Þjóðviljinn - 24.12.1983, Blaðsíða 28

Þjóðviljinn - 24.12.1983, Blaðsíða 28
DJODVIlllNN Helgin 24.-25. deseniber 1983 Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þesstíma er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum símum: Ritstjórn Aöalsími Kvöldsími Helgarsími 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 -12 er hægt að ná i afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 81663 Stóra stundin nálgast: Gleðileg jól, krakkar! Þetta fallega tré verður í kvöld orðið hreinasta stofuprýði, enda ætlar hún Álfrún, sem á tréð, að skreyta það í dag. -Magnús. „Svona gerum við þegar við þvoum okkar þvott“, sungu krakkarnir í Steinahlíð í gær og þá smellti Magnús ljósmyndari þessari mynd af þeim. „Skín í rauðar skotthúfur, skuggalangan daginn. Jóla- sveinar sækja að, sjást um allan bæinn“, sungu krakk- arnir í Steinahlíð hástöfum í gær, en þar eins og á öðrum dagvistarstofnunum er tekið forskot á sæluna og jólatréð skreytt löngu áður en kom- inn er aðfangadagur. Og öll höfðu þau séð jólasveininn, ekki aðeins einn, heldur tveir komu til þeirra um dag- inn, þeir félagarnir Bjúgna- krækir og Kertasníkir. Og áfram með vísuna: „Uppi á lofti, inni í skáp, eru jólapakk- ar. Titra öll af tilhlökkun, tind- ilfættir krakkar“. Þetta eru víst orð að sönnu og í kvöld þegar fullorðna fólkið verður loks bú- ið að belgj a sig út á j ólasteikinni og kaffinu, rennur stóra stund- in upp. Þjóðviljinn óskar öllum krökk- um gleðilegra jóla! Jólatrén seldust upp Hún var heppin hún ÁlfrÚn, sem hér Stendur með ersalaíjólatrjámlangmestdaginn tréð sitt, því hún var ein af þeim síðustu sem náði í fyir fóriáksmessu, en í> voru fallegt jólatré 1 Reykjavík í gssr. Alfrún er 9 ara og faiiegustu heimiiistrén venju frem- ætlaði að skreyta tréð í dag, á aðfangadag. ur snemma þetta árið. Eitthvað minna mun hafa verið flutt inn af Þjóðviljamenn voru á ferðinni í þegar líða tók á daginn. Að sögn trjám í ár en ífyrra, en venjan er sú jólaösinni í gær og komust m.a. að afgreiðslumanna hjá Landgræðslu- a” nær °ntre seúast fYr,r hver jól. því að nær öll jólart'ré voru uppurin sjóði, Skógræktarfélaginu og víðar Lína langsokkur kom í heimsókn Hún Sigrún Edda Björnsdóttir,eða Lína langsokkur,komeinsog hvítur storm- sveipur inn á ritstjórn Þjóðviljans í gær og afhenti ritstjórninni svólitla jólgjöf, sem hún sagði vera ljós í myrkrinu fyrir okkur Þjóðviljamenn, og hér er hluti ritstjórnar að taka á móti gjöfinni frá Línu. (Ljósm. -eik). Gamla jólatréð í jullu gildi: Sortu- lyng og kertaljós Jólasýning í Þjóðminjasafninu í anddyri Þjóðminjasafnsins við Hringbraut er nú sýning á ýmsum gömlum munum sem tilheyrðu jólahaldinu hér áður fyrr og meðal gripa þar er þetta fallega litla tré sem safnið á. Tréð er aðeins milli 30 og 40 cm hátt, timburgreinarnar eru vafðar fagurgrænu sortulyngi með rauðum berjum og með Iif- andi kertaljósum. Á sýningunni sem stendur fram á þréttándann gefur auk þess að líta ýmsar gerðir jólatrjáa, svo og jóla- kort, glansmyndir, jólaskraut, kerti og spil og bækur með jóla- sögum og jólasöngvum. Sýningin er opin á þriðjudag og fimmtudag milli jóla og nýárs kl. 13.30 til 16. -ÁI at®1 Gamlaíslenskajólatréðerekkisíður hátíðlegt og fallegt en þau nýrri og stærri sem nú prýða heimilin. Ljósm. -Magnús.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.