Þjóðviljinn - 20.12.1983, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 20.12.1983, Blaðsíða 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINNÞriðjudagur 20. desember 1983 bólcmenntir Með vængi á heilanum ICinar Már Guðmundsson. Vængjasláttur í þakrennum. Almenna bókafélagið 1983. Einar Már var að kvarta undan því í viðtali á dögunum, að misvitr- ir gagnrýnendur hefðu verið að kalla fyrstu skáldsögu hans, verð- launasöguna Riddarar hringstrig- ans, þroskasögu. J?að er nú svo. Oft hefur meiru verið logið um bækur: þar var ungur drengur að lifa nokkra atburði sem.lesandann grunaði að breyttu honum nokkuð. Nema hvað: nú er ný skáldsaga komin út og enn segir frá Jöhanni Péturssyni og þó einkum hverfinu hans. Óg nú fer kannski að vera sérstök ástæða til að forðast glósur eins og þroskasaga. J?ar hefur söguna að Jóhann er að fá sig fullsaddan af því að hanga aftan í bílum, og þeir bræður, Tryggvi og hann, eru langeygðir eftir töfragrip úr útlöndum, segul- bandstæki, sem er á leiðinni til þeirra. En á meðan beðið er byrjar dúfnaævintýrið, upphaflega að frumkvæði Antons rakara. Á skömmum tíma bergmálar hverfið af hamarshöggum: strákarnir eru að smíða kofa, þeir eru að veiða Árni Bergmann skrifar dúfur og skipta á þeim og Diddi hefur komið sér upp heilu kon- ungsríki dúfna sem hann stjórnar með músík og ævintýralegri tamn- ingagáfu. J?etta er eiginlega ekki saga Jóhanns Péturssonar heldur saga af dúfunum í hverfinu, blóm- askeiði þeirra - og svo því, hvernig þær hopuðu fyrir segulbandi og bítlaæði og leikaramyndaæði, sem og skipulagshyggju borgarstjórnar og hreinlætisvilja húsmæðra. Áður en lýkur, eru allir fuglar horfnir úr borginni. Og þessar dúfur eru ekki allar þar sem þær eru séðar. J?ær taka til sín athafnaþrá og hugarflug, þær halda vöku fyrir húsmæðrum, út.af þeim er efnt til stórorustu og glæpaverka. J?ær ráða ríkjum um stund. J?etta er semsagt engin venjuleg dúfnadella. Hér er allt w stærra í sniðum og ævintýralegra og mikilfenglegra en væri í kafla úr minningabók sem héti „sumarið þegar við vorum með dúfur". Og hverjir eru þeir þá, þessir fuglar Einar Már Gtiðmundsson. sem ráða ríkjum í heilu hverfi, að minnsta kosti í vitund eins þeirra sem tók þátt í öllu saman? Einu sinni eru þeir að tala sam- an Jóhann og vinur hans Óli og fara þessi orð þeim á milii: „Ég: Óli hefurðu tekið eftir því hvað dúfurnar eru með litla hausa. Heldurðu að þær séu ekki með neinn heila? Óli: Nei þær eru með vængi. Til hvers ættu þær að vera með heila? Ég: Meinarðu að það sé betra að vera með vængi en heila? Óli: Ég held það væri best að vera með vængi á heilanum. Eigum við ekki að leyfa okkur að gefa þessu samtali nokkurt vægi? Vængjaður heili - mynd af ætt ævintýra en um leið sérlega nú- tímaleg. Niður með skynsemina sagði Steinar. Kannski er hér sagt á þessa leið: rökvísin þarf sína vængi. Veruleikinn er á sínum stað, og hann er líka skáldlegur ef vilji er til þess. Og dúfurnar eru tengdar við skáldskap upprunaleikans sem ger- ir stórt úr hinu smáa og hvunndags- lega og öfugt. J?að má líka glotta út í annað munnvikið og segja: hvað eru menn að skammast út í raunsæis- legar skýrslur? Þetta dúfnaævintýri er „raunsæisleg skýrsla". Hún lýtur ágætlega þeim lögmálum minnisins sem gera vængjasláttuinn í þak- rennunum að stórtíðindum sem þurrka svo ótalmargt annað út. J?etta er líka draumur um það sem gerðist áður en poppið kemur og sexið og áður en þeir hafa betur sem heimta röð og reglu á hlutun- um. Og fyrst og síðast er þetta skáld- saga ljóðskálds sem tekur skemmtilegar og oft glæsilegar sveiflur á sínu hugarflugi um heim sem er í senn ævintýralegur og kunnuglegur. Og hefur oft lag á að lauma inn í textann ýmiskonar og vei þeginni gamansemi. ÁB „Sérherbergi" Virginiu Woolf Sérherbergi Höfundur: Virginia Woolf Þýðandi: Helga Kress Utgefandi: Svart á Hvítu, 1983. Þessi bók eftir breska rithöf- undinn Virginiu Woolf er unnin upp úr tveimur fyrirlestrum sem hún hélt fyrir stúdenta við kvenna- skóla í Cambridge árið 1928. í bók- inni fylgjum við höfundi í átökum hennar við að fletta ofan af þeim hugsunum og áhrifum sem komu henni til að líta svo á að nauðsyn- legt sé að hafa 500 pund á ári og herbergi sem hægt er að læsa, ef maður á að geta skrifað skáldsögu eða ljóð; hún flýgur í fang háskóla- varðarins þegar hún gengur á grasi sem tilheyrir karlkynsstúdentum, henni eru lokaðar dyr að bókasafni þeirra, hún borðar hádegisverð hér, kvöldverð þar, teiknar myndir í British Museum, horfir út um gluggann og tekur bækur úr hill- unni á meðan hún veltir fyrir sér af hverju konur hafa ekki skrifað í gegnum aldirnar, hvernig kvenper- sónur hafi birst okkur í bókum eftir karlmenn og hvern dóm karlmenn hafi' lagt á ritstörf kvenna eftir að þær fóru að skrifa. Ekki þarf hún að taka margar bækur úr hillunni til að sýna hver hefur verið afstaða karl-rithöfunda til kvenna í gegnum aldirnar, og eftir því sem hún gluggar í fleiri bækur verður manni æ ljósar að konur birtast þar yfirleitt í sam- bandi við karlmenn; „konur hafa. allar þessar aldir þjónað eins og speglar sem eru gæddir þeim töfr- andi og unaðslegu eiginleikum að stækka mynd karimannsins um helming." Nokkrir eru þó þeir rit- höfundar sem hafa gert konuna að höfuðpersónum ritverka sinna og nefnir Virginia þar m.a. verkin Antigona, Medea, Madam Bovary og verk Shakespeares, í hverjum kvenhetjur lifðu stormasömu og átakanlegu lífi, en þegar Virginia Woolf ber saman raunveruleg skil- yrði kvenna á þeim tímum sem þessar bækur eru ritaðar og líf þeirra kvenna sem í bókunum birt- ast, er augljóst að þar fara tveir andstæðir heimar; „á 17. öld höfðu karlmenn viðurkenndan rétt til að berja eiginkonur sínar," foreldrar tóku ákvörðun um hver sá rétti væri fyrir dótturina, út frá gróða- sjónarmiðum fjölskyldunnar, og hann varð síðan lávarður hennar og meistari. Bókmenntabundna kvenhetjan átti sér því litla stoð í raunveruleikanum. Frelsi kvenna voru settar svo þröngar skorður að þær höfðu ekki möguleika á að víkka sjóndeildarhring sinn með ferðalögum út fyrir túnfótinn, lest- ur og skfiftir voru það mikill löstur hjá konum að yfirleitt var þeim hvorugt kennt og því fara þær ekki sjálfar að skrifa skáldsögur fyrir en á 19. öld. En ekki gekk það and- skotalaust fyrir sig að fá karlmenn til að kyngja svo stórum bita, eins og einkar skemmtilega er lýst í „Sérherbergi" með hnitniiðuðum tilvitnunum í yfirlýsingar og at- hugasemdir fræðimanna og rithöf- Súsanna __________Svavarsdóttir__________ _____________skrlfar_____________ unda sem fannst tilhugsunin um frægð kvenna viðurstyggileg. Langt fram eftir 19. öld beygðu konur sig fyrir þessum skoðunum og skrifuðu undir dulhefni. Einhver kynni að spyrja hvaða erindi 55 ára gömul skrif um stöðu kvenna sem rithöfunda ættu til okkar í dag. Heilmikið, myndi ég segja. í Morgunblaðinu þ. 11.12. s.l. birtist viðtal við ungan kvenrit- höfund sem segir (eftir að spyrj- andinn hefur séð sig knúinn til að lýsa henni fríðri og fínlegri, þótt rnynd af rithöfundi fylgi greininni): „Ég fór að skrifa ljóð þegar ég var í Kennaraskólanum, en af því ég var í „feimna félaginu" birtust þau ljóð alltaf undir hinum ýmsu dulnefn- um. J?að er einkennandi fyrir stelp- ur að vera feimnar þegar svona hlutir eru annars vegar og fást við þá í felum. Þetta er ennþá svona, því hef ég kynnst í kennslunni og þessi feimni vill loða við lengi fram eftir aldri, oft alla ævi." Staða kvenrithöfunda virðist vera nánast sú sama og hún var fyrir einni og hálfri öld. Konur skyldu þó ekki vera feimnar við karlmenn? Svarið við því hlýtur að vera „jú" og er kannski ekki undarlegt þegar litið er á þá meðferð sem „kvennabók- menntir" hafa fengið hér á landi og ekki hafa það verið konur sem hafa viljað kasta þeim út á hafsauga sak- ir þess hve ómerkilegar þær eru. Enn sem fyrr á öldum hafa karl- menn verið sjálfskipaðir dómarar. En hverskonar bækur mega kon- ur skrifa og lesa? Á dögunum sá ég auglýsta lfkamsræktarbók eftir leikkonu, sem auglýsingin sagði að væri óskabók ALLRA KVENNA. Mér er spurn, hver segir það? Það skyldi þó aldrei vera karlmaður sem vill halda konum við efnið: beinið athygli ykkar að líkaman- um, allar konur eiga að líta út eins og kvikmyndastjörnur, æfið þind- arlaust til að vera okkur karl- mönnum bjóðandi. Sæludagar yrðu það fyrir einhverja tegund af karlmönnum þegar konur gleyptu við svona auglýsingaskrumi. J?eir þyrftu ekki lengur að vera hræddir um að gefa konum þessa bók og hlýtur sú kona sem fær hana að vera herfilega móðguð. Það liggur við að sama sé hvert litið er, konan er alltaf dregin niður í að vera bara andlit og búkur. Búkur sem má brúka á heimili og berja niður á ritvellinum fyrir átr- oðsluna og sparkið. Virginia Woolf beið eftir því fyrir rúmlega hálfri öld að karlmönnum rynni þessi vígamóður og var meira að segja bjartsýn. En hæg hefur þróunin orðið hjá mörlandanum. Með þýð- ingu þessarar listilega vel skrifuðu bókar, sem „Sérherbergi" er, hefur þó ein kona komið rækilega til móts við karlhöfunda og -gagnrýnendur, sem ekki þurfa einu sinni að leggja frá sér vopnin og klóra sig fram úr erlendum tung- umálum til að skilja að konur eru ekki að skrifa á þeirra kostnað, kvenrithöfundar stefna ekki að því að þurrka út karlhöfunda (en margur heldur mig sig), heldur er hér á ferðinni krafan um sann- gjarna umfjöllun og skilning á vinnu þeirra. Hreint ekki svo að skilja að eingöngu karlmenn eigi að lesa „Sérherbergi" því þessi bók hlýtur að vera óskabók „allra kvenna" sem njóta vel skrifaðra, upplýsandi bóka; kvenna sem hafa engan áhuga á að vera bara spegil- mynd þess sem karlmenn girnast, hvorki í lífi né í skáldsögum. Höf- undur lýsir án beiskju eða ergelsis þeim vanda sem blasir við konum sem vilja losna út úr hefðbundnum hlutverkum og notar til þess mý- mörg dæmi úr ævi og skrifum þeirra kvenna sem ruddu brautina. Öll frásögnin er átakalaus og vönd- uð, háðið notað óspart og bókin verður því létt og meinfyndin. Þýð- ing bókarinnar er lofsverð í alla staðí, hvergi er að finna upphafið og óskiljanlegt málfar né ruglings- legt orðalag og er hún mjög svo aðgengileg öllum sem eru yfir höfuð læsir. Þetta er ekki bók sem fólk, nagandi á sér neglurnar, leggur ekki frá sér fyrr en það hefur lokið við hana og hendir þá upp f hillu gleymskunnar, heldur lista- verk sem maður skoðar aftur og aftur. Mannlíf í Dölum við upphaf aldarinnar Komin er út hjá Hörpuútgáfunni bókin „Hver einn bær á sína sögu" eftir Hallgrím Jónsson frá Ljár- skógum. Fyrra bindi þessa verks kom út í fyrra og var vel tekið. Ástæðulaust er að ætla annað en svo fari einnig um þetta. Hallgrímur segir í formála bók- arinnar að tilgangurinn með henni sé sá „... að skrá og varðveita mynd af lífi og störfum fólksins eins og það var heima í minni fyrstu bernsku og æsku, er hófst í byrjun þessarar aldar í sinni frumstæðu virkni með sín frumstæðu verkfæri, sem enn voru svo að segja óbreytt frá aldagömlum starfsháttum". Ekki verður annað sagt en að Hallgrími takist vel að ná þessum tilgangi. Hann leiðir okkur við hönd sér einn árshring eins og hann Magnús H. Gíslason skrlfar gerðist á sveitaheimilum þessa tíma, raunar lengi frameftir öldinni og að sumu leyti enn þann dag í dag. Einkum er þó dvalið við úti- verkin, minna sýslað í eldhusi og búri. Sagt er frá vinnubrögðum og verkfærum, sem raunar voru notuð til sveita allt fram að og fram á síðari stríðsárin, ekki bara í Dölum heldur og um allt land. Fyrir okkur sem munum þessa tíma, er upprifj- un Hallgríms ánægjuleg og vekur margar minningar, sem ekki láta dags daglega mikið á sér bæra, hin- um yngri er hún hollur lærdómur. FRA UÁRSKOÖUM ilver cimi l»æi* á «*í »sa %<"u>u SíáaM f/íaífí Bókin er skrifuð á látlausu og lipru máli, frásögnin gjarnan yljuð glettni og gamansemi. - Mér þykir vænt um þessa bók. -mhg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.