Þjóðviljinn - 29.10.1983, Page 19

Þjóðviljinn - 29.10.1983, Page 19
Helgin 29.-30. október 1983 ÞJÓÐVILJINN - SJÐA skák Átta-landa keppnin í Osló: Danir hindruðu íslenskan sigur Helgi Ólafsson skrifar Gamaikunnug staða var komin upp fyrir síðustu umferð í 8-landa keppninni I Osló í síðustu viku. Með mikium baráttuhug hafði ís- lensku skáksveitinni skipaðri þeim Margeiri Péturssyni, Jóhanni Hjartarsyni, Guðmundi Sigurjóns- syni, Karli Þorsteins og undirrituð- um, tekist að ná efsta sæti að unda- ngenginni frábærri frammistöðu í biðskákum sem til lykta voru leiddar deginum áður og svo viður- cigininni við frændur vora Færey- inga, sem lauk með stórsigri,5'/2:'A. Þá hafði Jóhanni Hjartarsyni tek- ist að knýja fram vinning úr tveim heidur betri biðskákum þannig að þenn föstudag fyrir síðustu umferð hlaut íslenska sveitin 7'lz vinning úr 8 skákum, rauk upp úr honum sig- urstranglegri sveitum mótsins þannig að staðan var orðin þessi: 1. Isiand 23 v. 2. Pólland 22 v. 3. Dan- mörk 21 v. 4.-5. V-Þýskaland og Svíþjóð 20’A v. 6. Noregur 17‘A v. 7. Finnar 1472 v. 8. Færeyingar 4'l.i v. í síðustu umferð voru andstæðing- arnir Danir og þá varð heldur betur breyting á; þegar fyrstu setu lauk höfðu Danir fengið fjóra vinninga - Islendingar engan! Nú er það svo að jafnvel þó svo íslendingar geti hæglega tapað fyrir Dönum og það jafnvel með nokkrum mun ef menn eiga veru- lega slæman dag þá er auðvitað engum blöðum um það að fletta að einhverjar allt aðrar ástæður en skáklegar urðu þess valdandi að svo illa tókst til í síðustu umferð. Það virðist vera alltof algengt að íslendingar missi fótanna þegar mest liggur við á alþjóðavettvangi og á þessu augnabliki hefði hin frá- bæra frammistaða liðsins sem hafði unnið virðingu allra þátttökuþjóða átt að virka sem hvati á tafl- mennskuna, heldur en hitt. Þegar upp var staðið unnu Danir 4V2:1V2 og nægði það þeim til að hreppa 2. sætið. Lokaniðurstaðan varð þessi: 1. Pólland 26 v. 2. Danir 25V2 v. 3.-4. ísland og Svíþjóð 24‘/2 v. 5.-6. Noregur og V-Þýskaland 22'12 v. 7. Finnland I6V2 v. 8. Færeyjar 6 v. íslendingar unnu fjórar viður- eignir en töpuðu þremur. Stór sigur vannst yfir Finnum og Færey- ingum, 5'h\'h í báðum tilvikum og sigurvegarana Pólverja og Noreg unnum við 3'h:2'h. Við töpuðum naumt fyrir Svíum og V- Þjóðverjum 2'h:3'h og í síðustu umferð kom afhroðið gegn Dönum. Vinningar íslensku sveitarinnar skiptust þannig: 1. borð: Guð- mundur Sigurjónsson 4 v. af 7, 57, 14%. 2. borð: Margeir Pétursson 3'h v. af 7,50%. 3. borð: Helgi Ól- afsson S'h v. af 7,78, 57%. 4. borð: Jóhann Hjartarson 5 v. af 7, 71,42%. Kvennaborð: Áslaug Kristinsdóttir 2'h v. af 7, 35,71%. Unglingaborð: Karl Þorsteins 4 v. af 7, 57,14%. Undirritaður náði bestum árangri keppenda á 3. borði og Jóhann Hjartarson best- um árangri allra á 4. borði. Jóhann átti ekki minnstan þátt í gengi íslenska liðsins fyrir síðustu umferð, því með því að vinna tvær biðskákir á föstudegi að viðbættum sigri yfir færeyska 4. borðs mann- inn fékk Jóhann 3 vinninga sama dag. Það var eftirtektarvert að sig- rar Jóhanns komu í kjölfar taps í skák gegn Svíanum Kaizauri. Sú skák fór eigi sjaldnar en þrisvar sinnum í bið og þrátt fyrir að Svíinn hefði tveim peðum yfir í endatafli, kóngs og riddara gegn kóngi og biskup virtist Jóhann öruggur með sigur. En hin ianga og lýjandi bar- átta hafði sín áhrif og í eftirfarandi stöðu gerði Jóhann sig sekan um alvarleg mistök: ( .9 Kai/auri - Jóhann Svartur á leik og heldur jafntefli með 86. - Kg7. Eftir t.d. 87. Ke7 Ba3+ 88. Ke8 Kf6 89. Rd5+ Ke6! kemst hvítur ekkert áleiðis. 86. .. Ba3?? (Þessi ónákvæmi leikur gerir gæfu- muninn. Staðan breytist að vísu litið ef hvítur leikur 87. Rd7+ Kg7, en hann á annan mikilvægari leik...) 87. Kf6! (Hótar 88. Rd7 mát. Svartur á enga vörn.) 87. .. Bb2+ 88. Kg6 Ke7 89. Rd7! - og hér gafst Jóhann upp. Einhverjir hefðu ætlað að þetta tap myndi brjóta piltinn niður, en það var nú öðru nær; hann vann næstu þrjár skákir. Fyrsta fórnarlambið var V-Þjóðverjinn Grún, síðan Griin - Jóhann Svartur hafði lent í erfiðleikum eftir heldur ónákvæma byrjunar- taflmennsku. f miðtaflinu og á 5ta tímanum, eins og allir vita er mikil- vægasti hluti skákarinnar, tókst Jó- hanni að klóra í bakkann og loks að ná yfirhendinni. Við erum komin að vendipunktinum í skákinni... 39. .. h5! (Geysisterkur leikur sem í mörgum tilvikum hótar - h4+. Ef t:d. 40. Df2 þá 40. - h4+ 41. Bxh4 Dxc3+ o.s.frv.). 40. h4 (Ljótur leikur en Þjóðverjinn fann engan betri.) 40. .. De2! (Hér fór skákin í bið. Ljóst er að svartur vinnur annað peð til við- bótar, en engu að síður tekur það sinn tíma að vinna úr þessari stöðu.). 41. Kh2 Dg4 42. Df2 (Eða 42. Bg5 f6! 43. Da7+ Kg8 44. Db8+ Kf7 45. Dc7+ Ke8 46. Db8+ Kd7 47. Da7+ Ke7+! og svartur vinnur.) 42. .. Bxg2! 43. Dg5 (Betra var 43. Bd4.) 43. .. Dh3+ 44. Kgl Dhl+ 45. Kf2 Dfl+ 46. Kg3 Be4! - og Þjóðverjinn gafst upp. Hann ræður ekki við máthótanir svarts. Færeysku skákmennirnir fengu að sönnu ekki marga vinninga í 8- landa keppninni enda var hér um frumraun að ræða. Þó hygg ég að í keppninni hafi mátt greina glögg merki örra framfara og að því gefnu að þeir skákmenn færeyskir sem nú standa í fararbroddi gefist ekki upp þótt móti blási þá má ætla að skáklistin í Færeyjum nái á næstu árum og áratugum þeim byr sem nægir til þess að Færeyingar vann hann Terje Wibe frá Noregi og loks Færeyinginn Ziska: Jóhann Hjartarsan - fékk þrjá vinninga sama daginn! geti stillt upp frambærilegasta liði á alþjóðlegum vettvangi. 1. borðs- maður þeirra, Suni Ziska, er eftir- tektarverður skákmaður sem vann bæði Ojanen hinn finnska og einn efnilegasta skákmann á Norður- löndum Simon Agdestein. Þegar við íslendingar mættum Færeyingum í 6. umferð urðum við nauðsynlega að vinna stóran sigur til að komast í efsta sætið í keppn- inni. Það tókst, við unnum 5'h:'h eða með sömu tölum og við lögðum Finna. En ekki var sigur- inn jafn öruggur og tölur gefa til kynna. Andstæðingur Karls missti af vænlegri leið í tímahraki og Jó- hann þurfti að taka á öllu sínu til að yfirbuga sinn andstæðing. Áslaug tefldi hins vegar sína bestu skák í mótinu gegn Klingen, en undirrit- aður varð að viðhafa ýtrustu ná- kvæmni til að sigra Apol: Helgi - Apol Þessi staða kom upp þegar langt I var liðið á fyrstu setu. Hvítur er peði yfir og möguleikamir liggja því allir hans megin. En peð svarts eru komin ansi framarlega og það gefur svörtum kost á laglegri leik- fléttu: 44. .. Rxb3! (Eftir þennan leik fór skákin í bið og hvítur lék biðleik. Eftir langa umhugsun komst ég að því að hinn nærtæki leikur 45. Rxb3 dugar að- eins til jafnteflis. Framhaldið gæti orðið 45. -c4 46. Rd2 Kc5 47. h5 c3 48. Rb3+ Kc4 49. Ra5+ Kd3 50. g6 hxg6 51. hxg6 c252. Rb3 Kc3 53. Rcl Kd2 og svartur heldur sínu. Hvítur á kost á fleiri leiðum, en þær ber allar að sama brunni. En það finnast gallar við 44. leik svarts, helstur sá að hann gefur eftir hinn mikilvæga c4-reit. 45. Rc4+! (Biðleikurinn) 45. .. Ke6 46. a5! Rd4 47. a6 Rc6 48. h5! (Mikilvægt er að svartur eigi ekki i þess kost að leik 48. - h6 t.d. 49. g6j h5! o.s.frv. Nú liggja málin ljóstj fyrir. Svartur er rígbundinn við aðj | halda frípeðum hvíts í skefjum á! meðan hvíti kóngurinn býr sigj undir að ryðjast inn á drottningar-i vænginn.) 48. .. b3 (Ekki 48. -7 Kd7 strax vegna 49. | Rxe5+ Rxe5 50. a7.) 48. Kg3 Kd7 49. Kf2 Kc7 50. Ke3 Kb8 (Eða 50. - Ra5 51. Rb2 c4 52. Kd2 o.s.frv.) 51. Kd2 Ka7 52. hg6! - 52. g6 ætti einnig að vinna. Hér gafst Apol upp þar sem hann á enga vörn við gegnumbroti hvíts á kóngsvængnum. LEIRKERASMIÐIR TAKIÐ EFTIR I. Guðmundsson & Co hf heldur í samvinnu við Potterycrafts Ltd, námskeið í leirkeragerð að Þverholti 18, Reykjavík, dagana 5. og 6. nóvember nk. John Pallex leirkerasmiður sýnir notkun „Alsager” rennibekks, mótar og skreytir krukkur og skálar úr leir og svarar fyrirspurnum um leirkeragerð. D.W. Plant flytur fyrirlestur um Potterycrafts og svarar fyrirspurnum. Við hvetjum alla leirkerasmiði til að taka þátt í þessu námskeiði. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku hið allra fyrsta í síma 24020. I.GUÐMUNDSSON & C0.HF. Þverholti 18, Reykjavík. Sími 24020 Gleymum ■ ekkil geðsjúkum 29.10.’83

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.