Þjóðviljinn - 24.12.1983, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 24.12.1983, Blaðsíða 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 24.-25. desember 1983 fréttaskýrring Af nýjasta sölulista afturhaldsins Eru félagsmálapakkar bruðl og vitleysa? Alþýöusamband íslands hef ur sent frá sér upplýs- ingabækling sem ber heitið Hvaðerípökkunum? Þarer fjallað um félagsmála- pakkana svokölluðu og i inngangi ritlingsins segir m.a.: „í dagsins önn leiðum við sjaldan hugann að þessum réttarbótum, vegna þess að okkur finnst þær sjálfsagöar. Nú er að þessum réttindum vegið og sótt á verkalýðshreyf ing- una að hún setji þau á sölu- skrá. Þess vegna er nauðsynlegt að menn slái skjaldborg um áunnin rétt- indi og geri sér fulla grein fyrir mikilvægi þeirra. Fé- lagsmálapakkarnir eru orðnir til fyrir okkur öll, börn okkar og foreldra“. Nú skal augum rennt yfir bæk- ling Alþýðusambandsins og inni- hald félagsmálapakkanna skoðað ofurlítið. A að selja orlofsréttinn? Allir eiga rétt á fjögurra vikna og fjögurra daga orlofi. Með lögum frá 1982 var hætt að telja laugar- dagana með sem orlofsdaga og Frí- dagur verslunarmanna varð al- mennur frídagur. Vill einhver slaka á þessum réttindum verkafólks - selja hluta af þessum réttindum og fá í staðinn nokkrar krónur í launaumslagið? Trúir því einhver að ekki verði gengið á lagið ef við gefum hluta orlofsins eftir? Væri ekki nær að auka lífeyrinn? Um langt árabil hefur verkalýðs- hreyfingin knúið á um hækkun líf- eyrisgreiðslna almannatrygginga. Greiðslur úr lífeyrissjóðum hafa verið verðtryggöar. Auk elli- og ör- orkulífeyris greiða almannatrygg- ingar viðbótarlífeyri sem miðast við ákveðna tekjutryggingu. Jafn- framt eiga þeir sem búa einir rétt á heimilisuppbót. Algengast er að ellilífeyrir sjötugs einstaklings sé 7- 10.000 krónur, og hjón sem hafa unnið hörðum höndum alla sína ævi fá í heildarlífeyri um 15-17.000 krónur. Við vitum öll hve mikil barátta liggur að baki þessum stór- kostlegu réttindum - réttindum sem engum þroskuðum manni dytti Höfuðpaur atvinnurekendavalds- ins á íslandi í dag: „Þetta er ekkert grín, þetta er djúphugsað tilboð til lausnar vandanum!!“ í hug að versla með, miklu fremur að auka og bæta. Laun í veikindum lækkuð? Á síðustu árum hefur réttur verkafólks til launa í slysa- og veikindaforföllum verið stór- aukinn. Stöðugt hefur Alþýðusam- band íslands sótt á um að auka og bæta þennan rétt, m.a. hefur þess verið krafist að fólk fái laun í veikindum barna. Sú krafa kom fyrst fram árið 1979 og er Starfs- mannafélagið Sókn eina félagið innan ASÍ sem hefur náð því fram í almennum kjarasamningi. Viljum við selja veikinda- og slysaréttinn eða viljum við sækja fram og auka réttinn? Sjúkrasjóðirnir lífsnauðsyn. Standi veikindi lengur en réttur til launa frá atvinnurekanda taka við greiðslur frá sjúkrasamlagi og sjúkrasjóði. Árið 1979 voru samn- ingsákvæði um sjóðina lögfest og fleiri sjóðir stofnaðir. Auk beinna greiðslna til félaga sem veikjast til langtíma greiða sjóðirnir stórfé til heilsuverndar og fyrirbyggjandi az- gerða á sviði heilbrigðismála. Einnig má nefna framlög til þroskaheftra, sjúkrastöðva og vinnustaða öryrkja. Ótrúlega margir verða að leita til sjúkra- sjóða verkalýðshreyfingarinnar. Hvert ætti það fólk að leita ef verkalýðshreyfingin seldi þá úr hendi sérfyrir brauðmola? Hreyf- ingin mun aldrei afsala sér þeim réttindum. Á að selja fæðingarorlofið? Eftir áralangan þrýsting frá verkalýðshreyfingunni voru sam- þykkt lög áríð 1980 um fæðingaror- lof. Með þeim var fæðingarorlofið greitt úr almannatryggingum en hafði áður verið greitt úr Atvinnu- leysistryggingasjóði og frá atvinnu- rekendum. Með nýju lögunum Valþór Hlöðversson skrifar hækkuðu greiðslur verulega og greiðast í dag rúmlega 14.000 krón- ur í 3 mánuði ef foreldri hefur verið fullvinnandi. Verkalýðshreyfingin ætlar sér að auka við fæðingaror- lofið á næstu árum, til þess stefna kröfurnar. Nú er knúið á um að selja þennan þýðingarmikla rétt. Hvort teljum við réttara að hækka fæðingarorlofsgreiðsluna og lengja greiðslutímabilið eða selja fæðing- arorlofið fyrir kauphækkun sem auðvelt er að hrifsa til baka? Bætur í atvinnuleysi. Þúsundir landsmanna ganga nú atvinnulausir inn í jólahelgina. Réttindi fólks til atvinnuleysisbóta hafa verið að aukast á síðustu árum og með lögum frá 1981 voru ýmis atriði lagfærð í samræmi við ákvæði kjarasamninga árið áður. Nú greiðast tæpar 11.000 krónur í bæt- ur til þeirra sem njóta fyllstra rétt- inda og að auki 433 kr. með hverju barni. Réttur til bóta er áháður tekjum maka en það atriði náðist fram og var ákaflega þýðingar- mikið fyrir stóran hluta giftra kvenna sem áður var algjörlega réttlaus. Atvinnuleysisbætur greiðast í 180 daga, eða 36 vikur. Á verkalýðshreyfingin að selja úr höndum sér atvinnuleysisbæturnar þegar stjórnarstefnan er að ieiða atvinnuleysisvofuna inn á gafl hjá þúsundum alþýðuheimila í landinu? Áður axarsköft - nú pennastrik. í þessum ágæta bæklingi Al- þýðusambands íslands er gefinn tónninn á það „tilboð“ samtaka at- vinnurekenda að selja ýmis félags- leg réttindi sem áunnist hafa með áratuga baráttu, úr höndum sér. Andstæðingar þessara réttinda hafa alltaf talað um þau sem inni- haldslausa „félagsmálapakka“ en víst er að þeir sem þurfa á réttind- unum að halda vita best hversu mikilvægir pakkarnir eru. Þessir pakkar eru langtum fleiri en hér hafa verið taldir upp og má þar t.d. nefna til viðbótar ávinn- inga verkafólks í húsnæðismálum, vinnuvernd, ákvæði um upp- sagnarfrest o.fl. o.fl. Öll eru þessi mikilvægu réttindi á „sölulista“ at- vinnurekendavaldsins með dygg- um stuðningi þjóna þess á alþingi og í ríkisstjórn. Verkafólk verður að standa saman um að hnekkja aðförinni og gæta sín á axar- sköftum, hvaðan sem þau koma. -v. Orlofs- réttur Ltfeyrir Laun vegna veikinda Sjúkra- sjóðir Atvinnu- leysis bætur I Fœðingar- orlof Verkafólk á íslandi hefur um áratuga skcið barist fyrir félagslegum réttarbótum og náð þar umtalsverðum árangri. Atvinnurekend- um og óvinveittu ríkisvaldi eru félagsmálapakkarnir þyrnir í aug- um, því það hefur reynst erfitt að hrifsa þau réttindi til baka. • Hefurþú verið frá vinnu um lengri tíma vegna veikinda eða slyss? Ertþú svo vel stœður að geta sjálfur greitt i tekjutap í tvo eða þrjá \ mánuði? • Hefurþúorðið atvinnulaus? Telurþú það bruðl að greiða lágmarksbætur til þeirra sem ekki fá atvinnu í lengri eða skemmri tíma? • Áttþú barn? Telurþúþriggja mánaðafœðingarorlof vera sóun? • Finnst þér ofrausn að fólk sem þrælar árið um kringfái notið 24 daga orlofs? • Átt þú foreldra sem komnir eru á efri ár? Finnst þér ekki að þeir hafi skilað þ ví dags- verki að þeir eigi skilið aðfá sómasamlegan ellilífeyri? Af nýjasta sölulista afturhaldsins Vímuefnalaus jól Jólin eru í aðsigi. í svartasta frið á jörðu. í vopnagný heimsins Allt það besta sem hægt er að finna skammdeginu eru þau okkur ís- og stríði og skarkala hins daglega ímannlegueðlikemurskýrastfram lendingum sá sólargeisli sem vert lífs koma þau í allri sinni miskunn á jólum, við jólabirtuna hlýnar er að hlúa að. Njóta hans og nýta og mildi og boða okkur að staldra jafnvel harður hugur og jólaljósin sér og sínum til heilla. Jólin boða við og hreinsa í hugskoti okkar. verða okkur aflvaki til betra hug- ---------- arfars. Þessa tíma í lífi okkar skulum við fara vel með og hagnýta okkur sjálfum og meðbræðrum okkar til blessunar, vera þau jóla- ljós og fyrirmyndir sem leiða sam- ferðamanninn á gæfubraut í stað grýttra slóða. Við höfum áttavitann til að fara eftir. Það eru orð frelsarans. Þau eru skýr. Og sé farið eftir þeim þarf enginn að villast. Á jólum reynir hver eftir sinni getu að útiloka myrkrið og kuld- ann. Öll óhreinindi eru fjarlægð. Rafmagnsbílun! NeyÖar- þjónusta nótt sem nýtan dag RAFAFL ctíKAi aqqqc: NEYTENDAPJÓNUSTA Birtan er í öndvegi. En hversvegna ekki áfram eftir jólin. Hversvegna byrjum við kannski eftir jól að dofna fyrir óhreinindum og illum hugsunum sem allsstaðar ryðja sér rúms. Á tímum jóla, yls og birtu, höf- um við mennirnir ekkert við vímu- efni að gera. Þurfum ekki að skemma þá guðsmynd sem hann í öndvegi gaf manninum. Ég get stundum ekki orða bundist, þegar ég sé áfengi og önnur vímuefni leggjast á heimili jóla með sínum þunga. Við kaupum jólagjafir til að gleðja og er allt gott um það að segja. Þær setja sinn svip á. En svo kaupa margir áfengi og þá fer nú oftast vitið út og bragurinn sem þá kemur inn í jólagleðina er ófagur. Það er talað um skemmtun í sam- bandi við áfengi. Hana sjá allsgáðir menn ekki. En ég hef séð jólagleði bæði barna og fullorðna gjör- eyðilagða með vímuefnum. Ljót orð í stað sálma, grát í stað gleði. Þetta má ekki koma fyrir. Og hugsa sér að kaupa allan þennan dýra ófagnað aðeins sér og sínum til bölvunar. Það ætlast Kristur þó sannarlega ekki til. Áfengisauðvaldið heldur ekki kyrru fyrir um jól. Því kemur það ekkert við þó fjöldinn gráti. Bara að gróðinn skili sér. Það munar ekkert um að lifa á tárum annarra. Jólin eru í nánd. Besta kjarbótin nú og alla tíma er að fjarlægja öll vímuefni og hreinsa heimilin af öllum saurugleik í hvaða mynd sem er. Heilbrigt líf, heilbrigð sál í hraustum líkama á að vera aðall hvers fslendings. Höfnum á þess- um jólum og alla tíma allri vímu. Verum eðlileg eins og guð hefir gert okkur. Verum sönn jólabörn. Með þeim óskum sendi ég öllum landsmönnum kærar kveðjur. Bið þeim guðs blessunar og óska þeim sannra og heilagra jóla. Árni Helgason

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.