Þjóðviljinn - 07.01.1984, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 07.01.1984, Blaðsíða 18
18 SÍÐA - ÞjÓÐVILJINN SHelgin 7.-8. janúar 1984 „Ekkert líst mér á að þu farir að tala við mig“, segir Margrét Auðunsdóttir í símann þegar ég falast eftir viðtali fyrir Þjóðviljann við hana. „Það ereinsog það sé einhver tíska að vera að tyggja þetta upp úr gömlu fólki - við sem höf- um ekkert eða viljum ekkert segja! En auðvitað máttu svo sem koma“. Þegar ég kom á tilskildum tíma í viðtalið við Margréti hélt hún áfram ásömu nótum í gamansömum tón. Hún hamp- aði nokkrum endurminningabókum, sem hún sagðist hafa verið að glugga í yfirjólin. Allarvoru bækurnarumeða eftiraldna stjórnmálamenn. „Þetta eru allt hreinir englar ef marka má bækurn- ar“, segir hún. „Auðvitað segirfólk aldrei frá öllu því, sem það hefur upp- lifað. Ef það væri gert, er ég hrædd um að færi að fara um ýmsa. “ „Ströng og mikil kerling lngibjörg“ Margrét Auðunsdóttir fæddist árið 1906 og ólst á bænum Eystri-Dalbæ í Landbroti í Skaftafellssýslu. Margrét var formaður Starfsstúlknafélagsins Sóknar frá 1956 til 1973, en Sókn á einmitt fimmtugsafmæli á þessu ári. Margrét var formaður félagsins á miklum umbrota- og breytingatímum og átti oft sæti í miðstjórn Alþýðusambandsins á þessum tímum. Margrét kom til Reykjavíkur tvítug að aldri og átti heima hér í tvö ár samfleytt en flutti þá til Borgarness. Fyrir henni átti eftir að liggja búseta í Reykjavík síðar meir, en þessum tveimur árum sem hún eyddi í höf- uðstaðnum á árunum 1925-1927 varði hún í vinnumennsku og nám í hússtjórnardeild Kvennaskólans. - Þú manst væntanlega eftir Ingibjörgu H. Bjarnason? „Já, hvort ég man“, segir Margrét sposk á svip. Ingibjörg var þá komin á Alþing, fyrst kvenna til að sitja í þeirri merku stofnun, en hún var kjörin á þing af kvennalista árið 1922. Ingibjörg var jafnframt skólastýra Kvennaskólans. - Hvernig þótti þér þingkonan? „Hún var afskaplega ströng og mikil kerl- ing! Hún stjórnaði að vísu ekki hússtjórnar- deildinni, en hún borðaði alltaf með okkur, sem og allir nemendur skólans í heimavist- inni. Ég get sagt þér eina sögu, sem var rifjuð upp fyrir mér fyrir nokkru, en ég hafði þá steingleymt þessu. Við skiptumst á að skammta á diskana, stúlkurnar í hússtjórn- ardeildinni, og Ingibjörg fylgdist grannt með að vel væri skammtað. Hún lagði mikla áherslu á að við borðuðum vel, enda fitnuð- um við allar heil ósköp þennan vetur. En á morgnana var borðaður hafragrautur og ekki voru allar stúlkurnar hrifnar af honum og því var stundum skammtað í minna lagi. Éitt sinn er ég í húsmóðurhlutverkinu og allt í einu segir fröken Ingibjörg sisvona: „Því skammtið þér ekki meira?“ Það var ekkert fum á mér, heldur svaraði ég að bragði að ég skammtaði eins og ég ætti að gera. Um leið varð mér litið yfir borðið og sá þá á svip allra, að þarna hafði ég hlaupið á mig. Það var ekki ætlast til að maður svaraði skólastýrunni! Fröken Ingibjörg hálfreis upp úr sæti sínu og leit á diskana, en settist síðan aftur og sagði ekki orð, svo þarna slapp ég víst vel. Ætli það megi ekki taka þessa sögu sem dæmi um það hvað ég var kjaftfor - það mætti segja mér það! Svona'hef ég víst alltaf verið.“ „ Kvenréttindamálin voru stórmái“ „Annars var ég svo ung á þessum árum, að pólitíkin var ekki farin að glepja mig mikið, þótt ég hafi haft mikil kynni af henni í föðurhúsum. En ég man eftir því, að kven- réttindamálin brunnu á mörgum konum. Til dæmis var svo um frænku mína, Steinunni Þórarinsdóttur. Steinunn var á sínum tíma framarlega í Alþýðuflokknum og var í Verkakvennafélaginu Framsókn og tók þátt í Garnaslagnum og flestu því, sem verkafólk barðist fyrir á þessum árum. Hún skrifaðist ætíð á við móður mína og ég man eftir mjög löngu bréfi frá henni þar sem hún skrifaði um hve nauðsynlegt væri að koma konu á þing. Þar með var hún auðvitað að agitera fyrir fröken Ingibjörgu. Fröken Ingibjörg var kannski mjög vel meinandi, hún var vel menntuð og vel lesin og svo var um margt fyrirfólk á þessum tíma. En að þetta fólk blandaði geði við alþýðustéttina - því var ekki fyrir að fara á þessum tímum. Þetta fólk var afskaplega einangrað frá almúganum, þótt einstaka „Hefði ég ekki verið svona kjaftfor“ Rœtt við Margréti Auðunsdóttur, fyrrum formann Sóknar greint fólk finndist innanum. Þetta var allt öðru vísi en það er nú.“ „Ólafur Friðriksson spennandi maður“ „Pólitíkin var mjög hörð í Skaftafells- sýslu á þeim árum þegar ég var að alast þar upp. Fyrir kosningar komu frambjóðendur Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokks- ins heim á hvern bæ til að agitera. Móðir mín hafði fyrir sið að vera ætíð á móti þeim sem kom. Hún var slyng við að rökræða við karlana og hafði gaman af þessum deilum. Þannig kynntist ég vel pólitíkinni sem krakki. Ég man eftir því, að eitt sinn kom Sigurður Eggerz heim og það situr enn í mér. hvað hesturinn hans var fallegur. En við krakkarnir og vinnufólkið höfðum ríka tilhneigingu til að fylgja Lárusi Helga- syni í Klaustri. Það var af því að hann var alltaf svo góður við okkur krakkana og skipti sér alltaf eitthvað af okkur þegar hann kom. íhaldið hamaðist alltaf á Lárusi, því hann fylgdi Jónasi frá Hriflu og íhaldið hafði það á móti Jónasi, að hann hafði sést tala við Ólaf Friðriksson á götu! fhaldið uppmálaði bolsévismann alveg hroðalega - þetta voru allt misindismenn og morðingjar, skildist manni. Þegar ég svo kom til Reykjavíkur horfði ég ekki eins mikið á nokkurn mann og Ólaf þennan Friðriksson. Ég sneri mér alltaf við á götu þegar ég mætti honum til þess að- horfa. Mér þótti þetta afskaplega spenn- andi maður, eins og nærri má geta!“ Fyrsti stjórnmálafundurinn „Veturinn 1926 vildi ein vinkvenna minna endilega fara á útifund í barnaskól- aportinu og ég lét tilleiðast. Þetta var fyrsti stjórnmálafundurinn, sem ég sótti, og mér verður hann alla tíð minnisstæður. Öskurkór íhaldsins stóð við ræðupúltið og við vinkonurnar mjökuðum okkur áleiðis að púltinu. Þegar Jónas byrjaði að tala upphóf kórinn söng sinn og öskraði hátt. Mér rann í skap og reif kjaft við strák- ana; spurði hvort þeir væru svona hræddir við Jónas. Ég var stór og stæðileg stúlka og lenti allt að því í slag þarna. Þetta var mjög gaman. Svo kom Ólafur Thors og fór að lýsa ástandinu í Rússlandi. Sagði m.a. sem svo, að börn væru tekin frá mæðrunum strax eftir fæðingu og alin upp á sérstökum stofn- unum og foreldrar fengju aldrei að sjá börn sín. Endaði ræðu sína með því að þruma: „Viljið þið, íslenskar konur, fá slíkt ástand yfir ykkur?“ Svo komu þeir Héðinn Valdimarsson og Ólafur Friðriksson og það þýddi ekki fyrir nokkurn mann að öskra þá niður!" Stórsprautur í Borgarnesi - Þú fluttir svo til Borgarness 1927. Hvernig var pólitikin á þeim stað? „Ég fór að vinna á hótelinu í Borgarnesi 1927 hjá Vigfúsi Guðmundssyni úr Flóka- dal og þarna var alltaf verið að tala um pólitík, því Vigfús var harður Framsóknar- maður. Þarna var nokkuð mikil umferð, því bílvegirnir voru að opnast og menn komu bæði að sunnan og norðan. Svo voru það fundirnir. Stórsprauturnar að sunnan komu alltaf á fundina til að tala með sínum mönnum. Ólafur Thors og Hriflu-Jónas endurðu alltaf í stórrifrildí. En Pétur gamli Ottesen stóð alltaf fastur á sínu - það gat enginn unnið á honum á þessum fundum.“ „Hefði ég haft vit á að þegja“ Margrét Auðunsdóttir réðst sem aðstoð- armatráðskona til ríkisspítalanna árið 1951 og upp frá því fór hún að hafa opinber afskipti af verkalýðsmálum. „Arið 1951 voru nokkur átök í kringum kosningar í félaginu. Það var smalað í Sókn og þannig komst ég í félagið. Ég fór strax að fara á fundi og var nátt- úrulega eitthvað að rífa kjaft, en deilur lágu niðri í félaginu fram eftir vetri. Fyrir jólin 1952 voru gerðir kjarasamn- ingar og þar var eitt atriðið að lækka átti verðlag eitthvað. Sókn fékk kauphækkun eins og önnur félög, en þegar stúlkurnar fengu útborgað fyrir janúarmánuð var öll kauphækkunin tekin til baka með hækkun á fæði, þvotti og húsnæði. Þetta kom mér svosem ekkert við, þar sem ég var þarna n.k. ráðskona og ekkert var af mér tekið. En ég fór nú samt að skipta mér af þessu og kom þannig af stað þeirri skriðu sem leiddi til þess að ég lenti í for- mannssætinu. Hefði ég haft vit á að þegja sæti ég nú hér í makindum með miklu hærri eftirlaun en ég hefi nú.“ - Sérðu eftir þessu? „Nei, elskan mín, ég sé ekkert eftir þessu. Svona er ég nú vitlaus! Ég hef ekki einu sinni vit á að sjá eftir þessu.“ Samstaða um réttlætismál „Það sem er mér eftirminnilegast úr( verkalýðsbaráttunni, þegar ég lít yfir farinn veg, er einmitt matardeilan. Hún sýndi bet- ur en allt annað, sem ég hef upplifað, hvað verkafólk getur gert, ef það stendur saman um réttlætismál. í matardeilunni var réttlætið fólgið í því að fá yfirmennina til að viðurkenna orðnar þjóðfélagsbreytingar. Það var ætlast til, að fólk keypti fæði og fengi húsnæði á spítölun- um og þegar þessi deila kom upp, kváðu yfirmennirnir það skyldu að kaupa fæði á staðnum. En þetta tilheyrði gömlum tíma; fólk var farið að búa svo mikið úti í bæ og giftar konur komnar í félagið og í þessi störf. Þetta skipulag, sem yfirmennirnir vildu halda í, var ekki raunhæft lengur. Og þetta vannst að lokum eftir stranga, en gleðilega baráttu". „ Verkalýðshreyfingin mesta afturhaldið?“ „Það þarf alltaf að skoða alla hluti í Ijósi hins nýja tíma,“ segir Margrét. „Ég held næstum, að verkalýðshreyfingin sé mesta afturhaldið í þjóðfélaginu. Hún vill taka eitthvað af nýja tímanum, en aldrei ræða það gamla. Ég er hrædd um, að þetta sé eðli hennar við núverandi skipulag. Kannski er þetta einnig mannlegt eðli. Þegar fólk eignast hundraðkallinn fer það strax að passa hann. Varla er þessu ástandi um að kenna mannvonsku eða þekkingarleysi - ekki lengur í þessu upplýsta þjóðfélagi. “ - Hvað finnst þér um þá gagnrýni, sem heyrst hefur um verkalýðshreyfinguna und- anfarið og þá einkum skipulagið? „Mér finnst sú gagnrýni réttmæt, því skipulag hennar er auðvitað kolvitlaust. Samflotin hafa ekki skilað þeim árangri, sem til var ætlast. Við getum svo sem hugg- að okkur við að kenna öðrum um hvernig komið er - t.d. íhaldinu og vondum at- vinnurekendum. En slík huggun dugir skammt. Auðvaldið er bara eins og það er, og við eigum aldrei að búast við einhverju góðu þaðan. Eitthvað af þessu hlýtur að vera okkur sjálfum að kenna. Eða er það ekki? Þegar horft er á það að kaupgjald hér Margrét Auðunsdóttir átti sæti í miðstjórn Alþýðusambands íslands um árabil. Ekki höfum við nákvæmt ártal á þessari mynd, en hún sýnir sambandsstjórn ASÍ undir forsæti Hannibals Valdimarssonar. Margrét Auðunsdóttir situr honum á vinstri hönd og hin konan í sambandsstjórninni er Herdís Olafsdóttir af Akranesi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.