Þjóðviljinn - 11.02.1984, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 11.02.1984, Blaðsíða 12
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 11.-12. febrúar 1984 Skandínavíska félagið í Róm Norræn listmiðstöð á tímamótum Húsnæði félagsins að Via Condotti 11 er í eigu demantasala nokkurs, enda er Via Condotti dýrasta og fínasta verslunargatan íhjarta borgarinnar. Húsnæðið erá4. hæð og býður upp á bókasafn og setustofu, 3 tveggja manna herbergi með sameiginlegu eldhúsi og baði, stóra verönd með stór- glæsilegu útsýni og litla íbúð uppi á 5. hæð- inni, sem leigð er út með húsvörslu- kvöðum. Öll eru húsakynnin prýdd virðu- legum gömlum húsmunum sem minna á sögu félagsins: styttaThorvaldsen af dansmeyjunni prýðir setustofuna, sem og fjölmargar andlitsmyndir og teikningar af þeim norrænu listamönnum sem tengst hafa félaginu í gegnum árin. í götunni beint á móti er svo Café E1 Greco, elsta og virðulegasta kaffihúsið í Róm, sem sömuleiðis státar af mörgum gömlum listaverkum, þar á meðal eftir nor- ræna listamenn, svo og skissum og sendi- bréfum frá mönnum eins og Björnsson og Grieg. Þegar Henrik Ibsen var bókavörður Skandínavíska félagsins og virkur félagi á svipuðum tíma og Einar J ónsson var í Róm, átti hann meðal annars frumkvæði að til- raun til þess að veita konum atkvæðisrétt í félaginu. Eru til frásögur af stormasömum fundum þar sem hin ýmsu málefni hafa ver- ið rædd, og enn þann dag í dag eru haldnar vikulegar samkomur Norðurlandabúa bú- settra í Róm í húsakynnum félagsins, þar sem dvalargestir úr röðum listamanna eru jafnan þátttakendur. Norrænirjólasveinarí Róm Ég varð þess happs aðnjótandi að komast inn á Skanínavíska félagið sem gestur þegar ég dvaldi í Róm veturna 1966-1967 og 1968- 69. Þá var þar húsráðandi og safnvörður sænska listakonan Signe Hammer, sem bjó lengst af æfi sinnar í Róm, en hún er nú látin fyrir nokkrum árum. Signe Hammer var sem kjöriníþettastarf, hvorttveggjaísenn, húsmóðir á stóru heimili, skilningsrík lista- kona og gjörkunnug borginni og því heill- andi umhverfi oglistafjársjóðum, sem hún býryfir. Á þeim tíma sem ég bjó á Skandínavíska félaginu voru þar samtímis tveir Norð- menn, sem mér eru minnisstæðir, mynd- höggvarinn Stinius Fredriksen og málarinn Olaf Tangen, báðir frá Noregi og báðir nokkuð við aldur er þetta var. Stinius Fred- riksen er mikilsvirtur myndhöggvari í heimalandi sínu, og standa verk hans meðal annars á torgum í höfuðborginni Oslo. Stin- ius var hámenntaður í klassískri myndlist og var mér það bæði unun og lærdómur að hlusta á útskýringar hans á listrænu og sögulegu gildi þess umhverfis sem við hrærðumst í þennan vetur í Róm. Ekki var það til að spilla vináttu okkar, þegar Signe Hammer settir okkur í það hlutverk að leika jólasveina fyrir norræn börn í Róm á Lúsíuhátíð. Stinius, sem þá var hátt á sjö- tugsaldri, var gefinn fyrir þjóðardrykk Skota, og gerði það að skilyrði að jólasvein- arnir fengju að hressa sig vel á þeim drykk áður en til sýningar kæmi. Ómetanleg aðstaða Það er ómetanlegur möguleiki sem nor- rænum listamönnum hefur staðið til boða undanfarin 22 ár - að fá að búa í Skandína- víska félaginu á Vioa Condotti. Þar eru menn beinlínis leiddir inn í það andrúmsloft sem borgin býður uppá í sögu, umhverfi og listum. Slík aðstaða sem þar gefst getur skipt sköpum þegar farið er til Rómar með takmörkuð fiárráð og takmarkaðan tíma fyrir stafni. Á þessum 22 árum hefur á 2. hundrað norrænna listamanna búið á Via Condotti, þar af a. m.k. 9 íslendingar. Ljósmynd þessi, sem tekin er í kringum 1910, sýnir Spánska torgið í Róm. Á hús- horninu til hægri sést götuskilti Via Cond- otti, og er Skandinavíska félagið í 3. húsi frá horninu. Á miðju torginu er Barcaccia- gosbrunnurinn eftir myndhöggvarann Gi- anlorenzo Bernini, en gosbrunnur þessi er jafnframt drykkjarlind og samkomustaður enn þann dag í dag. Súlan í baksýn ber styttu af Maríu Guðsmóður og á vinstri hönd Maríu er sendiráð Spánar, sem torgið er kennt við. Sólhlífarnar til vinstri á mynd- inni skýla blómasölukonunum sem sitja neðst í Spönsku tröppunum, en tröppurnar sjást ekki á myndinni. Allt er þetta umhverfi lítið breytt í dag, nema tískan og farar- tækin, en hestvagnar eru þó ennþá í umferð á Spánska torginu. Árið 1975 var rekstrarformi félagsins breytt í þá veru að ráðherranefnd Norður- landaráðs veitti fé til stofnunar norrænnar miðstöðvar fyrir myndlistarmenn og tón- listarfólks er vera skyldi í húsnæði félagsins. Gilti þessi fjárveiting til 5 ára til reynslu. Er þessari stofnun nú stýrt í sameiningu af norrænu sendiráðunum og norrænu vísindastofnununum 4 ásamt með einum fulltrúa frá samtökunum „Skandinavisk Forenings venner". Eftir að eigandi húsnæð- isins að Via Condotti hefur hækkað kröf- ur sínar um leigu eða óskað eftir að selja íbúðina að öðrum kosti hefur áframhald þessarar starfsemi verið í mikilli óvissu síð- asta árið. Væri það óbætanlegur skaði fyrir norræna listamenn og menningartengsl Norðurlanda við Ítalíu ef starfsemi þessari yrði hætt. Hagsmunamál listamanna Því er það kappsmál listamanna á Norð- urlöndum um þessar mundir að sj á til þess að svo verði ekki. Norðurlöndin hafa með myndarlegum hætti tryggt fræðimönnum á sviði sögu og fornleifafræði aðstöðu í borg- inni. Það væri illa farið ef viðbrugðið sam- stöðuleysi myndlistarmanna um eigin hagsmunamál yrði til þess að þessari sögu- legu stofnun yrði lokað. Væri ekki nær að samtök myndlistarmanna á Norðurlöndum færu fram á að fá stjórnun og skipulagsmál stofnunarinnar að fullu og öllu í eigin hend- ur, þannig að ekki þyrfti að leita til sendi- ráðanna og vísindastofnananna í borginni um málefni hennar? Eins og nú er, ber þeim sem óska dvalar á stofnuninni að snúa sér til Félgs íslenskra myndlistarmanna með umsókn. Endanlega er plássi síðan úthlutað af stjórn stofnunar- innr, sem eins og áður er sagt er skipuð fulltrúum sendiráðanna, vísindastofnan- anna og fleiri aðilum. Það væri óskandi að íslendingar notfærðu sér í ríkari mæli starf- semi sem þessa, því fátt er betur til þess fallið að víkka sjóndeildarhringinn og auðga andann en að setja sig niður um stundarsakir í hinni sögulegu miðj u Rómar- borgar með útsýn til fortíðar og framtíðar á báðabóga. Ólafur Gíslason. • Á Via Condotti viö Spánska torgið í Róm ertil húsa merk norræn stofnun sem nú stendur á tímamótum: Skand- inavískafélagið í Róm, „Circolo Scandinavo per Artisti e Scienziati". Það er ekki bara að þessi merka stof n- un geti nú státað af 150 ára sögu, þar sem átt hafa í hlut margir af merkustu listamönnum Norðurlanda, heldurer nú allt í óvissu um framtíð hennar vegna uppsagnar á húsnæði og yfir- vofandi gjaldþrotum, verði stofnuninni ekki sýnd tilhlýðileg ræktarsemi af ríkisstjórnum Norðurlandanna. „Skandinavisk Forening for Kunstnere og Videnskabsmaend" rekur sögu sína aft- ur til ársins 1833, þegar danska bókasafnið í Róm var stofnað. Það var á dögum Bertels Thorvaldsen í Róm. Á tímum nýklassísku og rómantísku stefnunnar, þegar sú hefð var að skapast að listamenn hvaðanæva úr Evrópu kæmu til borgarinnar eilífu til að ausa af nægtabrunni hennar í sögu og list- um. 150árasaga Danska bókasafnið í Róm var fyrsti vísir- inn að norrænni menningarmiðstöð í borg- inni. Síðan kom sænska bókasafnið og þau voru sameinuð 1840. Síðan bættust Norð- menn við og árið 1860 var Skandinavíska félagið formlega stofnað, og ríkisstjórnir Norðurlandanna veittu sameiginlega fé til þess að taka á leigu húsnæði og reka það. Félagið var fyrst í stað til húsa í byggingu sem stóð á rústum grafhýsis Ágústusar keisara en fékk um síðir fastan samastað á Via Condotti 11, rétt við Spönsku tröpp- urnar, þar sem það hefur verið til húsa síð- ustu 54 árin. Skandinavíska félagið var lengst af samkomustaður og athvarf fræðimanna og listamanna sem sóttu til Rómar, og nægir þar að nefna listamenn eins og Édvard Gri- eg, Björnstene Björnsson, H.C. Andersen, Henrik Ibsen og fleiri, sem allir sóttu reglu- lega fundi í félaginu og notfærðu sér þá aðstöðu sem þar var fyrir hendi. Jafnframt voru húsakynni félagsins fast athvarf allra Norðurlandabúa, sem búsettir voru í borg- inni. Meðal íslendinga sem sóttu þangað fyrr á árum var myndhöggvarinn Einar Jónsson, sem segir frá heimsóknum sínum í féiagið í endurminningum sínum. Eftir síðari heimsstyrjöldina stofnuðu Norðurlandaþjóðirnar sérstakar stofnanir í sögu- og listfræðirannsóknum í Róm. Við það breyttist hlutverk Skandínavíska fé- lagsins nokkuð, þar sem vísindamennirnir höfðu nú fengið sitt aðsetur og sína vinnu- aðstöðu í borginni, á meðan norrænir lista- menn nutu áfram góðs af aðstöðu þeirri, sem félagið bauð uppá með bókasafni og samkomusal. Og árið 1962 var tekið að leigja út herbergi í húsakynnum félagsins fyrir norrænt listafólk, sem hefur haft að- gang að staðnum alla tíð síðan.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.