Þjóðviljinn - 07.01.1984, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 07.01.1984, Blaðsíða 12
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 7.-8. janúar 1984 Uppreisnin hófst í verkfræðiskól- anum í Aþenu. Hér sjást stúdentar mótmæla. hnefa og hrópaöi til þeirra en þær voru reknar áfram með reiddum kylfum. Ég man að ég var mjög reiður og það hafa eflaust fleiri orðið en enginn gerði neitt. Þegar lögregluhópurinn nálgaðist þusti fólkið aftur af stað í örvæntingar- fullri leit að leið út úr miðborginni Einhvern veginn tókst okkur að komast út úr þessu völundarhúsi og vorum við þá komnir í götu þar sem ungt fólk talaði í gjallarhorn, sumir voru á ferli uppi á húsþökum og öllum var boðið eitthvert smyrsl, til varnar gegn táragasi að því er mér skildist. Við fórum inn á veitingastað. Ég man ég fékk mér staup af víni og kveikti í fyrstu sígarettunni í heilt ár. Það kom í ljós að einn okkar hafði týnt ferðatékkunum sínum og átti það eftir að kosta okkur nokkra fyrirhöfn næstu daga. Stöðug skothríð Það var eitthvað að gerast fyrir utan og við fórum út. Skyndilega sló á dauðaþögn eins og allir væru að hlusta. Og það var einmitt það sem allir gerðu. í fjarska heyrðust þungar drunur og svo gelt í vél- byssu. Hljóðið færðist nær og smám saman blandaðist vélaskrölt og eitthvert annað hljóð, sem ég þekkti ekki, saman við. Allir horfðu upp eftir götunni en á henni var hvarf vegna hæðar eins og víða er í námunda við miðborg Aþenu. Skyndilega birtist skriðdreki fyrir enda götunnar og við hlið hans gengu hermenn með hríðskota- byssur í höndum. Hljóðið, sem ég þekkti ekki, var fótatak þeirra. Fólkið var hljótt áfram. Sumir hurfu en aðrir stóðu og horfðu á herliðið streyma í átt til miðborgar- innar. Við fórum aftur inn á veitingahúsið meðan herliðið fór hjá. Af og til heyrðist í vélbyssu sem var á opnum jeppa sem fylgdi fast á eftir skriðdrekanum. Mér var síðar sagt að skotið hafði verið púðurskotum en það vissi enginn þá ef það er þá satt. Þegar herliðið var farið hjá flýtt- um við okkur heim á farfugla- heimilið en það var ekki mjög langt frá. Er við komum þangað var okk- ur sagt að lýst hefði verið yfir út- göngubanni eftir kl. 4. Eftir þann tíma var enginn á ferli á götunni fyrir utan nema hermenn stöku sinnum. Okkur var sagt að við gæt- um búist við húsleit þá og þegar því herinn væri að leita að stúdentum úr Verkfræðiháskólanum í Aþenu Ferðasaga Sveinbjarnar Jónssonar á Súgandafirði sem fyrir rúmum 10 árum lenti í miðri orra- hríð upp- reisnar gegn herforingja- stjórninni í Grikklandi sem þá var Oft gerir maður sér ekki grein fyrir mikilvægi atburða þegar þeir gerast. Þetta á mjög vel við um atburði sem ég varð vitni að ásamtferðafélögum mínum, Valdimar J. Halldórssyni og Ólafi H. Matthíassyni, í Aþenu í Grikklandi fyrir liðlega 10 árum síðan. Nú í vetur héldu Grikkir upp á 10 ára afmæli þessara atburða og sýnir það glöggt gildi þeirrafyrir þá. Hvaðsjálfan mig varðar hlýt ég að vera ófær um að meta endanleg áhrif þeirra á mig, en ég get þó sagt að í hvert sinn sem ég sé eða heyri fréttirumofbeldi stjórnvalda á þegnum sínum úti í hinum stóra heimi og víðar, koma mér í hug þessir dagar í Aþenu fyrir rúmum 10 árum síðan. í rútunni frá Þessalóníku til Aþenu var ungur maður sem greinilega var mikið niðri fyrir. Hann talaði mikið við fólkið og samræðurnar urðu heitar og líf- legar eins og oft vill verða á þessum slóðum. Við skildum að vísu ekk- ert af því sem sagt var en að lokum kom hann þó til okkar og sagði á ensku að hann væri að fara til Aþenu til að taka þátt í að steypa herforingjastjórninni. Við vorum aðeins ungir ferðalangar í ævin- týraleit og vorum ekkert inni í mál- inu, en eitthvað mun þetta þó hafa aukið á spennuna við komuna til Aþenu þetta kvöld. Þegar við komum á ákvörðunar- staðinn ætluðum við að taka leigu- bíl á farfuglaheimilið. Fyrir utan „Umferðarmiðstöðina" voru nokkrir leigubílar en ökumenn þeirra neituðu allir að aka okkur til þess staðar sem við ætluðum á svo við urðum að labba af stað. um komnir á heimilið á tilskildum tíma og sváfum þar um nóttina. Daginn eftir fórum við að skoða borgina. í dagsbirtunni. virtist allt miklu raunverulegra en þó mátti finna spennuna sem ríkti. Eftir því sem við nálguðumst miðborgina óx mannfjöldinn. Þar blandaðist sam- an alls kyns fólk eins og gengur í miðborgum stórborga. Þó voru hér og þar nokkurs konar útifundir sem ungt fólk stóð fyrir. Ekki höfðum við verið lengi í miðborg- inni er við urðum varir við breytingu á hegðun fólksins. Það fór skyndilega að ryðjast um göt- una eins og fé sem rekið er áfram í fjárrekstri. Allt íeinu sáum við lög- reglumennina og fórum sjálfir að hlaupa. Næsta hálftíma eða svo vorum við stöðugt á hlaupum. Lögreglan var í hópum, u.þ.b. 100 í hverjum, og þegar fólkið hljóp úr einni götu í aðra mætti það stöðugt nýjum hópi lögreglumanna sem hlupu fram með reiddar kylfur svo fólkið varð að leita út í hliðargötu og mætti þar öðrum hóp og var þannig hrakið stefnulaust um miðborgina. Fljót- lega vorum við farnir að hlaupa um götur þaktar alls konar innkaupavarningi, plastpokum, skóm og jafnvel rifnum fatnaði. Eitt atvik situr grópað í minn- ingu minni. Miðaldra kona hélt á stórri innkaupatösku og leiddi gamla konu með staf. Gamla kon- an datt og þær drógust aftur úr og hin átti í erfiðleikum með að hjálpa henni á fætur. Þegar lögreglan nálgaðist sá ég að sú yngri steytti „ Yankee go home“ Þegar við komum í götu, ekki langt frá, skildum við hvers vegna bílstjórarnir vildu ekki flytja okk- ur. Þar lokuðu nokkrir rafknúnir strætisvagnar götunni. Þeim hafði verið kippt úr sambandi, ef svo má að orði komast, loftinu hafði verið hleypt úr dekkjunum og rúður voru brotnar. Staðsetning þeirra sýndi að þeim var ætlað að torvelda ferðir annarra farartækja um göt- una. Litlu ofar í götunni loguðu bálkestir og þar var fólk tugþús- undum saman og heyra mátti söng og fagnaðarlæti. Við hljótum að hafa verið með nokkuð amerísku yfirbragði því_____ ___________________________________________ þegar við nálguðumst fólkið fóru Okkur var meinað að fara upp á Akrópólis þar sem vel sést yfir borgina. Uppreisn í Aþenu einhverjir að hrópa: „Yankee go home!“ og tók það okkur dálitla stund að leiðrétta þennan leiða misskilning. Á meðan á þessu stóð, komu tveir ungir menn á vélhjóli að mannþrönginni þar sem við vor- um og ók annar en hinn hélt á körfu en í henni voru vínflöskur. Var þeim fagnað ákaflega er þeir deildu flöskunum meðal fólksins. Á neðanjarðar- samkomu Eftir að hafa flækst um í fólks- mergðinni nokkurn tíma og spurst til vegar komumst við til farfugla- heimilisins nr. 1. Við komum far- angri okkar fyrir og dvöldum ekki lengi á heimiíinu því forvitnin rak okkur út á götuna aftur. Við ráfuð- um um í fólksfjöldanum dálitla stund og fengum okkur „súflaki“ og gosdrykk á götuhorni. Síðar hittum við mann sem bauð okkur á einhverja neðanjarðarsamkomu. Hann fylgdi okkur á stað þar sem mér skildist að fólki væri boðið upp á bannaða alþýðutónlist. Ég man að þar kom fram grannur maður sem flutti ljóð eftir sjálfan sig. Ég skildi ekkert en skynjaði þó spenn- una sem fylgdi lestri hans. Fylgdar- maður okkar sagði að ef lögreglan kæmi mundu allir verða teknir höndum, bæði sá sem las og við hinir sem hlýddum á. Fleiri atriði fóru þarna fram en það eina sem ég kannaðist við var flutningur nokk- urra laga eftir Þeódórakis sem ég hafði heyrt oft í útvarpi heima á Islandi og engum orðið meint af að hlusta á þar. Við þvældumst eitthvað meira um borgina þetta kvöld innan um fagnandi fólkið en ég held að við höfum ekki verið í neinni aðstöðu til að skilja þá tilfinningu sem við fundum streyma frá fólki sem var að hundsa drottnara sína. Við vor-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.