Þjóðviljinn - 14.12.1983, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 14.12.1983, Qupperneq 5
Miðvikudagur 14. desember 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 Geir Gunnarsson lýsir afleiðingum leiflursóknarstefnunnar Fjármálastjórn Alberts „Með leiftursókn gegn lífskjörum launafólks hafa stjórnarflokkarnir keyrt svo niður kaupgetu hjá al- menningi, að tekjur ríkissjóðs af neyslusköttum hafa stórlega minnkað. Skuldasöfnunin hjá Seðlabanka er hafin að nýju. Þegar síðasti fjármálaráðherra Sjálf- stæðisflokksins fór frá völdum skildi hann eftir sig skuldahala hjá Seðlabanka sem nemur að núvirði með vöxtum 2.500 miljónum kr. Það jafngildir mótframboði ríkisins til framkvæmda allra sveitarfélaga í landinu til skólamála, hafnarmála, sjúkrahúsa, heilsugæslu og dagvistarmála 1 rúm 6 ár“, sagði Geir Gunnarsson fyrrv. formaður fjárveitinganefndar m.a. í upphafi ræðu sinnar við 2. umræðu fjárlaga á alþingi í gær. Geir benti á að ýmsa útgjaldaliði vantaði inn í fjárlagafrumvarpið. Ljóst væri að yfirdráttarskuld ríkis- sjóðs hjá Seðlabanka, sem nú nem- ur um 1200 miljónum kr., yrði aukin. Útgjöid til vegamála vant- aði inn í frumvarpið að stórum hluta og ýmis útgjöld ríkissjóðs væru vantalin í frumvarpinu. Því blasti við að stefnt væri að halla- rekstri á ríkissjóði á næsta ári. Geir sagði að samdráttur í ríkis- umsvifum sem boðaður væri í frumvarpinu væri knýjandi og þvinguð afleiðing af þeirri leiftur- HEYRT & SEÐ eftir Jóhannes Helga Arnartak hefur gefið út bókina Heyrt & séð eftir Jóhannes Helga. í bókinni er samankomið úr ýms- um áttum það bitastæðasta úr skrif- um Jóhannesar Helga um menn og málefni frá 1975 til dagsins í dag. Fimmtíu og sjö skrif að gefnu tilefni. Er það hin skrautlegasta flóra og mannamyndasafn. í bók- inni eru litríkar persónulýsingar í bland við ótrúlegustu málefni, áhugasvið höfundar enda í víð- feðmara lagi, svo sem efnisyfirlitið er til marks um. En að stofni til er safnritið innlegg Jóhannesar í þjóðmálaumræðu fyrrnefnt átta ára tímabil. Höfundur tileinkar bókina íslenskri bændastétt og far- ast svo orð í formála: „Safnrit þetta tileinka ég íslensk- um bændum, með þökk fýrir upp- byggilega viðkynningu í sumar leið. Ég þræddi annes og fór um fjöll, firnindi og dali, jafnt í þjóðbraut sem utan og hitti að máli hundruð bænda, konur og karla, unga og aldna og gafst kostur á að kynnast augliti til auglitis, hve djúpum rót- um þjóðernið og málið stendur í sveitum landsins; og hefði kynnis- förin því að ósekju mátt vera fyrr farin.“ Nokkrar kaflafyrirsagnir gefa nokkra hugmynd um efni bókar- innar: Sunnudagssíðdegi með Ingu Laxness, Jálkar og lystikerrur og sífrið Ólafs, Að sýna það á þökun- um sem fram fer í herbergjunum, Goðsögn úr froðu, Eilífðarinnar helvíti og pína, Ér Landnáma hrikalegasta fölsun mannkynssög- unnar, Nordal og hinir, Páfinn og söngfuglarnir, Kátar ekkjur og Drottins þjónar, Draslið Halldórs Laxness, Dagar í Vín, Samfélag skrælingja. Bókin er 227 blaðsíður, prentuð í Borgarprenti og bundin í Bók- bandsstofunni Örkinni. Geir Gunnarsson sókn sem Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hefðu staðið fyrir gegn lífskjörum almennings nú. Ríkisstjórnin hefur látið í veðri vaka að sérstakar ráðstafanir hafi verið gerðar til þess að hlífa þeim sem við erfiða fjárhagsafkomu búa. Það er því rétt að huga sér- staklega að því hvernig stjórnar- stefnan hefur leikið hag þessa fólks“, sagði Geir og nefndi síðan eftirfarandi dæmi um kaupmátt og kaupgetu ellilífeyrisþega með fulla tekjutryggingu annars vegar í dag og hins vegar fyrir réttu ári. Mánaðargreiðsla ellilífeyris og tekjutryggingar nam: 1. desember 1982 samtals 5.188 kr. 1. desember 1983 samtals 7.018 kr. Síðan nefndi Geir verðhækkanir á nauðsynlegri þjónustu og vörum á sama tíma samhliða stórfelldri kaupskerðingu. Þannig fékkst fyrir ellilífeyri og tekjutryggingu ein- staklings fyrir ári 47.2 kg. af smjöri en 35 kg nú 1. desember í fyrra fengust 534.8 1 af mjólk fyrir líf- eyrinn en 410.4 nú. í fyrra fengust 74.3 kg. af súp- ukjöti fyrir sömu upphæð en 57.5 kg. af kjöti nú 1. desember. Ellilífeyrir og tekjutrygging dugðu í fyrra í 37.2 mánuði fyrir fastagjaldi af síma en í 29.6 mánuði í ár. Fyrir lífeyrinn fékkst í fyrra 2882 kwst. af rafmagni en 2028 í ár, og Æskulýðsfylking Alþýðubandalagsins Jólaglögg p.s.: Hver verður leynigesturinn í jól- asveinaham? Graham Sigurgeir Haraldur Æskulýösfylkingin býöur alla velkomna á sína árlegu jóla- glögg í flokksmiðstöoinni aö Hverfisgötu 105 laugardaginn 17. des. kl. 20.30. Margt verður til skemmtunar, m.a. mun Graham Smith leika lög af nýútkominni plötu sinni KALINKA. Honum til aöstoðar veröur Sigurgeir Sigmundsson gítarleikari. Haraldur Jóns- son mun fara meö gamanmál. Margt annað veröur til gam- ans gert og að sjálfsögöu verður boðið upp á jólaglögg og piparkökur gegn vægu gjaldi. Mætum stundvíslega og fjölmennum! Skemmtinef nd ÆFAB Tónlist á hvenu heimili umjólin Albert Guðmundsson fyrir ári dugði framlagið frá Trygg- ingastofnun ríkisins fyrir 973.4 tonnum af heitu vatni frá Hitaveitu Reykjavíkur en fyrir 581.8 tn. í desember í ár. „Með öðrum orðurn", sagði Geir. „Fyrir greiðsluna frá Trygg- ingastofnun ríkisins fékk gamla fólkið í desember í fyrra: 34.8% meira af smjöri en í ár. 30.3% meira af nýmjólk en í ár. 29.2% meira af súpukjöti en í ár. 25.7% meira magn af símaþjón- ustu. 42.1% meira rafmagn til heimil- isnota. 66.5% meira af heitu vatni frá Hitaveitu Rvíkur. Þegar haft er í huga að þjóðar- tekjur á mann hafa lækkað um 4.9% á þessum sama tíma er naumast undur þótt spurt sé: Var þörf á því að ríkisstjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks reiddi svo hátt til höggs gegn þeim sem verst eru settir í þjóðfélaginu og hafa nú um 7000 kr. til lífsframfæris á mán- uði? Þegar svo hefur farið um kaupmátt hjá því fólki sem ríkis- stjórnarflokkarnir telja sig hafa gert sérstakar ráðstafanir til að hlífa, má geta nærri hver áhrif leiftursóknarinnar hafa verið hjá öðrum. Geir kom víða við í ræðu sinni varðandi niðurskurð ríkisstjórnar- innar á félagslegri þjónustu og framkvæmda, jafnhliða stórfelldri skattahækkun og auknum rekstrar- útgjöldum hjá ýmsum framlögum til málefna fatlaðra og ákvörðun stjórnvalda að leyfa engar nýjar framkvæmdir við dagvistarheimili, en minnihlutinn leggur fram breytingatillögu um að til þessa málaflokks hækki fjárveiting um 20 miljónir kr. Afgreiðsla þessara fjármála markaði tímamót að því leyti að nú væri hafin aðför að tryggingakerf- inu. Vitnaði hann til nýútkominnar ævisögu Eysteins Jónssonar fyrrv. fjármálaráðherra þar sem hann lýs- ir stefnu þeirrar stjórnar sem hann átti sæti í á þann veg að þeir skyldu njóta sem þyrftu þess, en þeir borga sem gætu það. Fjárlagafrum-' varpið fyrir næsta ár segði mikla sögu um þróun Framsóknarflokks- ins á ekki lengra tímabili en líður þar til sonur tekur við af föður. ->g- FELAGSMENN KRON Athugið að gildistími desember afslattarkorta í matvörubúðum KR0N D0MUS og STORMARKAÐNUM hefur verið lengdur til áramóta. Nýir félagsmenn fá afsláttarkort. Hægt er að ganga í KR0N í öllum verslunum félags- ins. Með kveðju, Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis. fö)) KAUPFÉLAG REYKJAVÍKUR 0G NÁGRENNÍs

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.