Þjóðviljinn - 07.01.1984, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 07.01.1984, Blaðsíða 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 7.-8. janúar 1984 shammtur Af málvöndun Næsta atriði á dagskránni er þátturinn „íslenskt mál“. - Góðir áheyrendur. Mér hefur að undanförnu orðið tíðrætt um orðtakið „að hafa vaðið fyrir neðan nef- ið“ og hafa margir orðið til að senda mér línu um þetta efni. Flestar eru heimildir um orðtakið úr Skaftafellssýsl- um og kemur það raunar ekki á óvart, þegar haft er í huga, hvernig landshættir eru á söndum austur. I löngu bréfi frá Jórunni á Kleyfhamri segir meðal annars svo: „Ég man það glöggt að Gunnfríður ömmusystir mín sagði jafnan, þegar Landshorna-Brand bar að garði: „Prísaður sé guð fyrir það að Brandur skuli enn bera gæfu til þess, að hafa vaðið fyrir neðan nefið“. Og þá svaraði áfi (Gunnfríður og afi voru afar samrýmd): „Já, sá sem hefur vaðið fyrir neðan nefið, liggur ekki í lamaslysi". Það að hafa vaðið fyrir neðan nefið hafði þá merk- ingu að maður stæði uppréttur í straumhörðum fallvötnunum. Sem sagþsá sem hefur vaðið fyrir neð- an nefið er sá sem ekki fellur flatur í strenginn, heldur fótar sig í straumkastinu og hefur þar með: „vaðið fyrir neðan nefið.“ Ég þakka Jöfríði bréfið, og undrast ég enn stálminni hennar, en hún hefur nú sex um nírætt. Halldór á Hreðjabergi tekur mjög í sama streng og Jófríður í löngu bréfi og segist muna glöggt að á þriðja ári hafi hann heyrt föðurömmu sína segja við prestinn, síra Svein á Hallanda, í erfidrykkju langömmu sinnar: „Betra er að hafa vaðið fyrir neðan nefið, en lærið í lúkunum." Og læt ég hér útrætt um orðtakið að hafa vaðið fyrir neðan nefið. Ósjaldan hef ég agnúast við slæmu málfari blaða- manna og virðingarleysi þeirra fyrir réttu íslensku máli. Er nú að minni hyggju kominn tími til að geta þess, sem vel er gert. Eitt af málgögnum bænda í landinu hefur öðrum blöðum fremur haldið vöku sinni og gætt þess að láta samdrátt kynjanna, einkum erlendis, ekki fara framhjá sér og lesendum. Nú skal hér tekið dæmi um frétta- og blaða- mennsku, sem er höfundinum til sóma og ætti að verða þeim til eftirbreytni, sem við blaðaskrif fást. Hér mundar stílvopnið maður sem er blaðamann- astéttinni til sóma og flytur þjóðinni tíðindi heimsbyggðarinnar á kjarngóðu og umfram allt réttu, íslensku máli: Lövéona piano ends in horror From DAVIO MADMiRY In Hmw Yorfc MAKlMC Iavi to o ttrlppor Tbcir scx xnkn sUricd afttr om fop ol o grond plono cott nlght clwb monogor Jimmy Ftrrouo his life. Tbc ceuple accldenUlly tet ofT aicchanlsoi wbich slawlr ralacd Uw ptanc ta thc cellinc, crushiaf Ihc c»upie Ufrlhcr. thc elub In San Fnuseisea had clo*ed ... and tbe naked couple were nol found unlil tbe follow- Ing morning. When flremen freed tbem. Jimrar. 4«, was dead. His part- ncr. Zj-jrear-old Tereaa llill. sur- vived, cushioned br Jimmy's body. 8be was taken U bospital, but had nothlnf worse tnan krulaes. The deteetlve who quri- tloned ber about the tracecr salri: MSba was so Intoxl cated tbat sbc doean't even remrmber cettiaa oa tbo plano." * ^ BRUISED 1 Það er ekki hlaupið að því að þýða þessa viðkvæmu frétt og þeim mun meiri ástæða er til að gleðjast þegar vel tekst til eins og hér varð raunin á. Þess vegna flyt ég ykkur - hlustendur góðir - hina frábæru þýðingu blaðamannsins óstytta: Hrollvekjandi lyktir samfara á slaghörpu Ástarfar með fatafellu ofan á slaghörpu varð Jimmy Ferrozzo, umsýslustjóranáttgleðistaðaríborg heilags Fransiskusar að aldurtila. Hjúin ræstu, fyrir slysni, tæknibúnað, sem hægt hóf slaghörpuna upp undir loft öldurhússins og krömdust elskendurnir þar saman. Samræðisumsvifin hófust þegar mjög var liðið á nóttu og staðnum hafði verið lokað. Nakin hjúin fund- ust svo ekki fyrr en bjart var orðið af degi. Er bruna- verðir höfðu náð að losa elskendurna, kom í Ijós að hinn fertugi Jimmy hafði orðið dauðanum að bráð. Leikfélagi hans, Teresa Hill, sem hefur þrjá um tvítugt hélt lífi, enda höggvarin af mjúkum líkama Jimmys, Hún var færð til sjúkrahúss ósár að kalla. Vörður laganna, sem innti hana eftir tilurð harmleiksins sagði: „Ofurölvun hennar var slík að hana rekur ekki einu sinni minni til að hafa lagst á slaghörpuna". Góðir íslendingar og þó einkum blaðamenn. Enn einu sinni minni ég á einkunnarorð okkar málvöndun- armanna: Það skiptir ekki máli hvað er sagt, heldur hvern- ig það er sagt. skráargatið Slökkviliðsmenn kunna greinilega ekki að meta góðan húmor. Á síðustu stundu tókst Rúnari „Ba-bú“ slökkvi- liðsstjóra að koma í veg fyrir að gatan, sem hann hefur bæki- stöðvar sínar við yrði nefnd Brennihlíð eins og bygginga- nefnd var búin að samþykkja. Fékk hann borgarráð og borgar- stjórn til að breyta nafninu yfir í Skógarhlíð og harmaði einn bygginganefndarmaður þessi sinnaskipti í bókun. Þar bendir hann á að Brennihlíð tengist eðli- lega öðrum götuheitum í Suður- hlíðum, en þær eru allar nefndar eftir viðartegundum, auk þess sem Slökkvistöðin sé þar til húsa þannig að nafnið feli í sér góðlát- lega kímni. En hún var of mikil fyrir slökkviliðið! Þetta minnir á það þegar Sjálfstæðishúsið nýja var reist við Bolholt í Reykjavík. Þá var samþykkt í Borgarstjórn að húsið skyldi heita Háaleitis- braut 1. Þegar íbúar í Árbæjarhverfi og vafa- laust víðar í bænum vöknuðu í gærmorgun var búið að ryðja botnlanga sem eru þar fyrir bíla- stæði. Það var hins vegar gert á þann hátt að rudd var ein læna inn allan botnlangann þannig að ruðningarnir hlóðust upp að bíl- unum beggja megin. Voru þeir ailt að himinháir innst í botnlöngunum þannig að það tók marga klukkutíma fyrir eigend- urna að moka suma bílana út en kvöldið áður höfðu þeir ekið til- tölulega viðstöðulaust inn í bfla- stæði sín. Eftir Kristján Ragnarsson formaður LÍU gerði bandaiag við Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráð- herra fyrr í vetur um að tryggja samþykkt einhvers konar kvóta- kerfis fyrir þetta árið, innan LÍÚ, hefur hann í raun haft ráðherrann algerlega í vasanum. Mikil óá- nægja er meðal fjölmargra út- gerðarmanna með kvótafyrir- komulagið og Kristján hefur gef- ið Halidóri það ótvírætt til kynna að fari hann ekki eftir hugmynd- um forystu LÍÚ við mörkun fisk- veiðistefnunnar verði allt sett í loft upp innan sambandsins þar og þar með sé kvótadraumur ráð- herrans fyrir bí. Þetta er meðal annars ein skýringin á því hvers vegna ráðherrann gefur út eina skipun einn daginn og dregur hana til baka næsta dag. Þar er forysta LÍÚ sem togar í spottann. Forystumenn íhaldsins í Hafnarfirði eru nú al- veg klumsa. Komið hefur í ljós að framlög ríkissjóðs vegna sam- eiginlegra framkvæmda ríkis- valdsins og Hafnarfjarðarbæjar 1" |l(|JjiÉwjMJU :á Rúnar „Ba-bú“: Kristján: Hefur Þótti nafniðekk- sjávarútvegs- ertsniðugt ráðherra í vas- anum Q 3 Albert: Hafnfirskir Sjálfstæðismenn óhressir Stjörnuspeking- urinn Radel: Kominn í leiðara Moggans munu lækka í krónutölu um 34% á árinu 1984 samanborið við 1983. Á bæjarstjórnarfundi í Hafnarfirði á miðvikudagskvöld voru bæjarfulltrúar harðorðir í garð fjármálaráðherra vegna þessa máls, ekki síst fulltrúar Sjálfstæðisflokksins. „Vonbrigði mín eru mikil“, sagði Ellert Borg- ar Þorvaldsson, einn fulltrúi þeirra. Ein af breytingartiilögum sem sam- þykkt var við afgreiðslu fjárlaga fyrir jói var styrkur til dagblað- anna að upphæð kr. 13 miljónir. Fáum létti eins mikið við sam- þykkt tillögunnar og þing- mönnum og forystumönnum Al- þýðuflokksins því að margir þeirra höfðu tekið á sig mikia persónulega ábyrgð vegna skulda Alþýðublaðsins og sáu fram á að þurfa að punga út stórum fjár- upphæðum ef styrkurinn hefði ekki verið samþykktur. Mjög skiptar skoðanir eru innan for- ystu Alþýðuflokksins hvort halda skuli áfram útgáfu blaðsins. Þeir sem eru á móti því að blaðið verði lagt niður benda m.a. á að enginn blaðlaus stjórnmálaflokkur hafi hingað til haldið lífi, því að biað sé eins konar andlit flokksins út á við. Hverfi Alþýðublaðið verði það upphafið að þvf að flokkur- inn leggist endanlega niður. Leiðarahöfundar Morgunblaðsins eru nú komnar í beint samband við æðri máttar- völd eins og lesa mátti í leiðara þess í gær. Þar er vitnað til stjörnuspádóma Hartmut Radel í Morgunblaðinu á gamlársdag þar sem því var spáð að gera mætti ráð fyrir miklum flóðbylgjum hér á landi á þessu ári. Þetta minnir á það þegar hægri stjórnin 1974-78 beitti sér fyrir því að hingað var fengin völva með svartan staf til að finna heitt vatn og gufu við Kröfluvirkjun. Við höfum reyndar í hyggju hérna á Þjóðvilj- anum að benda þeim Styrmi, Matthíasi og Birni á að hafa sam- band við seiðskratta Þjóðviljans. Við teljum að hann sé mun kröftugri spákarl en Hartmut Ra- del þegar mikið liggur við. Það er fremur sjaldgæft að opinberir nefndamenn eða embættismenn svari skætingi sem í þá er stund- um hreitt í dagblöðunum. Þetta gerðist samt í DV í gær. Rúnar Bj. Jóhannsson rekstrarhagfræð- ingur og lögg. endurskoðandi, sem veitti forstöðu nefnd sem unnið hefur að því að endurskoða fjármögnunar- og stjórnunar- kerfi sjúkrahúsa, svarar þar Matthíasi Bjarnasyni heilbrigðis- ráðherra fullum hálsi en sá síðar- nefndi hafði sagt í viðtali að álit nefndarinnar væri ónýtt og dýrt plagg. Lætur Rúnar að því liggja að ráðherrann hafi alls ekki lesið skýrsluna og segir nær fyrir hann að fara eftir henni til að spara í heilbrigðis- og tryggingamálum í stað þess að færa kostnaðinn yfir á sjúklingana eins og ætlunin er með hinum svokallaða sjúklinga- skatti.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.