Þjóðviljinn - 31.12.1983, Side 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN' Helgin 31. desember - 1. janúar 1984
Innlendur annáll 1983
Snjóflóðin á Patreksfirði ollu miklu manntjóni og gífurlegu eignatjóni. - Ljósm.: eik.
s
Ar hinna miklu lægða
Ófrýnileg byrjun
Árið heilsaði heldur ófrýnilega og allan
janúarmánuð gekk á með stöðugum
illviðrum, m.a. dýpstu lægð sem komið
hafði yfir landið í 50 ár. Fór veðurlagið í
skapið á mörgum og einn maður hreytti út
úr sér er hann snaraðist inn úr óveðurs-
hamnum: „Ef þessi afbrotamaður, Ingólfur
Arnarson, hefði ekki hrökklast til landsins
á sínum tíma þá væri ekki nokkur maður á
þessu útskeri, kannski þó rússnesk veðurat-
hugunarstöð.“
Dabbi hækkar strœtó
Stjórnvöld voru tæplega í betri ham en
veðurguðirnir og kannski voru janúar-
lægðirnar fyrirboði þess sem koma skyldi,
hinna djúpu kjaralægða ársins. Dabbi borg-
arstjóri tók sig til og hækkaði alls konar
gjöld án þess að spyrja kóng né prest. M.a.
hækkaði hann fargjöld SVR um 50% og var
sett lögbann á þá hækkun að kröfu Verð-
lagsstofnunar. Skömmu síðar náði hann sér
niðri á borgarbúum með því að hækka
stöðumælagjöld um 500%.
Sigurlaugu sparkað
Auðvitað settu komandi alþingiskosn-
ingar svip sinn á útmánuði og skutu próf-
kjör og forvöl mörgum stjórnmálamannin-
um skelk í bringu. Þeim armi Sjálfstæðis-
flokksins sem studdi ríkisstjórn Gunnars
Thoroddens, gekk vel í prófkjörum flokks-
ins, og sigraði t.d Friðjón Þórðarson ráð-
herra með yfirburðum í Vesturlandskjör-
dæmi í janúar. Á Vestfjörðum klofnaði
hins vegar Sjálfstæðisflokkurinn vegna þess
að ekkert prófkjör var viðhaft og einnig
vegna þess að Sigurlaugu frá Vigur var
sparkað út í ystu myrkur. Varð hún ævareið
og gerðist leiðtogi klofningsmanna fyrir
vikið.
Náttúruhamfarir
á Patreksfirði
Miklar náttúruhamfarir urðu á Patreks-
firði 22. janúar en tvö geysiöflug snjó- eða
krapaflóð féllu yfir þorpið og ruddu öllu
með sér á sjó út. Ollu þau bæði manntjóni
og miklu eignatjóni. 4 létust en 19 hús eyði-
lögðust eða skemmdust. Má segja að mikl-
um óhug hafi slegið á landsmenn við þessi
tíðindi.
K(h)valafullar
umræður
að mótmæla ekki ákvörðun alþjóðahval-
veiðiráðsins og þar með fylgja henni eftir.
Sumir töldu að viðskiptahagsmunir í
Bandaríkjunum hefðu ráðið ákvörðun'
margra þingmanna.
Brestir í stjórninni
Brestir fóru að koma í ljós í stjórnarsam-
starfinu þegar líða tók á árið sem var fyrir-
boði þeirrar hægri stjórnar sem sat í árslok.
Forsætisráðherra bar fram frumvarp sem
gerði ráð fyrir afnámi vísitölubóta á laun -
gegn vilja Alþýðubandalagsins, og Fram-
sóknarmenn og Sjálfstæðismenn í stjórn-
inni lögðust gegn því að Hjörleifur Gutt-
ormsson Iéti til skarar skríða með einhliða
aðgerðum gegn hinu sviksamlega Alusu-
isse.
Þingflokksformenn
falla út
Það vakti töluverða athygli hvaða útreið
formenn þingflokkanna fengu í undirbún-
ingi kosninga. Ólafur G. Einarsson hafnaði
í fjórða sæti í Reykjaneskjördæmi hjá Sjálf-
stæðisflokknum, Ólafur Ragnar Grímsson
sömuleiðis í fjórða sæti hjá Alþýðubanda-
laginu í Reykjavík og Sighvatur Björgvins-
son tapaði fyrir Karvel Pálmasyni í próf-
kjöri Álþýðuflokksins á Vestfjörðum og
varð af því mikill hvellur. Var þá ort:
Kom á óvart krataval,
kusu langsfrægt hanagal.
Stendur enn um strönd og dal
slóðin eftir Hannibal.
Gegn Páli Péturssyni var hins vegar gerð
uppreisn meðal Framsóknarmanna í Húna-
vatnssýslum og buðu þeir fram BB-listann
gegn B-listanum.
Spurningin
um Gunnar
í mars hrundu stuðningsmenn dr. Gunn-
ars Thoroddsen forsætisráðherra af stað
undirskriftasöfnun til þess að hann færi í
sérframboð til alþingiskosninga. f margar
vikur hélt Gunnar mönnum volgum og var
þetta eitt helsta umræðuefni manna. Ekki
varð þó úr framboði og dr. Gunnar varð
allur áður en árið var liðið.
Brunar á Álafossi,
Keflavík og
Hellissandi
Um mánaðamótin janúar/febrúar var um
fátt meira talað manna á meðal en með-
höndlun alþingis á tillögu um bann við hval-
veiðum við ísland í samræmi við samþykkt
alþjóðahvalveiðiráðsins. Eftir k(h)valafull-
ar umræður í nokkra daga var ákveðið með
eins atkvæðis meirihluta í sameinuðu þingi
Um miðjan mars varð tugmiljóna króna
tjón er birgðageymslur Álafoss brunnu og
misstu um 120 manns vinnuna vegna
brunans. Er þetta einhver mesti bruni sem
orðið hefur hér á landi. Síðar á árinu brann,
svo frystihúsið á Hellissandi til kaldara kola
og var það mikið áfall fyrir byggðalagið.
Ennfremur brann frystihús í Keflavík.
Lágmarksframlag
13 aurar
Hinn 28. mars voru stofnuð samtökin Ný
sjónarmið. Markmið þeirra var að hrinda af
stað söfnun til stuðnings Alusuisse.
Lágmarksframlag í söfnunina átti að vera
13 aurar, en það er sú upphæð sem álverið í
Straumsvík þurfti að greiðafyrirhverjakíló-
wattstund til Landsvirkjunar. Félagsskap-
urinn lét þrásinnis frá sér heyra fram á haust
og ekki síst kvennadeild hans er nefndist
Vorhvöt. Af einhverjum kynlegum orsök-
um flaggaði Morgunblaðið þessum samtök-
um frekar lítið.
Frakkar í hrakningum
Ýmsir lentu í miklum hrakningum á
páskunum. Þó vakti hrakfallasaga tveggja
Frakka mesta athygli. Annar þeirra lagði af
stað fótgangandi einn síns liðs yfir Vatna-
jökul og eftir 12 daga hrakninga komst til
byggða nær örmagna af kali og vosbúð.
„Þetta var hræðileg lífsreynsla“, sagði
hann, „og ég myndi ekki leggja aftur upp á
jökulinn þótt þið byðuð mér tugi miljóna
franka.“ Hinn Frakícinn skrapp upp í Hall-
grímskirkjuturn til að taka myndir en lok-
aðist uppi og varð að dúsa þar í ískulda alla
aðfaranótt föstudagsins langa. Sá föstudag-
ur varð honum sannarlega langur.
Friðarsinnar
og Mogginn
Friðarsinnar létu mikið að sér kveða á
árinu og voru m.a. stofnuð samtök ýmsra
hópa svo sem lækna og listamanna til að
berjast gegn kjarnorkuvánni. Einn stærsti
atburðurinn á þessum vettvangi var friðar-
gangan 6. ágúst sem farin var frá Keflavík til
Reykjavíkur og var geysifjölmenn. Kirkj-
unnar menn tóku líka af skarið í þessari
baráttu en Mogginn hafði hins vegar allt á
hornum sér.
Sigtúnshópur
og samvinnufélag
Eitt af loforðum stjórnmálaflokkanna
fyrir kosningar var að hækka húsnæðislán
en er líða tók á sumarið var allt útlit fyrir að
ríkisstjórnin ætlaði að humma allar aðgerð-
ir fram af sér. Þá reis upp geysiöflug hreyf-
ing húsbyggjenda og kaupenda og boðaði
hún til fundar í Sigtúni þar sem þess var
krafist að eitthvað yrði gert í málinu. Lof-
orð stjórnmálamanna fyrir kosningar hafði
hljóðað upp á 80% lán af verði svokallaðrar
staðalíbúðar, en nú hlupu þeir til og lofuðu
50% lánum. Þegar upp var staðið hljóðaði
loforðið upp á 30% lán og var þó í árslok allt
í óvissu með fjáröflun. Þá var líka stofnað
öflugt húsnæðissamvinnufélag til að reisa
leiguíbúðir en ekki var í árslok séð hvort
stjórnvöld tækju við sér til að liðsinna því.
Tala kvenna
þrefaldaðist
Alþingiskosningar fóru fram síðustu
helgina í apríl og það sem var markverðast
við úrslitin var það að tveir nýir þingflokkar
bættust við þá sem fyrir voru. Þeir voru
Bandalag jafnaðarmanna með 4 þingmenn
og Samtök um kvennalista með 3 þing-
menn. Þá þrefaldaðist tala kvenna á þingi,
þær urðu nú 9 í stað þriggja áður. Einna
mesta athygli vakti að Geir Hallgrímsson,
formaður Sjálfstæðisflokksins, náði ekki
kjöri en hann hafði hafnað í 7. sæti á lista
flokksins í Reykjavík í prófkjöri. Annar
þekktur stjórnmálaleiðtogi, Ólafur Ragnar
Grímsson náði heldur ekki kjöri. Fylgi Al-
þýðuflokks og Framsóknarflokks hrundi í
þessum kosningum, Sjálfstæðisflokkur
vann lítils háttar á og Alþýðubandalag tap-
aði lítils háttar.
Leiftursókn
gegn lífskjörum
Margs konar stjórnarmöguleikar komu
til greina eftir kosningar en þeir sem voru
kannski ræddir í mestri alvöru var sam-
steypustjórn Framsóknar og Sjálfstæðis-
flokks eða stjórnþessaraflokkaog Alþýðu-
flokksins. Síðarnefnda hugmyndin strand-
aði hins vegar á því að Alþýðuflokkurinn
krafðist þess að fá forsætisráðherraembætt-
ið. Það var svo fimmtudaginn 26. maí sem
Steingrímur Hermannsson myndaði stjórn-
ina og var leiðandi stef í stjórnarsáttmálan-
um: Leiftursókn gegn lífskjörum.
Eldgosið í Grímsvötnum
Um svipað leyti og hægri stjórnin var
mynduð reiddust goðin og það fór að gjósa í
Grímsvötnum í Vatnajökli og var það stór-
fengleg sjón. Svo lagðist skýjaþykkni yfir
jökulinn og þegar því létti var gosið búið.
Guðlastarinn Úlfar
Spegillinn, samviska þjóðarinnar, var
endurvakin, en í lok maí var allt lögreglulið
iandsins boðað út og 2. tbl. Spegilsins gert
upptækt að kröfu ríkissaksóknará. Fyrst í
stað var óljóst hvað ylli þessum aðförum og
var þó nefnt klám og meiðyrði til að byrja
með. Seinna var gefin út formleg ákæra um
guðlast, klám og brot á prentlögunum og
seinni hluta árs var Úlfar Þormóðsson, út-
gefandi blaðsins dæmdur í sakadómi
Reykjavíkur. Er hann annar maðurinn á
þessari öld sem fær dóm fyrir guðlast og
öfunduðu margir hann af. Ekki var hann þó
dæmdur til að brennast á báli en hæstiréttur
á þó eftir að fjalla um málið.
Gullkorn Alberts
Skömmu eftir að nýja stjórnin tók við stal
Albert Guðmundsson fjármálaráðherra