Þjóðviljinn - 29.10.1983, Page 12

Þjóðviljinn - 29.10.1983, Page 12
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 29.-30. október 1983 ísumar vann Magn ís Þorkelsson fomleifafrœðingur að uppgreftri við Búðasand íHvalfirði og erþarlíklega kominn niður á aðalkaupstað landsins á 14. öld Fornleifarannsóknir vekja alltaf tölu- veröa forvitni og í sumar vann ungur fornleifafræðingur, Magnús Þorkels- son, aö uppgreftri í fornum búöatóttum upp af svokölluðum Búðasandi á Hálsnesi í landi Neðra-Háls í Kjósinni. Þessar fornleifarannsóknir hafa að mestu leyti farið fyrir ofan garð og neð- an hjá fjölmiðlum. Þeir voru með allan hugann við „gullskipið" á Skeiðarár- sandi í sumar. S.J. laugardag boðaði svo Sögufélag Kjalarnesþings til ferðar til að skoða þessar fornleifar undir leið- sögn Magnúsar og brá blaðamaður Þjóðviljans sér með í förina. Veðriö var kalt og bjart á laugardag, reyndar hífandi rok með köflum, og voru því ekki nema 10 manns, vel dúðaðir, sem mættu við Hlégarð til þess að fara. Tildrög þessa fornleifauppgraftar eru þau að á 14. öld og fram á þá 15. verður Hvalfjörður aðalverslunarhöfn íslendinga. Maríuhöfn og Búðasandur. Myndin er tekin á háflóði en þá flæðir allt í kringum búðatóttirnar sem ná frá sumarbústaðnum og fram í tangann t.v. sem myndast út í lónið. Esja í baksýn. Elsti kaupstaður landsins fundinn rannsóknunum í sumar? Magnús sagði að grafið hefði verið í 2-3 hús og hefðu fundist beinaleifar og koladrasl en lítið af munum. Þó komu upp nokkrir járnnaglar og stórt og fallegt koparbrot úr steyptri skál. Merki- legast við gröftinn er þó það að farið var í gegnum öskulag, sem reyndist vera úr Kötlugosi seint á 15. öld og eru þá rústirnar örugglega eldri en það. Björn Þorsteinsson prófessor skrifaði grein um kaupstaðinn í Hvalfirði í jólablaði Þjóðviljans 1975 er nefndist Rústir stærsta kaupstaðar hérlendis á 14. öld. Þar segir Það kemur glögglega fram í annálum og fornbréfum. Hins vegar er hvergi greint frá því hvar þessi höfn var. f öllum heimildum um höfnina stendur aðeins „í Hvalfirði" og Hvalfjörður er langur og mjór. Fyrir nokkr- um árum fóru svo sagnfræðingarnir Björn Þorsteinsson og Sveinbjörn Rafnsson á stúfana til að leita að hinum forna kaupstað og komu þá niður á röð tótta við Búðasand en þar heitir í Maríuhöfn. Þarna eru hafnar- skilyrði hin ákjósanlegustu miðað við mið- aldasiglingar. Magnús Þorkelsson forn- leifafræðingur sótti um styrk úr þjóðhátíð- arsjóði til að grafa tóttirnar upp og fékk hann. Hefur uppgröfturinn staðið í tvö sumur, en var þó nokkuð erfiður s.l. sumar vegna stöðugra rigninga. Búðasandur er allhár sjávarkambur en innan hans liggur grunnt og aflangt lón sem læna fellur úr til sjávar austan við sandinn. Á flóði gengur sjór upp í lónið. Magnús fornleifafræðingur sagði að annaðhvort hefðu menn dregið skipin upp í lónið til forna ellegar hleypt þeim upp í malarkamb- inn. Skammt fyrir innan Búðasand er brík sem gengur þvert yfir voginn og snardýpkar fyrir utan hana þannig að aðdjúpt er fyrir framan. Kaupskip á 14. öld hafa verið grunnrist, er búið var að losa þau, hafa e.t.v. ekki þurft nema 1-2 metra, og hefur því verið hægt að fleyta þeim upp í lónið á flóði og setja þau þar í naust fyri r veturinn þar sem þau voru örugg fyrir veðrum og vindum. Þess skal getið að bændur í Kjós segja að mjög hafi fyllt upp í lónið vegna franlræslu mýra á undanförnum áratugum. Að hleypa skipunum upp í kambinn hefur einnig verið vænlegur kostur. f fyrra var Sandey, skip Björgunar hf., hleypt þarna upp með fullfermi af sandi og losaði það sandinn og komst síðan auðveldlega út á flóði. Örnefnið Maríuhöfn á við næstu vík fyrir innan Búðasand en sjómenn segja þó að það eigi við allan voginn þarna fyrir framan. I lýsingu Gullbringu- og Kjósasýslu, sem Skúli Magnússon landfógeti skrifaði rétt fyrir 1800 segir að Maríuhöfn sé „mjög góð og örugg höfn skipum, sem rista eigi meira en fimmtán fet. Þar eru hvorki sviptivindar né sjógangur. Dýpi er þarna 2'/2 faðmur um fjöru á hreinum sandbotni.“ Ofan við Búðasand, fast við lónið, er langur rústallekkur með 8-9 rústum þ.á.m. einni stórri sem menn hafa haldið að væri af nausti. Tekið hefur verið snið í gegnum ^þessa rúst og var komið niður á veggja- hleðslur úr grjóti og torfi sem benda frekar til skálabyggingar. En hvað hefur þá komið út úr fornleifa- Magnús Þorkelsson segir frá fornleifagreftrinum (með bók í hönd). Björn Þorsteinsson prófessor til hægri. - Ljósm. GFr. Ein af holunum sem Magnús Þorkelsson fornleifafræðingur gróf í sumar í tóttirnar. Veggjarhleðsla fremst á myndinni og til vinstri. Holan efst á myndinni er eldstæði. Öskulög sýna að tóttirnar eru eldri en frá um 1500. - Ljósm. MÞ. „Hvalfjörður virðist hafa verið aðal- kaupstaður landsins frá því um 1380 og fram um svarta dauða. Frá árunum 1385- 1405 eru varðveitt bréf og vottorð um kaupsamninga gerða í Hvalfirði án nánari staðsetninga, en skjölin eru dagsett frá fjórtánda til tuttugasta og áttunda júlí eða eftir alþingi, en þá hefur staðið þar mesta kaupstefna ársins hér á landi. Þá er talið að Björn Jórsalafari hafi andast í Hvalfirði árið 1415.“ Um siglingar í Hvalfjörð segir ennfremur hjá Birni: „Árið 1339 kom þar út Jón Skálholts- biskup Eindriðason, norskur maður. Lík- lega hefur fjörðurinn þá verið kunn versl- unarhöfn því að 1341 íágu sex skip í Hval- firði, „áður út létu fjögur“. Árið 1345 lágu sex skip af hafi í Hvalfjörð, „en hið sjötta braut í Kvíguvogum“. Þessi mikla sigling á eina og sömu höfn hefur verið nýlunda hér á landi og þótt mjög annálsverð fyrst í stað, en er frá leið hefur varla talist til tíðinda þótt þrjú eða fjögur skip lægju í Hvalfirði. Um miðja öldina hrakaði siglingum mjög út hingað sökum mannfallsins mikla í svarta dauða út í álfu, en árið 1383 „stóðu uppi tíu skip í Hvalfirði; þrjú afturreka skip, en sjö af Noregi komin“. Þremur árum síðar lentu þar fjögur skip, sem „verið höfðu tvo vetur í Grænlandi“. Skálholt var hinn raunverulegi höfuð- staður íslands fyrr á öldum og Skálhyltingar hafa mjög sótt verslun til Hvalfjarðar. Þeg- ar svarti dauði barst hingað meðEinari Herjólfssyni sem kom út í Hvalfirði, urðu Skálhyltingar fyrstu fórnarlömbin. Leiðin til Skálholts lá yfir Kjósarskarð og hefur því verið bein og greið. Sjór braut land við Eyrarbakka á 14. öld og hefur það kannski verið orsök þess að verslunin fluttist til Hvalfjarðar um hríð. Magnús Þorkelsson sagði að hætt væri að geta um Hvalfjörð sem kauphöfn um 1415 og gætu orsakir þess verið bæði þær að hún hefði lagst af eða heimildir þryti.Hafnarfjörður er fyrst nefnd- ur sem verslunarhöfn seint á fjórtándu öld og virðist hann brátt hafa tekið við verslun- inni sem áður var í Hvalfirði. Tóttirnar við Búðasand hafa skemmst nokkuð bæði vegna sjávargangs og sumarbústaðar sem reistur hefur verið vest- ast í rústaflekknum. Nú hafa þær verið friðaðar af þjóðminjaverði en Björn gat þess reyndar að nokkrum árum áður en það kom til hefðu bændur á Neðra-Hálsi friðað svæðið. Þegar upp kom að þarna gæti verið um merkilegar fornminjar að ræða var hætt við áform um að selja landið undir sumar- bústaði. - GFr.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.