Þjóðviljinn - 24.12.1983, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 24.12.1983, Blaðsíða 15
/ Guðríður Símonardóttir orðin prestmaddama heimaá íslandi. 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 24.-25. desember 1983 Helgin 24.-25. desember 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15 um Ekki er mikið vitað um Guðríði Símonar- dóttur en þjóðsagnirnar hafa magnað hana upp. Hún var gift Eyjólfi Sölmundarsyni, bónda í Stakkagerði í Vestmannaeyjum, og áttu þau ungan son, Sölmund að nafni, er sjóræningjarnir frá Alsír fóru með báli og brandi um byggðina. Eyjólfur bóndi komst undan en mæðginin voru gripin og flutt í hlekkjum ásamt hátt á fjórða hundrað ís- lendinga til Alsír. Tyrkja-Gudda í Barbaríinu í Alsír. Steinunn Jóhannesdóttir í hlut- verki hennar í jólaleikriti Þjóðleik- hússins eftir séra Jakob Jónsson. Misjafnlega undu menn hag sínum í Barbaríinu. Tyrkja-Gudda og Ólafur (Hákon Waage). hennar og stærilæti var svo mikið að hún vildi hvorki sjá landa sína né heyra. Ambátt deyans í Alsír Guðríður Símonardóttir virðist hafa ver- ið fremur heppin með vist sína. Hún var keypt af Elí dey og fékk að hafa Sölmund litla son sinn með sér. í húsum hans var hún öll 9 árin meðan hún dvaldist í Barbaríinu. Svo segir í gömlum sögnum: „Það er í sögnum, að hún væri ambátt deyans í Alsír og kæmi sér þá allvel og það þótt Guðríður væri skapstór mjög kölluð, og svo kom, að sonur deyans vildi fá henn- ar. Var það og, þegar að konan deyans ól barn, að hún leyfði Guðríði að búa um sig að íslenskum hætti, og segja menn að all- lagin væri hún að nærkonu starfa. En þar eru konur látnar fæða á burðarstólum. Er þá sagt að henni gekk greiðlega fæðingin og segði þó, að gott ætti þær íslensku hund- tíkur, því jafnan kölluðu Alsírar kristna menn hunda á þeim dögum. En ókvæði mesta þótti að deyasonurinn fengi Guð- ríðar, og því væri hún til sölu látin með þeim er útleystir voru, en hann gæfi henni þá kápu sína, gersemi mikla, og segði það, að með því skyldi hún sýna, að meiri væri sá hundi, eða ei honum líkur, er henni unni í Alsír. Er þó sagt, að heldur nauðug færi Guðríður þaðan og blendin mjög væri hún orðin í trúnni og eldi lengi eftir af því.“ Fagur vitnisburður Nokkur bréf eða afrit af þeim hafa varð- veist sem íslendingar sendu heim eftir krókaleiðum úr Barbaríinu. Eitt slíkt er til frá Guðríði og gefur það aðra mynd en þá harðneskju sem þjóðsagan vill eigna henni. í því snýst allur hugur hennar um eigin- manninn, Eyjólf Sölmundarson, og hún biður þess að honum mætti veitast sem mest farsæld og ekkert var henni ríkara í huga en votta honum undirgefni sína og tryggð. í bréfinu segir m.a.: „Ég þakka yður í ástsemd ástsamlega og í vinsemd vinsamlega fyrir alla yðar velgern- inga, trú og dyggð, og við mig sem einn trúlyndur ektamaður þig auðsýnt, hvað ég nú þakka yður með minni kærri kveðju og ástsamlegu þakklæti og bið guð að umbuna yður með tímanlegum og andlegum gæð- um. Og ég vil ávallt kvaka sem yðar ekta- kvinna í ástseminni, að guð haldi yður í sinni geymslu og undir sínu heilaga vern- darskjóli alla yðar lífdaga, því vér vitum mikinn háska á ferðum vera. Nú - drottinn haldi oss stöðugum allt til enda.“ En Eyjólfur var ekki stöðugur. Hann hafði fljótlega tekið sér nýja konu í Eyjum og var um þessar mundir í þann veginn að fyrirgera lífi sínu með barneignum en slíkt hórerí var þá dauðasök samkvæmt Stóra- dómi. Hrösun Guðríðar Og Guðríður rann líka á svellinu. Árið 1636 voru keyptir lausir 34 fangar frá Alsír. Almenn fjársöfnun hafði farið fram til að leysa þá út og var hollenskur -skipstjóri sendur til Alsír til að leysa þá út. Guðríður var keypt fyrir 200 dali og þótti það hátt verð. Sölmund litla son sinn varð hún að skilja eftir. Guðríður var nú komin talsvert á fertugsaldur og konungur lét senda ís- lensku leysingjana til Kaupmannahafnar fyrst í stað. Sumir þeirra þóttu orðnir tölu- vert blendnir í trúnni og yfirvöldum þótti vissara að kenna þessu fólki trúaratriðin að nýju áður en það yrði sent út til íslands. Rúmlega tvítugur nemandi í Frúarskóla, að nafni Hallgrímur Pétursson, var fenginn til að kenna því hin kristnu fræði. Og það fór sem fór. Hallgrímur féll fyrir Guðríði og hún fyrir honum. Þegar líða tók á veturinn var ljóst að hún gengi með barni. Þegar leysingjarnir tóku sér far með vorskipunum til íslands árið 1637 yfirgaf Hallgrímur skóla sinn og fylgdi Guðríði sinni. Svo vildi til að Eyjólfur bóndi Guðríðar, hafði drukknað þegar hér var komið sögu og var því brot þeirra Hallgríms ekki litið eins alvarlegum augum. Þau gengu í hjóna- band eftir nokkra rekistefnu og hófu sitt basl. Og þeim fannst ekki annað viðeigandi en að gefa drengnum sínum, sem fæddist á Suðurnesjum, nafn Eyjólfs í Stakkagerði. Skrökva má á skemmri leið Og hér stóðu 27 ráðvilltir leysingjar á íslenskri grund eftir 10 ára veru í framandi löndum. Allt var breytt. Við skulum grípa ofan í bók Jóns Helgasonar af Tyrkjaráninu þar sem hann segir frá þessu fólki: „Þegar fram í sótti, kviknaði andúð á því, að minnsta kosti sumu hverju. Sögur þess af lífinu í Algeirsborg og Kaupmannahöfn, sem hljómuðu eins og ævintýri fyrst í stað, misstu ljóma sinn. Hin þyrstu eyru teyguðu sig mett, og áður en varði vöknuðu nýjar kenndir hjá þeim, sem fátt höfðu reynt og lifað og ekkert gátu til málanna lagt, sem eftirtekt vekti. Þessar kenndir brutust fram, þegar sögurnar frá Afríku voru orðn- ar að vanatönnli, kannski á vörum ör- snauðra vinnukinda, sem einskis máttu sín. Hver vissi sönnur á þessum furðum Suður- álfu? Þær voru ekki vottfestar af merkum mönnum í bændastétt eins og sögurnar um skrímslið í Hvítá. Kannski hafa líka sumir miklað það helst um of, er fyrir þá hafði borið í Barbaríinu. Það er til dæmis hugsanlegt, að konur, sem komu heim úr ánauðinni, sviptar æsku- ljóma sínum, markaðar striti og illri aðbúð, hafði kveðið fastar að orði en trúlegt þætti, þegar þær rifjuðu upp, hvað til boða stóð hjá tignum mönnum í Algeirsborg. Fólk hafði að minnsta kosti svarið á reiðum höndum: „Skrökva má á skemmri leið en frá Al- geirsborg til íslands." Annað varð þó mörgum skæðara: Sam- blendið við Hund-Tyrkjann vakti tor- tryggni. Ef til vill hefur annarlegur blær loðað lengi við suma, og nokkrir voru þeir, sem áttu undarlega muni í fórum sínum. Tæpast hefur heldur löng áþján verið neinn skapbætir, síst ef vonbrigði og armæða bættust ofan á við heimkomuna. Og sérlega vorkunnlátt hefur það ekki verið, fólkið, sem kom heim úr Barbaríinu. Andstreymi annarra hefur ekki vaxið því í augum - það var ekki nema mátulegt að fleiri fengju á beisku að súpa en Tyrkjaþýin. Og allt var þetta fallið til þess að vekja illar grun- semdir: Hver vissi, hve mikil ítök and- skotinn. Mahómet átti í þessum nornum, sem höfðu verið undir handarjaðri hund- heiðinna manna í áratug, kannski gist kvennabúr þeirra? Það var skamt til mar- gvíslegra getsaka, þegar í odda skarst, og töluð orð féllu eins og sæði í frjóan akur - orðrómurinn festi fljótt rætur. Nornastakkurinn ofinn Guðríði Símonardóttur lék almannaróm- urinn sérlega grátt. Hana nefndu menn Tyrkja-Guddu, og það var hvorki vinsemd né virðing fólgin í þeirri nafngift. Það flaug fyrir, að hún ætti skikkju, sem sonur deyans í Algeirsborg hefði gefið henni, og þótti ekki trúlegt, að hann hefði borið fé á út- lenda ambátt upp úr þurru. Hitt var enn ískyggilegra, að hún var sögð eiga skurð- goð, sem hún tilbæði í laumi, helst um mess- utímann. Þessi sögn var þeim mun eitraðri, að ekki var ýkjalangt liðið frá þeim tíma, að kaþólskri trú var steypt af stóli og tilbeiðsla dýrlinga og helgra dóma afnumin, en heift lúterskra manna í garð alls, sem minnti á páfadóminn, eins og funandi bál. Hinu hafa fáir vitað skil á, enda ekki látið sig það neinu skipta, að engum mönnum var fjær skapi að tilbiðja líkneskjur en Múhameðs- trúarmönnum og öll myndagerð meira að segja stranglega bönnuð þeirra á meðal. Það hefur sennilega magnað óvild í garð Guðríðar, að hún kom heim þunguð - hafði flekað kornungan skólapiltinn, sem átti að staðfesta leysingjana í sannri trú. Þvílíkt framferði gátu allir fordæmt, jafnvel þeir, sem höfðu mísstigið sig á keimlíkan hátt. Og ekki bætti úr skák, að Hallgrímur settist að með hana á Suðurnesjum og varð að lúta því að gerast vikapiltur og púlsmaður kaup- mannsins í Keflavík, skólagenginn maður. Samt sem áður tók hagur Hallgríms held- ur að greiðast. Hann komst í sátt við kirkj- una og hlaut prestsvígslu og brauð á Suður- nesjum. En ekki varð það Guðríði til mikils vegsauka. Hún sat uppi með það nafm, sem almenningur hafði gefið henni. Þótt sókn- arbörnin hafi sjaldnast dirfst að óvirða hana í maddömusessinum, svo að á yrði haft, hélt almannarómurinn áfram að vefa henni nornastakkinn." Já, sagan segir að Guðríður hafi verið ærið stirðlynd og er í sögnum að svo væri flest hið hertekna fólk, að skapstyggara væri það eftir en áður. Hallgrímur Pétursson, sálmaskáldið mikla, yrkir aldrei til konu sinnar eða skrif- ar um hana, svo lítið er vitað um sambúð þeirra frá fyrstu heimildum. Hann lést 1674 en hún andaðist 8 vetrum eftir lát manns síns er hún hafði 4 vetur um áttrætt. (Helstu heimildir: Reisubók séra Ólafs Egils- sonar, Tyrkjaránið eftir Jón Helgason, Saga ís- lendinga eftir Pál Eggert Ólason og Gestur Vestfirðingur V. árg.) -GFr Leikendur í sýninguríni eru f.v. Viðar Eggertsson, Ragnheiður E. Arnardóttir, María Sigurðardóttir og Kristján Franklín Magnús. Þess skal getið að skotið er inn í sýninguna tilvísun í nútímann og vikið að þeim eldi sem nú vofir yfir okkur og er af mannavöldum. Ljósm.: eik Tveggja alda afmælis Skaftár- elda hefur verið minnst með margvíslegum hætti á árinu og klykkir það nú út með sýningu leikhóps á verki sem gerist austur í Eldi haustið 1783. Sýn- ingin byggist á leikriti Einars Pálssonar, „Brunnirkol- skógar", sem sýnt var í Iðnó fyrir um tveimur áratugum en inn í það er fléttað skírskotun til nútímans og þeim eldi sem nú vofir yfir heimsbyggðinni og er af mannavöldum. Leikritið verðurfrumsýnt á annan í jólum í kapellu sr. Jóns Steingríms- sonará Kirkjubæjarklaustri en á mánudagskvöld varforsýn- ing fyrir 7.-9. bekk í Öldusels- skóla í Beykjavík. Þarvar blaðamaður Þjóðviljans við- staddur. Leikstjóri að þessari sýningu er Þórunn Sigurðardóttir en leikar- arnir sem fram koma eru þau Mar- ía Sigurðardóttir, Kristján Fra- nklín Magnús, Ragnheiður R. Arnardóttir og Viðar Eggertsson. Málfarið í leikritinu er mjög líkt og í Eldriti sr. Jóns Steingrímssonar en svo er skotið inn fréttum úr nút- ímanum sem Kristín Ólafsdóttir les af bandi. Þórunn Sigurðardóttir sagði í • samtaii við Þjóðviljann að ætlunin væri að sýna verk þetta fyrir elstu bekki grunnskóla, menntaskóla og fjölbrautaskóla eftir áramót en forsýningámánudagvarm.a. tilað láta reyna á það hvort krakkar í efstu bekkjum grunnskóla skildu málfarið á leikritinu. Þess skal get- ið að nú er kennt víða um land Frumsýnd á Kirkjubœjar- klaustri á tilraunanámsefni um séra Jón og Skaftárelda.og ættu krakkarnir því að vera nokkuð kunnug efninu. Þess skal getið að frumsýningin á Kirkjubæjarklaustri á 2. í jölum er fyrsta leiksýningin í kapellunni þar og jafnframt lokapunkturinn í miklum minningarhátíðarhöldum þar eystra á þessu ári. -GFr Klerkur (Viðar) tyftir bónda (Krístján). annan í jólum Ogn eldsins er yfir. Ragnheiður og Kristján. Ljósm. eik. Misjöfn örlög Og hvílík viðbrigði hafa það verið fyrir þetta fólk norðan úr Dumbshafi sem fæst átti þess nokkurn kost að sigla út fyrir land- steinana að vera allt í einu statt í hinu sól- bakaða íslamska ríki og eiga að þjóna Hund-Tyrkjanum, fábreytt og guðhrætt al- þýðufólk frá íslandi. Svo virðist sem örlög íslendinganna hafi verið ákaflega misjöfn. Það fór eftir hús- bændum þeirra. Sumir voru hnepptir í erf- iði og þrældóm en aðrir voru heppnir og áttu betri vist. Margir voru staðfastir í sinni barnatrú en aðrir voru meiri tækifærissinn- ar og gengu til liðs við Allah af því að það kom þeim betur. Dæmi voru jafnvel til um að menn kæmust til mannvirðinga. Einna furðulegust er sagan um smalann frá Bú- landsnesi. Það var sjálfur furstinn í Algeirs- borg sem kaus hann sér til eignar og gerði hann síðan að herbergisþjóni sínum og líf- verði er hann hafði turnast til Múhameð- strúar og látið umskerast. Var hann síðan settur til embættis og varð ráðherra furst- ans. Fyrrverandi húsbóndi hans, Guttorm- ur í Búlandsnesi, var ekki eins lánsamur. Hann var látinn sveitast við jarðyrkju myrkranna á milli, dró arðurinn á sjálfum sér og bar vatn til sölu um strætin. Og hin fríða Anna Jasparsdóttir frá Stakkagerði í Vestmannaeyjum var keypt af auðugum manni af spænskum ættum, Is- hameð að nafni, og gerði hana að frillu sinni. Hann dekraði við hana og jós hana gjöfum, bjó hana dýrasta skrúða og hlóð hana skarti. Og brátt kom að því að dramb „Þá fyrst þetta fátæka fólk var á land látið, þá kom svo mikili manngrúi, að ég meina ómögulegt væri að telja, til að skoða þetta fátæka fólk, en þó ekki af týrannalegum ásetningi, hvervinurfrá sínum skilinn og svo börnin fráforeldr- um, en eftirstrætunum hafðir, húsaf húsi hraktir og upp á torgið færðir, þar til sölu boðnir, svo sem annarfénað- ur...“ Svo lýsir séra Ólafur Egilsson, prestur í Ofanleiti í Vestmannaeyjum, þeim hræðilegu atburðum þegar Vestmannaeyingum, sem ræntvar árið 1627, var stíað í sundur í Alsír og þeir boðnir upp sem þrælar. í þessum hópi var ung gift kona, Guðríður Sím- onardóttir ásamt ungum syni sínum. Henni auðnaðist mörgum árum síðar að komast afturtil ættjarðar sinnarog er þekkt sem T yrkja-Gudda, eiginkona sálmaskáldsins Hallgríms Péturs- sonar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.