Þjóðviljinn - 07.01.1984, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 07.01.1984, Blaðsíða 10
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 7.-8. janúar 1984 sunnudagspistill Fidel Castro - og áheyrendur hans Byltíngin á Kúbu eftir tuttugu og fimm ár Fremstir í skóla- og heilbrigðismálum í þriðja heiminum. í fyrsta tölublaði Þjóðviljans á árinu 1959 er birt baksíðufrétt sem hefst með þessum orðum: „Skæru- her Fidels Castro, 32 ára gamals uppreisnarforingja, hafði í gær alla Kúbu á sínu valdi og í dag mun Castro halda innreið sína í höfuð- borgina Havana". Þarna er verið að segja frá tíð- indum sem hreyfðu heldur betur við ímyndunaraflinu - ekki síst hjá yngra fólki sem taldi sig vinstra- megin í tilverunni. Leiðangri um 80 uppreisnarmanna, sem tveim árum fyrr höfðu lent á báti sínum á Kúbu og byrjað skæruhernað í fjöllun- um, var lokið með sigri. Einn af spilltum harðstjórum þriðja heimsins, sem naut velvildar Bandaríkjamanna, Batista, hafði beðið ósigur. Þetta virtist upphaf mikill tíðinda. Heimurinn virtist ekki eins rígbundinn í valdablakkir Bandaríkjanna og Sovétríkjanna og áður. Bylting gat sigrað sem byggði á forsendum og þörfum al- þýðu viðkomandi lands. Frá bylt- ingunni á Kúbu lágu margir þræðir og flestir til annarra landa í Róm- önsku Ameríku þar sem þjóðfé- lagsástand var skylt því sem verið hafði á Kúbu. En þeir lágu einnig til okkar álfu, til þeirrar nýju rót- tækni sem blómstraði á sjöunda ár- atugnum og náði hámarki sumarið heita árið 1968. Og síðan Nú má lesa það í samantektum í vikublöðum, að reikningar bylting- arinnar á Kúbu standi illa eftir 25 ár. Spiegel segir til dæmis á dögun- um að það hafi ekki tekist að gera Kúbu að lýsandi fordæmi öðrum þjóðum þriðja heimsins, fordæmi vegna óspilltrar alþýðustjórnar sem ætti fleiri og betri ráð gegn hungri, kúgun og fáfræði en önnur stjórnkerfi sem þar væri völ á. Og draumur baráttufélaga Castros, Che Guevaras, um „nýja mann- inn“ sem er reiðubúinn að afneita sjálfum sér í þágu málstaðarins, hvert sem hann kallar okkur, sé fyrir bí. Vitanlega hefur hinn rómantíski hetjublær sem stafaði af kúbönsku byltingunni dofnað í tímans rás. Og það sýnist æðilangt síðan að Che Guevara lagðist út á fjöll og skóga Bolivíu til að deyja fyrir fátæka menn. En þetta þýðir ekki, að rétt sé að skrifa undir lýsingu Spiegels eða aðrar skyldar. Enn í dag er Kúba ríkari að hugsjón en önnur byltingarríki. Og enn í dag er Kúba að því leyti þýðingarmikill pólitísk- ur aflvaki í sínum hluta heims, að Castro og menn hans hafa staðið af sér fjandskap Bandaríkjanna - bæði efnahagslegar refsiaðgerðir og beina íhlutun í Svínaflóa- innrásinni 1961 - lengur en nokkur önnur stjórn, sem hefur til orðið á áhrifasvæði Bandaríkjanna og þeim hefur verið lítt að skapi. Erfiðleikar Þegar rætt er um erfiðleika Kúbumanna sem eru margir, þá kemur upp gamall og nýr vandi: að hve miklu leyti er hann því að kenna að Bandaríkin, sem áður voru helsti viðskiptaaðili Kúbu, hafa reynt hvað þau gátu til að koma kúbönsku byltingunni á kné, og að hve miklu leyti er vandinn heimanfenginn? Því verður seint svarað. En staðreynd er, að Kúbu- menn búa við skort á mörgum svið- um og enn í dag ríkir þar ströng skömmtun á matvælum, fatnaði og ýmsum nauðsynjum öðrum. Fyrr- nefndur Spiegel segir, að skömmtunarbókin geri ráð fyrir því, að hver maður fái á mánuði fímm pund af hrísgrjónum, tvö og hálft punt af kjöti og karlarnir fjóra vindla. Skömmtunarseðlarnir gera ráð fyrir einum skóm á ári og þrem skyrtum. Og svo framvegis. Og það veit hver sem reynt hefur, að vöruskortur er ávísun á svarta- markað og ýmislega spillingu. Til dæmis segja Iaun í peningum ekki nema hálfa sögu þar sem vöru- skortur er langvinnur - spurningin er um sambönd og aðstöðu og kannski sérstakar búðir eða úthlut- anir. Erfiðleikarnir eru sumpart tengdir bandarísku viðskipta- banni, sumpart meinsemdum mið- stýrðs áætlunarbúskapar, sem við þekkjum einnig úr öðrum stöðum. Og svo sameiginlegum vanda þró- unarríkja, sem verða, í sífelldri gjaldeyrisneyð sinni, að selja allt sem seljanlegt er og oft á undir- boðsverði - sykur, tóbak, ávexti. Þannig hefur Kúbumönnum ekki tekist að koma sér úr þeirri „á- nauð“ að vera gífurlega háður syk- uruppskerunni - eins og Castro lét sig dreyma um fyrir aldarfjórð- ungi. Og ef að Sovétríkin tryggðu Kúbumönnum ekki sykurverð, sem er allmiklu hærra en heimsmarkaðsverðið oftast er, þá væru Kúbumenn miklu verr staddir efnahagslega en þeir þó eru. Þessi mikla sovéska aðstoð hefur svo aðra hlið sem ýmsum vinum Kúbu, eins og t.d. nóbelsskáldinu Gabriel Garcia Marquez, iíst ekki meira en svo á - en það eru hin miklu pólit- ísku áhrif sovéska kerfisins á þjóðfélag Kúbu. Á Kúbu eru að sönnu gerðar fróðlegar tilraunir með „grasrótarlýðræði" með al- menningi í ýmsum hvunn- dagsmálum vinnustaðar eða borg- arhverfis. En aðaleinkenni stjórn- arfarsins er alveldi flokksins - eins og í löndum Austur-Evrópu - og það hefur tvíbent áhrif eins og Árni ( 1 Bergmann skrifar r) ry í kunnugt er. Það vald, sem dugir til að virkja fólkið í háska og neyð, úrkynjast fljótt í hvunndagsleik daglegs amsturs - og eins líklegt að það verði sjálft dragbítur á þær efnahagslegar framfarir sem það heldur á lofti. Sigrar En að öllu þessu sögðu er rétt að minnast á ýmislegt það sem Kúba getur með réttu talið sér til tekna. Alþjóðlegar stofnanir eins og WHO (Alþjóðlega heilbrigðis- stofnunin) og Unesco hafa fyrir löngu viðurkennt, að í heilsugæslu og alþýðumenntun og ýmislegri annarri félagslegri þjónustu standi Kúba framar öllum öðrum þróun- arríkjum - og þarf í sumum grein- um sjálfsagt ekki að mæla sig við þróunarríkin ein. Til dæmis að taka hefur ung- barnadauði á Kúbu minnkað úr 66 á þúsund fæðingar í 18.5 (hann er í Brasilíu 76 af þúsund fæddum böpium) svo dæmi sé nefnt. Tölur eins og þessar tengjast við það, að á Kúbu eru fleiri læknar starfandi og hjúkrunarfræðingar en í nokkru öðru sambærilegu landi og öll er sú þjónusta landsmönnum að kostn- aðarlausu. Og þeir sem hafa mjög hugann við að skamma Castro fyrir að senda hermenn og hernaðarráð- gjafa til Afríku mættu gjarnan hafa það í huga, að á því ári sem var að ljúka hefur Castro varið helmingi meira fé til menntamála og heilbrigðismála heldur en hann ver til varnar- og öryggismála. Ólæsi hefur og verið útrýmt á Kúbu, almennri og þkeypis skóla- skyldu hefur verið komið á og þar fyrir utan hefur verið byggt upp öflugt kerfi æðri skóla og sérskóla. Kúba 'hefur og tekið að sér að mennta marga unglinga úr ýmsum löndum þriðja heimsins. Sem fyrr segir er skortur á mörg- um vörum, en enginn sveltur á Kúbu og betlarar og fátækrahverfi og allsleysi langvarandi fjöldaat- vinnuleysis eru óþekkt fyrirbæri. Það sem nú var nefnt er einkar mikilvægt, þegar hafður er í huga sá vonlausi óskapnaður sem stór- borgir hinnar Rómönsku Ameríku eru orðnar með gífulegum fjölda barna og unglinga sem eru á ver- gangi og draga fram lífið á betli, þjófnaði og vændi. Það er því ekki að ófyrirsynju að þegar deilt er á Kúbu fyrir skerð- ingu á mannréttindum, þá svari fulltrúar Castros í þá veru, að í landi þeirra sé þó virtur réttur til h'fs og starfs. Það svar er ekki fullnægjandi, en það hljómar af miklu meiri styrk í Rómönsku Am- eríku en það gerir t.a.m. hér um slóðir. Hvað svo verður... Sem fyrr segir: byltingin á Kúbu er 25 ára. Þegar þetta er skrifað skömmu fyrir áramót var því spáð, að hátíðahöld yrðu með hógværara sniði en oft áður, ekki yrði haldinn risafundur í Havana, heldur ætlaði Fidel að ávarpa landsmenn frá litl- um markaði í Santiago de Cuba. Hér verða ekki hafðar uppi neinar spár um framtíð þeirrar tilraunar sem var farið af stað með á Kúbu fyrir aldarfjórðungi. Hún hefur skilið eftir merkileg spor. Vegna þess að hún var fyrst sönnun þess að tvískipting heimsins var ekki öllu ráðandi - og síðar áminning um það hve miklu þessi tvískipting samt ræður. Hún var örvun fyrir róttæka hugsun um alllangt skeið. Hún hefur verið lærdómsrík fyrir þjóðir Rómönsku Ameríku - bæði í jákvæðum og neikvæðum skiln- ingi. Þetta sem síðast var nefnt sést kannski best í Nicaragua. Sandin- istabyltingin þar hefur notið góðs af stuðningi Kúbumanna, aðstoð þeirra við að kenna fólki að lesa og skrifa, hjálp þeirra við að koma upp heilsugæslu og til fleiri um- bóta. Það er líka ljóst að Sandinist- ar hafa flestir hverjir hug á að forð- ast vissa kúbanska vítahringi og þá einkum þann sem flokksræðið herðir. En um framvindu í Nicar- agua gildir raunar það sama og á sínum tíma um Kúbu: Innanlands- þróunin ræðst að mjög verulegu leyti af því, hvort Stóri bróðir í norðri kýs að sýna það andlit sitt sem grettir sig herfilega í Svínaflóa- innrás eða nú síðast í rekstri mála- liðahers frá Hondúras - eða hvort einhver stefna skynsamlegri fær að móta þau samskipti, sem lengi voru kennd við hákarl og sardínur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.