Þjóðviljinn - 07.01.1984, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 07.01.1984, Blaðsíða 22
22 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 7.-8. janúar 1984 Musica Nova í N.H. á mánudag: Webern-tónleikar Musica Nova heldur sína aðra tónleika á þessum vetri í Norræna húsinu á mánudagskvöld kl. 20.30. Verður þar minnst aldarafmælis austuríska tónskáldsins Antons Webern. Anton Webern var mikill áhrifa- valdur á tónlist þessarar aldar, en nýjar tónsmíðaaðferðir sem hann og félagar hans í Vínarborg tileink- uðu sér í byrjun 20. aldarinnar urðu leiðarljós margra yngri tón- skálda í áratugi. Webern fæddist í Vínarborg 3. desember 1883, og þar starfaði hann mestan hluta ævinnar sem hljómsveitarstjóri, tónskáld og kennari. Hann lést árið 1945. Á tónleikunum í Norræna Hús- inu verða flutt verk frá hinum ýmsu tímabilum ævi hans. Sex Bagatell- ur fyrir Strengjakvartett, Fjögur verk fyrir fiðlu og píanó, Þrjú Smá- lög fyrir selló og pínó, Tilbrigði fyrir píanó, Fimm sönglög op. 4, og Kvartett fyrir fiðlu, klarinett, sax- ófón og píanó. Nýlistasafnið Vatnsstíg leiklist Anton Webern Flytjendur eru Þórhallur Birgis- son, Kathleen Bearden, Helga Þórarinsdóttir, Nóra Kornblueh, Snorri Sigfús Birgisson, Guðríður Sigurðardóttir, Rut Magnússon, Jónas Ingimundarson, Óskar Ing- ólfsson, Vilhjálmur Guðjónsson og Svana Víkingsdóttir. Alþýðuleikhúsið, Kjarvalsstaðir: Alþýðuleikhúsið sýnir „Katfitár og frelsi" eftir Fassbinder I vestursal Kjarvals- staða í dag laugardag kl. 16.00 Fimm sýningar eru fyrirhugaðar á Kjarvals- stöðum á næstunni. Næsta sýning verð- ur á þriðjudagskvöldið kl. 20.30. Stúdentaleikhúsið: Svívirtir áhorfendur eftir Peter Handke, í þýðingu Bergljótar Kristjánsdóttur og undir leikstjórn Kristínar Jóhannesdótt- ur. Sýningar í kvöld og annað kvöld ( Tjarnarbæ kl. 20.00. Leikfélag Reykjavíkur: Hart i bak eftir Jökul Jakobsson er í Iðnó í kvöld, laugardag, en alls er búið að sýna verkið i 30 skipti í vetur. Leikstjóri er Hallmar Sigurðsson en meðal leikenda: Soffía Jakobsdóttir, Jón Sigurbjörnsson, Kristján Franklín Magnússon og Edda Heiðrún Backman. Þjóðlelkhúslð: Gamanleikritið Skvaldur er tvisvar á stóra sviðinu ( kvöld, laugardagskvöld. Fyrri sýningin hefst kl. 20.00 en sú síðari kl. 23.30. Lina langsokkur sprellar siðan á sama sviði á morgun, sunnudag kl. 15.00. Nú fer hver að verða síðastur að fylgjast með fjörinu ( Línu. fslenska óperan: Frumsýning á gamanóperunni Rakarinn í Sevilla eftir Gioacchino Rossini á sunnudagskvöld. Önnur sýning á mið- vikudagskvöld. Þettaer þekktasta ópera Rossinis en hún var fyrst flutt í Róm árið 1816.1 aðalhlutverkum eru Kristinn Sig- mundsson, Sigríður Ella Magnúsdóttir, Júlíus Vifill Ingvarsson, Kristinn Halls- son, Jón Sigurbjörnsson, Elísabet F. Eiríksdóttir og Guðmundur Jónsson. Afmœlistónleikar Kammersveitar Reykajvíkur: Árstíð- irnar Leikklúbburinn Saga á Akureyri ímyndunarveikin eftir Moliére Leikklúbburinn Saga á Akureyri sýnir nú um þessar mundir gleði- leikinn ímyndunarveikina eftir franska leikritaskáldið Moh'ére. Fimmtán hlutverk eru í sýninguni sem þrettán leikarar fara með í helstu hlutverkum eru: Magnús Sigurólason, Ema Hrönn Magnúsdóttir, Anna Jóna Vigfúsdóttir, Inga Vala Jóns- dóttir, Ólafur Hilmarsson og Jóhann Pálsson. Leilcstjóri: Þröstur Guð- bjartsson. Leikritið gerist í París 1673 og er skopleg ádeila á læknastéttina. Það fjallar í stuttu máli um aldraðan auðkýfing, Argan að nafni og sam- skipti hans við lækna og lyfsala. Imyndunarveikin var fyrst sýnd hér á landi 1886 í Reykjavflc síðan hefur það marg oft verið sýnt við miklar vinsældar bæði hjá atvinnuleikhúsum * og áhugahópum. Næsta sýningar hjá Leikklúbbnum Sögu verða í Dynheimum: Föstudag- inn 6. jan. k. 23.30, laugardaginn 7. jan. kl. 20.30 og þriðjudaginn 10. jan. kl. 21.00. Kammersveit Reykjavíkur minnist þess með tónleikum í Áskirkju sunnudaginn 8. janúar og þriðjudaginn 10. janúar að 10 ár eru liðin frá því að sveitin var stofn- uð. Á tónleikum verða Árstíðirnar eftir A. Vivaldi fluttar, eitt feg- ursta og vinsælasta verk barokk- tímans. Það voru 14 hljóðfæraleikarar sem stofnuðu Kammersveit Reykjavíkur 1974. Hefur hún starfað samfellt síðan og að jafnaði haldið fjóra tónleika á ári og auk þess tekið þátt í listahátíðum í Reykjavík, leikið útvarp og sjón- varp og haldið tónleika á Norður- löndum. Árstíðirnar eftir A. Vivaldi eru fjögur einleiksverk fyrir fiðlu. Á tónleikunum á sunnudag leikur Helga Hauksdóttir á fiðluna í Vor- inu, Unnur María Ingólfsdóttir í Sumrinu, Þórhallur Birgisson í Haustinu og Rut Ingólfsdóttir í Vetrinum. Þorsteinn Gylfason, lektor, hef- ur þýtt sonnetturnar Árstíðirnar Kammersveitin æfir fyrir afmælistónleikana. sem A. Vivaldi orti sjálfur um leið og hann samdi tónverkið og verður þýðingin birt í tónleikaskránni. Tónleikarnir á sunnudag hefjast kl. 17 og er uppselt á þá. Aðgöngumiðar að tónleikunum á þriðjudaginn verða seldir í ístóni, Freyjugötu 1 Rvík, og að auki við innganginn í Áskirkju fyrir tón- leikana. Óperumynd í MÍR-salnum Fyrsta kvikmyndasýningin í MÍR-salnum á nýju ári verður nk. sunnudag, 8. janúar kl. 16. Sýnd verður óperumyndin „Boris Go- dúnov“. I mynd þessari flytja ein- söngvarar, kór og hljómsveit Bolsoj-leikhússins í Moskvu óperu þá sem Mússorgskí samdi eftir harmleik Púskins um Godúnov keisara er uppi var um aldamótin 1600. Óperan var frumflutt í St. Pétursborg 1872 en „sló í gegn“ aldarfjórðungi síðar, þegar Fjodor Shaljapin fór með titilhlutverkið. Síðan er „Boris Godúnov" talin í hópi öndvegisverka rússneskrar óperu. Næsta mynd í MÍR-salnum (15. jan): „Gamalt og nýtt“ eftir meistara Eisenstein. Aðgangur að MÍR-salnum, Lindargötu 48, er ókeypis. Guðmundur Thor -grafík og málverk eftir Vivaldi Guðmundur Thoroddsen opnaði í gær sýningu á grafíkmyndum og mál- verkum í Nýlistasafninu við Vamsstíg. Guðmundur stundaði myndlistar- nám í Myndlistarskóla Reykjavíkur hjá Hringi Jóhannessyni vetumar 1974 og 75, en hélt síðan út til Frakk- lands þar sem hann var við myndlist- ardeild Parísarháskóla og Beaux-arts akademíuna árin 1976-78. Frá haust- inu 1981 hefur hann verið við Rfldsak- ademíuna í Amsterdam. Þetta er önnur einkasýning Guð- mundar hér á landi, en hann hefur einnig tekið þátt í nokkrum samsýn- ingum í Danmörku, Hollandi og hér heima. Verkin á sýningunni eru flest unnin á sl. ári og eru til sölu. Sýningin er opin daglega kl. 16-20, og 16-22 um helgar fram til 15. janúar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.