Þjóðviljinn - 07.01.1984, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 07.01.1984, Blaðsíða 21
Helgin 7.-8. janúar 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 21 f ram «3 eried lit Veiðimaðurinn ORION Veiðigyðjan Artemis var mjög hrifin af Orion. Hann var mestur veiðimaður á jörðinni og miklaðist af því. Hann hafði jafnvel hótað að drepa öll villt dýr jarðarinnar. Þau voru á veiðum saman löngum stundum, Artemis og Orion. Bróðir Artemisar hét Appolon. Hann var mjög mót- fallinn félagsskap systur sinnar við þennan blóðþyrsta veiði- mann. Hann ræddi við Móður jörð og sagði henni frá ofstæki Orions gegn öllum villtum dýr- um. Móðir jörð vildi ekki una því og greip til sinna ráða. Hún sendi risavaxinn sporðdreka til höfuðs honum. Orion reyndi að skjóta hann með örvum úr boga sínum, en þær hrukku af drekanum. Þá reyndi hann að stinga í hann sverði sínu en það dugði ekki. Orion sá þá sitt ráð óvænna og lagðist til sunds út í hafið til að freista þess að ná landi á næstu eyju. Appolon gekk þá til systur sinnar, Artemis, benti út á haf- ið og sagði: „Kæra systir, sérðu svörtu þústina þarna í hafinu? Þetta er þorpari sem nýverið réðst á ættingja okkar. Viltu ekki koma honum endanlega fyrir kattarnef.“ Artemis trúði bróður sínum, lagði ör á streng og skaut. Síðan synti hún út til að ná veiðinni, en þegar hún sá að hún hafði verið göbbuð til að skjóta Orion vin sinn, varð hún mjög sorgmædd. Hún reyndi að fá hann lífgaðan við, en þegar það tókst ekki skaut hún hon- um upp á himininn í stjörnulíki. Par trónir hann að eilífu, sífellt eltur af sporðdrekanum. 0 Margir þekkja Fjósakonurnar. Þær eru þrjár stjörnur með jöfnu millibili mjög líkar. Þær eru belti veiðimannsins Orions. Hann er yfirleitt frekar lágt á himninum, þó hæst í suðri og sést yfirleitt mjög vel á suður- himninum. Það þarf ekki að fylgjast lengi með suðurhimnin- um til að taka eftir honum, girt- an sverði með skinnið af einu veiðidýrinu í framréttri hendi. Alf- 1819 var ungur piltur á Stóra- akri í Skagafirði, Guðmundur að nafni. Hann var smali, hann lét út kindur eldsnemma á þrettándamorgun og rak þær fram á dal, þar sem þær voru látnar á beit á daginn ef veður var gott. Þegar hann kom með kindurnar á dalinn sá hann hvar fór lest. í þeirri lest voru bæði karlmenn, kvenfólk og börn og sat kvenfólkið og börnin á kerr- um en mikill farangur á hest- unum. Honum fannst undar- legt að fólk væri að flytja um hávetur og eins var hann ekki vanur því að sj á fólk sit j a á kerr- um. Hann vildi hitta fólkið og hljóp skáhallt yfir dalinn til að ná því hjá klettum hinu megin. Honum tókst aldrei að komast nógu nálægt þeim til að tala við þau, enda var hann orðinn svo- lítið smeykur og þorði ekki að kalla. Þegar kemur nær klettunum sér hann 3 eða 4 húsdyr opnar og loga ljós inni. Fólkið stansar og ganga sumir rakleitt inn en aðrir bera inn farangur. Síðan heyrir hann klukknahringingar og söng en þegar hann nálgaðist klettana skildi hann ekki orð af því sem sungið var, enda voru klettarnir þá lokaðir og sá hann engar dyr. Það sem honum hafði áður sýnst vera kerrur, reyndust vera steinar. Þá vissi hann að þetta var huldufólk, hann varð dauðhræddur og ætlaði að flýta sér í burtu, en þá varð hann ailt í einu svo syfjaður og máttlaus að hann komst hvergi og sofn- aði þarna undir klettunum. Þegar hann vaknaði var kom- inn dagur, hann reis á fætur og ætlaði aftur að forða sér burt, en ekki hafði hann gengið nema örfá skref þegar hann varð aftur syfjaður og máttvana og sofn- aði. I þetta sinn vaknaði hann við að vatn rann um vanga hans og var þá orðið enn bjartara. Hann ætlaði að strjúka burt bleytuna en finnur ekkert. Hann fór nú heim með kind- urnar. Fólki fannst hann dálítið ruglaður í svolítinn tíma á eftir, en svo jafnaði hann sig. Endursagt úr Þjóðsögum Jóns Árnasonar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.