni o.s.frv. Þetta var svona neðan- jarðarstarfsemi. Síðar fengum við stærra pláss sem við kölluðum ZON og vorum þar með avant garde-gallerí sem fékk viður- kenningu miklu fljótar en við höfðum búist við. Þar vorum við bæði með eigin verk og fengum sýningar utan úr heimi, höfðum ýmiskonar uppákomur og kaffidrykkju. - Þú hefur verið þarna í hópi Svía? - Nei, þetta er mjög alþjóðlegt. Auk mín voru þarna 2 Svíar, Finni og Norðmaður og svo sýndu hjá okkur listamenn frá öðrum löndum. Hópurinn samanstóð af flökkur- um frá ýmsum löndum. Sænskir listamenn eru yfiríeitt svona frekar „lokalfænomen". - En þú ert ekki lengur í þessum hóp? - Við gerðum þarna allt meira og minna saman og einn góðan veðurdag fann ég að ég yrði að gera mitt og aðrir sitt. Það var ekki tími til að fíflast lengur. Við erum að vísu núna með stað sem heitir Barbar í Ja- kobsgötu í miðborg Stokkhólms. Þar eru veitingar og settar upp sýningar. Á laugar- dögum höfum við klúbb til þess að geta haft vínveitingar. Það er allt bannað í Svíþjóð og þess vegna verður þetta að vera svona í Íokuðum klúbb. Barbar er í eina gamla hverfinu í miðborginni sem ekki er búið að rífa en það hefur staðið til. Listamenn hafa lagt undir sig þessi gömlu hús með vinnu- stofur sínar og samkomustaði. - Hvað ert þú að fást við í þínum mynd- um? - Ég er mikið með frumtákn eða grunn- tákn sem eru sameiginleg öllum mönnum. Þau tákna t.d. eldinn, reiðina, viljann og augað. Ég reyni að túlka tilfinningarnar í líkamanum og verð stundum að fara alveg ofan í maga. Oft lendi ég í fiskunum. Þetta eru tákn sem hafa verið notuð alveg frá því á steinöld enda hefur maðurinn ekkert breyst í aldanna rás. Ég nota líka sjálflýs- andi liti því að við lifum nú einu sinni í nútímanum. Þess skal að lokum getið að Erlu var ásamt 25 evrópskum myndlistamönnum boðið í fyrra að sýna á mikilli myndlistar- sýningu í París sem kennd var við David Bowie. -GFr. Holt á Síðu er forn- frægur bær sem oft kcmur við sögu á lið- innitíð. Svo vart.d. í Skaftáreldum, og í Sög- um úr Skaftáreldi eftir Jón Trausta býr aðal- söguhetjan í Iiolti. Bóndi þar nú er Siggeir Björnsson varaþing- maður, en bræður hans, sem einnig eru fráHolti,eru Jón Björnsson rithöfundur og Runólfur Björnsson sem komið hefur við sögu sósíalískrar hreyf- ingar á Islandi.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.