Þjóðviljinn - 07.01.1984, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 07.01.1984, Blaðsíða 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 7.-8. janúar 1984 DJOBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- Ihreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson. Auglýsingastjóri: Sigríður H. Sigurbjörnsdóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Helgi Ólafsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, ólafur Gíslason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. íþróttafréttaritari: Víðir Sigurðsson. Utlit og hönnun: Guðjón Sveinbjörnsson, Þröstur Haraldsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Magnús Bergmann. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bíistjóri: Ólöf Sigurðardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla, afgreiðsia og auglýsingar: Síðumúla 5, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaðaprent hf. r ritst jór nargrei n Fingrafór íhuldsins Fingraför íhaldsins eru auðþekkjanleg á fjárhagsá- ætlun Reykjavíkurborgar sem samþykkt var í fyrrinótt. Ójafnaður er aukinn í borginni, skuldasöfnun hafin á ný, haldið áfram af þrákelkni við fokdýr skipulagsmis- tök, og öll þjónustugjöld borgarinnar hækkuð langt umfram kauphækkanir. Davíð Oddsson borgarstjóri er skattakóngur höfuðborgarsvæðisins á þessu ári, og skattbyrðin á borgarbúum mun stórþyngjast á árinu. Það hefur aldrei verið dýrara að lifa í höfuðborginni en í tíð núverandi Sjálfstæðismeirihluta. Sigurjón Pétursson borgarfulltrúi Alþýðubandalags- ins benti á það við afgreiðslu fjárhagsáætlunarinnar að allir gjaldaliðir, sem hægt væri að leggja á almenning, skattar og þjónustugjöld, væru hækkuð langtumfram tekjuhækkun börgarbúa og á sama tíma væru fram- kvæmdir og útgjöld borgarinnar, sem vörðuðu almenn- ing miklu, skornar niður. Skattastefna íhaldsins felst ekki einvörðungu í stórum þyngri skattbyrði heldur ber ekki síður á það að líta að minna fé er nú varið en áður til þess að jafna kjör borgarbúa. Framkvæmdir við þjónustuhúsnæði fyrir aldraða og dagvistir fyrir börn hafa tekið alvarlegan afturkipp. í stað markvissrar upp- byggingar er komin algjör stöðnun. Alþýðubandalagið lagði til við afgreiðslu fjárhagsá- ætlunar að útsvarsprósentan yrði 10% í stað 11%, en um leið yrði lagt að þingmönnum Reykvíkinga að flytja frumvarp á Alþingi, þar sem heimiluð væri stighækk- andi útsvarsálagning, þannig að hægt væri að leggja þá auknu skattbyrði sem í vændum er á breiðu bökin. Að sjálfsögðu er slíkum tillögum ekki ansað, og Sjálfstæð- isflokkurinn í Reykjavík eykur ótrauður skattbyrðina um 30% milli ára og hækkar hita, rafmagn og þjónustu strætisvagna með þriggja stafa tölum á einu ári. Okkur er sagt að verðbólgan sé á niðurleið en í þjónustugjöld- um Reykjavíkur geisar óðaverðbólgan sem aldrei fyrr. Og svo skarpt hafa gjöldin fyrir hita og rafmagn hækk- að í tíð Sjálfstæðisflokksins að það er nú ekki lengur orðinn sjálfsagður hlutur á heimilum lágtekjufólks í borginni, að hægt sé að halda híbýlum björtum og hlýjum. Fyrir tekjulægsta fólkið eru útgjöld vegna hita, rafmagns og fargjalda hlutfallslega miklu þyngri í heildarútgjöldum en hjá hinum tekjuhærri. íhaldið hef- ur innleitt fátækt í borgina á ný. Og það er eins og annað í skattastefnu íhaldsins að byrðunum er fyrst og fremst velt á þá sem minnsta möguleika hafa til þess að bera þungar byrðar. Samkvæmt fjárhagsáætlun stendur til að bæta enn við lóðabanka Sjálfstæðisflokksins í Grafarvogi, en 5 lóðir hafa gengið þar út síðan í sumar. Meðan þessi birgðasöfnun lóða stendur yfir er ekki tekið í mál að leigja eða kaupa íbúðir fyrir aldraða, en 1165 manns bíða nú úrlausnar hjá Félagsmálastofnun. Nýjar dag- vistir verða líka að bíða svo að borgarstjórnaríhaldið geti svalað metnaði sínum í Grafarvogi. Alþýðubanda- lagið lagði til í borgarstjórn að tekið yrði með allt öðrum hætti á ýmsum félagslegum verkefnum sem beinlínis æpa á úrlausn víðsvegar í borginni. Til öflunar tekna á móti þeirri útgjaldaaukningu sem Alþýðu- bandalagið lagði til flutti flokkurinn tillögur um að fresta gatnagerð í Grafarvogi og við Hagkaupshúsið í Nýjum miðbæ, snúa til baka með gervigrasið í Laugar- dal og fresta breikkun Sundlaugavegar. Forgangsröðun verkefna hjá borgarstjórnaríhaldinu felst hins vegar í því að grafa sér gröf í Grafarvogi og setja félagsleg verkefni út á gaddinn. Það hefur orðið mikil breyting á stjórn borgarinnar frá því í tíð vinstrimeirihlutans. Það er ekki nema sjálf- sagt að viðurkenna. En þau umskipti hafa orðið til hins verra fyrir þorra almennings í Reykjavíkurborg. - ekh Shehu Shagari fyrrverandi forseti Nígeríu Mohammed Buhari forseti herráðsins sem nú hef- ur tekið völdin V aldataka hers- ins í Nígeríu Valdataka hersins í Nígeríu á gamlársdag var fimmta hallar- byltingin í landinu frá því það öðlaðist sjálfstæði frá Bretlandi árið 1960. Engu að síður hefur Nígería verið tekin á Vestur- löndum sem dæmi um fyrirmynd- arríki í Afríku hvað varðar fjöl- flokkalýðræði. En það segir kannski meira um skilningsleysi vestrænna fjölmiðla á málefnum Afríku en um möguleika lýðræð- isins í álfunni. Hershöfðinginn Mohammed Buhari, sem hefurtekið völdin í Nígeríu, sagði í útvarpsávarpi til þjóðarinnar á nýársdag að hann hefði tekið völdin í sínar hendur „til þess að bjarga heittelskaðri fósturjörðinni frá algjöru hruni“. Landinu verður framvegis stýrt af herráði, og voru fyrstu verk þess að fyrirskipa útgöngubann að næturlagi-, nema stjórnarskrána úr gildi og leggja bann við starf- semi allra stjórnmálaflokka í landinu. Þá mun Shehu Shagari forseti hafa verið handtekinn, sem og varaforsetinn og forseti þjóðþingsins. Buhari ásakaði Shagari fyrir að bera ábyrgð á efnahagskreppunni í landinu og ásakaði hann jafnframt fyrir kosningasvik, en flokkur Shagar- is, National Party of Nigeria hlaut í fyrsta skípti hreinan meiri- hluta í kosningunum til sam- bandsþingsins í ágúst sl. Kreppa í olíuviðskiptum Nígería hefur hingað til verið talið auðugasta ríki blökku- manna í Afríku, og hefur auðlegð þess fyrst og fremst komið frá olíunni. Olíuauðurinn hefur þó haft ýmis óholl áhrif á efnahags- lífið með þeim afleiðingum að landbúnaður hefur verið van- ræktur, bilið á milli ríkra og snauðra hefur vaxið og spilling hefur grafið um sig. Þá hefur minnkandi eftirspurn og lækk- andi markaðsverð á olíu haft þau áhrif að útflutningstekjur af olíunni - 95% af heildarútflutn- ingi - lækkuðu úr 22 miljörðum dollara 1980 niður í 10 miljarða dcllara á síðasta ári. Stór áform um þróunarverkefni voru lögð á Stjórnmála- flokkar bannað- ir og stjórnar- skráin numin úr gildi hilluna og til stórfellds niður- skurðar kom á öllum innflutningi og iðnaði sem honum var háður þannig að stórfellt atvinnuleysi myndaðist. Það var þetta ástand sem leiddi til þess að 2 miljónir gistiverkamanna frá Ghana voru reknir burt frá Nígeríu fyrir ári síðan. Þessi brottvikning hefur síðan haft þær afleiðingar innan- lands að skólahald hefur verið meira og minna í molum, þar sem mikill fjöldi Ghanabúa stundaði kennslustörf í Nígeríu. Eitt af því sem Buhari hershöfðingi hefur ásakað Shagari fyrir er einmitt að skólakerfið sjái ekki öllum börn- um fyrir kennslu. Nýlenduarfur og spilling Nígería var bresk nýlenda þar til fyrir 23 árum. Þegar Bretar fóru skildu þeir eftir sig stjórnar- skrá, sem gerð var að vesturevr- ópskri fyrirmynd og þjónaði frek- ar hagmunum nýlenduveldisins en að hún gengi út frá þeim menningarlegu forsendum sem fyrir voru í landinu með öllum þeim þjóðflokkum sem það byggja. Fyrsta valdaránið var framið 1966 en lýðræði komst aft- ur á fyrir 4 árum. Landinu var þá skipt niður í 19 ríki og stofnað forsetaembætti sambandsríkisins að bandarískri fyrirmynd. Fréttaritarar segja að í kosn- ingunum í ágúst sl. hafi miklum fjármunum verið varið í kosninga- baráttuna og hafi allir flokkar tekið þátt í þeim leik með mis- jafnlega vel fengnu fé. Buhari hershöfðingi ásakar stjórn- málaflokkanna um kosn- ingasvik, en reynslan af fyrri herstjórnum sýnir að herinn hef- ur ekki úr háu sæti að detta í heiðarlegri stjórnun. Stærsta hneykslismál í sögu Nígeríu gerð- ist í tíð fyrri herstjórnar, þegar stjórnarherrarnir hirtu mikið fjármagn í mútur fyrir innflutn- ingsleyfi á sementi til margra ára og gerðu jafnframt höfnina í Lagos óvirka um skeið vegna óheyrilegs innflutnings á þessari vöru. Þótt vafalaust megi rekja hluta þess vanda sem Nígería og önnur Afríkuríki eiga við að stríða til vanhæfra stjórnvalda, þá verður ekki undan þeirri ábyrgð skorist sem hin auðugari ríki bera á á- standinu. Þróun í gengismálum hefur gert flestar útflutnings- vörur þessara ríkja verðlitlar og þeim hefur ekki verið gefinn kostur á að taka þátt í heimsvið- skiptunum á jafnréttisgrundvelli. Samskipti Evrópu og N-Ameríku við Afríkuríkin eru smánarblett- ur sem ekki verður afmáður nema með breyttum samskipta- háttum við þessi ríki. Þar er um að ræða fjölþjóðlegt vandamál þar sem frekar er spurt um mannréttindi og tilverurétt þjóða en um gróða og völd. ólg.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.