Þjóðviljinn - 07.01.1984, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 07.01.1984, Blaðsíða 3
_r>' „ ,,< *. A íiWÓW - A*íi Helgin 7.-8. janúar 1984 ÞJOÐVILJINN - SH SÍÐA 3 Bréf til Svölu Frá Þorgeiri Þorgeirssyni Reykjavík 4. janúar 1984. Frú Svala Thorlacíus hdl. Húsi verslunarinnar Kringlumýri Reykjavík. Kæra frú Thorlacíus! Þann 27. desember s.l. hafið þér skrifað ríkissaksóknara Pórði Björnssyni bréf sem mig varðar að nokkru og degi síðar hafið þér sent út fréttatilkynningu til fjölmiðla um innihald þessa bréfs. Bréfið innihélt kæru (í formi beiðnar um „opinbera rannsókn") sem greint var frá mjög afbakað í fréttatil- kynningu yðar.Allt þetta gerið þér vitaskuld fyrirhönd lögreglufélags- ins í Reykjavík. Sem þér nú hafið valið þá leið að syngja þennan einsöng yðar með Lögreglukórnum í dagblöðunum sé ég mér naumast annað fært en gera mínar athugasemdir þar líka, enda þótt ég telji mig löngu vera búinn að gera skyldu mína við lög- reglu þessa bæjar á þeim vettvangi. Úr því þér stefnið mér í dagblöðin mæti ég þar einsog hver annar lög- hlýðinn borgari og reikna með því að þau ljái pláss undir svar mitt einsog mórölsk skylda vitaskuld býður. Ég sendi þeim líka texta bréfs yðar.til Þórðar og vænti þess að hann verði birtur óstyttur svo al- menningur geti lesið það svart á hvítu um hvað er að ræða. Jafn- framt vil ég mega gera fáeinar at- hugasemdir við skrifið. Um greinarnar tvær sem stefnt er útaf segir í bréfi yðar til Þórðar: „Stjórn Lögreglufélags Reykjavík- ur telur að hér sé um svo alvarlegar ásakanir að ræða í einu víðlesnasta blaði landsins að brýna nauðsyn beri til að mál þetta verði rannsakað til hlítar svo að stétt lög- reglumanna verði hreinsuð af áburði þessum.“ Það sem lögreglan hefur fengið yður til að kalla ásakanir birtist raunar í alvíðlesnasta blaði lands- ins og var eindregin ósk mín til dómsmálaráðherra um það að barsmíðamál lögreglunnar sem al- mennt ganga núorðið undir nafn- inu Lögregluvandamálið yrði rannsakað til hlítar af hlutlausum aðilum. Hversvegna getið þér ekki bara tekið undir þá frómu ósk mína? Ég ræddi þann 28. desember við fulltrúa á lögfræðistofu yðar (þér tókuð ekki síma) og hann tjáði mér að meiningin væri að mál þetta gengi frá saksóknaraembættinu til Rannsóknarlögreglu ríkisins. Nokkuð góð hugmynd það, kann- ski jafnvel lögleg — en fyrirgefið mér líkinguna, kæra frú - væri það ekki glannaskapur að hafa lög um hundahreinsun í landinu þannig að hundarnir ættu sjálfir að sjá um þá framkvæmd? Mundi ekki sulla- veikin þá breiðast útum landið á ný? Ég er hræddur um það. í þessum orðum mínum felst ekki nokkur aðdróttun, hvorki að lögreglunni né hundum almennt, en hitt afturámóti að það er mín eindregin skoðun að lögreglufé- lagið sé ekki réttur kæruaðili í þessu máli, síst af öllu væri þó rétt að kæra það til lögreglunnar sjálfr- ar. Gæti hún með nokkru móti stillt sig um það að snúa uppá hendurnar (í yfirfærðri merkingu náttúrlega) á vitnum og vottorðagjöfum í þeirri stöðu? Kannski gæti hún það og húrra fyrir því! En hver mundi trúa slíku? Enginn nema sá einn sem lenti í þvílíku kraftastillingarverki. Og hver tryði honum svosem? Og það er náttúrlega fyrst og fremst lögreglunnar vegna sem ótækt verður að lögreglan kæri Lögreglúvandamálið til umfjöllun- ar hjá lögreglunni? Má ég líka bæta því við að sak- sóknari er líkasttil vanhæfur, eins- og það mun heita á lögmannamáli, í þessu sambandi vegna fyrri skrifa minna um hann og embættið. Þeirri ábendingu vísa ég áfram til ráðherra sbr. grein dr. Eysteins Sigurðssonar í Þjv. 21/12 1983. En það er nú bara smáræði sem rætt verður ef þar að kemur. Þér leggið meginþungann í bréfi yðar til Þórðar á meiðyrðaþátt þessa máls og væri því eðlilegra að beina málinu á þær brautir sem meiðyrðamál almennt fara. Hvers- vegna gerið þér það ekki? Ég held að lögfræðileg ráðgjöf yðar sé kannski að veita lagavörðunum þyngri högg en þeir áður hafa feng- ið í almenningsálitinu. Fólk er að spurja: Hversvegna vill löggan stefna málinu einmitt þangað? Hvaða tengsl eru þarna á bakvið Lögreglufélag Reykjavíkur Krefst rannsóknar á áburði Þorgeirs Stjóm Lögreglufélags Reykja- víkur hefur faliS lögfræ.Singi sínum aS krefjast þcss aS rflússoksóknari láti fara fram opinbera rannsókn vegna greina Þorgeirs Þorgeirsson- ar ritböfundar í Morgunblaflinu um lögreglumenn, 7. og 20. des- ember sl. f bréfi lögfræðinga Lögreglufé- lags Reykjavíkur segir að í báðum greinum Þorgeirs, einkum þeirri sem á undan kom, komi fram grófur áburður, dylgjur og æru- meiðandi aðdróttanir í garð lög- reglumanna. Alvarlegasti áburður greinahöfundar sé sá að ungur maður hafi slasast svo af völdum lögreglu að hann hafi hlotið af mikla og varanlega örorku. Telur stjóm Lögreglufélags Reykjavíkur að hér sé um svo alvarlegar ásakan- ir að ræða í einu víðlesnasta dag- blaði landsins að brýna nauðsyn berí til að mál þetta verði rannsakað til hlítar svo að stétt lög- reglumanna verði hreinsuð af áburði þessum. Stjórn félagsins leggur þunga áherslu á það að leiði rannsókn í Ijós að ásakanir Þor- geirs séu réttmætar verði þeim seka «ða seku stefnt til fuHrar ábyrgðar vérkum sínum. tjöldin? Eru þessir feðgar? Eru hinir gamlir starfsfélagar? Frímúr- arar kannski? Oddfellowar? Lyons eða Kiwanis? Mágar kannski eða frændur? Lögregluvandamálið felst ekki hvað síst í brostnum trúnaði milli almennings og lögreglu og hræddur er ég um það að persónufræðingar Reykjavíkur færu nokkuð létt með það að finna slík tengsl hvprt sem þau yrðu fyrir hendi eða ekki og hvert sem ríkissaksóknari mundi senda málið. Því miður. Bréf til ríkis- saksóknara Frá Svölu Thorlacíus Embœtti ríkissaksóknara, Hr. Pórður Björnsson ríkissaksóknari, Hverfisgötu 4-6, Reykjavík. Reykjavík 27. desember 1983. Til mín hefur leitað stjórn Lög- reglufélags Reykjavíkur og falið mér að óska eftir því við yður að fram fari opinber rannsókn vegna eftirfarandi máls: Miðvikudaginn 7. desember s.l. birtist í Morgunblaðinu 281. tbl. 70. árg. grein eftir Þorgeir Þor- geirsson rithöfund undir fyrirsögn- inni: „Hugum nú að. Opið bréf til Jóns Helgasonar dómsmálaráð- herra“. Þriðjudaginn 20. desember s.l. birtist í 292. tbl. Morgunblaðsins önnur grein eftir sama höfund undir yfirsögninni „Neyttu á með- an á nefinu stendur....“ í greinum þessum báðum, eink- um þó þeirri fyrri kemur fram grófur áburður, dylgjur og æru- meiðandi aðdróttanir, í garð lög- reglumanna. Alvarlegasti áburður greinar- höfundar er sá að ungur maður hafi slasast svo af völdum lögreglu að hann hafi hlotið af mikla og varan- lega örorku. Stjórn Lögreglufélags Reykja- víkur telur að hér sé um svo alvar- legar ásakanir að ræða í einu víð- lesnasta blaði landsins að brýna nauðsyn beri til að mál þetta verði rannsakað til hlítar svo að stétt lög- reglumanna verði hreinsuð af áburði þessum. Stjórn Lögreglufélags Reykja- víkur leggur einnig þunga áherslu á það, að leiði rannsókn í ljós að á- sakanir þessar séu réttmætar, verði þeim seka eða þeim seku stefnt til fullrar ábyrgðar á verkum sínum. ftreka ég því hér með fyrir’hönd Það er beinlínis óráðlegt í þessari stöðu að lögreglan komi með beiðni um það að fá bæði að ráða umfangi og vettvangi þeirrar könnunar sem nú verður trauðla umflúin lengur. Væri hér réttarríki en ekki lögregluríki þætti bréf yðar til Þórðar beinlínis siðferðilega gal- ið. Það er skrifað í nafni rangra að- ila til vanhæfrar persónu. Innihald þess er kámug ósk um vafasama „hreinsun" á kæruaðilanum. Drag- ið þetta bréf til baka, kæra frú, ef þér vilj ið lögreglukórnum yðar vel. Fyrr mun hann aldrei syngja hreinan tón á almannafæri. Og sækið mig þá heldur fyrir meiðyrði eftir vanalegum leiðum ef yður sýnist það vænlegt ráð. En gerið þó eitt fyrir mig áður en þér skrifið nýja meiðyrðakæru. Flettið upp í orðabók Menningar- sjóðs á orðunum áburður, dylgjur, aðdróttun, ásökun og skoðið vel merkingu orðanna. Látið sérfróð- an textagreinanda fara yfir það með yður hvort eitthvert þessara orða gæti átt við svo mikið sem eina setningu í greinunum tveim sem kært er útaf. Þetta segi ég einkum vegna setn- ingarinnar: „í greinum þessum báðum, einkum þó þeirri fyrri kemur fram grófur áburður, dylgj- ur og ærumeiðandi aðdróttanir, í garð lögreglumanna". Þessi full- ýrðing yðar í nafni lögreglu- sveitanna er dálítið raunaleg og mikið fljótræði. Lögreglan er nefnilega hvergi ásökuð í greinum mínum, a.m.k. ekki í þeirri fyrri. Þar er greint frá því heiðarlega og hispurslaust að mér þyki almenn- ingsálit hér gagnvart lögreglunni orðið háskalegt og krafist er hlut- lausrar könnunar á því hvort slíkt almenningsálit gæti átt við rök að styðjast. Fyrst er semsé að rann- saka hvort það er söguburðurinn eða lögreglan sem er galin. Og sú rannsókn þarf að vera hlutlaus. Niðurstaða slíkrar könnunar skæri úr um það hvort ásakanir mínar eiga við lögregluna eða söguburð- inn. Nema lögreglan vilji strax játa á sig þessa sök - einspg raunar gert er með fyrrnefndri setningu í bréfi yðar. í mínu bréfi (sem þér stefnið útaf) var alveg gjörsamlega vísvit- andi sneitt hjá ærumeiðandi ásök- unum. Þar er hvergi vitnað til hluta sem ég hef sjálfur séð til lögregl- unnar, öllu slíku er viljandi sleppt vegna þess að þá hefði einmitt komið til meiðyrða. Gætum að því. Meiðyrðatal yðar byggist því á nokkuð veikum grunni. En að lokum þetta: Fyrir nokkru var hér á ferð vel þekktur bandarískur sérfræðingur í refsirétti. Hann mun hafa kynnt sér stöðu sakborninga í fáeinum mál- um hér í dómskerfinu. Að loknum fyrirlestri sem þér hafið kannski hlustað á var hann spurður nánar útí þessi dæmi sem hann kynnti sér hérna. Þau voru, trúi ég, nokkuð ljót. Hann vara spurður beint hvort hann áliti mögulegt að slík dæmi gerðust í nálægum löndum. Hann mun hafa svarað að bragði: - Ekki neinsstaðar nær okkur en í Suður-Afríku! Þorgeir Þorgeirsson Þannig er staða sakbornings hér- lendis. Vitaskuld er yður mætavel kunnugt um þetta og því eruð þér nú væntanlega að útvega mér þá stöðu með kæru yðar. Nýlega skrif- aði lögregluvarðstjóri grein í DV og var þar með hótanir um það að taka af mér rithöfundartitilinn og láta mig hafa annan titil í staðinn. Þetta gengur víst upp. Þessum lög- regluvarðstjóra ætla ég að senda rithöfundartitil minn í bréfi. Það sparar honum aðgerðirnar og titil- greyið er mér sama um. Hitt er svo annað mál hvort þessum Sturl- ungufróða lögga tekst að hemja tit- ilskömmina hjá sér. Greyið hefur einlægt skilað sér heim fram að þessu. En sleppum því öllu. Máski tekst yður, frú Thorlací- us, að bola mér inní þungbæra stöðu sakborningsins í þessu máli, og þá með einhverslags rangind- um. Vafalaust mætti þá lumbra á mér einhverjum til ærinnar gleði. En það „hreinsar“ bara ekki lögregluna. Þessvegna eruð þér vondur ráð- gjafi lögreglunnar og valdið henni meiri skaða en nokkur ástæða sýn- ist til. Nema þarna sé jafnmikið að fela og almenningur núorðið gerir sér í hugarlund. Þá væri að sjálfsögðu öllu til fórnandi útfrá sjónarmiði ykkar. Einhver skaut því að mér fyrir skemmstu að plan ykkar mundi vera það að láta setjast á málið, jafnvel gleyma því. Skilja mig þannig eftir sem ákærðan glæpa- mann án þess að þurfa frekar við mig að glíma. Það væri svosem nógu góð hug- mynd. Sé nú þannig í pottinn búið megið þér eins búast við því að ég komi öðru hvoru og klappi upp þennan einsöng yðar með Lögregl- ukórnum. Þó tónar séu óhreinir, þá sungið er. Með bestu kveðjum, Þorgeir Þorgeirsson Svala Thorlacíus stjórnar Lögreglufélags Reykja- víkur þá kröfu að fram fari opinber rannsókn vegna framannefndra blaðagreina þannig að allir aðilar, sem hlut gætu átt að verði látnir standa fyrir máli sínu. Meðfylgjandi eru umræddar greinar úr Morgunblaðinu. Virðingarfyllst, f.h. stjórnar Lögreglufélags Reykjavíkur, Svala Thorlacíus hdl. Svart-hvít Ijósrnyndaþjónusta sf. Auóbrekku 14,200 Kópavogi, P.O. Box301, Sími 46919 UMFERÐARMENNING~^I]~^n STEFNULJÓS skal jafna gefa í tæka tíð. IUMFERÐAR Irao J

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.