Þjóðviljinn - 07.01.1984, Blaðsíða 28
Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudags. Utan þess tíma er hægt aö ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum símum: Ritstjórn Aðalsími Kvöldsími Helgarsími
Helgin 7.-8. janúar 1984 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 81663
Sighvatur Björgvinsson um forystukreppuna í Alþýðuflokknum:
Flokkurinn þarf að
fínna sjálfan sig
„Vissulega þarf að leita leiða til
að reisa Alþýðuflokkinn við. Hann
þarf að finna sjálfan sig, fá á sig
ákveðnara svipmót“, sagði Sig-
hvatur Björgvinsson fyrrverandi
þingflokksformaður Alþýðuflokks-
ins þegar Þjóðviljinn leitaði álits
hans á efni forystugreinar Skutuis,
sem greint var frá í gær. I leiðaran-
um er ýjað að nauðsyn þess að
skipta um forystu í floknum.
„Verði ekki völ á öðrum viðfang-
sefnum en slikum á vettvangi Al-
þýðuflokksins mun ég leita að ein-
hverju þarfara til að gera “, sagði
Sighvatur:
Hvað hefur þú Sighvatur um
þessa frétt að segja?
„Ég hef hvorki séð forystugrein
Skutuls né jólablaðið og veit ekki
hvað þar stendur. Um efni greinar-
innar veit ég ekki annað en það
sem segir í Þjóðviljanum í dag. Ég
veit því ekki hvort þar er rétt greint
frá afstöðu Alþýðuflokksfólks á
Vestfjörðum. Eg fer ekki lengur
með umboð þess á alþingi og hef
ekki haft aðstöðu til þess að hitta
það að máli síðan í haust. Hins veg-
ar hefur athygli mín verið vakin á
viðtali við Karvel Pálmason al-
þingismann sem birtist í Alþýðu-
blaðinu á gamlársdag. í iok viðtals-
ins víkur hann að vandamálum sem
hann segir vera í Alþýðuflokknum
og breytingum sem nauðsynlegt
verði þar að gera. Mér er ekki fylli-
lega ljóst hvað hann er að fara, veit
ekki hvort hann er þar að lýsa
skoðun Alþýðuflokksins úr mínu
gamla kjördæmi eða bara sínum
eigin“.
En hver er þín persónulega af-
staða til þess sem fram kemur í
greininni?
„Það er ekkert launungamál að
síðast þegar formaður var gerður
ábyrgur fyrir slæmu gengi Alþýðu-
flokksins í kosningum og þess
krafist að honum yrði vikið frá, þá
.var ég mjög andvígur slíkum mála-
tilbúnaði. Þá kom m.a. opinber-
lega fram að við Magnús H.
Magnússon gerðum tilraunir til að
miðla málum. Ástæðan var sú að
ég taldi slíkt persónulegt uppgjör
við einstaka forystumenn vera
mjög misráðið bæði frá sjónarmiði
flokksins í heild og einnig frá sjón-
arhóli nýrrar flokksforystu. Saga
slíkra átaka í Alþýðuflokknum
staðfestir það. Mín skoðun á þess-
um málum núna er óbreytt. Vissu-
lega þarf að leita leiða til að reisa
Alþýðuflokkinn við. Hann þarf að
finna sjálfan sig, fá á sig ákveðnara
svipmót og hasla sér sinn rétta völl í
hinu pólitíska litrófi. Átök og um viðfangsefnum en slíkum á Ég hef ekki áhuga á að standa í
deilur milli manna sem vilja vettvangi Alþýðuflokksins mun ég höggorustu við vini mína“, sagði
flokknum vel verða ekki til áð Ieitaméraðeinhverjuöðruþarfara Sighvatur Björgvinsson að lokum.
auðvelda það. Verði ekki völ á öðr- til að gera og á öðrum vettvangi. -óg.
Bifreiðaverkstæði Guðjóns og Ólafs á Akrancsi var harla illa útleikið eftir verðurhamfarirnar. Ljósm.: Engilbert
Afleiðingar ofviðrisins í fyrradag:
Tugmiljón króna tjón
Ljóst er nú orðið að tjónið sem
varð í ofviðrinu á Akranesi nemur
Karvel Pálmason um leiðara Skutuls:
tugum miljóna króna. Unnið var að
því í gær að gera við skemmdir og
hlaða upp görðum til þess að koma
í veg fyrir að sagan endurtaki sig
meðan enn er stórsteymt.
A Eyrarbakka braut sjórinn
skörð í sjóvarnargarðinn og hætt er
við að skemmdir hafi orðið á höfn-
inni. Engir bátar voru í henni þcgar
veðrið gekk yfir.
í gærmorgun náðist togarinn
Sólborg á flot í Sandgerði með að-
stoð ýtu. Gat kom á vélarrúm
skipsins við óhappið en frekari
skemmdir á því verða kannaðar er
Sólborgin verður tekin í slipp.
Sjá bls. 8
A ábyrgð Sighvats
Greinilega
þarf að
endurskoða
starfshœttina
„Ég hef ekki séð Skutul en hann
er alfarið á ábyrgð Helga Más Art-
húrssonar og Sighvats Björgvins-
sonar“, sagði Karvel Pálmason al-
þingismaður á Vestfjörðum þegar
blaðið leitaði álits hans á leiðara
Skutuls.
- Það ber þá ekki að skoða
leiðarann í ljósi þess sem þú segir í
viðtali við Alþýðublaðið á gamlárs-
dag um breytingar?
„Ég man ekki hvernig ég orðaði
það nákvæmlega í viðtalinu. En ég
tel greinilegt að það þurfi að endur-
skoða ýmislegt í starfi og starfshátt-
um Alþýðuflokksins. En þarsem
ég hef ekki séð Skutul er best að
geyma sér útlistanir á þessum
leiðara", sagði Karvel Pálmason
alþingismaður.
—óg!
SamiÖ um sölu á
25 miljón pundum
Sala á
þorskflökum til
Bandaríkjanna
glæðist
Sölumiðstöð hraðfrystihús-
anna og Coldwater Seafood
Corporation í Bandaríkjunum
hafa gert stóran samning um fisk-
sölu til bandaríska fyrirtækisins
Long John Silvers. Felur samn-
ingurinn í sér sölu á rúmlega
11.000 lestum af þorskflökum á
næstu 15 mánuðum. Hér er um
að ræða þriðjungs aukningu á
sölu 5 Ib. þorsksflaka.
Undanfarin ár hefur veitinga-
húsakeðjan Long John Silvers
verið langstærsti kaupandi þorsk-
flaka frá íslandi. Sala fyrirtækis
Sölumiðstöðvar hraðfrystihús-
anna í Bandaríkjunum, Coldwat-
er Seafood, á 5 punda flökum var
15,5 miljónir punda á síðasta ári
en þessi samningur einn gerir ráð
fyrir 25 miljónum punda eða
11.320 smálestum. Jafnframt hef-
ur verið samið um 10 senta lækk-
un á hvert enskt lb. eða sem svar-
ar 6% frá gildandi verði. Gera
menn sér vonir um að það leiði tii
aukinnar sölu til veitingahúsa-
keðjunnar á næsta ári.
- v.