Þjóðviljinn - 31.12.1983, Síða 14

Þjóðviljinn - 31.12.1983, Síða 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 31. desembcr - 1. janúar 1984 Sigurjón Pétursson Skuldafenið í Grafarvogi Ársins 1983 veröur minnst um mörg ókomin ár. Raunarerekki ósennilegt að í framtíöinni verði tal- að um atburði sem gerðust fyrir eða eftir lífskjaraskerðinguna miklu og þá áttviðárið 1983. Þegar litið er til baka, þá var árið 1942 einnig tímamótaár, sem hefur sérstæðan hljóm í munni eidri verkamanna. Það var árið sem al- þýða þessa lands braust úr fjötrum kreppunnar, fann samstöðu sína og beitti styrk hennar. Nú á örfáum mánuðum á þessu ári sem nú er að Ijúka, hefur margra áratuga barátta verkafólks fyrir hagsæld og öryggi verið lögð í rúst án þess að nokkrum vörnum hafi verið komið við, -enn. Kjaraskerðing er nemur um þriðj- ungi kaupmáttar er staðreynd og yfirvofandi er stórfellt atvinnuleysi, sem þegar hefur barið að dyrum hjá hundruðummanna. Typtunarmeistarar Það væri ekki óeðlilegt að þeir höfðingjar sem standa fyrir þessari aðför að lífsafkomu almennings væru hnípnir menn, sem reyndu eftir megni að leiðrétta mistök sín og bæta. En því fer víðs fjarri. Þeir eins og aðrir typtunarmeistarar standa stoltir yfir verki sínu og telja sig vera að bæta þann sem typtaður er. Og enn virðist því miður, að alþýða þessa lands telji sig barða til bóta. Um það verður ekki deilt að þjóðarbúið hefur orðið fyrir nokkrum áföllum og sú skerðing á þjóðartekjum, sem orðið hefur, verður ekki af öðrum borin en þegnum þessa lands. Um það eitt er deilt hvernig eigi að jafna byrðunum. Og þar sýnist mér eitt og stjórnvöldum annað. Allur vandinn er leystur með kaupmátt- arskerðingu, ekki bara jafnmikilli og skerð- ingu þjóðartekna, heldur margfalt meiri. Þannig verða launamenn að axla bæði sínar byrðar og einnig annarra, ef menn gefa sér að tekjuskipting í þjóðfélaginu hafi verið rétt fyrir aðförina. Hækkanir Flestir voru þó þeirrar skoðunar þá, að lífskjör væru fjarri því að vera jöfn í landinu og einnig að það væri ekki launafólkið í landinu, sem lifði í bílífi. Samt er allt af því tekið. - Verslunarálagning hefur ekki lækkað. Hún er óbreytt í prósentum, sem þýðir stór- hækkun í krónum, þar sem verðbólgan var aðeins stöðvuð gagnvart laununum. - Verðlag hefur hækkað allt árið og held- ur áframað hækka á því næsta. - Opinber þjónusta hefur hvorki lækkað né staðið í stað. Hún hefur á mörgum svið- um hækkað enn meir en annað verðlag. Þeir eru margir, sem trúa því að nú séu erfiðleikarnir að baki, frekari kjaraskerð- ing verði ekki og að á komandi ári verði hægt að endurheimta aftur kaupmáttinn. Því miður þá held ég að þeir hafi rangt fyrir sér. Stjórnvöld stefna að enn frekari kjaraskerðingu og engin teikn eru enn á lofti um nauðsynlega samstöðu og baráttu- vilja hjá almenningi til að hnekkja aðför- inni. Grafarvogsævintýriö Fyrir Reykvíkinga verður árið 1983 einn- ig lengi minnisstætt vegna þeirra stórfelldu og kostnaðarsömu mistaka sem nýi íhalds- meirihlutinn hefur gert. Lengst munu menn vafalaust minnast Grafarvogsævintýrisins, þar sem í fyrsta skipti í sögunni, svo ég viti til, var skipulagt og ákveðið í kosningaáróðri heilt byggða- hverfi og arkitektum síðan falið að teikna eftir uppskrift kosningaræðanna. Nú blasir árangurinn við. Af 2§2 lóðum, sem voru gerðar byggingarhæfar í fyrsta áfanga hverfisins og auglýstar til umsóknar á síðast liðnu vori, hafa aðéins 103 gengið út núna um áramótin. Nú þarf launafólk að sameina krafta sína, segir Sigurjón Pétursson m.a. í áramóta- grein sinni. Skipulagsflaustrið verður þannig til þess, að um langan tíma verða í Grafarvogi skörðóttar götulínur og hverfi í byggingu með tilheyrandi moldarhaugum, mörgum árum eftir að fyrstu íbúarnir verða fluttir inn. Ýmsir myndu nú halda að tæpar 180 lausar lóðir væru næg „birgðasöfnun“, en það er ekki skoðun eða stefna íhaldsins, heldur á að gera enn fleiri lóðir byggingar- hæfar á næsta ári þannig að „birgðasöfnun- in“ eykst enn. Borgarstjóri hefur státað af því að nú væri í hverri viku verið að úthluta lóðum við Grafarvog og gefið með því í skyn að eftir- spurn eftir þessum slóðum fari vaxandi. „Þögul bylting“ kallaði Morgunblaðið skipulagsvitleysuna í leiðara um daginn. Þegar ég gerði könnun á því í sumar hve margir hefðu greitt fyrstu greiðslu gatna- gerðargjalda af lóðum í Grafarvogi og með því staðfest að þeir þægju lóðina, þá kom í ljós að út voru gengnar 99 lóðir. Hin „þögla bylting" Morgunblaðsins nú í sumar og haust þegar „svo til á hverjum fundi borg- arráðs er verið að úthluta lóðum í Grafar- vogi“ eins og borgarstjóri segir, er því sam- tals 4 lóðir. Sjaldan hafa menn glaðst jafn mikið yfir jafn litlu. Skipulagsvitleysa og skuldaaukning Það væri í sjálfu sér ekkert sérstakt tilefni til gagnrýni þótt borgin „safni lóðum“ ef 60 40 20 Útsvarsbyrðin 1975-1984 Dökku súlurnar sýna skattbyrðina á stjórnarárum Davíðs Oddssonar. Á næsta ári verða menn 53,1 % lengur að vinna fyrir útsvarinu en á árabilinu 1975-1982 Súlurnarsýnafrávik einstakra ára. -20 1,9 3,4 -5.3 -4,0 1,4 ----i------1------1-----1------1------r------1------1------1-----1------r 74 76 78 80 82 84 30 ~t Skattlagning borgarsjóðs 1 á rafmagnsveituna Upphæðlr í miljónum króna 80 82 Upphæðir færðar til byggingavísitölu 1984 = 2500 400 H 300 200 — Skuldir borgarsjóðs Súlurnar sýna skuldastöðu borgarinnar við hver áramót. Dökku súlurnar sýna þróunina frá kosningum 1982. Nú skuldar borgin yfir 300 miljónir á hlaupareikningi og vegna vörukaupalána. Upphæðir eru færöartil byggingavísitölu 1983. Upphæðir í miljónum króna 100 82 83 hún ætti til þess fé og hefði ekkert gagnlegt við það að gera. En svoer ekki, þvífer verr. Skipulagsvitleysan er öll fjármögnuð með lántökum innlendum og erlendum. Skuldir borgarinnar hafa hækkað frá árslokum 1981 til ársloka 1983 úr 77 miljónum í 304 miljónirogeru þá skuldirársins 1981 færðar til verðlags ársins 1983. Skuldaaukningin hefur því orðið 227 miljónir á 24 mánuðum. Afleiðingin er sú að á næsta ári fer nær þriðja hver króna af því fé sem ætlað er til framkvæmda í að greiða afborganir og vexti. Og því fer fjarri að skuldasöfnun sé hætt. I fjárhagsáætlun næsta árs er gert ráð fyrir 90 miljón króna láni til að endar nái saman. Aukin skattheimta Óstjórnin og vitleysan kallar á stóraukna skattheimtu af almenningi. Til að hylja stórauknar álögur á almenning er slegið um sig með fullyrðingum um lækkun á útsvari úr 11,88% í 11%. Enginn hefur orðað blekkinguna betur en fjármálaráðherra: Skattarnir hækka ekki, fólk er bara lengur að vinna fyrir þeim. Þótt þessi tafla hafi áður birst í Þjóðvilj- anum, þá tel ég að hún eigi þangað erindi aftur og ætti í raun að hanga uppi á hverjum vinnustað í borginni. Hún sýnir þann tíma sem það tekur verkamann að vinna fyrir útsvarinu sínu. Lína 0 er sá meðaltalstími sem það tók að vinna fyrir útsvarinu á árunum 1975 til og með 1982. Viðmiðunin er meðaltal allra kauptaxta Dagsbrúnarverkamanna. Súl- urnar sýna frávik á hverju ári fyrir sig. Þannig voru menn árið 1977 7,7% skemmri tíma að vinna fyrir útsvarinu en meðaltalið, en 1,4% lengurárið 1982. Einsog glögglega sést hafði breyting á útsvari úr 11,0% í 11,88% árið 1980 óverulega aukningu á greiðslubyrði í för með sér, því þá fylgdi kaup verðlagi. Greiðslubyrði ársins sem er að líða er 15,5% erfiðari en meðaltalið og ég býst við að flestir hafi orðið þess varir. En næsta ár ætlar íhaldið enn að herða ólina og þá verður greiðslubyrðin 53,1% erfiðari. Það er þetta, sem Sjálfstæðisflokk- urinn kallar skattalækkun! Það er ekki útsvarið eitt sem hækkar. Næstum allt sem almenningur greiðir er hækkað og flest langt umfram almennar launahækkanir. Sem dæmi má nefna: Fasteignagjöld um 57% laun 30,1% Vatnsskattur 57% laun 30,1% Kort Borgarbókasafns 100% laun 30,1% Gæsla á leikvöllum 50% laun 30,1% Stöðumælagjald (á miðju ári) 100% laun 30,1% Hækkanir á rafmagni og hita Þó tekur fyrst steininn úr þegar hækkanir á rafmagni og hitaveitu eru skoðaðar. Frá 1. nóvember 1982 til ársloka 1983 eða á 14 mánuðum hefur verð á heitu vatni í Reykjavík hækkað um 167,9% og samt er gert ráð fyrir 25% hækkun til viðbótar í byrjun næsta árs. Taxtar Rafmagnsveitu hafa á sama tíma hækkað um 140%, Strætisvagnanna um 112,5% og sundstaðanna um 142%. Þegar rætt er um hækkanir orkufyrirtækj- anna þá er jafnan talað um hækkunarþörf þeirra. En nú er ekki aðeins hækkað til þess að þau geti staðið undir eigin rekstri með tekj- um sínum, heldur eru þau gerð að vaxandi skattstofni fyrir borgarsjóð. Þannig tvö- faldar borgarsjóður skattlagningu sína á Hitaveituna og þrefaldar skattlagningu á Rafmagnsveitu. Þessa skattlagningu verða neytendur síðan að bera í hækkuðu orku- verði. Það er mikill munur á orðum og efndum hjá íhaldinu. Það er ljóst að komandi ár verður alþýðu þessa lands erfitt og svo mun verða þar til íaunafólk nær því á ný að sameina krafta sína líkt og það gerði árið 1942 bæði í verkalýðs- og stjórnmálabaráttu. Ég óska öllu launafólki farsældar á kom- andi ári, með þeirri von að alþýða þessa lands finni sem fyrst samstöðu sína og beiti sér í krafti hennar. Sigurjón Pétursson.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.