Þjóðviljinn - 24.12.1983, Blaðsíða 26

Þjóðviljinn - 24.12.1983, Blaðsíða 26
26 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 24.-25. desember 1983 Leiksýning Alþýðuleikhússins um Skaftárelda hefur sterka skírskotun til nútímans. Segir þar frá fjölskyldu sem býr á umbrotasvæðunum og viðbrögðum hennar við hamförunum. Ljósm. - eik. Kirkjubœjarklaustur á 2. dag jóla , ,Þá eldurinn yfirtelldnr“ sýning um Skaftárelda Að undanförnu hefur leikhópur á vegum Alþýðuleikhússins æft leiksýningu í tilefni af þvi að 200 ár eru síðan Skaftáreidar brutust út. Sýningin byggir að hluta til á ýmsu efni sem hópurinn hefur viðað að sér og hefur sterka skírskotun til nútímans. Uppistaða sýningarinn- ar er leikrit Einars Pálssonar, „Brunnir kolskógar“ sem leikið var í Iðnó fyrir um 20 árum. Þar segir frá fjölskyldu sem býr á mestu um- brotasvæðunum og viðbrögðum hennar og yfirvalda við þeim ham- förum sem yfir falla. Frumsýningin veröur að kvöldi annars jóladags í kapellunni á Kirkjubæjarklaustri sem reist var til minningar um séra Jón Steingrímsson, en hann ritaði sem kunnugt er Eldritið, þar sem segir frá eldsumbrotunum. Er þetta í fyrsta sinn sem leikið er í kapell- unni. Menningarsjóðurfélagsheim- ila hefur veitt styrk til ferðarinn- ar. Leikstjóri sýningarinnar er Þór- unn Sigurðardóttir en leikendur þau María Sigurðardóttir, Kristján Franklín Manús, Viðar Eggertsson og Ragnheiður E. Arnardóttir. Lýsingu annást Egill Ingibergsson og Kristín Ólafsdóttir les inn á band. Eftir áramót er ætlunin að fara með sýninguna í skóla og sýna fyrir elstu bekki grunnskóla, mennta- skóla, fjölbrautaskóla og önnur skólastig, en að undanförnu hefur námsefni um sr. Jón Steingrímsson og Skaftárelda verið kennt víða í skólum. Jólagjöf til skóla- barna í E1 Salvador E1 Salvadornefndin efnir þessa dagana til söfnunar sem kölluð er ,4ólagjöf til skólabarna á frelsuðu svæðunum í E1 Salvador“. Verða stuðningsmenn nefndarinnar með söfnunarbauka á Lækjartorgi og við fjölfarna verslunarstaði á Þor- láksmessu. Tveir spænskumælandi söngvarar munu troða upp með söfnurunum, annar þeirra frá Spáni og hinn frá Honduras. Kenn- arasambandið og Hið íslenska kennarafélag hafa veitt söfnun þessari stuðning með því að taka að sér greiðslu á kostnaði. Söfnunarmenn munu jafnframt selja bækling þar sem gerð er grein fyrir vandamálum í skólamálum í E1 Salvador og starfi kennarasam- takanna þar. Nýjar plötur frá Skífunni Skífan gaf nýverið út sína fyrstu safnplötu og ber hún nafnið „An vörugjalds“. Nafn plötunnar kem- ur til af niðurfellingu vörugjalds af hljómplötum sem kom til fram- kvæmda í október síðastliðnum og hefur haft mjög góð áhrif á alla plötusöiu í landinu. Flest öll laganna á plötunni eru erlend, en einnig eru tvö íslensk lög. Annað þeirra er glænýtt og hefur aldrei komið út á plötu áður. Það er lag Magnúsar Þórs Sig- mundssonar, „Dancer“. Hitt lagið er „Stefnumót“ með Guðmundi Rúnari Lúðvíkssyni og hefur áður komið út á plötunni Gallabuxur, sem kom út í haust. Þá hefur Skífan endurútgefið jólaplötu Brunaliðsins, „Með eld í hjarta“, og ber hún nafnið „11 Jólalög“. Meðal helstu laga á plötunni má nefna „Það á að gefa börnum brauð“, sungið af Ragn- hildi Gísladóttur, „Hvít Jól“, sung- ið af Sigrúnu „Diddú“ Hjálmtýs- dóttur, „Leppalúði“, sungið af Þórhalli „Ladda“ Sigurðssyni, , Jóla Jólasveinn“, sungið af Ragn- hildir Gísladóttur og „Oli Lokbrá“, sungið af Magnúsi Kjartanssyni, Ragnhildi Gísladóttur og Pálmaj Gunnarssyni. ................ (Frettatilkynmng) Ferðasaga Tékkans Daníels Vetter Sögufélag sendir frá sér bókina ísland. Ferðasaga frá 17. öld eftir Tékkann Daníel Vetter. Þetta er fyrsta bindi í nýrri ritröð sem nefn- ist Safn Sögufélags. Þýdd rit síðari alda um ísland og íslendinga. Daníel Vetter kom að líkindum til íslands árið 1613 eða því sem næst. Hann gerðist kunnur menntamaður, prestur og bókaút- gefandi. Um komuár Vetters, lífshlaup hans o.fl. rita tékkneski fræðimaðurinn Helena Kadecková og Helgi Þorláksson í inngangi. Vetter segir frá ýmsu, s.s. kynnum sínum af Herluf Daa höfuðsmanni og Oddi Einarssyni, biskupi í Skál- holti og nefnir margt um líf og kjör landsbúa o.fl. sem ýmsum íslend- ingum á seinni tínum hefur þótt ótrúlegt. Þorvaldur Thoroddsen ritar hins vegar að „Vetter hafi sagt svo rétt frá sem honum frekast var unnt“. Heilum 345 árum eftir útkomu sína birtist ferðalýsing Vetters í fyrsta sinn á íslensku, þýdd beint út tékknesku af Hallfreði Erni Eiríkssyni og Olgu Maríu Fra- nzdóttur. Myndir eru í bókinni, ýt- arlegar skýringar og skrár. Jólahraðskákmót Útvegsbanka ís- lands haldið á 2. degi jóla: Sterkasta hrað- skákmót ársins Útvegsbanki íslands gengst fyrir sínu árlega jólahraðskákmóti á öðrum degi jóla. Þetta verður sem endranær langsterkasta hrað- skákmót sem haldið er hér á landi ár hvert og hafa allir bestu skák- menn landsins skráð sig til þátt- töku. Mót þetta verður jafnframt hið fyrsta þar sem teflt verður með quarz-skákklukkum. Keppendur verða alls 20 og tefla allir við alla. Hefur hver keppandi 7 mínútur til umráða fyrir hverja skák. Mótið hefst kl. 14 í af- greiðslusal aðalbankans á 1. hæð og lýkur því um kl. 18.30 með því að Albert Guðmundsson fjármála- ráðherra og fyrrverandi formaður bankaráðs Utvegsbankans afhend- ir verðlaun. Fyrsta jólahraðskákmót bank- ans var haldið yfir jólin 1981-’82. Þá sigraði Friðrik Ólafsson eftir harða keppni. Á síðasta móti sigr- aði Friðrik ásamt Helga Ólafssyni. Vegna móts þessa mun verða opið á 1. hæð bankans og gefst áhorfendum því kostur á að fylgj- Nýtt félag stofnað Þroskahjálpar- félag á Reykjanesi Fyrir skömmu var stofnað Þroskahjálparfélag á Reykjanesi. Félagið fékk nafnið Þroskahjálp- arfélagið á Reykjanesi. Starfssvæði þess er Kjósar- Kjalarness-, Mosfells-, og Bessastaðahreppur og kaupstaðirnir Hafnarfjörður, Garðabær, Kópavogur og Seltjarn- arnes. Innan félagsins eru 5 starfssvæði og fyrirhugaðir eru fundir á hverju svæði fyrir sig.: Starfssvæðin eru 1. Kjósar- Kjalarness- og Mos- fellshreppur. 2. Seltjarnarnes. 3. Kópavogur. 4. Garðabær og Bessastaða- hreppur. 5. Hafnarfjörður. Hvert starfssvæði á einn aðal- mann og einn varamann í stjórn. í stjórn félagsins voru kosin: Jón Sævar Alfonsson, form. Hrafn Sæmundsson varaform. Karl Harrý Sveinsson gjaldkeri, Hall- dóra Sigurgeirsdóttir ritari, Jó- hanna H. Sigurðardóttir meðstj. í varastjórn: Vilhjálmur S. Bjarna- son, Dagný Karlsdóttir, Bergur Þorleifsson, Ásta Þorsteinsdóttir og Jón Bjarni Þorsteinsson. - v. þátttakenda á ,Jólahraðskákmóti Útvegsbanka íslands“ sem haldið verður í aðaibankanum í Austur- stræti á 2. degi jóla. Friðrik sigraði á fyrsta jólamótinu og varð í 1.-2. sæti á síðasta móti. ast með keppninni. Gengið er inn um aðaldyr. _ hól Nýlega útskrifaði Lyfjatæknaskóli íslands 8 nýja lyfjatækna. Er þetta níundi hópurinn, sem útskrifast frá skólanum, en í ár eru liðin rétt 10 ár frá því að fyrst var sett reglugerð um nám og starfsréttindi lyfjatækna. í kjölfar þeirrar reglugerðar var skólinn svo stofnaður. Hefur skólinn nú útskrifaö um 120 lyfjatækna. Á myndinni má sjá hina nýútskrifuðu lyfja- tækna, en þeir eru: efri röð: Hrafnhildur Svansdóttir, Birna Björnsdóttir, Olafur Ólafsson, skólastjóri, Steinunn H. Björnsdóttir og Margrét H. Þórisdóttir. Neðri röð Sigrún L. Hauksdóttir, Helga M. Söcbech, Guðrún Halldórsdóttir og Bára Samúelsdóttir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.