Þjóðviljinn - 31.12.1983, Page 3
VH'í' jvjriv
.si't'.wh .1». AVM,\r<U\VA - A®?. 2
Helgin 31. desember - 1. janúar 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3
„Menn vita ekki
sitt rjúkandi ráðu
Þegar það spurðist út í vor
er leið, að Steingrímur Her-
mannsson yrði forsætisráð-
herra nýrrar ríkisstjórnar
varð þessi vísa til:
Nú er von á miklu mausi
og miður góðu standinu,
fyrst að Denni dæmalausi
drottnar yfir landinu.
Vissulega hefur verið „mikið
maus“ og „miður gott stand“ síð-
an þá, og segja má að ástandið í
landinu sé með þeim hætti, nú um
áramót og við upphaf vetrarver-
tíðar, að verra hafi það ekki verið
um áratuga skeið. Undirstöðu-
atvinnuvegirnir, útgerð og fisk-
vinnsla á heljarþröm og útgerðin
þó sýnu ver á sig komin.
Kaupmáttur launa minni en mið-
aldra fólk þekkir af eigin raun,
þúsundir manna um allt land án
atvinnu og hreinlega allt í óvissu
með komandi vertíð. Aftur á
móti hafa milliliðirnir grætt á tá
og fingri, eins og skýrt var frá í
Þjóðviljanum í gær. Astæða þess
er einföld, hin hrikalega
kauplækkun, sem almenningur
hefur orðið að taka á sig, hefur
runnið beint í vasa eigenda þess-
ara fyrirtækja.
>rAllt í
lausu lofti“
Af samtölum sem ég hef átt við
nokkra útgerðarmenn víðsvegar
um landið virðist ríkja mikil
óvissa um allt er varðar komandi
vertíð. Kristján Ásgeirsson, út-
gerðarstjóri á Húsavík orðaði
það svo að „allt væri í lausu lofti“
varðandi þessi mál. Kvótakerfið
sem tilbúið átti að vera um ára-
mót sér ekki dagsins ljós fyrr en í
lok febrúar. „Samt verðum við
sem rekum fiskvinnslu samhliða
útgerð, sem þar að auki er undir-
staða atvinnulífs staðarins, eins
og togaraútgerðin og frystihúsið
hér er, að hefjast handa þegar
eftir áramót, hvað sem öllu kvót-
akerfi líður" sagði Kristján og í
sama streng tók Haraldur Stur-
laugsson hjá HB&Co á Akra-
nesi, sem sagðist verða að hefja
veiðar, hvað sem liði kvótakerfi.
Þótt mikil andstaða sé meðal
útgerðarmanna gegn kvótakerf-
inu, virðast flestir sætta sig við
það einhvern tíma, vegna ástands
þorsksstofnsins og ýmissa ann-
arra nytjafiska um þessar mund-
ir, samkvæmt því er fiskifræðing-
arnir segja. Hitt er annað að
menn vildu fá kvótann fyrir ára-
mót og því lofaði raunar Halldór
Ásgrímsson sjávarútvegsráð-
herra, eðá í versta falli að allar
aðallínur lægju fyrir um áramót,
þótt tæknileg úrvinnsla drægist
eitthvað fram í janúar. ískjóli
þessa barði hann það í gegn fyrir
jól að Alþingi afgreiddi lögin um
veiðar í íslenskri landhelgi. En
svo kemur bakslagið sl. miðviku-
dag, enginn kvóti fyrr en 20. feb-
rúar í fyrsta lagi. Fyrir bragðið
„vita menn ekki sitt rjúkandi
ráð“ eins og Leifur Halldórsson
útgerðarmaður í Ólafsvík, sagði í
samtali við undirritaðan.
Leifur Halldórsson sagði að
þeir félagar væru með 4 báta og
saltfiskverkun og myndu þeirra
bátar hefja róðra strax í byrjun
janúar. „Um annað er ekki að
ræða ef við ætlum að halda mann-
skap. bæði á bátunum og ekki
síður við. fiskvinnsluna í landi. Ef
við vildum bíða með að taka okk-
ar kvóta þar til hægara er að gera
út en í hörðustu mánuðum ársins,
þá höldum við ekki fólki, það
bíður ekki atvinnulaust eftir því
að okkur henti að gera út“, sagði
hann ennfremur. Hann bætti því
við að menn væru ruglaðir og ráð-
villtir og hljóðið í mönnum væri
ömurlegt. Leifur sagðist vita til
þess að eigendur báta, sem ekki
væru með fiskvinnslu í landi væru
sumir hverjir amk. ákveðnir í að
taka sinn kvóta þegar þeim hent-
ar best og hagstæðast er að gera
út.
Á að láta fólkið
ganga um atvinnu-
laust?
Haraldur Sturlaugsson á Akra-
nesi, sem rekur stærsta útgerðar
og fiskvinnslufyrirtækið þar í bæ
sagðist myndi láta sína báta og
togara hefja veiðar strax eftir ára-
mót. „Vissulega er mikil óvissa
ríkjandi í útgerðinni nú, kannski
meiri en nokkru sinni. En við
erum hér með hundruð manna í
vinnu og ef við ætluðum að bíða
þar til hagstæðast er fyrir okkur
að gera út, þe. yfir sumarið þá
gætum vio alveg eins lokað fyrir-
tækinu fyrir fullt og allt. í fyrsta
lagi er lang erfiðast að fá fólk í
vinnu yfir sumarið, þegar sumar-
frí standa yfir og einnig hitt, sem
er þyngra á metum, ef við ekki
förum af stað strax, hvað sem
kvóta líður, þá missum við fólkið.
Það getur enginn gengið hér um
atvinnulaus og beðið þess að við
byrjum. Ég vil í þessu sambandi
líka benda á að okkar fólk, sem
vinnur við undirstöðuatvinnuveg
þjóðarinnar er það fólk sem
minnst félagsleg réttindi hefur.
Ef hráefni vantar, þá er því ein-
faldlega sagt upp með viku fyrir-
vara. Þetta er eini hópurinn í
landinu sem býr við þetta, en
vinnur samt við undirstöðuat-
vinnuvegina. Við skulum bara
líta á dæmi. Um jól og áramót eru
allir sjúklingar sem mögulega
geta farið, sendir heim til sín um
jól og áramót og ekkert nema
gott um það að segja. En veit ein-
hver til þess að starfsfólki sjúkra-
húsanna sé sagt upp þess vegna?
Mér er ekki kunnugt um það“,
sagði Haraldur.
Jóhann K. Sigurðsson, útgerð-
arstjóri hjá Síldarvinnslunni í
Neskaupstað tók mjög í sama
streng og Haraldur. Hann sagði
að hvað sem liði kvótakerfi, væri
ekki um annað að ræða fyrir Síld-
arvinnsluna en að senda sína tog-
ara á sjó strax í byrjun janúar.
„Við verðum að halda uppi at-
vinnu og því er ekki eftir neinu að
bíða hjá okkur. Við höfum verið
að reyna að gera okkur grein fyrir
því hvernig kvótakerfið muni
virka, samfara minnkandi afla og
munum reyna að stýra okkar
starfsemi allri með þetta í huga.
Því munum við reyna að koma
því svo fyrir að alltaf séu einhver
skip frá okkur að veiðum, til þess
að reyna að halda uppi atvinnu.
Það mun hjálpa okkur mikið að
við erum með mörg skip og get-
um því stýrt þessu svo lítið. Tog-
arasjómenn okkar hafa tekið sér
allt að 2ja mánaða frí á ári og við
höfum sagt þeim það að nú verði
að stilla fríin inná þetta kerfi, því
annars gæti svo farið að þegar
þeir ætluðu sér í frí neyddumst
við til að stöðva viðkomandi tog-
ara um tíma, vegna kvótakerfis-
ins. Allt þarf þetta að smella sam-
an,“ sagði Jóhann K. Sigurðsson.
Rekstrarstaðan
í allt haust hefur vofað yfir
fjölda útgerðarmanna uppboð á
nýjum skipum, vegna vanskila
þeirra við Fiskveiðasjóð. Bæði
forráðamenn Fiskveiðasjóðs og
sjávarútvegsráðherra hafa haft
orð um að bjarga verði þessum
málum við með einhverjum
hætti, finna verði lausn á þessum
vanda, sem og rekstrargrundvelli
skipanna. Enn hefur ekkert
heyrst frá sjávarútvegsráðherra
um þetta mál annað en að það sé í
athugun. Uppboðum hefur verið
frestað meðan beðið er eftir lausn
mála, en ekkert hefur gerst enn
og er þó komið að upphafi vetrar-
vertíðar.
„Það er vissulega slæmt að allt
er í óvissu með kvótakerfið, en
hitt er mun verra að rekstrarstaða
útgerðarinnar er þannig að menn
eiga ekki einu sinni fyrir olíu til
að koma skipunum til veiða og
um lán er ekki að ræða hjá flest-
um varðandi olíukaup. Ég óttað-
ist það að þessi slæma rekstrar-
staða muni stöðva stóran hluta
flotans f byrjun næsta árs. Hér
hjá okkur á Húsavík hefur verið
fjallað um þetta mál fram og aft-
ur, m.a. í bæjarstjórninni. Vissu-
lega eru uppi ýmsar hugmyndir,
en hvort þær fást samþykktar eða
nást fram, er önnur saga“, sagði
Kristján Ásgeirsson á Húsavík.
Aðrir útgerðarmenn tóku
undir þetta og sögðu stöðuna
mjög alvarlega og að þeir væru
margir útgerðaraðilarnir, sem
vissu ekki hvernig þeir ættu að
koma skipum sínum til veiða,
burt séð frá óvissunni varðandi
kvótakerfið. Og á meðan eld-
arnir brenna situr ríkisstjronin
með öll mál í athugun mánuðum
saman. Sannleikurinn er nefni-
lega sá að ríkisstjórnin hefur ekki
hugmynd um hvernig hún á að
bjarga rekstrargrundvelli útgerð-
arinnar. Á meðan milliliðirnir
sitja við kjötkatlana og kunna sér
ekki læti af ánægju vegna með
gróða á árinu sem er að líða,
sveltur útgerðin. Ástæðurnar eru
í sjálfu sér augljósar. Með þeirri
gífurlegu fjármunatilfærslu sem
launalækkunin var, sl. hafa milli-
liðirnir hirt gróðann, vegna þess
að launagreiðslur eru mun stærri
hluti af rekstri milliliða fyrirtækj-
anna heldur en útgerðar- og fisk-
vinnslufyrirtækja.
Atvinnuleysið
Þúsundir manna um allt land
hefur verið án atvinnu mestan
partinn í desember. Ástandið í
atvinnumálum hefur ekki verið
nálægt því eins slæmt undanfarin
ár og nú er. Allt bendir nú til þess
að lítið rætist úr vanda þessa fólks
næstu vikurnar, eitthvað að vísu
ef togararnir komast til veiða, en
mjög lítið samt. Þá er einnig ljóst
að sú aflatakmörkun og það kvót-
akerfi sem á að koma á allar
veiðar, mun hafa sitt að segja
hvað atvinnu fólks viðkemur í
hinum fjölmörgu útgerðarbæjum
landsins. Óvíða eru svo margir
togarar og bátar að menn geti
stýrt veiðum undir kvótakerfi,
eins og þeir í Neskaupstað, þann-
ig að atvinna haldist. Ótti manna
um langvarandi atvinnuleysi á
næsta ári er því á rökum reistur.
Og ef marka má það sem frá ráð-
herrum ríkisstjórnarinnar hefur
komið undanfarið, þá virðast
þeir hafa meiri áhuga á að láta
skrifa sendibréf ráðuneyta sinna
með setu og stöðuheiti sitt með
stórum staf en að leysa þann
hrikalega vanda sem við blasir í
atvinnulífi okkar íslendinga.
-S.dór
fréttaskýríng
Sigurdór
Sigurdérsson
skrlfar ~