Þjóðviljinn - 20.12.1983, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 20.12.1983, Blaðsíða 1
DJOÐVIÍIINN Jólablað Þjóð- viljans II fylgir blaðinu í dag, fjölbreytt að efni. 5 ' >ióðviljaiis m i ..... .» 20 desember þriðjudagur 291. tölublað 48. árgangur Ammoníaktankur Aburðarverksmiðjunnar á Gufunesi Sprungur komu í ljós • Munum rannsaka málið gaumgæfilega, segir forstjóri Vinnueftirlitsins • Sprengihœtta og eiturloft • Afleiðingarnar gætu orðið ógurlegar fyrir stóran hluta Reykjavíkur „Eftir að hafa lesið þessa skýrslu höfum við ákveðið að fram fari mjög nákvæm rannsókn og skoðun á ammoníak- tanki Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi. Þarna er um að ræða efni sem af stafar sprengihætta og eins myndast eitur- loft ef efnið fer út í andrúmsloftið“ sagði Eyjólfur Sæmunds- son framkvæmdastjóri Vinnueftirlits ríkisins, en undir það fellur öryggiseftirlitið einnig. í sambandi við sprengihættuna benti Eyjólfur á að hér hefði orðið gífurleg sprenging í frysti- húsi fyrir nokkrum árum. Tankurinn sem hér um ræðir tekur mörg hundruð tonn af ammoníaki. Ef hann spryngi gætu afleiðingar orðið óskap- legar fyrir ákveðin byggðarsvæði í Reykjavík. Eins gæti mikil hætta stafað af ef leki kæmi að honum og efnið bærist inn yfir Reykjavík og nágrenni. Ammoníaktankur þessi er síðan 1965, búinn til úr stáli og því ráf- soðinn saman. Þar sem mikill þrýstingur er á tanknum er alltaf hætta á að suða bili og því þarf að fylgjast náið með honum. Til þeirra verka var keypt sérstakt tæki og tankurinn rannsakaður sl. sumar. Þá komu í ljós sprungur í rafsuðu á tanknum, sem gert var við. Samt telur öryggiseftirlitið að nauðsyn beri til að skoða málið betur eftir að hafa fengið skýrslu um könnunina og viðgerðina. Runólfur Þórðarson hjá Áburð- arverksmiðjunni vildi ekki gera mikið úr þeim sprungum sem fund- ust í rafsuðu tanksins. Hann sagði að tankar sem þessi þörfnuðust eft- irlits óg oft viðgerðar á 15 til 20 ára fresti. Sagði Runólfur að sprung- umar sem fundust hefðu verið yfir- borðssprungur, sem auðvelt hefði verið að gera við og hann sagðist álíta tankinn nú jafn góðan og nýj- an. „Hitt er annað mál að við höfum verið að velta fyrir okkur mögu- leikum á að kaupa nýjan tank, en þeir eru dýrir, vart undir 25 til 30 miljónum króna. Notkun amm- oníaks hefur aukist svo mikið hjá okkur síðan nýja sýruverksmiðjan tók til starfa,“ sagði Runólfur. Hann sagði að verksmiðjan hefði keypt hið nýja tæki til sprungu- leitar í svona tönkum vegna þess að þörf væri á að fylgjast nákvæmlega með ástandi þeirra og væri það gert. -S.dór Ammonfaktankur Áburðarverksmiðjunnar f Gufunesi. Sprungur fundust f rafsuðu þessa 18 ára gamla tanks og var gert við þær í sumar er leið. Viðgerðir má greinilega sjá á myndinni. (Ljósm. -eik-) Tomahawk stýriflaugar í Keflavík Pentagon-skýrslur í opinberri athugun Upplýsingar Geirs og Brements sendiherra reynast rangar Áætlunin sem bandaríska varnarmálaráðuneytið lét gera um uppsetningu færanlegra Tomahawk-stýriflauga búnum hefðbundnum sprengjum á hernaðarlega mikilvægum stöðum á Islandi, Skotlandi, í Danmörku, Noregi, Tyrklandi og víðar er nú í opinberri athug- un hjá varnarmálaráðuneytinu í Washington. Þetta kemur Með þessi orð í huga kermh; ekk‘1 á ’óvart þðtt 'Má'rshall Brement, sendiherra Bandaríkj- anna í Reykjavík, hafi sagt við Ingva Ingvarsson, ráðuneytis- stjóra utanríkisráðuneytisins, að skýrslan sem yar kveikja sjón- varpsfréttarinnar '„væri alger- lega marklaus", svo að vitnað sé tii ræðu Geirs Hallgrimssonar, utanrfkisráðherra, á alþingi á mánudag. Úr grein Björns Björnssonar í Morgunbiaðinu 16. nóvember s.l. um stýriflaugaskýrslu Pentagon. fram í frétt í breska dagblaðinu Sunday Times nú á sunnudag, og hefur blaðið þetta eftir „heimildum í varnarmálaráðu- neytinu í Washington“. Fréttin í Sunday Times var for- síðuefni danskra dagblaða í gær þar sem málið virðist koma illa við minnihlutastjórn hægri manna skömmu fyrir kosningar. Hans Engels varnarmálaráðherra í stjórn Schutlers segir að danskir hægrimenn hafi ekki áhuga á slík- um stýriflaugum og segir jafnframt að þessar áætlanir hafi hvorki opin- berlega né óformlega verið bornar undir hann. Fréttin í Sunday Times staðfestir hins vegar það sem kom fram í frétt íslenska sjónvarpsins 13. nóvem- ber s.l. og í Þjóðviljanum 15. nóv- ember, þar sem umrædd skýrsla var kynnt sem opinbert plagg bandaríska varnarmálaráðuneytis- ins. Með fréttinni í gær er jafnframt staðfest að Geir Hallgrímsson hafði rangt fyrir sér þegar hann hafði það eftir Marshall Brement sendiherra Bandaríkjanna í um- berrar meðferðar í bandaríska ræðum á Alþingi 14. nóvember að varnarmálaráðuneytinu eru vænt- , skýrslan „væri algjörlega mark- anlega ekki marklausar. laus“. Áætlanir sem eru til opin- ólg. Hvernig er nauta- kjötinu smyglað? Þjóðviljinn birtir frásögn kunnáttumanns Sjá baksíðu og bls. 6

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.