Þjóðviljinn - 07.01.1984, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 07.01.1984, Blaðsíða 9
Helgin 7.-8. janúar 1984þjqdvilJINN - SÍÐA 9 Langt er síðan önnur eins bomba hefur komið frá Ox- ford háskólabókaforlaginu og úttekt sú sem hagfræði- prófessorinn David Hendry hefur gert á höfuðriti Milton Friedmans um peninga- magnskenninguna, segir breska blaðið Guardian ný- verið. í gagnrýni sinni hefur Hendry sýnt fram á að Friedman beitti vísvitandi rangfærslum á mælan- legum staðreyndum til þess að fylla út í þá fræði- legu kenningu sína að verð- bólga orsakist af peninga- magni í umferð. Bók sú sem Hendry gagnrýnir ' er höfuðrit Friedmans og jafn- framt árangurinn af ævilöngum rannsóknum hans: „Monetary Trends in the United States and United Kingdom: their Relation to Income, Prices and Intrest Rat- es 1867-1975“. Rit þetta sem er 600 blaðsíður, skrifaði Friedman í samvinnu við Önnu Schwartz. Segir í greininni í The Guardian að prófessor Hendry hafi með því að styðjast við sömu aðferðir og Kenningin um pen- ingamagnið afhjúpuð Real money stock and Source: David Hendry and Neil Ericsson Samband peningamagns og þjóðartekna. Heila línan sýnir peninga- magn í umferð en brotna línan sýnir þjóðartekjur í Bretlandi. forsendur og Friedman komist að gjörólíkum niðurstöðum og sýnt fram á að hann hafi rangfært staðreyndir vísvitandi til þess að fylla út í þær niðurstöður sem hann hafði fyrirfram vænt sér að fá út úr rannsóknunum. Einföldun á flóknum veruleika Kenning peningamagnshyggj- unnar eða mónetarismans gengur út á það að verðbólga skapist af því að of margir peningar séu í umferð miðað við magn vöru og þjónustu á markaðnum. Þetta er einföld kenning sem boðar ein- föld meðöl við flóknum sjúk- dómi. Hún hefur því hlotið nokkrar vinsældir meðal stjórnmálamanna og hér á íslandi hafa frjálshyggjumenn gert hana að trúarsetningu sinni með Hannes H. Gissurarson í broddi fylkingar. Kenningin um pening- amagnið byggir á annarri hag- fræðiformúlu sem segir að pen- ingamagnið (M) margfaldað með hraða viðskiptanna (V) sé jafn- gildi verðlagsins (P) margfaldaðs með magni eða fjölda þeirra vöru- og þjónustueininga sem eru í umferð. Formúla þessi, MV=PT, er kölluð Fisher-jafnan og er ekki umdeild út frá hinum gefnu forsendum. Hins vegar er það hið beina orsakasamband á milli M og P sem deilt er um. Til þess að geta sýnt fram á að aukning peningamagns (M) or- saki hækkun verðlags (P), hefur Friedman gefið sér að hlutfalls- legur stöðugleiki ráði í hraða við- skiptanna (V) og fjölda viðskipt- atilfærslna (T), þar sem þessir þættir stýrist af öðrum orsökum en peningamagninu. Það eru ein- mitt þessar fyrirframgefnu for- sendur sem prófessor Hendry hefur rifið niður með svo eftir- minnilegum hætti að ekki stendur steinn yfir steini, segir Guardian, og til þess hefur hann einmitt not- að sömu tölur og upplýsingar og Friedman sjálfur hefur stuðst við. Sýnir Hendry fram á að Fried- man hafi rangfært þessar upplýs- ingar með „ótrúlegum hætti“ sem líkja mætti við „hókus-pókus- vísindi". Segir Hendry að Friedman hafi dregið 20% af peningamagni í umferð á árunum 1921-1955 til þess að geta sýnt fram á það að hraði viðskiptanna (V) væri nokkurn veginn stöðugur. Þetta tímabil spannar yfir nær þriðjung Milton Friedman. Höfuðrit hans um peningamagnið hefur verið afhjúpað sem „hókus-pókus-vís- indi“. þess tímabils sem rannsóknin nær yfir. Þá gefur Friedman sér þá for- sendu að verðlag hafi verið hærra en opinberar skýrslur segja til um á árunum upp úr síðari heimsstyrjöldinni vegna þess að framboð á peningum óx hraðar en verðlag á þessum tíma. Síðan notar hann þessar gefnu forsend- ur til þess að sýna fram á með „vísindalegum hætti“ að beint orsakasamband sé á milli pen- ingamagns og verðlags. Dæmið gengur upp og hin umbeðna niðurstaða er fundin! En Hendry gengur enn lengra í gagnrýni sinni, því hann segir að þrátt fyrir það að gengið sé út frá rangfærslum Friedmans sem gefnum, þá hafi honum ekki tek- ist að finna neitt samband á milli peningamagns og hækkandi kaupgjalds og verðlags. Niður- staða hans sé sú að ef eitthvert samband sé að finna, þá sé það óvirk svörun peningamagnsins við öðrum þáttum hagkerfisins. Hendry bendir á að frá 1870- 1900 hafi peningamagn í umferð stöðugt aukist en verðlag haldist stöðugt allt þar til 1919 þegar verðbólga jókst. Síðan jókst pen- ingamagn í lok 3. og byrjun 4. áratugarins en verðlag lækkaði. Þá varð hröð auking peninga- magns á 6. áratugnum á meðan verðlag hækkaði lítillega. The Guardian birtir síðan ann- að línurit Hendrys, sem blaðið segir að sýni betur en nokkuð annað staðleysi peningamagns- kenningarinnar, þar sem sýnt er sambandið á milli peningamagns og þjóðartekna. Samkvæmt kenningu Friedmans á peninga- magn sem er umfram það sem þarf til þess að fjármagna raun- verulegan vöxt þjóðarteknanna að koma fram í verðhækkunum. Þess vegna ætti peningamagnið ávallt að fylgja þjóðartekjunum nokkurn veginn þegar tekið hef- ur verið tillit til verðbólgunnar. Línuritið sem hér er birt sýnir einmitt að þetta gerðist framtil 1920. Þá verður skyndileg breyting, fyrst upp á við, en síðan niður á við á 6. og 7. áratugnum. Ekkert sýnir gjaldþrot peninga- hyggjunnar jafn augljóslega, segir The Guardian. Línuritið gefur góða hugmynd um hversu óáreiðanlegt, óstöðugt og ófyrir- sjáanlegt samband er á milli þess- ara stærða sem peningamagns- hyggjan segir að eigi að fylgjast að. Vísindalegar kröfur Niðurstaða prófessor Hendrys er sú að ekki sé hægt að sjá fyrir um það hver áhrif aukning pen- ingamagns muni hafa á ákveðn- um tíma við ákveðnar aðstæður og að áhrif hennar geti eins vel komið fram í öfugu hlutfalli á milli verðlags (P) og fjölda við- skiptatilfærslna (T). Hendry segir jafnframt að útilokað sé fyrir nokkur stjórnvöld að setja sér fyrirfram áícveðin takmörk á peningamagni í umferð, þar sem enginn geti sagt fyrir um hversu mikið fjármagn hagkerfið muni skapa. Þá bendir Hendry einnig á að hækkun vaxta hafi orsakað að dregið hafi úr hraða viðskipta (V) í hagkerfinu, en það stangast á við þá grundvallarreglu Fried- mans að peningamagnið sé frum- orsökin og að hraðinn sé tiltölu- lega stöðug stærð í Fisher- jöfnunni. Prófessor Hendry bendir á að þótt ekki sé „raunvísindalegur fótur fyrir fullyrðingum Fried- mans“, þá þurfi það ekki endi- lega að þýða að þær séu rangar. Hins vegar sé ekki hægt að taka fullyringar frjálshyggjumanna um peningamagnið jafn granda- laust og kenningar veðurfræð- inga eða stjörnufræðinga á með- an ekki hafi verið settar fram sannanir er standist þá mælitækni á efnahagslegar stærðir, sem hag- fræðin hafi upp á að bjóða. ólg. endursagði bridge_________ Reykj avíkur- mótið hafið Reykjavíkurmótið í sveitakeppni Reykjavíkurmótið í sveita- keppni 1984 hófst í Domus sl. fimmtudag. Veðurguðir settu strik í reikning þar eins og annars staðar í vikunni. Til leiks mættu 17 sveitir og spila allir v/alla 16 spila leiki. Urslit í 1. og 2. umferð urðu þessi: 1. umferð: sveit Stefáns Pálssonar sat yfir (12 stig) Gestur Jónsson - Viktor Björnsson: 19-1 Runólfur Pálsson - Ágúst Helgason: 19-1 Þórarinn Sigþórsson - Jón Hjaltason: 17-3 Sigmundur Stefánsson - Gísli Steingrímsson: 14-6 Guðbrandur Sigurbergsson - Bernharður Guðmundsson: 13-7 Heimir Tryggvason - Ólafur Lárusson: 13-7 Úrval - Þorfinnur Karlsson: 12-8 Samvinnuferðir/Landsýn - Þórður Sigfússon: 11-9 2. umferð: sveit Agústs sat yfir (12 stig) Úrval - Heimir Tryggvason: 20-3 Samvinnuferðir - Runólfur Pálsson: 20-1 Guðbrandur Sigurb. - Sigmundur Stefánss.: 20-1 Gestur Jónsson - Gísli Steingrímsson: 18-2 Þorfinnur Karlsson - Stefán Pálsson: 16-4 Jón Hjaltason - Bernharður Guðm.: 15-5 Viktor Björnsson - Þórður Sigfússon: 15-5 Ólafur Lárusson - Þórarinn Sigþórsson: 13-7 Og eftir 2 umferðir eru þessar sveitir efstar: Gestur Jónsson 37 stig Guðbrandur Sigurbergsson 33 stig Úrval 32 stig Samvinnuferðir/Landsýn 31 stig Að öðru leyti vísast til úrslita einstakra leikja. Vegnaframkominna tillagna sl. fimmtudag var ákveðið að fresta 3. og 4. umferð til nk. miðviku- dags, en þær áttu að spilast í dag. (beina sjónvarpssendingin). Spilað verður í Domus nk. mið- vikudag og eigast þá við m.a. sveit- ir Urvals-Þórarins, Gestur- Guðbrandur og Jón Hj.-Gestur. Keppnisstjóri er Agnar Jörgen- sen (að venju). Reykjanesmótið í tvímenning Reykjanesmótið í tvímenning 1984, verður haldið í Safnaðar- heimilinu í Innri-Njarðvík, dagana 21.-22. janúar nk., og hefst kl. 13.30 báða dagana. Keppt er um farandbikar sem Samkaup gefa. Vegna tölvugjafar o.þ.h., þarf að tilkynna þátttöku með minnst viku fyrirvara, þannig að dæmið gangi upp. Tilkynningar þurfa að berast til Gísla 92-3345, Einars 52941 eða Þóris 45003. Félagsmenn á svæðinu eru hvatt- ir til að vera með. Stórmótið Nú má telja að öruggt að frægasti bridgespilari heims, Giorgio Bella- donna sækji okkur heim á næsta stórmót. Með honum kemur Fra- nco örugglega og standa vonir til að Garozzo komi einnig. Ef sá síð- asttaldi kemst ekki, mun Lauria koma í hans stað. Eins og sjá má, eru þetta engir smákallar sem koma í ár. Til jafnvægis við þá, mun Alan Sontag (nv. heimsmeistari) koma með sveit frá USA. Með honum kemur alla vega Billy Eisenberg (annar stórmeistari) og par, sem ekki erl vitað um (beðið hefur verið um i Hamman og Wolff nv.l heimsmeistara). Óhætt er að fullyrða að þettaí stórmót verður það glæsilegasta sem haldið hefur verið hér á landi og þó víðar væri leitað, ef svo fer sem horfir. Nánar síðar. Frá Bridgedeild Skagfirðinga Þriðjudaginn 3. janúar mættui sextán pör til leiks og spiluðu tví- menning í einum riðli. Hæstu skor hlutu þessi pör: 1. Guðni Kolbeinsson - Magnús Torfason 272 2. Óli Andrcason - Sigrún Pétursd. 238 3. Lilja Jónsd. - Stefán Gunnarsson 233 4. Bergur Isleifsson - Guðjón Sigurðsson 231 5. Björn Ilcrmannsson - Lárus Hermannsson 226 Næstu tvo þriðjudaga verður spilaður tvímenningur en síðan hefst aðal sveitakeppni deildarinn-! ar 24. jan. 1984. Frá bridgefélagi Hafnarfjarðar Jólamót félagsins var haldið meðj pompi og prakt fimmtudaginn 29. desember. Spilaður var Mitchell tvímenningur með þátttöku 28 para og var ákveðið að allur að- gangseyrir skyldi fara í verðlaun til spilaranna. Veitt voru verðlaun fyrir tvö efstu sætin í hvorurn riðli. Efstu skor hlutu eftirfarandi: N-S 1. Erla Sigurjónsd. - Dröfn Guðmundsd. 357 2. Gissur Ingólfssun - Helgi Ingvarsson 351 3. Gylfi Baldursson - Sigurður B. Þorsteinsson 347 í A-V 1. Friðþjófur Einarsson - Halldór Einarsson 393 2. Björn Halldórsson - Hrólfur Hjaltason _ 340 3. Björn lngvarsson - Ólafur Torfason 338 tvímenningi, en síðan kemur að venju Barometerinn Spilað er í íþróttahúsinu við Strandgötu, ogi hefst spilamennska kl. 19.30. Meistarastigaskráin Unnið er að því þessa daganna að fullvinna meistarastigaskrá Bridgesambands íslands, fyrir árið 1984. Þeir sem enn hafa ekki gert skil á stigum til Bridgesambands- ins, eru beðnir um að koma þeim- inn hið allra fyrsta. Hægt er að hringja í Jón Baldursson hjá B.A., í síma: 18350. Áætlað er að gefa skrána út í 2000 eintökum, þannig að félags- menn innan B.I. öðlist eintak.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.