Þjóðviljinn - 07.01.1984, Blaðsíða 26
26 SÍÐA — .MÓ&VH4ÍNN Helgin 7.-8. janúar 1984
ALÞYÐUBANDALAGIÐ
Alþýðubandalagið í Reykjavík
Árshátíð og þorrablót
Árshátíð og þorrablót Alþýðubandalagsins í Reykjavík verður laugardaginn
28. janúar 1984. Þegar eru bókanir farnar að berast og eru menn hvattir til
að skrá sig fyrir miðum sem allra fyrst. í fyrra komust færri að en vildu.
Dagskrá og skemmtiatriði auglýst síðar. - Skemmtinefnd ABR
Alþýðubandalagið á Akureyri
Árshátíð
Árshátíð Alþýðubandalagsins á Akureyri verður haldin laugardaginn
21. janúar nk.'
Glæsileg dagskrá með heimsþekktum skemmtikröftum. Látið skrá
ykkur sem fyrst til þátttöku hjá Ragnheiði í síma 23397 eða Óttari í
síma 21264. Nánar auglýst síðar.
Skemmtinefndin.
Alþýðubandalag Héraðsbúa
Almennur félagsfundur
Alþýðubandalag Héraðsbúa heldur al-
mennan félagsfund mánudagskvöldið 9. jan-
úar í Valaskjálf (litla sal) kl. 20.30. Helgi Selj-
an alþm. hefur framsögu um stjórnmálaá-
standið. Félagar mætið vel og stundvíslega.
- Stjórnin.
Helgi
Alþýðubandalagið á Akureyri
Bæjarmálaráð
Fundur verður haldinn mánudaginn 9. janúar kl. 20.30 í Lárus-
arhúsi. Rætt verður um dagskrá bæjarstjórnarfundar 10. janú-
ar og starfsáætlun bæjarmálaráðs næstu mánuði. Mætið vel
og stundvíslega.
Alþýðubandalagið í Kópavogi
Árshátíð
ABK heldur árshátíð sína í Þinghóli laugardaginn 4. febrúar nk.
Skemmtiatriði og hressandi veitingar. Miðaverð aðeins 200 krónur.
Allt stuðningsfólk velkomið. Nánar auglýst síðar. - Stjórn ABK.
Auglýsið í Þjóðviljanum
A
Bókband
10 vikna bókbandsnámskeið hefjast þriðju-
dagskvöld 10. janúar og laugardag 14. janú-
ar. Upplýsingar og innritun í síma 41570.
Tómstundaráð Kópavogs.
Æskulýðsfylking Alþýðubandalagsins
Skákþing Reykjavíkur
hefst nú um helgina
Skákþing Reykjavíkur 1984
hefst um helgina, og verður teflt í
félagsheimili Taflfélags Reykjavík-
ur að Grensásvegi 46.
í aðalkeppninni, sem hefst á
sunnudaginn kl. 14, munu kepp-
endur tefla saman í einum flokki 11
umferðir eftir Monrad-kerfi. Um-
ferðir verða þrisvar í viku, á sunnu-
dögum kl. 14 og á miðvikudögum
og föstudögum kl. 19.30. Bið-
skákadagar verða inn á milli.
Keppni í flokki 14 ára og yngri á
skákþingi Reykjavíkur hefst laug-
ardag, 14. janúar. í þeim flokki
verða tefldar níu umferðir eftir
Monrad-kerfi, umhugsunartími 40
mínútur á skák fyrir hvern kepp-
enda. Keppnin tekur þrjá laugar-
daga, þrjár umferðir í senn. Bóka-
verðlaun verða fyrir a.m.k. fimm
efstu sæti.
Lokaskráning í aðalkeppnina
verður laugardag, 7. janúar kl. 14 -
18.
Taflfélag Reykjavíkur hefur
haldið skákþing Reykjavíkur ár-
lega frá árinu 1931. Ingi R. Jó-
hannsson hefur oftast orðið skák-
meistari Reykjavíkur, alls sex sinn-
um. Næstir koma Ásmundur Ás-
geirsson, Baldur Möller, Eggert
Gilfer, Beóný Benediktsson,
Björn Þorsteinsson og Jón Krist-
insson, en þeir hafa unnið meist-
aratitilinn fjórum sinnum hver.
Núverandi skákmeistari Reykja-
víkur er Elvar Guðmundsson.
Hallgríms-
kirkju berst
höfðingleg
gjof
Björg Pétursdóttir, Hraunbæ40,
hefur gefið Hallgrímskirkju í
Reykjavík, íbúð sína að Hraunbæ
Færeyska
listsýningin
Síðasta
sýningarhelgi
Fyrirhugað var að Færeysku
sýningunni lyki sunnudag 8. jan-
úar en nú hefur verið ákveðið að
sýningin standi til þriðjudagsins
11. janúar, og er sýningin opin kl.
14 - 19.
Hér er um að ræða stærstu far-
andsýningu á færeyskri list. 16
færeyskir listamenn eiga verk á
sýningunni þ.á.m. Sámal Joens-
en Mikines (d. 1979) og Ruth
Smith (d. 1958).
t>að er Norræna listamiðstöðin
á Sveaborg í Finnlandi, sem
stendur að þessari sýningu. Mjög
vegleg sýningarskrá hefur verið
gefin út í tilefni sýningarinnar og
er hún fyrsta almenna kynningin
á færeyskri myndlist sem út hefur
komið.
Ungt fólk í Kópavogi!
Munið undirbúningsstofnsetn-
ingarmannfagnaðinn mánudag-
inn 9. janúar kl. 20.30 í Þinghóli.
Ætlunin er að leggja fyrstu drög
að stofnun Æskulýðsfylkingar í
Kópavogi á fundinum. Nokkrir
stjórnarlimir ÆF munu láta sjá
sig og svara spurningum varð-
andi Æskulýðsfylkinguna.
Flutt verða tvö stutt ávörp: Guð-
björg Sigurðardóttir formaður
Æskulýðsfylkingar Alþýðu-
bandalagsins flytur ávarp er hún
nefnir: Hvað er ÆF? Eiríkur
Hjálmarsson flytur ávarp er hann
nefnir: Hvers vegna ÆF í Kópa-
vogi?
Umræðustjórar verða Friðgeir
Baldursson og Helena Valtýs-
dóttir og munu þau leitast við að
halda léttum umræðum gang-
andi.
Boðið verður uppá „kaffomeððí".
Ef þið eruð ekki ánægö með kerf-
ið þá hjálpumst við að breyta því!
Hópnefndarráð.
40, ásamt spariskírteinum að upp-
hæð 1,3 milj. kr. Gjöf þessi er því
að verðmæti ca. 2,5-3 milj. kr. og
mun vera ein sú stærsta, sem kirkj-
unni hefur borist til þessa. Björg
Pétursdóttir lést nú um jólin og
hafði óskað eftir að gjafabréfið
yrði afhent að sér látinni.
Séfa Ragnar Fjalar Lárusson,
prestur við Hallgrímskirkju, sagði
að þessi gjöf kæmi sér ákaflega vel
því að nú væri hafið lokaátakið við
byggingu kirkjunnar. Að því væri
stefnt að smíði kirkjunnar yrði lok-
ið árið 1986, á 200 ára afmæli
Reykjavíkurborgar. Og til þess að
greiða fyrir því að það takmark ná-
ist hafa bæði ríkið og Reykjavíkur-
borg hækkað framlög sín til kirkju-
byggingarinnar í verulegum mæli.
Björg Pétursdóttir var komin
yfir áttrætt er hún lést. Hún stund-
aði hjúkrunarstörf. Bjó lengstaf í
nágrenni Hallgrímskirkju, að
Freyjugötu 30, og hefur fylgst náið
með byggingu kirkjunnar frá upp-
hafi. Og nú hefur hún að leiðarlok-
um fært kirkjunni að gjöf allai
sínar jarðnesku eigur.
- mhg.
Kristján Jensson, maðurinn
sem lögreglan í Reykjavík lýs-
ir eftir.
Lögreglan
í Reykjavík
Lýsir
eftir
manni
Lýst er eftir 70 ára gömlum
manni, Kristjáni Jenssyni,
Álftamýri 10 Rvík.
Kristján er 175 cm hár,
þrekvaxinn, gráhærður og
notar gleraugu. Hann var
klæddur í brúnan mokka-
jakka, gráar buxur og í svört-
um skóm. Hann var með
brúna mokkahúfu og með
brúnar mokkalúffur.
Kristján sást síðast við
heimili sitt um kl. 02.00 sl.
miðvikudag. Þeir sem geta
gefið upplýsingar um ferðir
Kristjáns eftir þann tíma vin-
samlegast Iáti lögregluna vita.
Fyrirlestur í Norrœna húsinu
Kennslufræðilegar
tilraunir í Herlev
Sunnudaginn 8. janúar nk. held-
ur Merete Biprn fyrirlestur um til-
raunamenntaskóla danska ríkisins
í Herlev, Herlev Statsskóle.
í erindi sínu mun Merete Biörn
segja frá kennslureynslu sinni við
þennan skóla og fjalla um þær at-
hyglisverðu kennslufræðilegu til-
raunir, sem þar fara fram.
Fyrirlesturinn verður haldinn í
Norræna húsinu sunnudaginn 8.
janúar kl. 16.00 og er öllum opinn.
Banaslys 1983:
64 Islendingar lét-
ust af slysförum
Á árinu 1983 létust 64 ísiending-
ar af slysförum. Er það mjög svip-
uð tala og á árinu 1982 þegar 63
íslendingar létust af slysförum.
Fiestir létust í umferðinni eða 20
manns þar af einn erlendis. 1982
létust hinsvegar 26 af völdum um-
ferðarslysa. Sjóslys og drukknanir
urðu heldur fleiri en í fyrra en 17
manns létust í sjóslysi á þessu ári,
en 14 í fyrra. í flugslysum létust sjö
Islendingar í ár eða jafnmargir og í
fyrra.
í samantekt sem Slysavarnarfé-
lag íslands hefur sent frá sér kemur
m.a. fram í flokki undir heitinu:
Ýmis banaslys, að fimm menn hafi
látist af völdum bruna eða
reykeitrunar. Þá létust fimm fs-
lendingar í snjóflóðum. Fjórir fs-
lendingar létu lífið þegar þeir
hröpuðu í fjallgöngu.
Samantekt Slysavarnarfélagsins
nær einnig til þeirra útlendinga sem
létu lífið af völdum slysa hér við
land á árinu 1983. Ein kona lést í
fallhlífarstökki við Grímsey. Þá
lést þýsk kona er hún féll af
Skeiðarbrú í júlí í sumar. Flutn-
ingaskipið Kampen frá Hamborg
fórst 55 sjómílur frá
Vestmannaeyjum og með því sjö
menn, en sex skipverjum var bjarg-
að.
Það kemur fram að banaslys
seinni part árs voru tíðari en oft
áður.
- hól.
ALDRAÐIR
þurfa að
ferðast eins
og aðrir.
Sýnum þeim
tillitssemi