Þjóðviljinn - 11.02.1984, Qupperneq 17

Þjóðviljinn - 11.02.1984, Qupperneq 17
Helgin 11.-12. febrúar 1984 IÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17 dægurmál (sígild?) Hljómsveitin Yes....er hún til enn? Óyes, og er aldeilis ekki á þeim buxunum að leggja upp laupana, ef marka má nýútkomna plötu þeirra 90125 (’83). Hljóm- sveitin var stofnuð árið 1968 af þeim söngvara Jon Anderson (f. ’44) og Ghris Squire bassaleikara (f. ’48). Á mörgu hefur gengið og mannabreytingar nokkuð tíðar í gegnum árin, en þó svo oft hafi óbyrlega blásið mót þeim köppum og þeim jafnvel spáður dauði og gleymska í komandi nútíð, mega þeir hinir sömu spámenn éta sokka sína. Fílefldir og fullir orku ríða hetjur aftur um héruð og bjóða allsráð- andi sölumarkaði birginn, með yndislega pottþéttri og snilldarinn- ar vel gerðri plötu. Grúppan er í dag skipuð, auk þeirra Jon og Chris, þeim Trevor Rabin, gítar- og hljómborðsleikara, Alan White Grikkinn Vangelis og Jon Anderson hafa gefið út tvær stórar hljómpiötur í sameiningu: Shorí Stories og The Friends ofMister Cairo. Vangelis er annars þekktastur fyrir músík sína sem hann gerði fyrir kvikmyndirnar Blade Runner og Chariots of Fire. á trommur og ásláttarhljóðfæri og Tony Key, hljómborð. Alhr eru gæjarnir snillingar á sín hljóðfæri og sanna það svo um munar, að það lifir sem vel er gert og vandað til. Ekki er ólíklegt að platan hafi komið þeim er þekkja almennt til hljómsveitarinnar nokkuð á óvart, því upprisnir og endurholdgaðir leika þeir félagar ívið þungrokk- aðri tónlist en áður, og þau epísk-klassísk-rokkuðu tónverk, er Yes gat sér í upphafi frægðarorð fyrir að leika af þokkafullu ör-dulu listfengi, er svo að segja horfið á vit hugsjónarmissis sem fyigir ávallt brevttum tímum. Á sínum tíma lá söngvarinn Jon undir töluverðu höggi fyrir það sem kallað var „geldingslegan" söng, og var þá vitaskuld átt við háa og nokkuð óvenjulega „fal- settó“ rödd hans. Sumir kunna að merkja nokkuð augljós áhrif frá söngstíl Jons í söngvara hljóm- sveitarinnar Police, Sting, og jafnvel ef vel er að gáð gætir einnig áhrifa í tónlist hinna síðarnefndu frá Yes. Oft greinir eingöngu hinn vinsæli „reggí" taktur sem Police brúkar oftlega, þessar tvær hljóm- sveitir að. Lag Yes, „Owner of a Lonely Heart“ hefur, eins og flestum er kunnugt, heyrst oftlega á öldum Ijósvakans síðustu daga, og hefur það náð feikilegum og jafnframt verðugum vinsældum víða um ver- öld. Mættu þó heyrast önnur lög af þessari skífú, því ekkert er öðru lakara. Piata þessi er frábær í einu þriggjastafa orði. Öll lögin vönd- uð, textar óvitlausir, hljóðfæra- ieikur óaðfinnanlegur og síðast en ekki síst sanna þessir ljúfu tón- listarmenn það, að ekki eru karl- menn menn með djúpvitund og þroska að einhverju marki, nema yfir þrítugt séu..- Björk CRUCIFIX ofl. í FS í kvöld Didda Bandaríska anarkista-hljóm- sveitin Crucifix heldur síðari hljómleika sína hér á landi í kvöld í Félagsstofnun stúdenta við Hring- braut og hefjast þeir kl.22.00. Einnig koma fram á hljómleikun- um íslensku sveitirnar Vonbrigði, Cosmo og Askur Yggdrasils, sem er skipuð þeim Sigtryggi trommara og Gulla úr Þey, Björk úr Tappan- um, Árna og Torfa úr Vonbrigðum og Diddu. Gunnar Smári mundar hér hníf við samlokutilbúning handa tveim við- skiptavinum í Bíslaginu. Ljósm. Atli. ís og snarl í Bíslagið nefnist lítili og huggu- legur snarl-staður við Ingólfsstræti í Reykjavík, nánar til tekið gegnt Operunni sjálfri í Gamla bíói, eða, enn nánar til tekið, miðja vegu gegnt henni og veitingastaðarins Arnarhóls. Nýverið voru gerðar gagngerar breytingar á Bíslaginu. Er nú hægt að fá þar fjölbreytt girnilegt snarl og ísrétti, t.d. snittubrauðssamlok- ur, hvítt brauð eða gróft eftir „smag og behag“ og 12 áleggsteg- undir getur fólk valið um, heitar samlokur fást í mörgum tilbrigðum og Braggakökur með ljúffengum Bíslaginu fyllingum. „Eftirréttir“ eru t.d. eplapæ, íspönnukökur, um 15 gerðir af frumlegum ísréttum, mjólkurhristingur með ferskum ávöxtum ýmiss konar og öllu þessu má skola niður með öli, gosi, kakói o.m.fl. ... að ógleymdu vatni vita- skuld. Bíslagið er opið virka daga frá kl. 10 til 20, laugardaga 10 - 16, en lokað á sunnudögum. Ekki má gleyma að geta þess að allt brauðið er smurt jafnharðan á staðnum, og verðið á samlokunum er 40 til 6C krónur. § —Já, nú bjóðum við úrvals ÍSFUGLS unghænur með 25% afslætti — það munar um minna þessa dagana. Unghænumar frá (SFUGL em tilvaldar í ýmsa pottrétti og við látum fylgja eina gimilega uppskrift. KRYDDUNGHÆNA FRÁ ISFUGL Atvinna Svæöisstjórn Vesturlands óskar að ráöa for- stöðumann við nýtt sambýli fyrir fjölfatlaða á Akranesi. Menntun og starfsreynsla í þágu fatlaðra er æskileg. Umsóknir um starfið þurfa að berast fyrir 15. febrúar til Svandísar Pétursdóttur, Bjarkar- grund 35, 300 Akranesi, eða Snorra Þor- steinssonar Borgarbraut 61 Borgarnesi, sem einnig veitir allar nánari upplýsingar. Svæðisstjórn Vesturiands HRÁEFNI (fyrirfjóra) 1 Unghæna frá ISFUGL Sítrónusafi, salt, persille 1 lltill laukur 1 púrra 1 msksalt 1 tskpiparkom 1 Ivatn Matreiðslutími ca 2 klst. Sósa: 3-4 dl síað unghænusoð 2 msk hveiti 1 dl rjómi estragon, merian, salvie sait og pipar eftir smekk 1. Nuddið unghænuna að utan og innan með salti og sítrónusafa. Setjið nokkrar persille-greinar inn í unghænuna. 2. Setjið unghænuna í pott með vatni lauk og púrru. Sjóðið og fleytið ofan af. 3. Bætið saltinru og piparkomunum út í og látið sjóða undir loki i 1 1/2 — 2 klst., þartil unghænan er orðin meyr. 4. Síið soðið, sem nota á í sósuna, í pott. Hellið hveiti óg rjóma út í og hrærið vel. Látið suðuna koma upp og bætið tómatkrafti og kryddi að smekk, einnig öriitið af salti og pipar. 5. Takið haminn af unghænunni og skerið hana i bita. Setjið bitana i pottinn sem bera á réttinn fram í og hellið sósunni yfir. BORIÐ FRAM MEÐ: Hrísgrjónum eða soðnum kartöflum. Fersku salati og sitrónudressing. Verði ykkur að góðu. ísfugl Fuglasláturhúsið að Varmá Reykjavegi 36 Mosfellssveit Símar: 91-66103 og 66766

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.