Þjóðviljinn - 20.12.1983, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 20.12.1983, Blaðsíða 12
16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 20. desember 1983 íhaldsstefna borgarstjórnar í hnotskurn Hækka hækkar Davíð Oddsson borgarstjóri hef- ur boðað að í ársbyrjun muni taxt- ar Hitaveitu Reykjavíkur hækka um 25%. Nái sú hækkun fram að ganga munu hitaveitugjöld hafa hækkað um 181.36% á rúmu ári á sama tíma og kauptaxtar hafa að- eins hækkað um 28.88%. Ef tekinn er tíminn sem núverandi ríkisstjórn hefur setið myndu hitaveitugjöld með 25% álagningu hafa hækkað um 79.88% en kauptaxtar aðeins um 12.33%. Hækkanir á töxtum Hitaveitu Reykjavíkur hafa á árinu 1983 ver- ið þessar: 1. febrúar 18.5%, 10. maí 32%, 1. ágúst 43.9%. Kauphækkanir árið 1983 hafa ver- ið: 1. mars 14.74%, 1. júní 8% og 1. október 4%. Á árinu 1983 hafa hitaveitugjöld því hækkað um 125%, en kauptaxtar um 28.88%. Frá því að núverandi ríkisstjórn tók við völdum hafa taxtar Hita- veitu Reykjavíkur hækkað um 43.9% en kauptaxtar aðeins um 22.33%. Engar horfur eru á því að kauptaxtar hækki í bráð, en borg- arstjóri hefur tilkynnt 25% hækk- un hitaveitugjalda strax í ársbyrj- un. Dæmið lítur því þannig út, eins og segir í upphafi, -að á rúmu ári munu hitaveitugjöld hafa hækkað um 181.36%, en kauptaxtar aðeins um 28.88%. Frá því að núverandi ríkisstjórn tók við völdum og fram í ársbyrjun 1984 hefðu hitaveitu- gjöld þá hækkað um 79.88% en kauptaxtar aðeins um 12.33%. ekh Útkeyrslan frá Miklagarði lokuð áfram. Fijótfærni og illkvittni sagði Adda Bára Sigfúsdóttir um viðbrögð borgarstjóra Tillögu Öddu Báru Sigfúsdóttur og Kristjáns Benediktssonar um að vegartálmum Davíðs Oddssonar, frá Miklagarði inn á Kleppsveg, yrði rutt úr vegi strax hlaut aðeins atkvæði Alþýðubandalags og Framsóknarflokks í borgarstjórn s.l. fimmtudag. Borgarstjóri tók tillöguna mjög óstinnt upp, ásakaði Öddu Báru fyrir að vera vanhæf í málinu, þar sem hún hefði fyrir Banaslys í um- ferðinni 17 ára piltur, Guðjón Egg- ert Einarsson, Sæbergi, Stokkseyri, lést er bifreið sem hann var farþegi í, lenti í á- rekstri á Eyrarbakkavegi sl. föstudagskvöld. Alls voru 9 ungmenni í bíl- unum tveimur sem lentu í ár- ekstrinum, og slasaðist stúlka, sem sat við hlið Guðjóns, illa og liggur á sjúkrahúsi í Reykjavík. Hálka var á Eyrarbakkavegi þegar slysið varð. -lg- nokkrum árum setið í stjórn KRON. í umræðunni vitnaði Adda Bára í bréf Miklagarðsmanna til borgar- verkfræðings frá 7. nóvember s.l. þar sem m.a. er þakkað fyrir ábendingar starfsmanna embætt- isins um hvernig nota mætti um- ræddan vegarspotta til að létta á umferð um Holtaveg. „Ég fullyrði að forráðamenn Miklagarðs voru í góðri trú þegar þeir lögðu malbik á þennan 12 ára gamla vegarspotta," sagði Adda, „þeir vissu ekki að þeir væru að fremja glæp. Allar umferðartengingar höfðu verið ræddar við embætti borgarverk- fræðings, engin kvörtun hafði bor- ist og engin slys höfðu orðið á út- keyrslunni. Ég skora á borgar- stjóra að hætta þessu meiningar- lausa stríði við borgarbúa, því á þeim bitna vegartálmar hans, en ekki á forsvarsmönnum Mikla- garðs", sagði Adda. Davíð Oddsson sagði að sér hefði fundist meira vit í því ef fund- ið hefði verið að því við sig að láta þetta viðgangast óáreitt. Hér væri um það eitt að ræða að fyrirtækið hefði tekið sér sjálfsdæmi í að beina gífurlega þungri umferð inn á viðkvæma og mikla umferðargötu, en slíkt væri verkefni borgaryfir- valda, skipulagsnefndar og um- ferðarnefndar. Davíð viðurkenndi að hann hefði ekki kynnt sér að- stæður á staðnum áður en hann fyrirskipaði að vegartálmarnir yrðu settir upp, hann hefði aðeins vitað að ekkert leyfi hefði verið gefið fyrir malbikinu, þar sem hann hefði ekki veitt neitt slíkt leyfi. Embættismenn hans hefðu ekki gert það heldur, enda hefðu þeir þar með farið út fyrir valdsvið sitt. „En eftir að ég hafði kynnt mér málið á staðnum, finnst mér út í bláinn að heimila þessa útkeyrslu", sagði borgarstjóri. Hann taldi einnig að „annarlega" væri að mál- um staðið bæði af hálfu Mikla- garðsmanna og Öddu Báru Sig- fúsdóttur, sem væri málið skylt. Adda Bára sagði furðulegt ef hún, sem einn af 14 þúsund félags- mönnum KRON ætti þar af leiðandi að vera vanhæf til að skipta sér af vegartálmum í borg- inni. Hún sagði ljóst að hér stæði staðhæfing gegn staðhæfingu, arki- tekt á teiknistofu Sambandsins fullyrti að munnlegt leyfi fyrir mal- bikuninni hefði legið fyrir, nú segði borgarstjóri að enginn hefði gefið slíkt leyfi. Kristján Benediktsson spurði borgarstjóra hvort vegartálmarnir yrðu fjarlægðir ef malbikinu yrði flett af, en fékk engin svör. Hann sagði einnig að sér hefði fundist nær að borgarstjóri beitti sér fyrir því að lokið yrði við Vatnagarða svo leggja mætti af þessa bráða- birgðatengingu, í stað þess að loka henni einfaldlega. -ÁI. Sigurður Karlsson fer með hlutverk sálmaskáldsins en Steinunn Jóhannes- dóttir leikur frú Guðrfði Símonardóttur. - Ljósm.:- eik. Jólaleikrit Þjóðleikhússins Tyrkja-Gudda Jólaleikrit Þjóðleikhússins í ár er Tyrkja-Gudda eftir Jakob Jónsson frá Hrauni. Verður frumsýning leikritsins á 2. í jólum. Aðalhlut- verkin eru í höndum Steinunnar Jóhannesdóttur sem leikur Tyrkja- Guddu eða frú Guðríði og Sigurðar Karlssonar sem leikur Hallgrím Pétursson. Leikstjóri er Benedikt Árnason. Dr. Jakob Jónsson frá Hrauni hefur samið nokkur leikrit og má þar nefna Stapann, Öldur, Hamar- inn, Bartimeus blindi og Maðurinn sem sveik Barrabas. Tyrkja- Gudda mun vera þekktasta verk hans og var því lokið árið 1945 en frumsýnt í Þjóðleikhúsinu á tveggja ára afmæli hússins árið 1952. Hefur Jakob endurskoðað verkið á síðustu árum og má því segja að nýtt verk verði sett á fjal- irnar á 2. í jólum næstkomandi. Tónlistina í Tyrkja-Guddu samdi Leifur Þórarinsson, leik- mynd og búningar eru eftir Sigur- jón Jóhannsson og lýsingin eftir Ásmund Karlsson. Yfir 30 leikarar koma fram í sýningunni. Frumsýn- ing er eins og áður sagði á 2. í jól- um, önnur sýning 28. desember og þriðja sýning 29. desember. - v. Kasparov og Smyslov tefla um réttinn til að skora á Karpov heimsmeistara: • • Oruggur sigur Smyslovs Þegar leiknir höfou verið 38 leikir í 11. einvigisskák Vasilys Smyslovs og Zoltans Riblis sl. laugardag var Smyslov skyndi- lega með mann yfir. Ribli gerði andstæðingi sínum þá tilboð sem hægt var að hafna - en ekki fyrr en eftir vandlega umhugsun. Ribli bauð jafntefli í tapaöri stöðu og slíkum boðum ber að hafna undir öllum venjulegum kringumstæð- um. En í þetta skipti var jafntefli Smyslov jafn mikilsvert og vinn- ingur svo Smyslov þekktist boðið. Þar með var einvígi þeirra félaga lokið, hinn 62 ára gamli Sovétmað- ur, sem á óskipta aðdáun eldri kynslóðarinnar, stóð upp sem sig- urvegari og öðlaðist jafnframt þátttökurétt í næsta hluta áskor- endakeppninnar. Smyslov hlaut 6V? vinning gegn 4Ví> vinningi Ung- verjans. Fyrir þetta einvígi var almennt búist við því að Ribli tækist að sigra. Annað varð ofan á. Þegar til kastanna kom reyndist Smyslov sterkari á flestum sviðum skákarinnar. Frá byrjana- fræðilegum sjónarhóli þykir Ribli standa andstæðingi sínum framar og í fyrstu fjórum skákum einvígisins tókst honum að vinna hina fræðilegu baráttu. Þegar leið á einvígið slapp Smyslov vel frá þessum hluta skákar- innar og á mikilvægari augnablikum s.s. í lok hverrar setu var Smyslov áberandi sterkari á taugum, fann jafnan einfaldar lausnir á vanda- málum sem flestum virtust flókin. Smyslov virðist hafa valið rétt þegar hann ákvað að hafa flækjumeistar- ann Kupreitchik með sér í baráttuna. Það vekur athygli að Smyslov komst hjá því að tefla verulega langar og erfiðar skákir. Það hefur áður komið fram að ein-. vígi Kasparovs og Smyslovs sem snýst um það hver fær réttinn til að skora á heimsmeistara Karpov hefst í lok febrúar eða byrjun mars. Lang- flestir, þ.á.m. undirritaður, spá auðveldum sigri Kasparovs. Takist Smyslov hinsvegar að færa sér í nyt áratuga reynslu sfna og margbrotna þekkingu á skáksviðinu þá er aldrei að vita nema hann veiti hinum unga andstæðingi sínum keppni: 11. einvígisskák: Hvítt: Vasily Smyslov Svart: Zoltan Ribli Nimzoindversk vörn 1. d4 Rf6 2. Rf3 e6 3. c4 b6 4. Rc3 (í 1. einvígisskákinni lék Smyslov 4. e3, en Ribli fékk góða stöðu út úr byrjuninni. Smyslov breytir því til og velur leik sem Garrí Kasparov hefur mikið dálæti á). 4. ... Bb4 5. Bd2 c5 6. a3 Bxc3 7. Bxc3 Bb7 8. e3 0-0 9. Bd3 d6 10. 0-0 Rbd7 11. De2 Hc8 12. Hfd1 cxd4 13. exd4 He8 14. Hac1 De7 15. b3 a5 16. h3 h6 17. Bb2 Db8 18. De3 (Frumkvæði Smyslovs stendur traustum fótum. Það hlýtur að hafa verið erfitt fyrir Ribli að þurfa að tefla til vinnings út frá þessari stöðu). 18. ... Bc6 19. a4 Hcd8 20. Ba3 Bb7 21. Bb1 Rf8 22. Rh2 R8h7 23. Dg3 Re4 24. De3 f5 (Ribli er lítið um það gefið að hörfa með riddarann. Endurtekning leikja sem þýðir jafntefli og endanlegt tap í einvíginu). 25. f3 Ref6 26. d5! (D-peð Smyslovs hefur gert Ribli ýmsar skáveifur í einvíginu sbr. 5. skákina). 26. ... Bc8 (Svarta staðan er hreint hörmuleg eftir 26. - exd5 27. Dxb6). 27. dxe6 Bxe6 28. Dd3 (Svartur hótaði 28. - Bxc4). 28. ... d5 29. c5 bxc5 30. Hxc5 Rg5 31. Rf1 DdC 32. b4 Rd7 33. Hb5! (Eftir 33. Hxa5 Re5 og 34. - Rc4 má svartur vel við una). 33. ... Re5 34. bxa5 Dd7 35. De2 Bf7 36. Df2 d4 (36. - Rexf3+ er einfaldlega tekið með 37. Kh1 o.s.frv.) 37. f4! (Algert hrun blasir við svörtu stöð- unni. T.d. 37. - Rc6 38. Bxf5 og hvítur vinnur létt. Ribli ákvað að fórna manni heldur en að missa hið mikil- væga f-peð. Jafnframt ákvað hann að leita friðarsamninga). 37. ... Re4 38. Bxe4 Rg4 IJIF'¦ ¦ mm- mm ' MKk W&WkWB ¦ np b c d e f g h - Ribli bauð jafntefli eftir þennan leik og Smyslov þáði. Hann getur teflt til vinnings, því staðan sem kemur upp eftir 39. hxg4 fxe4 er hvítum auðvitað í hag. Miðborðspeðin svörtu gætu reynst ógnandi og Smyslov vissi þeg- ar hann tók boði Riblis, að meira en sigur í einvíginu var ekki hægt að fá út úr þessari skák. Jafnframt tryggði Smyslov sér þátttökurétt í næstu á- skorendakeppni sem fer fram árið 1986.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.