Þjóðviljinn - 24.12.1983, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 24.12.1983, Blaðsíða 11
Föstudagur 23. desember 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 Ylfa Edelstein sem leikur eitt aðalhlutverkið í myndinni Jólamynd sjón- varpsins ber nafnið „Hverer...(( oger hún á skjánum kl. 22.25. íþessari mynd leikurÞór- hallur Sigurðsson (Laddi) sittfyrsta al- varlega hlutverk. Hérað neðan er fjallað nokkuð um myndinaogm.a. rœtt við einn aðal- leikarann, Ylfu Edelstein. Sveinn (Þórhallur Sigurðsson) mættur til starfa í heimavistarskól- anum. Hann býst við náðugum dögum en þegar skólastjórinn (Jón Viðar Jónsson) segir að hann eigi að kenna hinar aðskiljanlegustu greinar svo sem dönsku og leikfími, líst honum ekki meira en svo á blik- una. Þórhallur er ekkert , ,Laddalegur‘6 Það er hinn kunni sjónvarps- maður Þorsteinn Marelsson sem samið hefur handrit jóia- leikrits sjónvarpsins, „Hver er...“. Það fjallar um kunnan popptónlistarmann sem hyggst ná enn hærri hæðum átónlistarsviðinu með samningu mikilfenglegs tón- verks. Glíma hans við efnið hefur margháttaða erfiðleika í för með sér og fer svo að eiginkona hans gefst upp á þessu verkefni bónda síns sem sett hefur mikil mörk á allt heimilishaldið. Eftir heiftúðuga deilu þeirra í milli tekur Sveinn saman pjönkur sínar og heldur út á land til að kenna í heimavistar- skóla. Þar hyggst hann finna næði til að ljúka tónsmíðinni. En kenn- arastarfið er kröfuharðara en Sveinn hafði gert ráð fyrir, ekki síst eftir að hann tekur að sér skóla- stjórastarf í afleysingum. Sam- skipti Sveins við nemendurna eru ekki án árekstra. Ofan á bætast hjónabandserfiðleikar sem ágerast í fjarlægð hjónanna. Eiginkonan hefur vissar meiningar um það hvernig leysa skuli þau vandamál og eru lausnir hennar Sveini ekki allskostar að skapi. Leikstjóri sjónvarpsmyndarinn- ar er Hrafn Gunnlaugsson en með aðalhlutverk fara Þórhallur Sig- urðsson (Laddi) sem leikur tón- listarmanninn Svein, Jón Viðar Jónsson, sem leikur skólastjórann, Jónína H. Jónsdóttir sem leikur ráðskonuna á heimavistinni, Guð- rún Þórðardóttir sem leikur Láru, Borgþór Arngrímsson sem leikur bílstjórann, Elfa Gísladóttir sem leikur Maríu og Ylfa Edelstein sem leikur Ólöfu. Það er einmitt hlutverk Ólafar sem er eitt hið vandmeðfarnasta í þessari mynd. Ylfa Edelstein hefur þetta hlutverk með höndum og var hún spurð hverskonar persónu Ólöf, einn aðalörlagavaldurinn í lífi Sveins, hefði að geyma: „Ólöf er nemandi í þessum heimavistarskóla, sá eini úr Reykjavík og það hefur orðið til með þeim hætti að hún er send í hálfgerða betrunarvist frá Reykja- vík, þar sem hún hefur brennt allar brýr að baki sér. Samskipti hennar við Svein einkennast af togstreitu og gerir Sveinn sér far um að skella skuldinni á hana fyrir það sem mið- ur fer í skólanum. Endirinn verður sá að Ólof er rekin úr skóla eftir að hafa verið ranglega sökuð um að stela flösku með áfengi". Hvernig kom til að þú varst valin I þetta hlutverk? „Leiklistarkennarinn rninn í Laugalækjarskóla bað mig og aðra að koma á æfingu. í kjölfar þessara æfinga var svo valið í hlutverk. Nokkur stærstu hlutverkanna eru í höndum þekktra leikara en ung- lingarnir eru allir nýgræðingar á -þessu sviði. Stærstu unglingahlut- Ylfa Edelstein leikur vandræða- unglinginn Olöfu. - Ljósm.: Magnús. Ólöf tekur saman pjönkur sínar eftir að hafa verið vísað úr skóla. Sveinn sem nú hefur tekið við hlutverki skólastjóra verður ofsareiður þegar nemendur hafa hann að fífli í náttúruskoðunarferð. Hann grípur til þess ráðs að skella skuldinni á Ólöfu. verkin eru 11 talsins, fimm stráka- hlutverk og sex stúlknahlutverk. Ólöf er mest áberandi persónan í hópi unglinganna en lagstærsta hlutverkið í myndinni er í höndum Þórhalls Sigurðssonar“. Nú eiga margir erfitt með að ímynda sér Þórhall Sigurðsson í al- varlegu hlutverki. Hvernig fínnst þér hann komast frá prófraun sinni á því sviði? „Mér fannst hann mjög sannfærandi, langt frá því að vera „Laddalegur" eða minna á Þórð húsvörð“. Leikstjóri myndarinnar cr Hrafn Gunnlaugsson. Hvernig fannst þér að vinna undir hans stjórn? „Það var mjög ánægjulegt að vinna með Hrafni. Mikill gangur í hlutunum og allt umstangið veru- lega skemmtilegt þó oft væri það erfitt. Sem dæmi um það má nefna að við vorum heilan dag á ferð í rútu til þess að taka upp nokkur atriði í myndinni. Oft og tíðum var unnið frá morgni og langt fram á kvöld, en aðra daga t.d. þegar Laddi var einn í tökum var frí nær allan daginn". Þetta er í fyrsta sinn sem þú leikur í kvikmynd. Hefðirðu áhuga á að halda áfram á þessari braut? „Ég gæti vel hugsað mér að leika í kvikmyndum enda hef ég lengi haft áhuga á leiklist. Eg hef reyndar ekki leikið á sviði nema í skólanum svo það voru mikil við- brigði að byrja í myndinni. En ég varð þess fljótt ásícynja að kvik- myndin er stórskemmtilegt form listsköpunar, heillandi form að mínum dómi. Eftir að tökum lauk hef ég fengið að fylgjast með vinnu við klippingu og þess háttar og hef auk þess séð meginhluta myndar- innar eins og hún kemur fyrir áhorfendur á öðrum degi jóla. Finnst mér hafa tekist vel til með gerð hennar". Hvern telur þú helsta muninn á því að leika í kvikmynd cða á sviði? „Munurinn virðist mér einna helst koma fram í ýmsum smáat- riðum sem kvikmyndaleikari þarf að hafa á valdi sínu. Það er t.d. afar mikilvægt að hann komi rétt inn í tökur. Sviðsleikur er eins og gefur að skilja miklu samfelldari, en í kvikmyndinni er sarna atriðið tekið upp aftur og aftur“. Þegar tökur fóru fram á „Hver er...“ var Ylfa nemandi í 9. bekk Laugalækjarskóla. Nokkuð er um liðið síðan. Hún stundar nú nám f Menntaskólanum við Sund. -hól

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.