Þjóðviljinn - 31.12.1983, Page 17
Y .1 i
• V . »» m I 4
Helgin 31. desember - 1. janúar 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17
is, skrifar áramótagrein
færslu hernámsins sem Bandaríkjastjórn
bar áður fram sjálf. Nú er til dæmis rætt um
uppsetningu radarstöðva í fjórum lands-
hlutum á grundvelli óska frá Islandi því að
sögn utanríkisráðherra hefur engin formleg
beiðni borist frá Bandaríkjastjórn.
Þannig haldast í hendur hér á landi fram-
sókn hægri aflanna og útfærsla hernámsins,
enda rökrétt samhengið; hvorttveggja
þrífst best í garði sprengjunnar.
>4ó læra íslandssögu
Að undanförnu hefur verið nokkuð rætt
um að íslendingar þekktu lítt sögu sína.
Bent hefur verið á að jafnvel Bandaríkja-
menn, sem ekki hafa þótt ýkja þjóðræknir,
kunni sína sögu betur en íslendingar. Hefur
birst skoðanakönnun sem segir margt um
áhugaleysi á fslandssögu. Auðvitað er meg-
inskýringin fólgin í þjóðlífinu sjálfu - í því
felst nú enginn hvati til þess að kynna sér og
kunna meginforséndur sögunnar, til þess
að þekkja þær rætur sem þjóðin nemur líf
sitt af. Hraðfleyg stund neysluhyggjunnar
grefur fortíðina jafnharðan eða hendir
henni öllu heldur út í hafsauga og þar með
sögunni. Skólakerfi okkar hefur farið mikið
fram á síðustu árum og námsgögn hafa stór-
Þú þarft að vinna lengur
fyrir lánunum og vörunum
Vara og þjónustaVerðtr. lán skv
Mán. Kaup. skv. vísltölu lánskjaravísit. Mismunur
Mars.....................20.000 15.000 5.000
Apríl....................20.000 15.000 5.297 - 297
Maí......................20.000 18.148 5.641 -3.789
Júní.....................21.600 18.148 6.106 -2.654
JÚIí.....................21.600 20.864 6.422 -5.686
Ágúst....................21.600 22.345 6.766 -7.511
Sept.....................21.600 22.530 7.315 -8.245
Okt......................22.464 23.271 7.417 -8.224
168.864 155.306 49.964 36.406
Þú þarft að vinna lengur fyrir lánunum og lífsnauðsynjum nú en í fvrra. Þessi tafla sýnir
breytinguna sem orðið hefur í sex mánuði. Sá sem gat látið enda ná satnan fyrir lífsnauð-
synjum og lánsalborgunum í mars hefur tapað 36.406 krónum á 8 mánuðum og vantar nú
yfir 8 þúsund krónur á niánuði. Þessar krónur hefur ríkisstjórnin hirt með aðgerðum
sínum.
um batnað. Þar er engu að síður víða pottur
brotinn að ekki sé meira sagt. En fleiri skýr-
ingar eru á þeirri óhugnanlegu staðreynd að
margir virðast kjósa helst að gleyma þjóð-
arsögunni. Kannski læra þeir hana aldrei.
Ein skýringin er fólgin í hersetunni, aðild-
inni að NATO og innrás erlends fjármagns í
landið. Allt frá stofnun lýðveldis á íslandi
hefur verið grundvallarágreiningur um
utanríkisstefnuna og þeir sem hafa mótað
hana hafa gengið svo hart fram að þeir hafa
misboðið sjálfstæðisvitund þjóðarinnar
þegar hún var aðeins örfáum mánuðum
eftir stofnun lýðveldis á íslandi neydd til
fylgilags við stórveldi og hernaðarbanda-
lög. Hvergi í Vestur-Evrópu hefur orðið
jafnmikill ágreiningur um utanríkisstefn-
una sem hér á íslandi og það er ljóst að það
getur ekki orðið friður um þá utanríkis-
stefnu kjarnasprengjunnar sem rætt var um
fyrr í þessari grein. Þess vegna er það
lífsnauðsyn þjóðarinnar vegna að sameina
hana um nýja utanríkisstefnu sem skír-
skotar til yfirgnæfandi meirihluta þjóðar-
innar.
Jafnframt því sem ráðandi öfl á Alþingi
hafa misboðið sjálfstæðisvitund þjóðarinn-
ar með freklegum hætti svo að allur sögu-
skilningur hennar er að heita má í uppnámi,
hafa þeir gert allt sem unnt er til þess að
þegja það í hel að aðrir geti haft eða hafi
haft aðra skoðun. Allt sem hefur vikið af
vegi vígbúnaðarins hefur verið talið koma
frá Rússum, kirkjunnar menn hafa verið
kallaðir „smurðir Moskvuagentar" þegar
þeir beittu sér fyrir málstað friðarins, og
grandvarir íhaldsmenn - kannski flokks-
bundir í Sjálfstæðisflokknum - eru stimpl-
aðir kommúnistar ef ekki hryðjuverka-
menn ef þeir leyfa sér að draga í efa að
upphaf og endir alls hins góða sé fólginn í
sprengjunni. Þá hafa þessi sömu öfl reynt
hvað þau geta til þess að slá striki yfir hinn
djúpstæða ágreining í sögu síðustu áratuga
með því að reyna að fela úrslitaviðburði
eins og 30. mars og inngönguna í NATO í
skólum landsins. Hernámsöflin hafa stuðl-
að að djúpstæðum ágreiningi meðal lánds-
manna, - þau hafa reist múra þvert yfir
landið milli einstaklinga og félaga og
byggðarlaga. Hersetan er fleinh í holdi
þjóðarinnar sem aldrei verður heilt fyrr en
herinn er farinn úr landinu að fullu og öllu.
En samstöðu ætti að vera unnt að ná um að
stöðva útfærslu hernámsins gjörsamlega þó
ekki væri nema til þess að þyrma lífi íslend-
inga sem ætti að vera okkur skyldara en allt
annað. Að minnsta kosti er vandséð hvers
vegna íslendingar eigi fyrr að glata lífi sínu í
styrjöld fyrir Norður-Ameríku en Banda-
ríkjamenn sjálfir.
Þjóð sem ekki getur talað um sögu sína í
fjörutíu ár, í hálfa öld, gleymir fyrr en varir
allri sinni sögu. Þess vegna eiga hernáms-
öflin ríka sök á því hversu komið er sögu-
skilningi þjóðarinnar, eða skilningsleysi. Sá
sem ekki þorir að skyggnast um í sögunni
hið næsta sér nemur ekki það sem fjær er
með eðlilegum hætti. Ef haldið verður
áfram að misbjóða sjálfsvitund landsmanna
eins og gert hefur verið á síðustu áratugum
er hætta á því að þjóðin glati sögu sinni - og
hvað er þá orðið okkar starf í meira en 700
sumur?
Stjórnarstefnan skapar
félagsleg vandamál
Hér í blaðinu hefur að undanförnu verið
bent rækilega á þau áhrif sem stjórnin og
stjórnarstefnan getur haft fyrir atvinnustig-
ið á næsta ári en stjórnin fylgir bersýnilega
þeim ráðleggingum Efnahags- og framfar-
astofnunar Evrópu að nota atvinnuleysi
sem hagstjórnartæki og hótanir um
atvinnuleysi til þess að halda aftur af kaup-
kröfum launafólks. Hinu verður hins vegar
aldrei lýst nægilega, síst í tölum, hvernig
stjórnarstefnan hefur þegar leikið fjárhag
alþýðuheimilanna. Nú um hátíðarnar hafa
þeir sem síst skyldi fundið glöggt hvernig
ískaldar klær markaðshyggjunnar hafa látið
greipar sópa um fjármuni heimilanna. Þar
hefur engum verið hlíft - ekki gömlum
manni, fötluðum né barni. Með naumind-
um tókst að forða sjúklingum undan þessari
ránskló nú fyrir jólin en ríkisstjórnin hefur
sem kunnugt er í undirbúningi frumvarp
um að leggja skatt á sjúklinga..Hvergi verð-
ur því lýst sem skyldi hvernig örvinglun að
ekki sé ságt örvænting hefur birst í fasi þess
fólks sem ætlaði nú í þessum mánuði að láta
Sjá næstu síöu
■■■■BHnBHMnraBiiHnnani
ESS3SnRBiaB9HSClS^XJSHSSlSBBEBM
Utanríkisráðherra tók
afstöðu án umboðs
þjóðþingsins
Hérþarfað skapa nýja
utanríkisstefnu á for-
sendumfriðarhreyf-
ingarinnar
Hernámsöflin hafa of-
boðið sjálfsvitund
þjóðarinnar svo að all-
ur söguskilningur
hennar er að heita má
íuppnámi
Ríkisstjórnin gerir ráð
fyrirað ellilífeyrir og
tekjutrygging hœkki á
nœsta ári öllu um 281
krónu - í mesta lagi
Verðbólgan á síðustu
12 mánuðum fráfar-
andi ríkisstjórnar var
86.6%
Baráttan gegn verð-
bólgu er notuð sem
skálkaskjól við að
breyta þjóðfélaginu í
þágu peningaaflanna
Nú er unnið eftir áœtl-
un Verslunarráðsins
liðfyrirlið
Efniviðurinn ínýjan
landsmálagrundvöll
ertil; spurningin er
aðeins sú hver ber
gœfu til að vinna
verkið