Þjóðviljinn - 07.01.1984, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 07.01.1984, Blaðsíða 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 7.-8. janúar 1984 fréttaskyríns Svo virðist sem óveðrið sem skall yfir landið á miðvikudaginn var, hafi komið mörgum á óvart, einkum hér á höfuðborgarsvæð- inu ef marka má það alvarlega ástand sem skapaðist þegar hundruð bifreiða sátu fastar á götunum og öll umferð tepptist gersamlega. Fyrir nákvæmlega ári síðan gerðist alveg það sama og því vaknar sú spurning hvort fólk ofmeti bifreiðar sínar, getu sína til aksturs við þessi skilyrði, eða þá að almenningur hlusti ekki lengur á veðurfréttir, eða taki ekki mark á þeim eða jafnvel skilji ekki útskýringar veður- fræðinga. Enginn getur afsakað sig með því að hann hafi ekki heyrt veðurfréttir. Þeim er út- varpað 8 sinnum á sólarhring í hljóðvarpinu og í lok frétta í sjón- varpi. Til Þjóðviljans hringdi kona daginn eftir óveðrið og ásakaði veðurfræðinga fyrir að hafa ekki aðvarað fólk á þriðjudeginum um að þetta veður væri í aðsigi. Hún sagði það samdóma álit fólks á sínum vinnustað að aðvörunin hefði ekki verið nógu skýr. Ég var ekki sammála konunni, þar sem ég heyrði veðurfréttir á þriðjudaginn og þá var þessu veðri spáð mjög nákvæmlega, meira að segja tímasetningar all- ar stóðust. Nákvœm spá Þetta mál var borið undir Pál Bergþórsson veðurfræðing. Hann sagði að það vildi nú svo til að spáin, á þriðjudagskvöldið hefði verið einhver sú nákvæm- asta og best unna sem veðurstof- an hefði lengi sent frá sér og „við erum stoltir yfir því hve nákvæm hún reyndist“, sagði Páll. Það var spáð 8 til 10 vindstigum og snjókomu, hvenær veðrið myndi skella yfir og hvenær búast mætti við að það væri gengið yfir. Allt stóð þetta heima um allt land. „Mig grunar hinsvegar að fólk hlusti heldur lítið á veðurfréttir. Þær glymja í eyrum allan daginn og mér er ekki grunlaust um að þetta fari innum annað eyrað og útum hitt, eins og sagt er“, sagði Páll. Hann var inntur eftir því hvort ekki væri þá árangursríkara að nota lýsingarorð í stað talna, þegar veðurfræðingar eru að spá og segja sem svo, þegar búast má við veðri líku því sem var sl. mið- vikudag: Gætið ykkar, búast má við vitlausu veðri á morgun og ófærð. Páll sagðist kunna betur við að nota tölur í þessu sam- bandi, en sagðist í vafa um að fólk tæki meira mark á spám þeirra veðurfræðinganna þótt þær væru settar fram með sterkum lýsing- arorðum. Vantar frœðslu Konan sem hringdi til okkar á Þjóðviljann og fyrr var nefnd sagðist ekkert vita hvað millibör þýddu á veðurspám og fullyrti að svo væri með fjöldan allan af fólki. Við spurðum Pál hvort hann teldi gagn að því að flytja einu sinni eða t.visvar á ári fræðsluþætti til að mynda í sjón- varpi um veðurspá, tákn og orða- tiltæki henni viðkomandi. Hann sagðist efast um að það kæmi að miklu gagni. „Ég held að einung- is þeir sem hafa áhuga á veður- fræðum myndu hlusta eða horfa á slíka þætti. Hitt tel ég árang- ursríkara að kenna slíkt í barna- skólum. Börn eru svo næm að þau myndu meðtaka þetta, alveg eins og þegar byrjað var með veðurfregnir í sjónvarpinu hér um árið, þá voru börnin mun fljótari en fullorðna fólkið að átta sigá veðurkortunum", sagði Páll. Hann bætti því svo við að allir sem vildu, ættu möguleika á að vara sig á óveðri eftir veðurspám og jafnvel þótt spá okkar um vont veður rætist ekki, þá gerir það aldrei neitt til að búast við hinu versta, það góða skaðar ekki, sagði Páll Bergþórsson. Þegar veðuráhlaup gerir eins og á miðvikudaginn, þá mæðir mikið á lögreglunni um leið og óhöppin eiga sér stað. Fastir bílar í sköflum, fólk sem kemst ekki heim til sín og annað óþægilegt sem oftast gerist í svona veðrum. Bjarki Elíasson, yfirlögreglu- þjónn í Reykjavík var að því spurður hvort engin leið væri að reyna að draga úr umferð á göt- um höfuðborgarsvæðisins, þegar búið væri að spá svona veðri og það væri að því komið að skella yfir? „Það er afar erfitt, hér eru eng- in lög sem leyfa okkur að hindra fólk í að fara ferða sinna, þótt einsýnt sé að óveður sé að skella yfir. Ef fólk tekur ekki mark á veðurfréttum og aðvörunum frá lögreglu í útvarpi, þá er fátt til varnar“, sagði Bjarki. Hann sagði að eitthvað af því fólki, sem sat fast í bílum sínum um alla borgina á miðvikudaginn hafi verið fólk á leið í eða úr vinnu og átti þá við vaktavinnufólk. Aðrir hafa sjálfsagt átt einhver erindi vítt og breitt um borgina, en varla svo brýn að ekki mætti fresta þeim eftir aðvörun um óveður. Þá sagði hann alltof algengt að fólk væri á vanbúnum bifreiðum til aksturs í vetrarfærð. Það þyrfti ekki marga slíka til að stöðva alla umferð fyrir betur búnum bílum. Ómetanlegar björgunarsveitir Bjarki var spurður hvernig lög- reglan væri tækjum búin til að mæta slíkum náttúruhamförum og stunda það björgunarstarf sem nauðsynlegt er, þegar svona veður skellur á? „Lögreglan sjálf á einn snjó- sleða með sjúkrakörfu, sem er til taks í neyðartilfellum. Síðan tökum við á leigu alla þá jeppa sem við getum fengið, en svo á lögreglan nokkra jeppa sjálf og eina rútubifreið með drifi á öllum hjólum. Þetta er það sem við eigum og tökum á leigu sjálfir. Síðan eru það björgunarsveitirn- ar sem alltaf koma til liðs við okk- ur og eru hreint ómetanlegar. Björgunarsveitin Ingólfur, sem vann mikið starf sl. miðvikudag hefur yfir að ráða 3 snjóbílum, sem eru til taks í neyðartilfell- um“, sagði Bjarki. Sigurdór Sigurdórsson skrifar Hann sagði að þessar hjálpar- sveitir væru mjög vel þjálfaðar og þeirra starf væri ómetanlegt undir þeim kringumstæðum sem verða þegar svona óveður skellur yfir. Hann benti á varðandi tækjabúnað við þessar aðstæður, að það væri mjög dýrt fyrir lög- regluna að sitja uppi með snjó- bíla og marga snjósleða í 364 daga á ári, það væri ef til vill bara einn dagur á ári sem þeirra væri þörf. Andvara- leysi Bjarki sagðist ekki skilja í fólki að taka hvorki mark á spám veðurfræðinga, né aðvörunum lögreglunnar, sem stanslaust var útvarpað sl. miðvikudag. Ogekki bara það að leggja af stað í smábíl í veðrinu, heldur líka að vera þannig klætt að það væri í stór- hættu. Þannig var um marga á miðvikudaginn sem sátu í bflum sínum um alla borg og í fjölmörg- um tilfellum höfðu bflarnir drep- ið á sér vegna bleytu. Það voru margir illa á sig komnir þegar þeim var bjargað, sagði Bjarki. Hann sagðist vilja biðja fólk um að láta sér þetta að kenningu verða. Við byggjum í landi, þar sem alltaf mætti búast við illviðri yfir háveturinn og auðvitað ætti fólk að vera á varðbergi gagnvart því og búa sig út í samræmi við það. Páll Bergþórsson sagðist halda að andvaraleysi fólks hefði aukist. í því sambandi benti hann á að á miðvikudag hefðu veður- fræðingar aðvarað um flóðahætt- una á fimmtudagsmorgninum. Samt verða stór óhöpp, sem hefði verið hægt að koma í veg fyrir. Hann nefndi í þessu sambandi sem dæmi að flóðvarnargarðar í Höfnum á Suðurnesjum sem ár- lega voru endurbyggðir og lagað- ir ef þeir skemmdust, hefðu ekki í mörg ár verið snertir. Það kom ekki að sök að þessu sinni en þetta sýndi andvaraleysi fólks og hann sagðist telja að svo væri á fleiri sviðum. Hvað sem vangaveltum um á- hlaupið á miðvikudaginn var líð- ur, þá er ijóst að kæruleysi fólks undir slíkum kringumstæðum getur haft alvarlegar afleiðingar, það munaði mjög litlu á dögun- um að illa færi hjá sumum. -S.dór. i Að trúa veðurfrœðingum ritstjórnargrein Hvaða tungumál skilur ríkisstjórnin? Það bar til tíðinda á dögunum að hæstvirtur forsætisráðherra Steingrímur Hermannsson hitti venjulegan launamann. Forsætis- ráðherra vitnaði um áramótin ótt og títt til þessa manns, sem nú orðið gengur undir nafninu „timburmaður Steingríms". Maðurinn sagði nefnilega við Steingrím einsog alþjóð veit, að nú væri gósentíð á íslandi; maður þyrfti ekki að borga jafn mikið fyrir timbrið og áður og fyrri. í sjálfu sér er það ánægjuleg tíðindi að forsætisráðherra skuli milliliðalaust hafa tekist að ná sambandi við einn almennan launamann. En hins vegar kemur það á daginn, að „timburmaður Steingríms“, er annað hvort for- failinn Framsóknarmaður eða slæmur í reikningi, nema hvort- tveggja sé. „Timburmaður Stein- gríms“ er nefnilega hálfum mán- uði lengur að vinna fyrir timbrinu sínu núna en í maí síðastliðnum. Venjulegt launafólk hefur ekki nema einn mælikvarða á verð- hækkanir sem mark er takandi á. Launafólk hefur ekki annað að selja en vinnuafl sitt. Og eina við- miðunin sem rétt getur því talist, er sú hversu lengi þú ert að vinna fyrir tilteknum hlutum nú miðað við t.d. í fyrra. Og sé þessi eina rétta viðmiðun notuð, þá kemur í ljós að launafólk er mun lengur að vinna fyrir algengri vöru og þjónustu nú en var á sama tíma í fyrra. Kaupmátturinn hefur verið skorinn niður um þriðjung. Og þarsem kaupið hefur lækkað jafnt og þétt á síðustu mánuðum hefur svonefndur launakostnað- ur fyrirtækja einnig lækkað að sama skapi. Framleiðslukostnað- ur vörunnar hefur lækkað sem því nemur svo og ýmiss kostn- aður við þjónustu. Minnkandi framleiðslu- og fjármagnskostnaður vöru og þjónustu ætti að skila sér í verð- lækkunum, ef eitthvert aðhald ríkti. En þarsem ríkisstjórnin upphefur það sem hún kallar frjálsa verslun, gerist þetta ekki. Lögmálið hjá þeim sem maka krókinn í forstjórastólum fyrir- tækjanna er nefnilega að græða sem mest. Ríkisstjórnin hefur með flestum sínum ráðstöfunum hjálpað fyrirtækjunum til þess enda ríkisstjórn á þeirra vegum. Þess vegna hefur vöruverð þeirra ekki lækkað neitt til samræmis við minnkandi framleiðslukostn- að og fjármagnskostnað. Albert Guðmundsson fjár- málaráðherra skipar sér í rökvísi á bekk með „timburmanni Stein- gríms“ í Morgunblaðinu sl. föstu- dag, þarsem hann segist ekkert skilja hvers vegna vöruverð lækki ekki. Svo bernskar yfirlýsingar hljóta að sæta furðu, ekki síst þarsem þær koma frá umsvifa- miklum kaupsýslumanni með putana á mörgum fyrirtækjum sem græða nú sem aldrei fyrr. Stórfelld tilfœrsla fjármagns Á undanförnum mánuðum hafa farið fram stórfelldar fjár- magnstilfærslur frá launafólki til fyrirtækjanna. Fyrirtækin hafa fengið í sinn hlut beint mun stærri hlut heildartekna en þau áður fengu. Fyrirtækin gætu þess vegna skilað einhverju af gróðan- um til launafólks með hærri launum ellegar þá með lækkun á vöru og þjónustu. En það gerist ekki af sjálfu sér. Launafólk hlýtur að stöðva fjármagnstil- færslunar og heimta mannsæm- andi laun fyrir vinnuafl sitt. Staðreyndin er nefnilega sú að vaxandi velferð fyrirtækjanna er á kostnað launafólks í landinu. Og sá fjöldi heimila þarsem launatekjur hrökkva ekki fyrir nauðþurftum fer að sama skapi vaxandi. Venjulegt fólk telur gjarnan að fjárhagsvandræði þess séu persónuleg vandamál sem hver og einn eigi að leysa uppá eigin spýtur. En auðvitað kemur þar, að launafólk áttar sig á því, að fjárhagsvandræði þess eru að stórum hluta sprottin beint frá ríkisstjórn sem hefur notað ríkis- valdið til að hjálpa fyrirtækjun- um til að taka stærri hlut ágóða af Óskar Guðmundsson skrifar þjóðarframleiðslunni en áður - allt á kostnað launafólks. Fátt brýtur einstaklingsfrelsi og fjöl- skylduheill meira niður en ein- mitt fjárhagsvandræði. Og þegar þessar árásir ríkisstjórnarinnar á einstaklingsfrelsið verða lýðum ljósar, þá er hægt að leiða getum að því hvar ríkisstjórnin dansar um næstu jól. Alþjóðlegt tungumál Það eru margir sem eru á sama báti og kennarinn sem sagði frá kjörum sínum í Þjóðviljanum á dögunum. Og þegar allir þeir sem svipað er ástatt um leggjast sam- an á árarnar má ríkisstjórn fyrir- tækjanna búa sig undir að pakka saman. Af ummælum ráðherranna í ríkisstjórninni má ráða, að þeir skilji ekki hvað er á seyði í þjóðfélaginu; að þeir viti ekki að þúsundir heimila í landinu geta ekki meira. Og ummæli þeirra gefa tilefni til að velta fyrir sér hvaða tungumál þeir skilja? Og það er því styrkur að vita af einu tungumáli sem valdsmenn allra ríkja hafa um síðir látið sér skiljast. —óg.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.