Þjóðviljinn - 07.01.1984, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 07.01.1984, Blaðsíða 19
Helgin 7.-8. janúar 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19 er jafnvel lægra en gerist hjá þeim þjóðum, sem búa við sömu velmegun og við, þá hlýtur eitthvað að hafa farið úrskeiðis hjá okkur. Ég held að hluti af skýringunni á þessu ástandi hér liggi í því, að öllu hefur verið sleppt lausu. Fólk hefur mátt vinna hér ómælda yfirvinnu og annað þess háttar. Svo kemur bónusvitleysan inní. Ég fylgist kann- ski ekki mikið með nú orðið, en mér finnast launa- og kjaramál í hinu megnasta ólagi. Bónusfyrirkomulagið er skýrt dæmi um það. Bónusinn heldur niðri öllu kaupi og ég skil ekkert í því fólki, sem endilega vill koma bónus á alls staðar." „Lausnin: að breyta þjóðskipu!aginu“ „Ég tel málin nú óleysanleg í gegnum kjarasamninga eða verkföll. Fólk er svo bundið á skuldaklafann, að það getur sig engan veginn hreyft, og enginn óskar eftir því ástandi, sem ríkt hefur hér árum saman, og þar á ég við óðaverðbólguna og skipu- lagsleysið á öllum sviðum. Verkalýðshreyfingin þarf að setjast niður og finna sér annan baráttufarveg. Hún ræður ekki við málin í gegnum Alþingi eða í gegnum samninga - ekki eins og þeir hafa gengið fyrir sig undanfarið. Ég hef svo sem enga patentlausn á þess- um málum. Ef ég hefði hana væri ég auðvit- að heimsfræg! En mín vissa er sú, að þess- um málum verði ekki breytt nema með því að gjörbreyta þjóðskipulaginu. En það má kannski ekki segja það í Þjóðviljanum?“ Nú tindra augun í Margréti af stríðni. „Ungu mennirnir fá ekki góðan arf“ „Það er ekki góður arfur sem við skiljum eftir handa þessum ungu mönnum, sem nú eru að taka við. Pólitík okkar var röng - á öllum sviðunt. Ég segi bara eins og Steini gamli Péturs- son sagði eitt sinn: „Ef fólk vill ekki berjast sjálft, á ekki að berjast fyrir það.“ Það var farið alltof mikið inná það að leysa málin á Alþingi, en þess ekki gætt að rækta félögin. Ég vil nefna sem dæmi lögin um jöfn laun verkakvenna og verkakarla, sem sett voru 1961“. Laun verkakvenna og kvenna í verslunar- og skrifstofustörfum áttu að hækka árlega í 7 ár þar til þau væru orðin jöfn launum karla í sömu eða sambæri- legum störfum. „Þetta frumvarp var lagt fram í góðri trú og allt gott um þann hug að segja, sem að baki bjó. En þegar maður fór að tala um að fara í kjarabaráttu, sögðu forstjórarnir strax, að það myndi lítið þýða því þá fengjum við bara minna í kjarabætur um áramótin. Konurnar litu líka á þetta sem allsherjarlausn á vandanum. En ég er ekki viss um að þetta hafi verið rétt, og hef raunar aldrei verið það. Láglaunahópur kvenna varð einmitt til á þessum tíma og hann hefur verið til síðan." - Hvað áttu við með því? „Ég vil svara þessari spurningu með ann- arri. Hvers vegna stóð verkalýðshreyfingin ekki fyrir því að hækka láglaunakarlana, sem konurnar voru miðaðar við? Þetta er grundvallarspurningin, og svari nú hver fyrir sig.“ Karlaleysið hefur aldrei háð okkur í Sókn Þing Alþýðusambands íslands voru um tíma haldin í K.R.-húsinu við Kaplaskjólsveg þar sem þessi mynd var tekin. Ég spurði Margréti hvað henni fyndist um kjarabaráttu kvenna nú, þegar stofnuð hafa verið samtök kvenna á vinnumarkaðn- um og þverpólitískri samstöðu hefur verið náð um að finna lausn vandans. „Ég hef aldrei í mínu lífi fundið fyrir því að karlmenn træðu á mér vegna þess að ég væri kona. Hins vegar hafa þeir oft troðið á mér vegna minna pólitísku skoðana. En konur eru innilokaðri en karlar og öll samstaða hlýtur að hjálpa þeim við að kom- ast inn í þetta samfélag. En ég held líka, að á endanum verði kynin að vinna saman í baráttunni.“ - Finnst þér það hafa háð ykkur í Sókn að vera karlalausar? „Nei, það háði okkur síður en svo að hafa enga karla innanborðs. Ég hafði aldrei karla með mér í samningagerð nema undir það síðasta og þá einungis til að reikna. Konur gætu hins vegar verið miklu harðari og duglegri við kjarasamninga en þær hafa oft á tíðum verið. í þessum málum dugar harkan ein. Og svo eru þessir kjarasamn- ingar orðnir svoddan frumskógur - þetta hefur verið gert að svo mikilli flækju, að það skilur þetta ekkert venjulegt fólk lengur. Þeir eru t.d. teljandi á fingrum ann- arrar handar sem skilja þessa bónussamn- inga. Þetta er auðvitað ekki til fyrirmyndar. Nei, það þarf gjörbreytingu á öllum svið- um. En eins og ég sagði, þá hef ég aldrei haft patentlausnina, því miður.“ ast

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.