Þjóðviljinn - 31.12.1983, Qupperneq 11
Pann 27. desember voru 4 ár lið-
in frá því að sovéski herinn réðist
inn í Afghanistan og virtist ekkert
lát vera á borgarastyrjöldinni þar.
Ýmsir höfðu bundið vonir við að
Andropov, nýkjörnum flokksleið-
toga í Sovétríkjunum, tækist að
leysa þetta mál, en eftir að fyrsta
valdaár hans leið án þess að nokkr-
ar breytingar yrðu á stöðunni í Afg-
hanistan urðu þær vonir að engu.
Fréttir voru óljósar frá Afghanist-
an á árinu, en öðru hvoru bárust
fréttir af mikilli grimmd sem ein-
kenndi styrjöldina sem geisar í
landinu. Myndin sýnir sovéska her-
þyrlu sem andstæðingar stjórnar-
innar í Kabul hafa skotið niður.
Hin tilgangslausa og blóðuga
styrjöld við Persaflóann á milli íran
og íraks hélt áfram án þess að
vekja verulega athygli um-
heimsins. Pó vakti það athygli þeg-
ar Frakkar seldu írökum eldflaug-
ar til stríðsrekstursins og íranir
hótuðu að loka fyrir siglingar um
Persaflóa yrði þeim beitt. Þá sýndi
það sig að styrjöld þessi gat haft
alvarlegar afleiðingar fyrir efnahag
Vesturvelda og heimsfriðinn um
leið. Ekki var nein lausn sjáanleg á
ófriðnum sem ríkt hefur á milli
þessara múslömsku ríkja og
veikburða tilraunir Olof Palme til
að leita sátta virtust dæmdar til að
mistakast.
Hungursneyð ríkti víða í þróun-
arlöndunum á árinu og var ástand-
ið alvarlegast í sunnanverðri Afr-
íku þar sem langvinnir þurrkar ollu
neyðarástandi. Framkvæmdastjóri
FAO, matvæla- og landbúnaðar-
stofnunar Sameinuðu þjóðanna,
sagði að hungur vofði nú yfir 870
miljónum manna í heiminum.
Ógnarstjórn fór vaxandi í E1 Sal-
vador og „líktist nú æ meira þjóð-
armorði" eins og fulltrúi Mannrétt-
indanefndarinnar þar komst að
orði í viðtali við Þjóðviljann. Fjöl-
damorð stjórnarhersins og dauða-
sveitanna voru daglegir viðburðir
og stjórnarherinn beitti efnavopn-
um og napalmi gegn óbreyttu
bændafólki. Marianella Garcia
Villas forseti Mannréttindanefnd-
ar E1 Salvador (sjá mynd) var myrt
af stjórnarhernum sem fór halloka
á árinu í viðureign við skæruliða
þrátt fyrir mikla aðstoð Bandríkj-
astjórnar. Bandaríkin studdu einn-
ig uppreisnarmenn til innrása í Nic-
aragua og stofnuðu þjálfunarbúðir
fyrir þá í Honduras.
Sigur Jafnaðarmanna í kosning-
um í Argentínu og Venezuela varð
til þess að styrkja kröfu
Contadora-ríkjanna í S-Ameríku
um pólitíska lausn á deilum í Mið-
Ameríku.
Önnur gleymd styrjöld er stríð
það sem Suðurafríkustjórn hefur
um árabil háð gegn nágrannaríkj-
um sínum, sérstaklega Angola og
Mosambique. Fréttir af loftárásum
S-Afríkuhers á skóla, sjúkrahús og
aðrar opinberar stofnanir í suður-
hluta Mosambík og Angóla fóru
ekki hátt í fjölmiðlum á Vestur-
löndum, en slíkir atburðir eru þó
daglegt brauð á þessum slóðum.
Hermaður S.-Afríkustjórnar bæt-
ist við hungursneyð sem nú ríkir í
Mósambík vegna þurrka. Myndin
sýnir fórnarlömb S-Afríkuhers í
Angóla.
Þurrkar ollu víða gífurlegu tjóni
og hungursneyð þar sem ástandið
var verst fyrir eins og í sunnan-
verðri Afríku. Þurrkar voru einnig
miklir í Brasilíu og Ástralíu á ár-
inu.
Nóbelsnefnd norska stórþings-
ins veitti Lech Walesa friðarverð-
laun Nóbels í viðurkenningarskyni
fyrir baráttu hans fyrir frjálsri
verkalýðshreyfingu í Póllandi. Wa-
lesa lýsti því yfir að verðlaunin
yrðu notuð til hjálparstarfs kirkj-
unnar í Póllandi. Myndin er frá
fundi Walesa með páfanum, þegar
páfinn heimsótti Pólland á liðnu
sumri.