Þjóðviljinn - 07.01.1984, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 07.01.1984, Blaðsíða 17
Helgin 7.-8. janúar 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17 daegurmál (sígiid?) Nona Hendryx er listakona sem vert er að fylgjast með í verð- andi framtíð. í Melody Maker var nýlega viðtal við hana og fer það hér á eftir lauslega snúið, stytt en þó aukið á stöku stað. Tilefnið er sólóplata Nonu, sem ber fornafn hennar og kemur yndislega á óvart. Á henni er að finna hvað líflegastan efnivið í nútímarokk-„soul“ tónlist en þar að auki (og það sem er þetta áð- urnefnda yndislega) eru textarn- ir, sem hún semur flesta sjálf, mjög góðir vegna athyglisverðrar hugsunar sem liggur að baki þeim. Þessi plata skipar Nonu sess sem frábærri söngkonu og ekki síður sem ákveðnu, jafnvel hug- rökku skáldi og örgrandi. Verk hennar einkennast af dýpt og list- rænum tiþrifum frekar en að beinast að því að slá í gegn. En til að fæla engan frá með Iýsingar- orðum er rétt að taka fram, að lögin sjálf, sem Nona semur yfir- leitt í félagi við aðra, eru góðar og mjög danshæfar melódíur. Marg- ir mundu jafnvel afgreiða „Nonu“ að órannsökuðu máli sem enn eina diskóplötuna en einmitt það gefur henni sérstöðu að textarnir og öll hugsun á bak við hana er „vitræn“ en ekki innantómt röfl eins og yfirleitt er fylgjandi slíkri músik. Ferill Nonu sem listakonu er langur og litríkur og verður ekki rakinn hér nema lítillega. Á sjö- unda áratugnum söng hún með Labelle-tríóinu og var jafnframt tísku- og stflhönnuður þeirra, en þær stöllur vöktu einmitt geysiat- hygli fyrir útlit og framkomu sem þótti frumleg, djörf og ögrandi í alla staði. Eftir að Labelle lagði upp laupana gerði Nona það helst af sér að syngja í slagtogi með þeim hljómsveitum á vinstri væng sem mega teljast til rjómans af róttækum sveitum á Manhattan í New York og þótt víðar væri leitað til samanburðar, s.s. De- funkt, Talking Heads og Mater- ial. Nú virðist hins vegar liggja ljóst fyrir að hún hljóti viður- kenningu út á eigið nafn, a.m.k. á hún það fyllilega skilið. Á umdræddri plötu Nonu nýt- ur hún aðstoðar tveggja fyrrum félaga úr Material, Tina Weymo- uth bassaleikari Talking Heads kemur og við sögu og trymbyllinn slyngi Sly Dunbar sem m.a. lem- ur húðir fyrir Grace Jones og Marianne Faithfull, og í einu lag- anna, Design for living, koma eingöngu kvenmenn til sögunn- ar: Hljómsveitin Belle Stars eins og hún leggur sig, Laurie Ander- son á fiðlu, Tina Weymouth á bassa, Valerie Simpson á píanó, og Nona á hljóðgerfil. Blaða- maður MM spurði Nonu hvers vegna hún hefði fengið eingöngu kvenfólk til að flytja lagið: „Vegna þess að ég vildi að fólk eins og þú spyrðir mig þessarar spurningar og skrifaði síðan um NONA Hendryx ástæðuna! Kvenhljóðfæraleikar- ar fá ekki hrós sem slíkir - það er litið á þá sem kjánalegar stelpur með „karlmannshljóðfæri" í strákaleik. Sú staðreynd að talað er um þær sem kven-hljóðfæra- leikara segir margt. Fólk segir ekki: Neeei, þarna er karl- hljóSfæraleikari! Með þessu lagi, Design for living (sem þýðir eiginlega „hannaður lífsmáti"), fannst mér ég geta vakið athygli á þessari staðreynd. Líka vildi ég fá konur til að flytja lagið til að gefa því borthætt en jafnframt sterkt yfirbragð, sem er miklu eigin- legra konum en körlum. Kannski verða konur áhrifameiri í tónlist í framtíðinni en verið hefur. Það er breyting sem verður að gerast!“ Og það er einmitt þema plöt- unnar; þörfin á sífelldum breyt- ingum til hins betra og þá þannig að hver og einu reyni að ganga lengra í þá átt en samtíminn segir til um. „Þessi plata er ekki beint flokkspólitísk, því að ég verð æ meira á þeirri skoðun að vanda- málin séu ekki stjórnmálamenn- irnir., heldur við sjálf“, segir hún. Og hér gerir hún grín að vanda- málinu „karlmenn", í laginu B- Boys, sem er hæðnisleg ádeila í diskó-dulbúningi: Boys will be boys/Boys they like their toys...lYou’re so cold, you take such pride in your control/ ’Causeyou’ve been told/You’vegot the thing 1 need to hold/So come on over, come down from your pedestal/Why don’t you look me over/There ain’t no need for prot- ocol... ... sem útleggst nœstum því si- sona: Strákar eru og verða strákar og eru ánœgðir með „leikfangið“ sitt... I Þið eruð svo svalir og stoltir af „yfirráðum" ykkar / af þvi að ykkur hefur verið sagt að þið séuð með það sem ég þarfnast I Svona- nú, komiði niður af þessum stalli / Hversvegna athugiði ekki hvernig ér er / Þið þurfið ekki að haga ykkur skv. úreltum siðareglum. Enda þótt textar Nonu Hend- ryx séu ólíkt þjóðfélagslegapól- itískari en hjá Grace Jones hefur þeim tveim þó verið líkt saman og þá reyndar frekar sem söngkon- um og lagasmiðum. Um það segir Nona: „Ég get varla sagt að ég hafi hlustað á músik hennar, en mér virðist hún samt snjöll og vita hvað hún er að gera“. Samkvæmt plötu Nonu er þó eitt lag sem óneitanlega minnir á Grace, Dummy up nefnist það, en svo er náttúrulega hinn sérstæði trommuleikur Slys Dunbar í lög- unum Transformation og Steady Action sem leiðir hugann að Grace. Þar með er það líka upp talið. Nona Hendryx þarf ekki að apa eftir neinurn og maður verð- ur hrifnari og hrifnari af þessari plötu hennar því oftar sem maður hlustar á hana. Það gæti farið svo að lagið hinum megin heyrðist í gegn....LA MYNDUSTA- OG HANDÍÐASKÓU ÍSLANDS Ný námskeið hefjast mánudaginn 23. janúar og standa þau til 30. apríl 1984. 1. Teiknun og málun fyrir börn og unglinga. 2. Teiknun og málun fyrir fullorðna. 3. Bókband. Innritun fer fram daglega kl. 10 -12 og 14 -17 á skrifstofu skólans. Námskeiðsgjöld greiðast við innritun, áður en kennsla hefst. Skólastjóri. Flytjum snjóinn út! Á meðan við íslendingar segjum snjóbyljafrægðarsögur af sjálfum okkur og Bandaríkjamenn frjósa í hel er þessi vetur skíðamönnum i keppni heimsbikarsins afar erfið- ur. Hlýindi ríkja víðs vegar um Evrópu og vegna snjóleysis hefur orðið að grípa til þess að skíða á gervisnjó, sem ekki allir sætta sig við, eða hreinlega fresta mótum. Sú hefur t.d. orðið raunin með svigkeppni karla sem halda átti í Frakklandi á sunnudaginn kemur. Henni hefur verið frestað og ákveðið að hún fari fram í Sviss síðar í vetur. Er þarna ekki bara kjörin leið til útflutnings fyrir okk- ur, gætum við ekki bara selt snjó- inn beint af götunum hér til Frakk- lands.? -VS Lögailtur endurskoðandi - viðskiptafræðingur Borgarendurskoöandinn í Reykjavík auglýsir eftir umsóknum um tvær stööur og er leitað eftir löggiltum endurskoðendum og/eöa viö- skiptafræöingum. Upplýsingar veitir Borgarendurskoöandi í síma 18800. Umsóknum ber aö skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9,6. hæö, á sérstökum umsóknareyðublöðum sem þar fást, fyrir kl. 16.00 mánudaginn 16. janúar 1984.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.